Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1991
t %
Kóresk
tónlist
Fremstu
kajagum-
leikarar eru
yfirleytt
konur.
ÞJÓÐLEG TÓNLIST/7/iv/rf
kömun gó? ___________
er
Fmnskur metnaður
TÓNLIST frá ýmsum löndum hefur sótt í sig veðri á Vesturlöndum
síðustu misseri. Ber þar vitanlega mest á alskyns popptónlist, t.a.m.
chimurenga og jit frá Zimbabwe, rai frá Alsír, forró frá Brasilíu, zouk
frá Antilleseyjum og svo mætti lengi telja. Með útgáfustrauminum
berst einnig upprunalegri tónlist, sem hér verður nefnd þjóðleg tón-
list, þó oft sé erfitt að greina á milli.
Twjóðleg tónlist hefur löngum verið
Mr uppáhald sérvitringa, en með
auknum áhuga á þjóðlegri popptón-
list hefur eftirspurn eftir frumtónlist-
inni, ómengaðri af vestrænni tón-
hugsun, aukist og
eftirspum sömu-
leiðis. Fjölmörg
fyrirtæki hafa gef-
ið út þjóðlega tón-
list um heim allan
í fjölda ára og ma
þar nefna Lyric-
hord, sem t.a.m.
hefur gefið út plötu
eftir Árna
Matthiasson
með þjóðlegri íslenskri tónlist, Non-
esuch, UNESCO-útgáfuna, Playaso-
und, og Ocora og í seinni tíð hafa
bæst við fyrirtæki eins og
WOMAD/Real World-útgáfan, sem á
það einnig til að gefa út þjóðlegt
popp.
Ocora-útgáfan, sem er hluti af
franska ríkisútvarpinu, er primus
inter pares í útgáfu á þjóðlegri tón-
list. Bæði er að tónlistin er nánast
öll stórmerkileg og skemmtileg og
að fyrirtækið leggur afar mikið upp-
úr hljómi á útgáfum sínum og lætur
fylgja ýtarlegar upplýsingar á
frönsku og ensku um tónlistina á
piötunum, hljóðfæri og hljóðfæra-
leikara. Plötumar sem Ocora hefur
gefíð út nálagst óðfluga 200, en
geisladiskvæðing útgáfunnar hófst
fyrir nokkru. Þegar hafa um 60 titl-
ar verið gefnir út á geisladisk, og
bætast einhveijir við í hveijum mán-
uði.
Sem dæmi um útgáfu Ocora má
nefna diskinn Coree, Musique Instru-
mentale de la Tradition Classique.
Þar fer saman ógleymanleg tónlist
og fyrirtaks frágangur; hljómur er
frábær og upplýsingar einkar fróð-
legar og vel fram settar. Kóresk tón-
list er um margt frábmgðin kín-
verskri tónlist og japanskri. Ræður
þar mestu fijáls rytmi og mikið svigr-
úm fyrir spuna flytjanda. Fyrir vikið
er kóresk tónlist með eftirminnilegri
tónlist sem maður heyrir og um leið
einkar heillandi. Á téðum disk eru
þijú verk, sem samtals taka um 70
mínútur í flutningi, eitt kömun’go-
verk, en kömun’goið er náskylt kaja-
guminu og þá einnig kotoinu jap-
anska, fornt búddískt trúarverk, sem
flutt er í fyrsta sinn í heild á plötu,
og bambusflautuspuni á taegum-
flautu.
BÆKUR Um hvab fjalla hcekur Grahams Greene?
Hinn ósýnilegi Greene
FYRIR MÖRGUM árum gerði
BBC-sjónvarpið mjög sérstæða
heimildarmynd um Graham
Greene. Hvernig sem myndin
hefði lukkast hefði hún alltaf
orðið sérstök, þar sem Greene
hafði fallist á viðtal. Greene var
í nöp við fjölmiðla og var mjög
tregur til að láta blaðamenn,
og þaðan af síður Ijósmy ndara,
koma nærri sér. Hann kaus ein-
veru og tilveru fjarri heima-
landi sínu. Og bjó í Suður-
Frakklandi. Svo lævís ráð
þurfti.
Framleiðandi myndarinnar tók
á það ráð að bjóða hinum
fjöl- farna rithöfundi í lestarferð
frá París til Istanbúl með Austur-
landahraðlestinni. Graham Gre-
ene var hinn
mikli landvinn-
ingamaður í sög-
um sínum þar
sem hann ferðast
heimsálfa á milli
og dregur upp
lifandi myndir af
fjarlægum,
ókunnum slóð-
um. í lest — á ferð frá einu landi
til annars — leið honum best. En
aldrei sást skáldið í ramma, held-
ur rann mjúkur og rólegur mál-
rómurinn saman við lestarniðinn.
Jafn lágvær hvort sem hann lýsti
því er hann lék sér að dauðanum
og spilaði rússneska rúllettu við
sjálfan sig þegar hann var ungur
drengur eða næsta áfangastað
lestarinnar.
Ferðalag þeirra var ekki farið
í gegnum Greeneland. Land Gre-
ene þar sem hetjur eða andhetjur
bóka hans lifðu, meðaumkunar-
verðar og dæmdar til þjáninga og
ótta. Hræddar við syndina og
helvíti. Það land átti þó ekki að-
eins heima í fjarlægum heimsálf-
um og eyðilegum stöðum, heldur
eftir Guðrúnu
Nordai
MYNDLIST/yV/ri/ ekki alltaflœra afbömunum?
Listahátíð æskunnar
ÞAÐ ER ánægjulegt að vita til þess, að mitt í kosningaslagnum var
í fullum undirbúningi mikil menningardagskrá, sem er utan og ofan
við hin pólitísku moldviðri. Þetta er Listahátið æskunnar, sem stað-
ið hefur frá 20.—28 apríl, sem haldin er á vegum Menntamálaráðu-
neytisins og Reykjavíkurborgar. Formaður undirbúningsnefndar
segir í ávarpi sínu, að hátíðin sé haldin til að vekja athygli á listsköp-
un barna og unglinga og til að sýna verkum þeirra tilhlýðilega virð-
ingu og til að auka virðingu barnanna sjálfra fyrir þessum viðfangs-
efnum sínum. Þessi fyrsta listahátíð æskunnar er haldin í Reykja-
vik, en síðan er ætlunin að halda þá næstu i öðru fræðsluumdæmi
og svo koll af kolli.
Þetta er merkilegt framtak, sem
vert er að vekja athygli á. Það
er ekki aðeins að börn eru líka fólk,
eins og oft er bent á, heldur einnig
að þama er á ferðinni listafólk og
wmmmmmmmm listunnendur
framtíðarinnar,
sem ekki er svo
fjarlæg. Sumir
þeirra listamanna,
sem koma fram á
listahátíð æskunn-
ar munu hasla séc
völl í menningarlífi
landsins á fyrstu
þremur áratugum
eftir Eirík
Þorlóksson
tveimur eða
næstu aldar; og hinir ungu listunn-
endur verða einnig undirstaða
menningarlífsins snemma á næstu
öld.
Það er einnig athyglisvert,
hversu margir taka þátt í því sam-
starfi sem er á bak við hátíðina.
Nærri þijátíu stofnanir em aðilar
að þessu, auk fjölda skóla á öllum
sviðum, og á annan tug fyrirtækja
styrkja verkefnið á einn eða annan
hátt. Þetta sannar svo ekki verður
um villst að samfélagið, bæði hið
opinbera og atvinnulífið, er tilbúið
til að styðja við bakið á öflugu
menningarstarfí, bara ef til þeirra
er leitað. Það em nefnilega ekki
eingöngu peningar sem ráða hvað
er gert í menningarmálum, heldur
skiptir viljinn miklu máli. Þessu til
stuðnings má benda á að í blaðavið-
tali kom fram að fjárveitingtil verk-
efnisins alls var aðeins tvær milljón-
ir króna; það er tæplega jafngildi
lítils ráðheirajeppa, ef einhver hefur
áhuga á samanburði.
Þó að hátíðin hafi vissulega verið
kynnt í fjölmiðlum, þá er óvíst að
fólk hafi gert sér grein fyrir hversu
umfangsmikil hún er. Svo að minnst
sé sérstaklega á myndlistarþáttinn,
þá hafa verið settar upp yfir sextíu
listsýningar frá leikskólum, gmnn-
skólum og myndlistaskólum í bönk-
um, þjónustumiðstöðvum, á elli-
heimilum, í kirkjum, framhaldsskól-
um, verslanamiðstöðvum og veit-
ingastöðum; stærstu sýningarnar
eru svo eflaust í Listasafni Islands
og Listasafni ASÍ. Eirinig voru
starfræktar listasmiðjur fyrir börn-
in, og myndlistarskólarnir kynntu
starfsemi sína. Þetta stárf á mynd-
listarsviðinu slær auðvitað út allt
sem fullorðna fólkið hefur verið að
gera á sama tíma, enda geta fáir
keppt við ákafa ungu kynslóðarinn-
ar.
Þetta er aðeins brot af umfangi
listahátíðar æskunnar. Þá er
ónefndur sá fjöldi tónleika, dans-
sýninga, leiksýninga og annarra
atriða, sem börnin liafa tekið þátt
í síðustu viku. Sá listi ereinnig lang-
ur og yfirgripsmikill, og sannar
óumdeilanlega að það er stöðugt
verið að leggja breiðan grunn að
íslenskri menningar framtíðarinnar.
Ein skemmtileg nýjung á þessari
hátíð virðist hafa orðið vinsæl, ef
marka má orð listamanna. Bömum
var boðið að koma í heimsóknir á
fímmtán vinnustofur listamanna,
og sjá hvernig þeir ynnu að sinni
list. Þetta hafa eflaust verið spenn-
andi ferðir fyrir börnin, og fært þau
nær myndlistinni en flest annað;
margir fullorðnir myndu efiaust
einnig hafa áhuga á slíku tækifæri.
Listahátíð æskunnar er mikil-
vægt skref í að gera menningarlífið
í landinu hærra undir höfði en pólit-
ísku dægurþrasi. Almenningur hef-
ur fyrir löngu tekið þessa afstöðu
Graham Greene — af mörgum
. talinn síðasti risinn í enskum bók-
menntum, lést 3. apríl sl.
einnig í Brighton, Englandi. Og
þó að Greene hefði sjálfur ekki
dálæti á hugtakinu, varð „Greene-
Iand“ til. Lýsingar hans á ógnum
og átökum í Víetnam, Suður-
Ameríku, Indónesíu og Afríku
töluðu til þeirra sem bjuggu á
þessum landsvæðum. Og þannig
talaði Greene ekki aðeins máli
Vesturheims, heldur einnig allra
þeirra staða sem hann lýsir svo
hárnákvæmlega.
Þó Graham Greene kærði sig
lítt um að myndavél væri beint
að andliti sínu, þá naut hann sjálf-
ur þess sem myndavélin fangaði.
Hann var af þeirri fyrstu kynslóð
rithöfunda sem varð fyrir miklum
áhrifum frá kvikmyndum, en hin
sérstaka sýn hans sjálfs hafði
einnig áhrif á mál kvikmyndanna.
Hann varð kvikmyndagagnrýn-
andi hjá Spectator árið 1935 og
það hlaut að fara svo að bækur
hans yrðu festar á fílmur. En
hann var sjaldan ánægður með
myndir byggðar á skáldsögum
sínum eða handritum. Aðeins
tvisvar sinnum segja sumir. Að-
eins „Brighton Rock“, sem var
byggð á kvikmyndahandriti hans
sjálfs af samnefndri bók og „The
Third Man“.
Þegar Graham Greene lést
áttatíu og sex ára að aldri þann
3. apríl síðastliðinn var síðasti ris-
inn í enskum bókmenntum fallinn
að margra áliti. Lífsverkið var
ótrúlega viðamikið og fjölbreytt
og hann hafði unnið til flestra
viðurkenninga, þó Nóbelsverð-
launin féllu honum aldrei í skaut;
hvort sem ástæður þess voru rót-
tækar skoðanir hans eða vinsseld-
ir sem rithöfundar. En hann þurfti
ekki á þeim að halda og varð
aðeins frægari fyrir vikið.
Bestu skáldsögur Greene fjalla
um syndina og nagandi samvisku.
Um Guð. Um lítilmagna, sem eru
ofsóttir og kúgaðir hvar sem er í
heiminum. En í sögum hans er
hin trúarlega vídd órjúfanlegur
þáttur þrauta þeirra. Hver er
syndugur? Og hver heilagur? Hver
verður refsingin? Getum við að
lokum fundið Guð? Þessar spurn-
ingar leituðu á Greene til æviloka.
Og hann missti aldrei vonina.
„Sumir þeirra, sem koma fram á listahátíð æskunnar, munu hasla
sér völl í mcnningarlífi landsins á fyrstu áratugum næstu aldar.
með aðsókn sinni, og stjórnmála-
menn virðast vera að átta sig á
mikilvægi þessa málaflokks. Eftir
sitja fjölmiðlarnir, sem enn byggja
sitt fréttamat í allt of miklu mæli
á orðum pólitíkusa — í stað þess
að fylgjast með þvi sem er að ger-
ast í landinu, t.d. á menningarsvið-
inu.