Morgunblaðið - 28.04.1991, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.04.1991, Qupperneq 13
MQRGUNBLAÐIÐ MAIUIMUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1991 G 13 SKÓLAMÁL/G^/»rprófrétta mynd af kunnáttu nemenda? Préf SENN líður að vorprófuin. Samræmd próf standa yfir í 10. bekk grunnskóla. Miklar breytingar hafa orðið á framkvæmd lokaprófs úr skyldunámsskólum síðustu árin. Fyrrum varð að -þreyta inntö- kupróf í flesta framhalds- skóla. I menntaskóia voru þessi próf jafnan munnleg, nema íslensk ritgerð, og drógu nemendur eitt verkefni í hverri grein. Oft gætti mikillar spennu hvort menn kæmu upp í „réttu“ verk- efni eða einhveiju sem þeir áttu óles- ið, hvort efnið var talið létt eða þungt. Varla þætti nú á dögum slíkt fyrirkomulag mæla breidd kunnáttu nemandans eins og það heitir. En svona var þetta og hafði verið svo iengi sem elstu menn mundu og engin skólaþróunardeild til að segja fyrir verkum. Það þurfti töluverðan sálarstyrk til að standa ungur frammi fyrir kennara og prófDÓMARA sitjandi við svört upphækkuð púlt sem minntu á rannsóknarréttinn og láta rekja úr sér garnirnar. Þessi próf voru ofan í kaupið opin öllum, hver sem var mátti á hlýða og jók það enn á spennuna. Það þótti ekki gott að standa á gati í áheyrn við- staddra sem þó voru sjaídnast aðrir en væntanleg skólasystkini nýlið- ans. í hópnum voru alltaf afburða- nemendur sem stóðu sig með þeirri prýði að þeim fylgdi áheyrenda- skari stofu úr stofu til að heyra þá „brillera". Þetta voru oft höfðingja- djarfir sveitamenn sem ófeimnir fluttu mál sitt af skörungsskap og kunnu langt umfram það sem af þeim var krafist. Þótti að þessu hin besta skemmtan. Síðan kom landsprófið til sög- unnar, samræmt próf sem jafna skyldi aðstöðu nemenda í landinu en varð hinn mesti skelfir nemenda og foreldra. Voru semjendur þess sakaðir um að seilast um of til neð- anmáls- og smáletursgreina og minnisatriða í upptalningum. Jafn- framt því var gamla gagnfræða- prófið við lýði og veitti einnig inn- göngurétt í suma skóla. Það verður að segjast eins og er að við þótti brenna að ekki væri nægilega vel eftir kunnáttu nemenda gengið miðað við einkunn og stöku skóla væri ekki treystandi til að útskrifa nemendur svo að mark væri á tak- andi. Þetta kom óorði á hið gamla, virðulega próf. í staðinn fyrir landsprófið kom samræmt grunnskólapróf í svo- nefndum kjarnágreinum sem voru íslenska, stærðfræði, danska, enska, samfélagsgreinar (mann- kynssaga og landafræði) og raun- greinar (efna/eðlisfræði og líf- Ögnin er sísegull, aðeins minni en þeir sem við þekkjum úr daglegu lífi. Þær eru festar í einangrandi burðar- efni og einangraðar hver frá ann- arri. Af stærð agnanna ræðst hvað þær geta verið nærri hver annarri án þess að hafa áhrif hver á aðra. Því eru þá takmörk sett, hversu mörg merki má geyma á fersenti- metra eða lengdareiningu bandsins. Gömlu tónböndin frá sjötta ára- tugnum gátu ekki gefið frá sér góða tónlist nema þeim væri rennt á mikl- um hraða fram hjá tónhöfðunum. Svipaðan vanda þarf vídeótæknin að glíma við. Hann var sá að búa til band sem ekki þyrfti að renna fram- hjá hausunum á ofsahraða vegna hins geysilega fjölda merkja. Þetta var leyst með því að upptökuhaus- amir eru á hreyfingu á móti hreyfí- stefnu bandsins, en fara aftur marg- sinnis yfir hveija lengdareiningu þess. Merkjunum er raðað á strimla sem liggja hlið við hlið á skakk frá annarri rönd bandsins að hinni. Þannig margfaldast fjöldi merkja á lengdareiningu bandsins. En þessari lausn fylgja tækniörðugleikar, m.a. þeir að sjálft bandið er á hægri ferð miðað við tækið, og þar með miðað við upptökuhaus hljóðmerkjanna. Það þýðir fá hljóðmerki á sekúndu er orsök til hins hola blæbrigðalausa hljóms. Endurbætur Framundan er gerbreyting í átt til betri tóns, sem felst í svipaðri lausn hvað varðar hljómmerkin og myndmerkin, semsé að margraða þeim á hveija lengdareiningu bands- ins og láta upptökuhöfuðið fara margsinnis yfir hvern hluta bands- ins, þ.e. koma þeim fyrir á sama valsi og upptökuhöfðum myndmerkj- anna. Myndgæðin aftur á móti eru misjöfn af mörgum orsökum. Gæði spólanna eru vægast sagt afar mi- sjöfn við innkaup, og væri verðugt verkefni neytendakannana að leggja þar mat á. Myndin verður óskýr fyr- ir það að merkin sem raðað er þétt á strimlana renna saman, þ.e. hafa hvert um sig áhrif á segulmögnun nágrannareitanna, og þannig hverfa ótal smáatriði myndarinnar. Einnig er meðferð þeirra mjög mismunandi og því lítill gaumur gefinn á venju- legu heimili hvernig bönd varðveit- ast. Hraðsýning myndarinnar fer t.d. illa með bandið vegna hitunar af núningi. Spóla með mynd á getur orðið fyrir áhrifum af hveiju því tæki sem rafsegulsvið kemur frá og á því ekki að liggja ofan á hátalara eða á sjálfu sjónvarpstækinu. Eigin hávaði hverrar spólu tvöfaldast við hveija nýja upptöku. Endurbætur í átt til betri myndar felast í æ betra efni til gerðar spólunnar, þannig að smærri segulkorn og þar með þétt- ari séu notuð til að geyma mynd- merkin, án þess að þau liafi áhrif hvert á annað og smáatriði myndar- innar þurrkist burt. Heilinn brotinn. fræði). Smám saman saxaðist á kjarnann og vægi skólaeinkunna óx, val varð milli samfélags- og raungreina, síðan var þeim báðum sleppt og eftir urðu aðeins málin og stærðfræði. Þá mátti velja milli erlendu málanna og nú er svo kom- ið að eftir standa aðeins samræmd próf í íslensku og stærðfræði sem 10. bekkingar þreyta nú sitt hvorum megin við helgina. Einkunnakerfið hefur einnig breyst, nú er gefið í heilum tölum frá 1-10. Hundraðshlutarnir horfnir og enginn fær 0. Til að ná fram- haldseinkunn þurfti áður að ná ákveðnum lágmarkseinkunnum annars vegar í samræmdum prófum og hins vegar skólaeinkunn. Nú eru þessi mörk horfin og þykir sumum lítil reisn yfir lokaprófum frá grunn- skóla þegar, eins og sagt er, alveg er sama hvernig menn standa sig. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að þeim sem ekki ná tilskildum árangri er í framhaldsskólunum vís- að í svonefndan 0-áfanga eða end- urtekningar- eða undirbúnings- deild. Um allt þetta verða alltaf skiptar skoðanir en víst er að til þess að brýna nemendur er einkunnasvipan ekki einhlít og prófgrýlan getur haft þveröfug áhrif. í nýútkomnum lögum um grunnskóla segir í kafl- anum um námsmat, 63. gr.: „Meg- intilgangur námsmats er öi’vun nemenda og námshjálp. Með náms- mati í grunnskóla skal einnig reynt að afla sem öruggastrar og viðtæk- astrar vitneskju um það hver árang- ur hefur orðið af skólastarfinu. Hveijum kennara og skóla ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnáms- skrá og skólinn setja þeim ... Náms- mat fer ekki eingöngu fram í lok námstímans, heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfsins, óijúfanlegt frá námi og kennslu." í sumum grunnskólum er vetr- inum skipt í tvær annir, haustönn og vorönn og einkunnir gefnar í lok hvorrar annar. Þær einkunnir gilda 25% í hvort skipti en vorprófið sjálft 50%. Með þessu næst heildaryfirsýn yfír árangur allan námstímann og nemendum er veitt aðhald fyrri hluta vetrar. En skólamir sjálfir þurfa einnig aðhald. Því er ákvæði í lögunum um að menntamálaráðuneytið leggi skólum til könnunarpróf og væri hveijum skóla hollt að eiga von á slíku könnunarprófi fyrirvaralítið í námsgrein sem kennarar vissu ekki fyrir hver yrði. LÆKNISFRÆÐI/E/Tz^ er langt til baka? Upphafskurðlækninga í ríki Danakóngs GEYMST hafa þau orð sem forseti læknadeild- ar Hafnarháskóla lét falla þegar nýútskrifaðir kandidatar unnu læknisheit sitt árið 1867: „Kunnugt er ykkur, herrar mínir, að sumir eru farnir að opna kviðarhol og fremja þar skurð- aðgerðir. Eg vænti þess að þið verðið ekki sakaðir um slíkan glæp.“ í danskri skurð- stofu fyrir rúmri öld. Aþessu sama ári skýrði Lister frá reynslu sinni af karbólsýru sem vörn gegn sýkingu í sárum en með þeim tilraunum, að viðbættri uppgötvun eter- og klóróformsvæf- inga tuttugu árum áður, opnuðust leiðir til nútíma skurðlsékninga. Danskir læknar voru mörgum öðr- um fljótari til að taka þessa ný- breytni í þjónustu sína. Eskildsen Larsen hét sá sem fyrstur svæfði skurðsjúkling i Danmörku. Það var í febrúar 1847, nokkrum vikum eftir að Morton hinn ameríski sýndi og sannaði að hægt væri að svæfa fólk um stundarsakir með því að láta það anda að sér eterlofti. Sami danski læknirinn varð líka fyrstur til að nota klóróform til svæfinga þar í landi og liðu ekki heldur þá nema vikur frá því skoski fæðingalæknir- inn Simpson lýsti yfirburða-kostum klóróforms, að því er honum virtist. — Eins og nærri má geta voru skoð- anir skiptar í Danmörku og víðar um ágæti svæfinga og illur grunur lædd- ist að sumum læknuni um áhrif þess- ara kröftugu efna. í „Bibliothek for Læger“ birtust í ritstjórnargrein bollaleggingar um hvort sjúklingur- inn kynni ekki að vakna upp í eins- konar ölæði sem enginn vissi hvenær mundi renna af. Þegar fréttir bárust af smitvörnum Listers tóku danskir skurðlæknar þeim fagnandi ekki síður en svæfing- unum. Mathias Saxtorph yfirlæknir á Friðriksspítala gerði sér ferð til Glasgow til þess að sjá með eigin augum hvað þarna væri á seyði. Honum tókst eins og Lister að verja sár fyrir sýkingu með því að karból- væta umbúðir og brátt fóru aðrir að feta sömu slóð; skurðaðgerðum á útlimum og í kviðarholi fjölgaði smám saman. Á næsta áratug leysti smitgát von Bergmanns karbólsýr- una af hólmi og þá fengu dönsk sjúkrahús suðupotta og gufuofna til þess að dauðhreinsa verkfæri, lök og sloppa. En ekki var öll danska læknastétt- in í sjöunda himni yfir framtakssem- inni. Victor nokkur Lange skrifaði í annað læknablað 1893: „Það eru engar ýkjur að vér lifum á tímum mikillar skurðgleði. Eftir að smit- varnir fóru að tíðkast vill mörgum lækninum gleymast að meðferð sjúk- dóma er ekki einvörðungu fólgin í beitingu hnífs og skæra.“ Ef litið er á skýrslur frá sjúkrahús- um Kaupmannahafnar fyrir þetta sama ár — 1893 — kemur í ljós að skurðaðgerðir voru færri en búast mætti við eftir ummælum Langes að dæma og árangur ekki eins góður og nútímamenn myndu að óreyndu ætla. Af 63 sjúklingum sem voru skornir upp vegna kviðslits dóu 13 og af þeim 103 sem holskurður var gerður á létust 36. En byijunarörð- ugleika af ýmsum toga var skiljan- lega við að etja og torfærur hvar sem litið var. Ný öld framfara í lækning- um var samt runnin upp og ástæða til bjartsýni. Nokkur bið varð á að þeir þegnar Danakonungs sem áttu heima lengst norður í höfum yrðu aðnjótandi þeiri'a nýjunga sem hér hefur verið drepið á. Margvíslegar aðstæður ásamt með duttlungum atvikanna voru þar að verki en seinna koma sumir dagar og koma þó. eftir Þórarin Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.