Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 14

Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 14
MÓRGtrXHLADlÐ SUNkuÍÍAGUR 28. APRÍL 1991 3 r 14 C Paddy í Cork: Þeir skáru úr okkur tunguna ef við töluðum írsku. írar heilsa að fyrra bragði á götum úti og kveð a menn með handabandi þegar þeir yfirgefa krárnar. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur ÍRSKI blaðasalinn í Cork sönglaði meðan hann af- greiddi borgarbúa í rigning- unni og sagði blákalt við sak- lausan útlendinginn sem spurði um vorveðrið á Irl- andi, að sennilega myndi hann snjóa á morgun. Spádómur hans var gabb eins og reyndar goðsögnin um rauðhærða Ira, því flestir eru þeir jarphærðir, en engu er logið um írska skapið. Irar eru raulandi allan daginn, tala mikið og eru ótrúlega fljótir til svars. Og það sem virðist skipta Irann mestu máli er fjölskyldan, trúin, Guinnesbjórinn og pólitíkin. Kannski á græni litur- inn þátt í geðprýð- inni. Eyjan græna er fagurgræn allan árs- ins hring, engu er logið um það, kemur jafnvel græn undan snjónum. Stundum rignir á morgnana eins og hellt sé úr fötu en um hádegið er komið glaðasól- skin og á sekúndubroti þorna göt- urnar eftir skúri. Fjórir sölumenn frá Ferðamið- stöðinni Veröld voru að kynna sér og skoða sumarhús og gististaði fyrir farþega sína á komandi sumri og var mér boðið að koma með og kynnast írum og landi þeirra lítil- lega. Irar höfðu alltaf vakið forvitni mína, hafði ég heyrt að þeir væru rauðhærðir, skapmiklir, músíkalsk- ir, trúaðir, fyndnir og uppreisnar- gjamir og ákvað ég því að fara með og sjá hvað rétt væri í málinu. Eldhúsbruninn Lestarferðin frá Dublin til Cork þangað sem ferðinni var heitið, minnti á sögu Agöthu Christie nema það vantaði morðið. Hins vegar gerðust dularfullir atburðir í eldhús- inu. Lestin brunaði milli grænna hæða og gulra blóma og ferðafélag- ar mínir, Halldór Lárusson, Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir, Ása Bene- dikta Ásgrímsdóttir og Áslaug Borg áttu ekki orð yfir litina í landinu. írinn. Það sem skiptir hann mestu máli er fjölskyldan, trúin, Guinnesbjórinn og pólitíkin. írska stúlkan Carol sem fylgdi okk- ur til Cork sagði okkur eitt og ann- að um íra, en við sáum þó fljótlega á öllu að þjóðin mundi vera all íhaldssöm. Við vorum á fyrsta farrými og var maturinn borinn til okkar þar sem við sátum. Þjónustan var gam- aldags og virðuleg og gömul talna- vél notuðu við útreikninga. Sagði yfirþjónninn í trúnaði við Halldór að farið gæti svo að hann fengi sér vasatölvu eftir nokkur ár. Þaðan sem ég sat sá ég inn í eldhúsið og fylgdist því grannt með kokkinum og þjónunum þremur. Það var geysilega mikið að gera hjá strákunum og var undravert hvemig þeir fóru að því að athafna sig á svo þröngu svæði. En því miður sofnaði Miss Marple í miðri atburðarás og meðan hún hraut kveikti kokkurinn í eldhúsinu. Hvort verknaðurinn hafi verið fram- inn af ásettu ráði og ef til vill ástríð- ur og afbrýðisemi verið að baki hans, er ekki enn vitað. En einhver hefur líklega brennt sig því yfir- þjónninn spurði í hátalaranum hvort læknir væri um borð og þegar ég vaknaði stóðu þjónarnir æstir inni í eldhúsi, hóstuðu í reyknum og slógu viskustykkjum í sjálfa sig og aðra. Yfirþjónninn var blár í framan og horfði drápsaugum á kokkinn. Skömmu áður en lestin rann inn á stöðina í Cork kom yfirþjónninn inn í klefann til okkar virðulegur og sviplaus að vanda, en kokkurinn var horfínn sporlaust úr eldhúsinu. Ríkir bændur Þessi geðgóða þjóð telst vera um fimm milljónir og er helmingur hennar undir 25 ára aldri. Á Norð- ur-írlandi fara Bretar með stjórn en írski jafnaðarflokkurinn situr að völdum í Írska lýðveldinu. Þar er forsetinn kona eins og á íslandi, heitir Mary Robinson og er tæplega fertugur lögfræðingur. Okkur skildist á Carol að írar hefðu það almennt gott, eins og það er kallað. Að vísu er um 20% atvinn- uleysi en laun eru yfirleitt sæmileg, lægstu nettólaun um 60 til 80 þús- und á mánuði. Verðlag er um helm- ingi lægra en á íslandi, einkum á nauðsynjavörum, en hús og bílar dýrir að sögn Carolar. Ég sá þó á fasteignasölu einn daginn að hægt er að fá nýtt einbýlishús á u.þ.b.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.