Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 2
h
HJARTAÐ OG mNSÆÐASJÚKDÓMAR Á ÍSLAHDI
mun víðar inn í fæðukeðjuna en
hinar fitutegundimar, þar sem
hægt var að nota það til steiking-
ar, í sósur, sem viðbit á brauð og
í bakstur. Það er ekki fyrr en um
1970 eða jafnvel síðar, sem al-
mennt er farið nota matarolíur í
einhveijum mæli til steikingar.
Breyttir lífshættir
Á þessum tíma var samsetning
smjörlíkis til viðbits stórbætt og
Sólblóma kemur á markaðinn.
Framboð eykst af grænmeti og
lambakjöti og fiskur verður ekki
eins oft á borðum og áður hjá yngri
kynslóðinni er framboð eykst af
kjöttegundum. Breytingin verður
eftir 1980, er fjölbreytni eykst í
matargerð. Fiskurinn verður vin-
sæll á ný, Smjörvi kemur á markað
og matur er minna brasaður en
áður og örbylgjuofnar koma til sög-
unnar.
Nú er ekki ljóst hvort breytingar
í samsetningu matarins, matar-
gerðin eða feitin hefur haft áhrif á
kransæðasjúkdóma. Hvað sem því
líður leiða kransæðasjúkdómar
fleiri karla til dauða hér á landi en
aðrir sjúkdómar. Dánartíðni af
völdum þessara sjúkdóma er þó síst
hærri hér en á öðrum Norðurlönd-
um.
Næringin
Bandarískir vísindamenn í nær-
ingarfræðum hafa komist að því
að fjölmargt virðist geta raskað
starfsemi hjartans. Hægt er að örva
kransæðasjúkdóma í tilraunadýrum
með því einu að ala þau á kopar-
snauðri fæðu. (kopar er snefilefni)
Einnig varð mikil aukning á krans-
æðasjúkdómum hjá tilraunadýrum
sem skorti kopar ef þau fengu
óheftan aðgang að fæðu sem inni-
hélt mikinn fruitosa (ávaxtasykur)
eða hunang. En áhrifín virtust vera
kynbundin, karldýrin hrundu niður
úr hjartasjúkdómum eftir aðeins 8
vikur, vegna mikiliar stækkunar
hjartans, blóðleysis og mikils kól-
esterólmagns í blóði. Kvendýrin,
sem ekki voru með of hátt kólester-
ól í blóði, voru aftur á móti heil-
brigð.
Þeirri spumingu hefur verið
varpað fram í sambaiidi við þessa
sykurneyslu, hvort mögulegt sé að
koparskortur geti verið til staðar í
fæði almennings í Bandaríkjunum
og hvort skortur á öðmm nauðsyn-
legum snefílefnum eins og zinki,
magnesíum, nikel og vanadíum geti
haft svipuð áhrif og kopar. Bent
er á að framleiðendur hafí aukið
mjög notkun á ódýrum náttúmleg-
um sætuefnum og að þau séu nú
látin í matvæli eins óg unnar mat-
vörur og í gosdrykki.
Streitan
Flestum ber saman um að góð
næring og heilbrigðir lífshættir séu
veigamiklir forvarnaþættir í barátt-
unni gegn kransæðsjúkdómum.
Streita og andlegt hugarástand eins
og gremja, áhyggjur, vonleysi og
Inga Ingibjörg
Guðmundsdótt-
iroglngibjörg
Stefánsdóttir
vinna að
MONICA-rann-
sókninni við
skráningu
kransæðatil-
fella méðal Is-
lendinga.
örvænting hafa lengi verið álitnir
beinir og óbeinir áhættuþættir
hjartaáfalla. Margir þekkja dæmi
um að reiði hafi orðið hjartanu of-
viða. Steitan hefur reynst mörgum
náinn fylginautur í velmegunar-
þjóðfélagi þar sem samkeppni er
mikil og örðugt reynist að uppfylla
allar vonir og væntingar. Hófleg
streita er þó talin nauðsynleg, en
hún getur verið einstaklingum til
skaða hafí hann ekki valdi yfír
henni.
Streitu reynist örðugt að mæla
en fjöldi óviðráðanlegra atvika, sem
raska lífsmunstri einstaklingsins,
virðist geta komið henni af stað.
Streitan sjálf er ekki sjúkdómsvald-
ur en taugaspennan sem henni fylg-
ir er talin geta valdið líffræðilegum
breytingum í vefjum og örvað sjúk-
dóma. Það virðast þó ekki vera
stóru atburðimir í lífínu sem helst
eru taldir streitumyndandi heldur
minniháttar atvik sem fólk lætur
setja sig úr jafnvægi.
Áhættuþættir sannaðir
og afsannaðir
Áhættuþættir virðast geta verið
við hvert fótmál. í nýjum ritum
má sjá að sumir hafa viljað tengja
bijóstverki mikilli kaffídrykkju. í
gegnum árin hafa komið fram á
víxl, sannanir og afsannanir um
hollustu ýmsra fæðutegunda. Má
sem dæmi nefna kaffíð. Nýjustu
rannsóknirnar eru sagðar gefa til
kynna að mikil kaffídrykkja, meira
en Qórir bollar á dag, auki hættu
á hjartaáfalli og eru konur sagðar
taka þar meiri áhættu en karlar
og er reykingafólk í meiri hættu
en þeir sem ekki reykja. Mönnum
er nú ráðlagt að sleppa fjórða kaffi-
bollanum!
Hvað eykur fólki hreysti?
Þá er komið að mikilvægasta
þættinum og stærstu spurningunni:
- Hvað er það sem gerir fólk heilsu-
hraust og langlíft? - Þessi mikil-
vægi þáttur hefur ekki verið til
umræðu, þó er hann e.t.v. undir-
staða annarra fyrirbyggjandi þátta.
Nægir fítulítið fæði, streitulaust líf,
minni kaffídrykkja, o.s frv. - eða
kemur fleira til?
Kvaða hópar þjóðfélagsins eru
heilsuhraustari og langlífari en aðr-
ir? Hér á landi hefur það ekki verið
kannað svo vitað sé, en Bandaríkja-
menn hafa komist að því að hreysti
og langlífi tengist ekki síst huglæg-
um þáttum. Þar í landi eru það
mormónar, nunnur, hljómsveitar-
stjórar og konur sem viðurkenninga
njóta fyrir góðan árangur í starfí
sem búa við meiri hreysti og lang-
lífí en aðrir.
Forvarnaþættir leynast oft nær,
hvar annars staðar er að fínna sköp-
unargleði, trúarlega innlifun, virkni
í starfi með viðurkenningu sjálfum
sér og öðrum til handa, en í eigin
garði. Við leitum stundum langt
yfír skammt.
SJÁ BLS.4.
Mommmm
FjNlhjööarannsdknir á kransæðasjúkdómum
Hjartavernd hefur í aldarfjórðung fylgst með
„hjartslætti" íslendinga og á án efa mikinn þátt
í því að fjöldinn gætir nú heilsu sinnar betur en
áður. Hjartavemd tekur nú þátt í víðtækri fjöl-
þjóðarannsókn á þróun og orsakaþáttum krans-
æðasjúkdóma. Nikulás Sigfússon yfirlæknir hjá
Hjartavemd er yfirmaður þessara rannsókna hér
á landi. Hann var spurður um rannsóknirnar,
tildrögin og í hveiju þær væm fólgnar?
Nikulás sagði, að undanfarin ár hafí menn veit
athygli breytingum á tíðni dauðsfalla víða um
lönd, af völdum kransæðasjúkdóma. Þróunin
á mörgum Vesturlöndum hefði verið aukning
á sjúkdómnum og sífellt fleiri látist af hans völdum.
Síðan hafí orðið breyting í nokkrum löndum og dán-
artíðnin lækkað. Þetta hefði gerst í löndum eins og
Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og víðar. í sumum
löndum hætti tíðnin að aukast en í öðrum löndum
eins og í Austur-Evrópu hélt hún áfram að vaxa.
Menn höfðu ekki viðunandi skýringu á þessari þróun
en lækkunin var mismunandi eftir löndum. Að vísu
hefði þótt ljóst að áhættuþættir lægju til grundvallar
breytingunum.
Lækningaaðferðir hafa batnað
„En það getur ýmislegt fleira komið til en breyting-
ar á tíðni sjúkdómsins,“ sagði Nikulás, „Dánartíðni
getur hafa lækkað m.a. vegna þess að lækningaað-
ferðir hafa batnað, en sjúkdómurinn í sjálfu sér ver-
ið jafn algengur og hann var áður. Til að finna skýr-
ingu á þessum breytingum efndi Alþjóða heilbrigðis-
stofnunin (WHO) til fjölþjóða rannsóknatil að kanna
tíðni kransæðastíflu og heilablóðfalls eða slag, og
nefnist rannsókn þessi MONICA-rannsókn (Multin-
ational monitoring of trends and determinants in
cardiovascular diseases).
Fyrsta landið hóf skráningu árið 1980 og fram
til 1985 o g urðu löndin sem taka þátt í þessum rann-
sóknum 27 samtals. Hér á landi hófst hún árið 1981.
í þessum löndum hefur verið komið upp 43 rannsókn-
astöðvum með 51 rannsóknahópa og taka alls um
12 milljón manns þátt í rannsókninni sem standa
mun í 10 ár.
í rannsókninni er gert ráð fyrir könnun á þrem
grunvallarþáttum, þ.e. skráningu á öllum tilfellum
kransæðastíflu, bæði þeirra sem lifa og deyja, þeim
sem fá endurtekir. tiifeiii og þeirra seni fá s!ag eða
heilablæðingu. Síðan eru áhættuþættir sem skylt er
að rannsaka, það er blóðfita, reykingar og blóðþrýst-
ingur. Að síðustu á að kanna hvernig lækningum
er háttað. Með því að safna þessum upplýsingum
saman á svona mörgum stöðum, á svo löngum tíma,
þá telja menn að fínna megi út hvers vegna tíðnin
er að breytast í sumum löndum en ekki öðrum.
MONICA-rannsóknin er óháð öðrum
rannsóknum Hjartaverndar
- Nikulás var spurður hvort allir þeir sem koma
til rannsóknar hjá Hjartavemd væru þátttakendur í
þessari rannsókn?
„Nei“, svaraði hann. „MONICA-rannsóknin eru
þeim rannsóknum óháð. MONICA-rannsóknin er sér-
þáttur sem okkur var falið að sinna á vegum heil-
brigðisyfírvalda, en til þeirra leitaði Alþjóða heilbrigð-
isstofnuninni. Rannsóknin nær yfír allt landið. Fólk
er ekki boðað hingað, heldur fer hér fram skráning
á tilvikum kransæðastíflu. Fjölþjóðarannsóknin gerir
Nikulás Sigfússon dr. med. hefur yfirumsjón
með framkvæmd MONIC A-rannsóknar á íslandi
ráð fyrir skráningu allra sem eru á aldrinum 35-64
ára. Én vegna þess að við erum fámenn þjóð var
ljóst að hér yrðu ekki nægjanlega mörg tilfelli krans-
æðastíflu þannig að hægt yrði að sjá marktækar
breytingar á 10 árum. Því var ákveðið að skrá yngra
fólk og eldra eða á aldrinum 25-74 ára og eru allir
íslendingar á þessu aldursbili í þessari rannsókn."
MONICA-rannsóknin er skráning upplýsinga
„Við verðum að vinna eftir ákveðnum reglum sem
settar hafa verið fyrir þessa MONICA-rannsókn,“
sagði Nikulás. „Við leitum til sjúkrahúsanna og fáum
upplýsingar um þá sem greindir eru með kransæðast-
íflu. Við verðum að kanna hvert einasta tilvik í sam-
bandi við dauðsföll. Rannsóknin verður að vera unn-
in af mikilli nákvæmni og hún verður að vera eins
í öllum löndum svo að samanburðurinn sé raunhæfur.
Hér starfa við rannsóknina að staðaldri auk mín
tveir starfsmenn, IngibjÖrg Guðmundsdóttir og Ingi-
björg Stefánsdóttir.
Helstu breytingar á tíðni kransæðastíflu
- Hveijar hafa orðið helstu breytingar hér á þessu
tímabili?
„Á þessum 8 árum sem skráning hefur farið fram,
hefur dánartíðni vegna kransæðastíflu lækkað um
34% meðal karla á aldrinum 24-74 ára. Ástæðan
getur að hluta til verið betri meðhöndlun á sjúkdómn-
um. Á þessu tímabili eða um 1982 er farið að nota
lyf(streptokinase) sem leysa upp blóðtappa, einnig
er farið að gera framhjáskeytingaraðgerðir (by pass)
og blástursaðgerðir æða sem nugsanlega hafa geta
lækkað dánartíðnina. Það kemur fram að fækkun er
á nýjum tilfellum kransæðastíflu (nýgengi) um 20%
á þessu tímabili. í skráningunni eru öll tilfelli á krans-
æðasjúkdómum og getur þar verið um að ræða mörg
tilfelli hjá sama manni. Þá kemur einnig í ljós að
þessi heildartíðni hefur einnig lækkað um 20%.“
- Hver er svo ávinningur af þessu samstarfi?
„Það sem vinnst er að við getum reiknað út og
séð hvaða áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru
í hvetju landi og hvemigtíðnin er að breytast. Ef
hún er lækkandi þá er hægt að efla þá þróun, þ.e.
ef við höfum haldgóðar upplýsingar að byggja á.“
Ástandið hér miðað
við önnur lönd
Nikulás var að lokum spurður hvernig ástandið
væri hér miðað við nágrannalöndin?
Hann sagði að marktækartölurværu víðaekki
tiltækar til viðmiðunar nema dánartölur, en þar kem-
ur fram að dánartíðni hefur lækkað á öllum Norðurl-
öndunum og hefur lækkunin orðið mest hér á landi.
„Rannsókninni lýkur árið 1995,“ sagði Nikul-
ás,„Það hafa þegar komið fram greinar um áhættu-
þætti í ýmsum löndum og hefur samanburður verið
gerður. Má þar m.a nefna blóðfítu en hún er mjög
há hér á landi. Hvað varðar blóðþrýsting þá er hann
með því lægsta. Reykingar hafa minnkað hér mjög
mikið hjá körlum. Akveðnir þættir blóðfitu (þríglys-
eríð) eru mjög lágir hjá okkur miðað við aðra og
getur það verið bundið mataræði. Við borðum mikið
af físki og einnig af fiskfeiti (lýsi) og það er vitað
að hún lækkar blóðfitu og veitir okkur ákveðna
vernd.“