Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐ.JUDAGUR 16. APRÍL 1991 B 5 Vegurinn heim... Hér má sjá hvernig Ian Woos- nam, Jose-Maria Olazabal og Tom Watson léku síðustu níu holurnar. Efst má sjá skorið eftir 63 holur og síðan skorið á þeim síðustu og hve langt undir pari þeir voru Woosn. Olaza. Watson 240 12 243 9 243 9 10. (4).. .5(11) 3(10) 3(10) 11. (4).. •4(11) 4(10) 5( 9) 12. (3).. .3(11) 3(10) 5 ( 7) 13. (5).. .6 (10) 4(11) 3 ( 9) 14. (4).. .4 (10) 4(11) 4 ( 9) 15. (5).. .4(11) 5(11) 3(11) 16. (3).. .3(11) 3(11) 3(11) 17. (4).. .4(11) 4(11) 4(11) 18. (4).. .4(11) 5(10) 6( 9) Masters Jack Nicklaus á fjögur met á Masters. Hann hefur oftast unnið, sex sinnum, 1963, 65, 66, 72, 75 og 86. Hann er elsti meistarinn, var 46 ára er hann sigraði 1986. Hann hefur unnið með mesta mun, níu höggum 1965 og á besta skor vallarins á 72 holum, 271 högg. Arnold Palmer hefur sigrað fjórum sinnum og þrír kylfingar hafa sigrað þrisvar: Jimmy Demaret, Sam Snead og Gary Players. Þrír kylfingar hafa sigrað í fyrstu tilraun: Horton Smith 1934, Gene Sarazen 1935 og Fuzzy Zoeller 1979. Ray Floyd státar af bestum árangri eftir 54 holur, 201 högg, árið 1976. Hann á einnig metið eftir 36 holur ásamt Johnny Miller 131 högg. Nick Price er samt sá kylfmgur sem hefur náð besta hringnum á mótinu en hann lék á 63 höggum á Augustavellinum fyrir fimm árum. lan Woosnam fagnar sigri á bandaríska meistaramótinu eftir púttið á 18. holu. lan Woosnam: „Vildi sýna aðégværi bestur“ Ian Woosnam sagði fyrir mótið að nú væri kominn tími fyrir einn stóran titil. Hann hafði sigrað í 27 mótum en aldrei náð að krækja í einn af þeim stóru fyrr en nú. Hann fór í efsta sæti heimslistans fyrir mótið og sagði hveijum sem heyra vildi að hann ætti heima þar: „Ég var búinn að segja að ég ætti rétt á þessu sæti og vildi sýna að ég væri bestur," sagði Woosnam, sem fékk rúmlega 15 milljónir króna fyrir sigurinn, auk græna jakkans. Hann er ekki ýkja hár í loftinu, 1,64 m, en er gífurlega sterkur og högglangur. Púttið var veikasta hlið hans framan af mótinu en hann lagaði það. „í áraraðir hef ég horft á mótið og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna, helst með pútti á síðustu holunni,“ sagði Woosnam. Þegar kom að síðustu holunum fjölgaði áhorfendum og þeir voru flestir á blandi Tom Watsons og gáfu Woosnam engan frið. „Það hjálpaði mér því ég efiist við mót- læti,“ sagði Woosnam. Hann sló í vatn á 13. holu og þá fögnuðu áhorfendur; nokkuð sem er sjald- gæft hjá siðuðum áhorfendum. Þeg- ar þeir gengu af stað var kallað úr hópnum og Woosnam bent á að hann væri ekki að leika á sjávar- velli: „Það var svolítið sárt en bætti bara við skapið." Einhveiju sinni var haft eftir Woosnam að hann myndi vilja skipta á tíu minni titlum fyrir einn stóran: „Ég sagði'það aldrei," sagði Woosnam, eftir mótið: „En ég hefði gert það.“ .n’iEg | iol nctwjfl go igo: Itfio! KRTN Lanny Wadkins hughreystir Jose Maria Olazabal eftir að hann fór síðustu holuna á einum yfir pari. faémR FOLK ■ ARNOLD Palmer, goðsögnin sjálf, hafði lítið uppúr krafsinu á mótinu. Hann varð í neðsta sæti ásamt tveimur áhugamönnum, lék 36 holur á 155 höggum, 11 yfir pari. Margir frægir garpa urðu að sætta sig við 36 holur, enda aðeins snjallir kylfingar sem fá að taka þátt í mótinu. Greg Norman var þó einstaklega óheppinn og var einu höggi frá því að komast áfram. Arnold Palmer. ■ JACK Nicklaus hefur sex sinn- um sigrað á mótinu en þessu vill hann líklega gleyma' sem fyrst. Hann afrekaði það að fara í fyrsta sinn fjóra yfir par á einni holu. Hann náði þó að halda sér á parinu en margir áttu von á að hann yrði í fremstu röð, enda oft sagt að þeir sem hafi reynsluna eigi mesta möguleika á vellinum. ■ NICKLAUS tók gleði sína á- ný á 16. holunni, þriðja daginn. Þá setti hann niður glæsilegt pútt af rúmlega 15 metra færi. Hann þurfti að setja boltann mjög ofarlega á flötina og þaðan rann hann örugg- lega ofaní. Tom Watson fylgdi á eftir með glæsilegt pútt og í lokin hneigðu þeir sig við mikinn fögnuð áhorfenda. Jack Nicklaus. ■ IAN Woosnam lék mjög vel á öðrum degi, kom inná 66 höggum, en púttaði þó illa. Hann náði aldrei lengra pútti en þremur metrum og var langt frá sínu besta á flötunum. En hann bætti fyrir það á 15. holu með glæsilegu höggi. Hann setti niður af 180 metra færi, með 5- járni, og náði erni. ■ WOOSNAM tók mikla áhættu á þriðja deginum er var nálægt því að tapa tveimur höggum. Pútt hans á 15. holu stoppaði á brúninni. Sam- kvæmt reglunum hefur kylfingur tíu sekúndur til að taka boltann, en ef hann fer niður eftir þær fær hann tvö högg í víti. Woosnam var ekkert að flýta sér, þótt hvasst væri og rokið hreyfði boltann. Til að auka enn á spennuna lét hann boltann vera á meðan hann tók stöngina úr holunni en hefði hún snert boltann hefði það einnig verið tvö högg í víti. Woosnam ýtti bolt- anum ofaní og sagðist ekki hafa þorað að merkja hann því það hefði verið svo erfltt að setja boltann á sama stað, án þess að missa hann ofaní. Hann hefði þó ekki fengið víti fyrir það en stundum er það svo að jafnvel atvinnumenn ruglast á reglunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.