Morgunblaðið - 28.04.1991, Qupperneq 21
ícei JÍOTA .32 S
MORGUNBLAÐIÐ
GIG/kiaKUDHOM
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1991
8 St
HVAB ERtu
ad glápa?
GOTTAÐ VERA GULUR
FYRIR stuttu komst hátt á vinsældalista vestan
hafs og austan plata í flutningi teiknimyndaper-
sóna. Isjálfu sér er það ekki nýstárlegt og líklega
muna flestir eftir „gervisveitum“ eins ogThe Arch
ies, The Monkees The Chipmunks eða Milli Van-
illi, en allt byggistþetta nýjasta ævintýri
markaðsfræðinga, sem selst hefur í yfir
3 miiyónum eintaka, á gulum vand-
ræðapilt með útstæð augu, Bart
Simpson.
Teiknimyndirnar um
Simpson fjölskyld-
una hafa hrifíð milljón-
ir manna um heim allan
og þá ekki síst hér
á landi þar sem Sjónvarpið
sýnir ævintýri hennar viku-
lega. Fjölskyldan er Bart, Lisa,
Homer, Marge og Maggie, en það
snýst alit um Bart, sem náði því á
^síðasta ári að 70
milljón bolir seidust
með mynd af Bart
Simpson á síðasta ári
og er þá ekki taldinn
„neðanjarðar" markað-
ur, en vinsældir Barts ná
e|tir árno til flestra, sama hvar þeir
Motthíosson standa í þjóðfélagsstiganum.
Bait Simpson og fjöl-
skylda hans eru hugarfóstur Matts
Groenings, sem teiknaði áður seríuna
Life in Hell og var einkar vinsæl
meðal framúrstefnu mennta-
manna og sérvitringa snemma á
síðasta áratug. Groening segir að
velgengni Baits og fjölskyldu
hans hafi komið honum í opna
skjöldu, en á síðasta ári velti „Bart-
iðnaðurinn" um 80 milljörðum kr.
í Bandaríkjunum. Groening seg-
ist þó ekki ætla að laga Bart
frekar að markaðinum og segist alls
ekki ætla að láta hann taka þátt I her-
ferðum gegn fíkniefnum eða öðrum þjóð-
þrifaverkum, „það væri þvert á skap-
gerð Barts ef hann færi að lýsa yfír
að menn ættu ekki að neyta fíkni-
efna eða að beijast gegn stríði.
Bart vill ekki að það verði stríð; í
það 'minnsta ekki fyrr en hann
hefur náð aldri til að hrinda því
af stað sjálfur." Groening segist
ekki hgeldur hafa mikl
ar áhyggjur af því
þó fram-
USAFNARAR hafa átt erf-
iða daga síðustu misseri, því
gert hefur verið hvert
áhlaupið af öðru á budduna
með veglegum (og rándýr-
um) safnkössum. Fyrir
stuttu kom svo út þriggja
diska/kassettu eða fímm
breiðskífu safn með 57 óút-
gefnum lögum Bobs Dylans
sem spanna síðustu þijá ára-
tugi. Að sögn þess sem tók
safnið saman, er þetta bara
byrjunin, því eftir séu hundr-
uðir laga.
leiddir
hafí verið
bolir og
óta þar
em Bait er
svartur og heiti
Bart X (að hætti Malcolms
X) eða- Bart Mariey (Bob
Marley); hann segist
telja það heiður að
hann hafi náð
þeirri viðurkenn-
ingu í menn-
ingarkimum
blökkumanna,
sem gleypa
seint við fram-
leiðslu hvíta
mannsins.
Platan með Simpsons-fjölskyldunni,
sem nefnd var í upphafí og heitir The
Simpsons Sing the Blues, er að nokkru
til marks um að ekki er eingöngu verið
að hugsa um að selja sem mest af plöt-
um, því tónlistin siglir snyrtilega framhjá
poppfroðu, sem þó hefði líklega tryggt
enn meiri söiu. Þess í stað eru ýmist á
plötunni gamlir blúsar eins og Bom
Under a Bad Sign, eða God Biess the
Child, eða klassíkt rokk eins og Hail,
Hail, Rock ’n’ Roll, eða soul eins
og Springfield Soul Stew
(Memphis Soul Stew)
eða þá frumsa-
mið rapp,
t.a.m. lagið Do
the Bartman,
sem náði á topp-
inn í Bretlandi,
ða Deep, Deep
Trouble. Raddir eru í
höndum þeirra sömu og
radda Simpsons-fjölskyldunnar
i teiknimyndunum og hafa sjálfsagt
einhveijir hneykslast þegar þeir komust
að því að rödd Barts kemur úr kvenmann-
barka. Hljóðfæraleikur er m.a. i höndum
Joes Walsh, Jais Windings og Dr. Johns
og gamla kempan B.B. King leikur á
gítar í Born Under a Bad Sign og fleiri
frammámenn koma við sögu, t.a.m. D.J.
Jazzy Jeff.
Ekki er gott að segja hve lengí Matt
Groening tekst að halda höfði (markaðs-
setningunni og reyndar ólíklegt að það
takist mikið lengur, en þangað til er
ekki hægt að sjá fyrir endann á vinsæld-
um andhetjunnar Barts Simpsons og fjöl-
skyldu hans.
Andhetja Vandræðagemlingurinn Bart Simpson.
Kveðja heim Gunnlaug
Hanna Ragnarsdóttir.
MFYRIR rúmu ári lét
Gunnlaug Hanna Ragnars-
dóttir áratuga draum rætast
og haslaði sér völl í Dan-
mörku með breiðskífunni
Dremmen, en önnur
breiðskífa hennar kemur út
á næstunni. Guðlaug semur
flest lög skffunnar nýju og
einnig flesta texta, en hefur
einnig samið lög við ljóð sem
hún syngur á íslensku. Gunn-
laug segist afar ánægð með
plötuna nýju og að tónlistin
hafi þokast úr poppinu í þjóð-
legri tónlist. Platan heitir
Hilsen til hjemstavnen,
kveðja til æskustöðvanna.
MÁ FIMMTUDAG leika
Sykurmolarnir í Lídó eftir
nokkuð hlé, en sveitin vinn-
ur nú að þriðju breiðskífu
sinni, sem væntanleg er í
haust. í Tveimur vinum
leikur pönksveitin góð-
kunna Drulla og ný hljóm-
sveit, Vin K, sem skipuð er
þeir Mike PoIIock, Gunn-
ari Erlingssyni og Gunn-
þóri. Agnar Agnarsson
sér um „special effects". Á
laugardag heldur svo önnur
ný sveit, Fríða sársauki,
hálfopinbera kynningartón-
leika í Furstanum, en sveit-
ina skipa Friðrik úr Sál-
inni, Andri Örn Clausen,
Eðvarð Vilhjálmsson, Páíl
Ólafsson og Guðmundur
Höskuldsson.
ISINN BROTINN
ROKKÞYRSTIR geta vel við unað, því í uppsiglingu eru
mestu rokktónleikar sem haldnir hafa verið hér á iandi. í
Kaplakrika í Hafnarfirði leika sveitirnar Thunder, Slaugh-
ter, Quireboys og Poison 16. júní nk.
Rokk hf. heldur tónleikana, sem verða einnig hluti af listahátíð
Hafnarfjarðar. Alan Ball, einn Rokk-manna, sagði að yfir-
skriftin lsinn brotinn ætti að vísa til þess að um væri að ræða
fyrstu risa-útitónleikana sem haldnir væru hér á landi, en ekki þá
síðustu. Gríðarstórt útisvið verður reist í Kaplakrika og er
ætlunin að tónleikarnir hefjist um miðjan dag og standi fram
á nótt. Alan sagði miða kosta 5.500 kr., en að fyrstu 2.500
miðarnir yrðu seldir á 4.500 kr. Alan, sem stóð m.a. að
Whitesnake-tónleikunum, sagði að enn ættu einhverjir
* eftir að fá endurgreitt vegna þeirra, en hann hygðist bæta
þeim upp biðina með því að bjóða þeim verulegan afslátt af
Kaplakrikamiðunum ef þeir hringdu í síma 674915, en til að tryggja
að allt gengi upp væri hátíðin fulltryggð hjá Lloyd’s.
Poison Ein vinsælasta þungarokk-
sveit heims.
DÆGURTÓNLIST
Hver erBart Simpsonf
Iburðarmikið montrokk
BRESKA rokksveitin Queen kom fram á sínurn tíma sem
einskonar blanda af Led Zeppelin og David Bowie. Til
að byija með bar meira á þungu rokki, enda var og er
gítarleikari sveitarinnar, Brian May, afar gefinn fyrir
slíka tónlist, en með timanum fór að bera meira á fram-
lagi söngvarans Freddys Mercurys, sem þræddi einstigið
á milli smekkleysu og iburðar.
+
Aþeim tæpu tuttugu
ái-um síðan Queen
sendi frá sér sína fyrstu
breiðskífu hefur sveitin náð
meiri vinsældum en nokkur
bresk áveit að Bítlunum og
Rolling Stones frátöldum;
selt 80 milljón breiðskífur og
milljónatugi af smáskífum.
Eins og segir í upphafi
hefur sveitin sveiflast á milli
þungarokks að hætti Brians
Mays og íburðarmikils mont-
rokks að hætti Freddies
Mercurys, sem náði hámarki
í laginu Bohemian Rhapsody
sem sat á þriðja mánuð á
toppi breska vinsældalistans
1975. Síðan hafa sveitar-
menn haldið sig við svipaða
tónlist, en ekki tekið sjáfa
sig of alvarlega. Margur vill
halda því fram að það hafi
einmitt tryggt vinsældir
sveitarinnar í öll þessi ár hve
tónlist hennar sé fjölbreytt
og breið; áheyrendur geti sí-
fellt fundið eitthvað nýtt.
Fyrir skemmstu kom út
sautjánda breiðskífa sveitar-
innar, Innuendo, sem fór
beint í efsta sæti breska vin-
sældalistans. Á þeirri skífu
eru sveitarmenn við sama
heygarðshornið og fjöl-
breytnin er meiri en nokkru
sinni, þó hvergi fari á milli
mála hveijir séu á ferð.
Queen Blanda af Led Zeppelin og David Bowie.