Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 12
æ e
M0RGUNBÍ.AÐ1Ð MANIMLÍFSSTRAUMAR
dagúr* ^sMMííÍ ’MÍ
SIÐFRÆÐI/AV hœgt ab rœkta eigtn persónuleika?
Rósemd hjartans
lengirlífið
Litlar bækur geta geymt mikinn sannleika. „Hver er smnar gæfu
smiður,“ nefnist bók sem Almenna bókafélagið gaf út 1955, en
í henni má finna ódauðlega speki eftir heimspekinginn Epiktetus
(50-138 e.Kr.). Hann var Grikki sem kenndi í Rómaborg. Bókin
er ófáanleg, en finnst þó á stöku bókasafni, og ef til vill leynist
eintak á einhverri fornbókasölu?
óðir Epiktetusar var ambátt
og sjálfur var hann þræll
til tvítugs. Hann varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að hljóta mennt-
un. Epaphroditus, húsbóndi hans,
sendi hann nefn-
ilega í læri til
Musoníusar Rut-
us, sem var víð-
frægur heimspe-
kikennari.
Sókrates, sem
ettir Gunnor Epiktetus bar
Hersvein mikla virðingu
fyrir, hafði boð-
að að mannssálin tæki ekkert með
sér við brottflutninginn nema
menntun sína og siðferði. Epiktet-
us hlaut menntun og varð siðfræð-
ikennari. Hann kenndi speki um
rósemd hjartans og að ekkert í
þessum heimi væri þess vert að
raska ró manna. Rödd spekingsins
var styrk og trúverðug. Hann
kenndi eins og sá sem vissi, eins
og sannleikurinn byggi í brjósti
hans. Slíkir menn eru sjaldan vin-
sælir hjá yfirvöldum. Hann var
bannfærður í Róm af Domitian
árið 89 eða 90, til útlegðar. Þeir
sem vildu stjóma hugsunum alm-
úgans hræddust þennan mann.
Eins höfðu valdhafar óttast Sókr-
ates og Jesú. Þeir voru dæmdir
til dauða, en Epiktetus slapp við
dauðarefsinguna. Hann fluttist til
Epirus og þar hóf hann nýtt líf,
því bannfæring hinna fölsku
manna hefur ekkert vald. Hinir
fölsku deyja og gleymast. Það eru
óhjásneiðanleg örlög þeirra, en
hinir sönnu lifa. Það skín á gull,
þótt í skarni liggi. Epiktetus
stofnaði skóla og fólk kom víðs-
vegar að til að hluta á hann. Hlýða
á röddina og nema spekina. Aldr-
aður kvæntist hann og ástæðan
var góðmennska. Hann kvæntist
til að taka að sér barn sem kunn-
ingjar hans ætluðu að bera út.
Lífsstíll spekingsins var ein-
faldur. Hann átt leirlampa, svaf
í hálmhvflu og bjó í húsi gerðu
úr strámottum. Hann ruglaðist
ekki í fjölbreytileik hinna tiibúnu
hluta eins og okkur hættir til að
gera, og hugsun hans var skýr
og ómenguð, en ekki sem óljós
grunur. Hann var hjartagóður
maður og falslaus persónuleiki.
Hógvær, mildur í dómum um aðra
menn og( sérlega elskur að böm-
um. „Einu gildir, hveijar lífsreglur
þú setur þér,“ sagði hann „þú
skalt fylgja þeim sem lög væru.“
Hann sætti sig við hið ósveigjan-
lega og taldi fávisku að missa
stjórn á skapi sínu gagnvart hlut-
um sem em ekki á valdi okkar.
Lífshamingja manna ræðst af
því, að girnast aðeins það sem er
á okkar eigin valdi og innan
ramma möguleikanna. Óhamingj-
an felst í því að reyna að flýja
hið óumflýjanlega og trúa að at-
burðirnir sjálfir stjórni líðan okk-
ar, þegar það er viðhorf okkar til
þeirra sem gerir það. „Skelfileg
er einungis sú skoðun að dauðinn
sé skelfilegur," sagði hann. Hann
brýndi fyrir mönnum að trúa að
hamingjan væri á þeirra eigin
valdi, en ekki annarra. Hann taldi
að rósemd hjartans skapaði ham-
ingjuna. Hann bjó sjálfur yfir sál-
arró, enda á enginn að kenna
öðram eitthvað sem hann er ekki
sjálfur. „Það eitt sem þú getur
rækt með trúnaði og sjálfsvirð-
ingu, á að vera hlutverk þitt í
þjóðfélaginu," sagði hann. Við
eigum að starfa við það sem við
sinnum af alhug, en ekki við það
sem okkur leiðist eða höfum ekki
metnað tii að vinna vel.
Þungamiðjan í heimspeki Ep-
iktetusar snerist um að efla hæfi-
leika manna til að velja og hafna,
tjá sig og sýna rólegar tilfinning-
Ekkert truflar svefnró í friðsælu hjarta.
(H. Rousseau: Sofandi sígauni.)
ar. Hann trúði á hinn frjálsa vilja
og sagði að Guð sjálfur gæti ekki
einu sinni stjómað mannsviljan-
um. Við erum fijáls og okkur ber
af þeim sökum siðferðileg skylda
til að rannsaka okkur sjálf. Við
þurfum að geta lagt dóm á eigin
hegðun til að geta séð hvort hún
leiðir til góðs eða ills.
Menn eru ábyrgir fyrir sjálfum
sér, hegðun sinni og persónuleika.
Það er sjálfsblekking að kenna
öðrum um okkar eigin galla. Þeg-
ar menn koma auga á þær villur
sem þeir gera í tilteknum aðstæð-
um, ber þeim skylda til að upp-
ræta þær eins og arfa í blóma-
beði. Epiktetus vartalsmaðurper-
sónuleikans. „Ræktið ykkar eigin
persónuleika," sagði hann. Nútím-
amenn benda oft fíngri á erfðir
og uppeldi til afsökunar á persón-
uleikagöllum sínum, í stað þess
að vinna að betrumbótum. Epikt-
etus hafnar slíkri speki. Hann
trúði að sérhver maður gæti mót-
að sinn eigin persónuleika. Hann
bauð mönnum að leggja rækt við
persónu sína. Menn eiga að efla
hana og bæta og sýna síðan öðr-
um árangurinn til hvatningar.
Epiktetus stundaði og lofaði hið
einfalda og reglubundna líferni.
Andinn verður fijáls þegar líkam-
inn er bundinn í reglunni. Hann
sannaði að dyggðugur maður er
sjálfstæður gagnvart kringum-
stæðum sínum. Hann var siðfræð-
ingur sem barðist fyrir réttlætinu
á hinn eina og sanna hátt: Með
speki orðanna. Og andagiftin var
svo mikil að hann hafði ekki tíma,
frekar en Sókrates og Jesús Krist-
ur, til að skrifa. En speki hans,
eins og speki þeirra, hefur varð-
veist í ritum lærisveinanna. Flav-
íus Arriansus, skrifaði eftir meist-
ara sínum og er bókin „Hver er
sinnar gæfu smiður" hreinasta
hunang. Að lokum hvet ég lesend-
ur til að leita að bókinni. Hún er
verð leitarinnar.
Speki: Þó sérhver maður standi
einn andspænis öllu, brennur sami
eldur í öllum mannlegum æðum,
hugum og hjörtum.
B
BlHHVERnSMflL/Áfiallabíl?
Sumarleyfi
í sjónmáli
NÚ HEFST sumarleyfistíminn innan skamms. Fólk bregður undir
sig betri fætinum og leggst í ferðalög. Óbyggðirnar á hálendi
íslands lokka og laða duglega ferðamenn sem vilja skoða landið
í krók og kring. Á árum áður voru þær næsta óþekktar flestum
landsmönnum og ekki girnilegar. Þar var hættulegt að fara um,
þar höfðust við óbótamenn, þar geisuðu ill veður, þar varð fólk
úti. Þyrftu menn að leggja ieið sína um óbyggðir, flýttu þeir sér
sem mest þeir máttu og prísuðu sig sæla þegar heim kom, hvort
sem farið var gangandi eða á hestum. Menn kunnu þá heldur
ekki að klæða sig á íslandi í samræmi við veður og höfðu heldur
ekki ráð til þess - hvorki vatnsþéttar yfirhafnir eða vindheld -
að ekki sé minnst á fótabúnaðinn!
Nú er öldin önnur. Fötin hlífa
gagnvart öllum veðrum -
farartækin sömuleiðis. Menn
flykkjast í faðm öræfakyrrðarinn-
ar og eru stundum að „ærast af
þögninni" eins og
þeir segja og þyk-
ir eftirsóknarvert.
í finu fjalla- og
torfærabílunum
sínum með „drifi
á öllum“ og kepp-
ast stundum við
að komast lengra
en „hann Palli í
næsta húsi komst í fyrra“.
Þá er þess ekki alltaf gætt að
á þessum slóðum er oft viðkvæmur
gróður sem er að baksa við að
komast á legg, mosagróður og
geldingahnappar á svörtum sandi,
svo nokkuð sé nefnt eða hvönn
við lækjarsytru. Á hveiju sumri
fara margar slíkar vinjar forgörð-
um vegna tillitsleysis ferðafólks
og landsmenn eru ekki barnanna
bestir þótt þeir reyni að skella
skuldinni á útlendinga.
eftir Huldu
Valtýsdóftur
Auðvitað á ekki að þurfa að
banna umferð og dvöl á hálendi
íslands, en það mætti reyna að
stýra vali manna á áningarstaði -
bjóða upp á fleiri áhugaverða
svæði - og það er bráðnauðsyn-
legt að ferðamálayfirvöld fái fjár-
magn til að búa svo um á fjölförn-
um ferðamannastöðum að um-
hverfi stafí ekki hætta af. Með
góðri hreinlætisaðstöðu, skipu-
lögðum tjaldstæðum og stígagerð
svo nokkuð sé nefnt. Þá verður
að efla til muna upplýsingar og
fræðslu um þessi mál bæði fyrir
innlenda sem erlenda ferðamenn
svo menn velkist ekki í vafa um
hvað má og hvað má ekki. Margir
hafa varla leitt að því hugann.
í fyrra var gefínn út bæklingur
á vegum Náttúruverndarráðs og
fleiri aðila sem ber heitið: Akstur
utan vega og merktra slóða. Slíkur
akstur er eins og kunnugt er bann-
aður með lögum nema í neyðartil-
vikum. í bæklingnum er ítrekað
hve nauðsynlegt sé að allur al-
íí; i r^niii m
AKSTUR
UTAN VEGA OG
Ósnortin náttúra - auöliíid jslart'ds
menningur geri sér grein fyrir við-
kvæmu gróðurríki landsins og taki
fyllsta tillit til umhverfísverndar á
ferðalögum í byggð sem í óbyggð.
Minnt er á lögmál ferðamanna í
12 liðum þar sem bent er á að
ekki skuli skilja eftir rasl á víða-
vangi, ekki kveikja eld á grónu
landi, ekki rífa gijót eða hlaða
vörðu að óþörfu, ekki skaða gróð-
ur, trafla dýralíf, skemma jarð-
myndanir - og ekki aka utan vega.
Það er auðvitað borgaraleg
skylda okkar að fara að þessum
reglum svo við getum talist góðir
ferðamenn. En það er líka hægt
að gera betur og vera fyrirmynd-
ar-ferðamaður, til dæmis með því
að bæta umhverfið þar sem höfð
var viðdvöl. Þá kemur margt til
greina. Dæmi: Hægt er að taka
góðan skammt af alhliða áburði
og fræi með í ferðina. Vitundin
um að slíkt sé í farteskinu vekur
sérstaka athygli á gróðurfarinu
þar sem farið er um. Menn fá
æfíngu við að lesa í landið eins
og sagt er. Að lokinni viðdvöl er
gjöfinni dreift með þökk fyrir
móttökur. Dreifingin er verkefni
fyrir alla aldurshópa en nú til dags
fer þeim víst fækkandi verkefnun-
um sem eru sameiginlegt áhuga-
mál kynslóða. Þetta tækifæri ber
þvi að nýta. Eigirðu fjallabíl, ágæti
ferðamaður, hafðu þetta þá í huga.
TÆKNl/Aukin
myndbandsgcebi?
Fromtíð
vídeósins
ÖLLIJM, sem gera kröfur um
góða mynd, að ekki sé talað um
sæmilegan hljóm tónlistar, er
ljóst að vídeóbandið stendur
langt að baki annarri tækni hvað
þetta varðar. Ástæðan er annars
vegar hinn mikli fjöldi merkja
sem þarf að geyma og nema á
bandinu til að mynd fáist, og hins
vegar að með þeirri tækni sem
notuð er fer bandið nyög hægt
hjá tónhöfðinu sem nemur af því
hljúðið. Það leiðir til þess að fá
merki á sekúndu berast til hljóm-
kerfisins, sem aftur þýðir gróf-
gerðan hljóm. Verið er að reyna
að ráða bót á hvorutveggja, og
ef vel tekst, ætti vídeóið að vera
orðið með hljómgæði sem nálgast
geisladiskinn innan fárra ára.
Vandi vídeósins er sem sagt hinn
geysilegi fjöldi merkja sem
þarf til að framkalla eina sjónvarps-
mynd. Skjá sjónvarps er skipt j
nokkra tugi þúsunda reita (sem þú
lesandi sérð sjálfur
á tækinu þínu), en
til að fá fram mynd
sem augað nemur
af eðlilega hreyf-
ingu þarf fímmtíu
slíkar myndir á
skjáinn á sekúndu.
Þannig þarf nemi
tækisins að nema
einhveijar milljónir merkja á sek-
úndu. Segulbandið geymir mynd-
merki og hljóðmerki með því að agn-
ir segulvirks málms segulmagnast
með utanaðkomandi rafstraumi.
eftir Egil
Egilsson