Morgunblaðið - 28.04.1991, Side 22

Morgunblaðið - 28.04.1991, Side 22
22 r c MORGUNBLAÐIB MIIMNINGAR SUNNUBAGUR 28. APRÍL 1991 Minning': t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR HALLGRI'MSDÓTTIR, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Viktor Aðalsteinsson, Helen Viktorsdóttir, lan Stuart, Hallgrímur Viktorsson, Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, Viktor Viktorsson, Ásrún Vilbergsdóttir, og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa DIETERS MAXIMILIANS LUCKAS (Lúkasar D. Karlssonar), Ásbúð 96, Garðabæ, fer fram frá Kristskirkju Landakoti, þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Anna Luckas, Rosa Linda Thorarensen, Þórður Bachmann, og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS SVEINSSONAR, Miðleiti 3, Reykjavfk (áður Háaleiti 24, Keflavik), fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 10.30. Guðrún Kristjánsdóttir, Valgerður Pálsdóttir, Sigrfður Pálsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Alexander Pálsson, Rannveig Vernhardsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Udo Luckas, Claudia Luckas, Frank Luckas t Móðir mín, tengdamóöir og amma okkar, PÁLA SVEINSDÓTTIR frá Sauðárkróki, Laufásvegi 19, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Hjartavernd. Bryndfs Sigurðardóttir Gissur Karl Vilhjálmsson, Smári Björn Guðmundsson Helga Pála Gissurardóttir, Sigurður Gunnar Gissurarson, Vilhjálmur Karl Gissurarson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Aflagranda 40, áður Reynimel 65, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Valdimar Kristinsson, Valborg Stefánsdóttir, Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson. * t Útför GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Norðurbrún 1 (áður Hamarsgerði 2), verður gerð frá Bústaðakirkju mánudaginn 29. apríl kl. 13.30. Guðjón Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Jóhannsson, Valdimar Jóhannsson, Örn Jóhannsson, Jóhann Valdimarsson. Oddný Björnsdóttir, Sigrún Á. Sigurðardóttir, Bryndfs Arnfinnsdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR ÞÓRIR STEINDÓRSSON, Álftamýri 56, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 1 5.00. Elfnborg Gísladóttir, Gunnar Helgi Einarsson, Málfríður Lorange, Guðrún Einarsdóttir, Kristján Sæmundsson, Sigrún Björk Einarsdóttir, Knútur Hákonarson, Þórlaug Erla Einarsdóttir, Erling Þór Hermannsson, Höskuldur Haukur Einarsson, Sigrfður Ólafsdóttir og barnabörn. John E. Devaney endurskoðandi Fæddur 11. júlí 1923 Dáinn 22. apríl 1991 Síðastliðinn mánudag barst sú harmafregn að John Devaney hefði látist í svefni aðfaranótt þess dags. Fregn þessi kom öllum vinum hans og samstarfsmönnum mjög á óvart, því þótt John hafi átt við skerta heilsu að stríða hin síðustu misseri hafði hann ávallt mætt til starfa þess að láta bilbug á sér finna. John Devaney var bandarískur þegn, sem fyrst kom til íslands í maí 1949, þá hálfþrítugur að aldri, til skrifstofustarfa hjá bandaríska fyrirtækinu „Lockheed Airlines Overseas Corporation", en það fyr- irtæki sá þá um rekstur Keflavíkur- flugvallar samkvæmt samningi við Bandaríkjastjóm og það samkomu- lag milli íslands og Bandaríkja Norður Ameríku er þá var í gildi. Hinn 25. desember 1949 kvæntist John íslenskri konu, Ólöfu Jörgens- en, en hún lést 1. ágúst 1990. John starfaði hjá „Lockheed“-fyrirtæk- inu þar til í júlí 1951, en þá hóf hann störf við flugvirkjun hjá flug- her Varnarliðsins sem var að heija starfsemi samkvæmt varnarsamn- ingi íslands og Bandaríkjanna er gerður var 5. maí 1951. í júlímán- uði 1961 fluttist John til þá nýstofn- aðrar flotastöðvar Vamarliðsins. Hann hóf fyrst störf við bifvéla- virkjun en vann sig fljótt til trúnað- ar- og eftirlitsstarfa. í maí 1969 hafði John náð slíkum árangri með ástundun sérnáms við háskólaútibú „University of Maryiand" á Keflavíkurflugvelli, að hann var valinn til að veita forstöðu endur- skoðunarskrifstofu flotastöðvar Vamarliðsins. Starfi þessu gegndi hann með mesta sóma til ársins 1980, er hann lét af störfum sem starfsmaður Bandaríkjastjómar og hugðist njóta eftiriauna þeirra er hann hefði unnið til með saman- lögðum starfstíma sínum í herþjón- ustu og við borgaraleg störf. John og Ólöf fluttust til Orlando, Flórída í hús er þau höfðu keypt sér til að dvelja í, en John var þá þremur árum innan við sextugsald- ur og Ólöf þremur ámm yngri. Eftir nokkurra mánaða dvöl í sól- skinslandinu fór heimþrá að segja til sín hjá þeim hjónum báðum. Nú höfðu þau bæði eignast nýjan draum: Að komast aftur heim til íslands og að gerast virk að nýju. Og í desembermánuði 1982 rættist þessi nýi draumur er starf það er John hafði áður gegnt losnaði og John var boðinn velkominn til starfa á ný. John og Ólöf keyptu sér hús á Suðurvöllum 2 í Keflavík. Auk þess að reka heimili þeirra með mesta myndarskap, veitti Óiöf húsgagna- deild verslunar Varnarliðsins for- stöðu, enda vom nú fjögur mann- vænlegt böm þeirra, Kaj, Elisabeth, David og Deirdre, komin til fullorð- insára og farin úr heimahúsum. En á síðastliðnu ári tók að halla undan fæti. Hetjulegri baráttu Ólafar við krabbamein lauk 1. ágúst sl. er hún lést, og þótt John stundaði áfram starf sitt af elju og kostgæfni hafði hluti lífsneista hans slokknað við andlát Ólafar. John var einlægur í viðmóti, gestrisinn og viðræðugóður. Hann hafði prýðileg tök á íslensku máli. Þótt hann væri bandarískur borgari hafði hann mjög góðan skilning á íslenskum málefnum og miðlaði mörgum samlöndum sínum af þeirri þekkingu, jafnan öllum til góðs. Hann var einnig vel virtur meðal samstarfsmanna og allra þeirra er áttu við hann samskipti og nú sakna vinar í stað. Ég og eiginkona mín sendum bömum Johns og Ólafar og öðmm ættingjum þeirra hjóna okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðni Jónsson Hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn fri; þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson) Okkur langar til að minnast Johns Devaney í örfáum orðum. En hann verður jarðsettur á morg- un. Það var fýrir svo stuttu síðan að við kvöddum eiginkonu hans hinsta sinni. Hana Göggu frænku. Aðeins tæpir 9 mánuðir. Ekki óraði okkur að við myndum þurfa að sjá að baki Johns svo fljótt. John fædd- t Útför INGU SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Efstalandi 4, sem lést þann 19. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Þeir sem minnast hinnar látnu er bent á Styrkt- arfélag vangefinna. Sverrir Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Svanhildur L. Gunnarsdóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Inga K. Gunnarsdóttir, John Henrikson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS H. JÓNSSON frá Bolungavík, Hrafnistu, áður Þykkvabæ 13, Reykjavík, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarfélög. Hulda Magnúsdóttir, Jón Magnússon, Kristbjörg Magnúsdóttir, Laufey Magnúsdóttir, Jónína Magnúsdóttir, Símon Magnússon, Hafdís Magnúsdóttir, Sævar Magnússon, Sigurgeir Finnbogason, Elísabet Lárusdóttir, Sigurjón Magnússon, Kristján Óskarsson, John Ostergaar, Ingibjörg Gísladóttir, Erlingur Guðjónsson, Anna Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ist í New York árið 1923. Arið 1949 fluttist hann hingað til lands og kvæntist sama ár móðursystur okkar Ólöfu Jörgensen Devaney. Lengst af bjuggu þau hjón í Keflavík. Þau eignuðust 4 böm: Kaj, fæddur 1950, Bettý, fædd 1953, David fæddur 1955 og Dídí, fædd 1968, öll nú búsett í Banda- ríkjunum. John lærði íslensku og aðlagaði sig fljótt að kaldranalegu landi elds og ísa. Og síðustu árin taldi hann Island vera sitt heima- land. Hann og Ólöf voru samrýnd þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, og það var John þungur missir, þegar Ólöf lést 1. ágúst á síðastliðnu ári. Hann hafði í nokkur ár átt við lasleika að stríða, en hélt þó fullum kröftum og var í starfí fram til síðasta dags, sem endurskoðandi fýrir herinn á Keflavíkurflugvelli. John var ljúfur maður og vildi öllum gott gera. Hann var sam- viskusamur, kröfuharður og ná- kvæmur en aldrei dómharður. Hann hafði ákveðnar skoðanir og skemmtilega kímnigáfu. Jafnan áttum við systur góðar stundir þeg- ar við heimsóttum hann í Keflavík. Ef eitthvað var að, var John alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd, og reyndist hann okkur sérstakur vinur eftir fráfall föður okkar. Nú hefur John kvatt okkur í hinsta sinn. Hans skarð verður ekki fyllt. Elsku Dídí, Bettý, David og Kaj, Guð blessi ykkur og geymi. Við dauðans fljót, sem þrumir þungt í þðgn á milli landa, við munum síð á sömu strönd í sömu sporum standa. (Guðmundur Böðvarsson) Rúna og Steffý Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.