Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 10

Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 10
510 c MOftGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGIÍR 2S. APRÍL 1991 / PÉTUR KRISTJÁNSSQN HEFUR STARFAÐ VIÐ FLEST SEM SNERTIR TÓNLIST FRÁ TÍU ÁRA ALDRI, EN ÞAÐ VAR EKKI FYRR EN SNEMMA Á ÞESSU ÁRI AÐ HANN STOFNAÐI EIGIÐ FYRIRTÆKI eftir Árna Matthíasson, myndir Kristján G. Arngrimsson ÞO Pétur Kristjánsson sé ekki orðinn fertugur, hefur hann fengist við tónlist í tæp 30 ár; fyrst sem áhugamað- ur í hljómsveitum, síðar sem atvinnu tónlistarmaður, þá sem starfsmaður útgáfufyr- irtækja og nú síðast með sína eigin útgáfu, p.s. músik. Það fyrirtæki sinnir fyrst og fremst útgáfu og leigu á íslenskum lögum til útlanda, en gefur einnig út plötur fyrir innanlandsmarkað auk innflutnings. étur Kristjánsson á ekki langt að sækja tónlistaráhugann, því faðir hans, Krist- ján Kristjánsson, leiddi vinsælustu og helstu hljómsveit sjötta áratugarins hér á landi, KK sextettinn. Pétur segir að tónlistin hafi vitanlega verið í hávegum á heimilinu og mikið af plötum. „Ég var alltaf að hiusta á plötur og á sextettinn því pabbi tók mig oft með á æfíngar og það fannst mér rosalega gaman; að sjá Elllý og Ragga, sem voru stjörnurnar á þeim tíma. Ég varð ekki svo var við að hann væri í öðruvísi vinnu en aðrir pabb- ar. Sextettinn æfði frá eitt til hálf fímm á daginn alla virka daga vik- unnar og spilaði sex til sjö kvöld í viku; í Þórskaffí mánudaga til mið- vikudaga, en fimmtudagur var frí, því þá voru gömlu dansarnir, í flest- um klúbbum á Vellinum á föstudög- um og þá í beinni útsendingu í kananum og á laugardögum var það sveitaball. Pabbi fór oft í fimm- bíó eftir æfingu til að hvíla sig á tónlistinni og svo kom hann heim í kvöldmat. Um kvöldið fór hann að spila og svo hitti ég hann í hádeg- inu næsta dag. Þetta var því ekk- ert ólíkt því sem gerðist hjá vinum mínum. Mér fannst gaman að þessum rokklögum sem þeir voru að spila, en þegar ég var tíu eða ellefu ára komu Bítlarnir og þá umturnaðist ég. Rokkið var búið að vera frá 1956—57 og vitanlega spiluðu þeir það þó þeim þætti skemmtilegra að spila „standarda", en karlinn hafði líka mikið dálæti á „latin“ tónlist. Hann hætti að spila um áramótin 1961—62. Um það leyti var tvistið að koma og hann sagði mér síðar að honum hafí þótt þetta orðið hálf þunnt. Hann pakkaði nið- ur saxófóninum og hefur ekki snert hann síðan. Fólk er oft að spyija hann „tekur þú ekki í hann af og til?“, en þá segir hann „þegar ég hætti, þá hætti ég“. Þetta er það mikil baktería að það þýðir ekki að vera í þessu með hangandi hendi; annað hvort er maður í þessu eða ekki. Mamma gaf honum klarinett tíu árum síðar eða svo og ég held að hann hafi einhvern tímann sett það saman, en ég held að hann hafí aldrei spilað á það. Þegar hann hætti var hann var búinn að vera í þessu í fimmtán ár, og ég hef stundum hlegið að því að ég er búinn að vera lengur í þessu en hann. Það ert þó vart hægt að bera það saman, því það var spilað svo miklu meira þá, oft sjö kvöld í viku. Hann var svo lán- samur að vera með vinsælustu hljómsveitina allan sjötta áratuginn og hann hætti á toppnum. Eftir að hann hætti að spila fóru þau mamma út í verslun og fóru þá oft út. Úti keyptu þau handa mér lítinn grammófón og allar nýj- ustu plöturnar. Ég fékk alltaf það nýjasta, því þau fóru út fjórum til fimm sinnum á ári. Þau keyptu líka handa mér bítlaskó, líklega með fyrstu bítlaskóm sem komu til landsins og ég var mjög stoltur í þeim. Ég hef eiginlega verið í svona bítlaskóm síðan eins og Þorsteinn Eggerts,“ segir Pétur og hlær. Hvenær fórstu að fikta við að spila? „Þegar ég var í tíu ára bekk í Hlíðaskóla var einn í tólf ára bekk sem var sannfærður um að ég hlyti að vera klár músíkant þar sem pabbi minn væri KK sjálfur. Það var til kassagítar heima sem systir mín átti og ég var skipaður í skóla- hljómsveitina. Á skólaskemmtun tókst mér einhvern veginn að klára eitt eða tvö lög með hljómsveit skól- ans sem var fyrsta snertingin við tónlistina. Síðar flutti ég á Laugalækinn og þá kynntist ég strák, Guðmundi Halldórssyni, sem langaði mikið að verða söngvari. Hann þekkti stráka sem voru að spá í að stofna hljóm- sveit og spurði mig hvort ég vildi ekki vera með. Það vantaði bassa- leikara og ég var til, þó ég hefði aldrei snert á bassa. Kunningi minn, Ólafur Sigurðsson, Óli Muddi, hafði verið að spila á bassa og hann tók mig í tíma. Við æfðum stíft í Mið- bæjarskólanum og hljómsveitin var nefnd Pops. Við spiluðum í fyrsta sinn vorið 1966 í pásu hjá Strengj- um í Laugalækjaskóla. Óli stóð þá til hliðar við mig á sviðinu og leið- beindi mér í gegnum lögin: „Núna puttann upp um tvö bönd, núna niður um eitt.“ Við spiluðum þijú eða fjögur lög og okkur var vel tekið, enda tveir okkar í skólanum. Upp úr þessu fórum við að spila í pásum fyrir hina og þessa; fyrir Hljóma í gamla Sigtúni við Austur- völl og í Breiðfirðingabúð. Við vor- um vitanlega of ungir til að vera inni á þessum stöðum, ég var þá fjórtán ára, en það kom bara einu sinni upp vandamál vegna aldurs. Við vorum yfirleitt að spila á dag- inn á sunnudagsskemmtunum, en árið eftir fórum við að spila í Búð- inni, spiluðum uppi í Breiðfirðinga- búð um veturinn. Ég var yngstur. Þetta var veturinn 66—67 á föstu- dags- og laugardagskvöldum og böllin stóðu til tvö um nóttina. Ég var vitanlega í skóla á þessum tíma og pabbi og mamma voru ekki allt of hrifin af þessu standi á mér, en sáu þó í gegnum fingur sér við mig fyrst um sinn. Einkunnirnar fóru þó versnandi um veturinn. í fyrsta bekk fór að halla undan fæti fyrir fyrirmyndar nemandanum og í öðr- um bekk var ég nánast kominn í svaðið, ef svo má segja, rétt náði sem voru mikil viðbrigði frá því ég fékk níu í aðaleinkunn á fullnaðar- prófi. Uppúr sauð svo eftir tónleika í Austurbæjarbíói þar sem fram komu meðal annarra Bendix úr Hafnarfírði, við og Tónar, sem end- uðu tónleikana. Það voru mikil læti á tónleikunum og að lokum tók lög- reglan rafmagnið af Tónum. Þá varð allt brjálað í salnum því allir vildu fá meira og þegar löggan var búin að henda öllum út urðu læti fyrir utan. Síðan fór hersingin niður í bæ og þegar komið var í Austur- stræti varð uppþot. Þar voru líklega um 2—300 manns og slagsmál og læti. Ég fór í humátt á eftir, sem saklaus áhorfandi, en var gripinn sem einn af höfuðpaurunum og far- ið með mig beint í Síðumúlafangels- ið. Þar var hringt á pabba og mömmu og pabbi kom að sækja ólátabelginn. Hann var mjög ósátt- ur við þetta og sagði: „Nú hættir þú að spila!“ Hann hafði ekki verið allt of hrifinn af því að ég væri að feta í fótspor hans, því hann vissi að það þurfti sterkan karakter til að standast allar freistingar og álagið. Þau mamma ákváðu því að senda mig til Danmerkur í sumar- skóla. Ég var þar í þijá mánuði, nyrst á Jótlandi í góðu sambandi við vinina í Pops, en þeir héldu áfram að spila með Óla Mudda í minn stað. Um haustið þegar leið að heimferð var ég farinn að hlakka til að fara að spila með þeim aftur. Þá kom mamma út, því þau gömlu voru búin að setja saman áætlun til að forða mér úr spillingunni og hugðust senda mig á Núpsskóla. Þau vissu þó að það þyrfti að kaupa mig til þess og mamma bauð mér að ég fengi að vera viku í Kaup- mannahöfn og síðan viku í London, sem var Mekka bítlatímans. Ég sló vitanlega til og í Kaupmannahöfn Pétur Kristjánsson með fyrstu lagasmiðina sem gengu á mála hjá p.s. músík. Eyjólfur Kristjánsson t.v. og Gunnar Þórðarson t.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.