Morgunblaðið - 28.04.1991, Side 19
MÍCJRGÚNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRIL 1991
1 81
-é—i9
Dómnefnd Eurovision-keppninnar:
Færri komast að en vilja
Sjónvarpinu hafa borist á milli þrjátíu og fjörutíu umsóknir þeirra,
er silja vilja i dómnefnd fyrir íslands hönd vegna komandi Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva er fram fer í Rómaborg þann 4.
maí næstkomandi.
í fiölmiðlum
■ Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgj
unnar hefur ráðið til sín sumaraf-
leysingamenn þó óvíst sé enn hverj-
ir þeirra verða á skjánum og hveij-
ir í útvarpi.
■ Þór Jónsson, sem var afleys-
ingamaður á Stöð 2 í fyrra, kemur
aftur til liðs við þá Stöðvarmenn,
en hann stundar fjölmiðlanám í
Svíþjóð á veturna. Jón Örn Guð-
bjartsson, fyrrum íþróttafrétta-
maður Stöðvarinnar, kemur inn sem
fréttamaður að nýju, en að undan-
fömu hefur Jón Örn unnið fyrir
Stöð 2 að íþróttaþáttum fyrir börn
í lausamennsku. Heimir Már Pét-
ursson, ritstjóri Norðurlands —
blaðs Alþýðubandalagsins á Akur-
eyri, hefur jafnframt verið ráðinn
afleysingamaður á Stöð 2 í sumar
en Norðurland er ekki gefið út á
sumrin. Herdís Arnardóttir, há-
skólanemi, verður í erlendum frétt-
um Stöðvar 2 í sumar. Hún hefur
verið innanbúðarmaður þar töluvert
lengi og hefur haft þann starfa að
vera fréttaþýðandi. Að síðustu kem-
ur til starfa námsmaður frá fjöl-
miðlaskor Háskóla íslands, Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir, og er litið
á starf hennar á fréttadeildinni sem
starfsþjálfun í tengslum við námið.
Að lokum má geta þess að Helga
Guðrún Johnson, sem verið hefur
hluti af fréttadeildinni með þátt sinn
Sjónaukann, mun starfa framan af
sumri í fréttum þar sem vikulegur
þáttur hennar verður ekki á dag-
skrá í sumar.
Þessi fjölskylda er að fara
í dagflug frá íslandi með SAS..!
...ekki þessi!
Að sögn Sigrúnar Sigurðardótt-
ur, ritara dagskrárstjóra,
munu sextán fulltrúar verða valdir
til að skipa íslensku dómnefndina
og mun hún að öllum líkindum hafa
aðsetur í Sjónvarpshúsinu á Lauga-
vegi 176 þegar stundin rennur upp.
Samkvæmt reglum keppninnar er
óheimilt að gera nöfn þeirra, sem
sitja munu í dómnefnd, kunn fyrr
en dómnefnd hefur verið lokuð inni.
Dómnefndina skulu skipa sextán
fulltrúar, eins og fyrr segir, átta
konur og átta karlar. Einnig skulu
hlutföll fagfólks í tónlist og áhuga-
manna hinsvegar vera jöfn. Ekkert
er í reglum keppninnar sem segir
til um að búseta dómenda þurfi að
vera dreifð. Hinsvegar hafa þó
nokkrar umsóknir borist frá fólki
utan af landi. Það verður hinn kunni
útvarps- og sjónvarpsmaður Arthúr
Björgvin Bollason sem lýsa mun
keppninni í beinni útsendingu frá
Róm.
Arthúr Björgvin Bollason mun
lýsa keppninni í beinni útsend-
ingu.
Rómarfarar, þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson.
Þess má að lokum geta, ef svo
ólíklega vill til að það hafi farið
fram hjá einhveijum, að framlag
'slands til Söngvakeppninnar er lag
og texti Eyjólfs Kristjánssonar
„Draumur um Nínu“ í flutningi
höfundar sjálfs og Stefáns Hilmars-
sonar, sem reyndar er ekki nýr í
slíkri keppni. Hann söng sællar
minningar lagið um „Sókrates"
ásamt höfundi þess lags, Sverri
Stormsker.
Þeír sem fljúga dagflug meö SAS frá íslandi geta sofið alla
nóttina heima hjá sér.
Á veturna leggjum viö í hann kl.
viö flugiö kl.8.35.
Hentar það ekki ágætlega?
Haföu samband viö SAS eða
feröaskrifstofuna þína.
.35, en á sumrin tökum
MISAS
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 3, sími 62 22 11
YDDA F42.5/ SlA