Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIINININGAR ^J^nuuagÍIr 28. APRIL 1991 C 23 Anna S. Magnúsdótt- ir Vestmarmaeyjum Hún mamma, Anna Sigrid Magn- úsdóttir er dáin, svo undarlegur hljómur og hispurslaus og á einu augabragði er sem tilveran öll stöð- vist og öll undur okkar ævintýra- legu jarðar kristallast í minningunni um þá móður sem bjó yfir þeirri mildi og þeim mætti að hvorki vá- lynd veður né vond tíðindi gátu skyggt þar á. Mamma, þetta lykil- orð í lífi allra jarðar barna, þetta alþjóðle’ga orð sem á þó við um aðeins eina persónu í hvert eitt sinn í mannheimum. Mamma, veröldin sem barnssálin byggir á drauma sína og þrár á hversdagsveginum. Móðurástin sem er óháð tíma og rúmi svo lengi sem lifir, móðurástin sem eldist ekki frekar en eilífðin og hefur sama tón við hjartarætur hvort sem barnið er í bernsku eða með áratugi að baki. Hún mamma var ein af þessum venjulegu Eyjakonum, hjartahlý að upplagi, en gat verið stóryrt og talað tæpitungulaust ef því var að skipta. Það brimaði stundum skart hjá henni, en slétti jafnharðan, reynslan hafði kennt henni að það var tímasóun að standa í óveðri að ástæðulausu ef tilefnið var ekkert meira en hversdagslegur hégómi. Anna Sigrid Magnúsdóttir var nafnið hennar mömmu, fædd 24. febrúar árið 1913. Hún ólst upp í barnahóp hjá einstæðri móður þar sem ekkert var til nema ástúð og vilji til þess að koma börnunum til manns. Móðir hennar vann við skúr- ingar og alla vinnu sem til féll til þess verkefnis sem hún ætlaði sér að skila og uppeldið var markvisst og kröfuhart, enda bjó mamma að því alla tíð með reglusemi sinni og aðhaldi til handa okknr systkinun- um. Alla tíð var hún á vaktinni ef maður gerði eitthvað af sér sem henni fannst ámælisvert og víst var það ósjaldan hvort sem maður hugs- ar til fyrstu stunda sem maður man eftir sér að síðustu daga ævi henn- ar. Hún hreinlega tuktaði mann til og krafðist þess að maður færi vel með lífið og mæti hve yndislegt það væri. Á yngri árunum var hún enda- laust tilbúin til þess að taka þátt í vandamálum barnanna sinna, taka Ólafur P. Pálsson, Borgamesi — Kveðja Fæddur 24. ágúst 1971 Dáinn 21. apríl 1991 í gær gerði ég það sem ég bjóst aldrei við að gera, að fylgja nánum frænda og vini til grafar. „Óli Palli er dáinn, Óli Palli er dáinn.“ Það er það eina sem ég er búinn að hugsa um alla vikuna, en ég trúi því ekki ennþá. Maður hugsar með sér Óli Palli, það er ekki möguleiki og ég býst við honum hvað úr hveiju að koma til mín, spjalla og pæla eins og við gerðum svo oft. Óli Palli og ég vorum toppvinir frá því að við vorum smástrákar, alltaf saman að leika okkur og sprella, og minningarnar eru svo óteljandi margar að það tæki allt Morgunblaðið í mánuð að minnast á þær allar. Tónlistaráhugi kviknaði samtímis hjá okkur báðum og það var í sömu vikunni sem við eignuð- umst báðir hljóðfæri Oli Palli gítar og ég bassa og fljótlega stofnuðum við hljómsveit með Sissa, sem lenti í þessu hræðilega slysi líka, en hann spilar á trommur._ En stuttu eftir þetta skiptum við Óli Palli um hljóð- færi, ég á gítar og Óli á bassa. Og við í hljómsveitinni Túrbó spiluðum mikið og víða en við hættum í hljóm- sveitinni í fyrrahaust og höfum lítið spilað síðan. En núna um páskana þá töluðum við Óli Palli heilmikið um að byija að spila aftur, og vor- um við að íhuga hvort við hefðum komist langt ef við hefðum haldið áfram, og það var nú síðast kvöldið örlagaríka sem Óli og Sissi voru að tala um að byija aftur. Það ger- ist víst ekki og um leið og ég þakka Óla Palla fyrir allar gömlu og góðu stundirnar vil ég og fjölskyldan á Gunnlaugsgötu 16 biðja Guð að styrkja foreldra hans og systkini og okkur öll. Einnig vil ég óska Sissa vini mínum góðs bata. Ég mun sakna Óla Palla mikið. Við hittumst aftur. Einar Þór Jóhaunsson Sigurrós Torfa- dóttír - Minning Fædd 18. nóvember 1920 Dáin 22. apríl 1991 Á morgun, mánudag, verður lögð til hinstu hvílu frú Sigurrós Torfa- dóttir. Hún lést á Hrafnistu í sl. viku, á 71. aldursári. Aðeins eru liðnir tveir mánuðir síðan Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík kvaddi hinn ástsæla safnaðarprest sinn, sr. Þorstein Björnsson. í síðastliðinni viku kvaddi frú Sigurrós, eiginkona hans, þennan heim, svo undra- skömmu eftir lát manns síns. Frú Sigurrós og séra Þorsteinn komu að Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1950. Séra Þorsteinn hafði þá verið kosinn til prestsþjónustu við Fríkirkjuna eftir að hafa þjónað Sandaprestakalli í V-ísaijarðar- sýslu um 7 ára skeið. Fluttust þau því suður og bjuggu næstu 28 árin í prestsbústaðnum í Garðastræti 36. Séra Þorsteinn varð skjótt vin- sæll safnaðarprestur og safnaðar- starfið var með blóma meðan hans naut við. Hann þjónaði Fríkirkjunni í Reykjavík lengur en nokkur annar prestur hingað til, en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1978. Eftir það fluttust þau hjónin í Með- alholt 10 en dvöldust síðustu árin á Hrafnistu. Frú Sigurrós og séra Þorsteini varð átta barna auðið, sjö sona og einnar dóttur, sem öll lifa foreldra sína. Það var því i mörg horn að líta á stóru heimili, en við það bætt- ist að í prestssetrinu í Garðastræti 36 fóru fram margar skírnir, hjónavígslur og aðrar athafnir á vegum safnaðarins. Margt Frí- kirkjufólk á um þetta dýrmætar minningar. f frú Sigurrósu átti séra Þor- steinn tryggan félaga og lífsföru- naut allt til enda. Markaði það spor sín í safnaðarstarfinu og gerði hon- um léttar að leggja gjörva hönd á plóg hvenær sem þurfti. Frú Sigur- rós hafði ævinlega mikinn áhuga á málefnum Fríkirkjusafnaðarins og fylgdist vel með þó svo að aldurinn færðist yfir. Ég átti þess tvívegis kost á undanförnum misserum að heimsækja þau hjónin og heyra við- horf hennar á líðandi stund. Hún var snörp í hugsun og ákveðin í skoðunum og fús að miðla af reynslu sinni og viðhorfum. Ég fór af fundi hennar ríkari að andlegu atgervi en áður. Við sem nú erum í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík og stjórn Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík, minnumst frú Sigur- rósar með þakklæti í huga fyrir ómetanlegan þátt hennar í sögu safnaðarins og kveðjum hana með þökk fyrir samferðina. Börnum, tengdafólki, barnabörnum og öðr- um vandamönnum vottúm' við hlút- tekningu okkar og óskum blessunar um alla framtíð. Einar Kristinn Jónsson, form. Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík. Sérfræðingar í blómaskreytingum ./ við öll tækifæri Q) blómaverkstæði BINNA*. Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis simi 19090 þátt í að leysa þau, þessi stórmál sem upp komu í veröld barnsins sem á svo takmarkaða skólun að baki í lífsins leik. Við vorum fjögur systk- inin sem nutum þeirrar veraldar sem hún skóp og varði. Hún lifði og hrærðist í lífinu í Eyjum og var eins og aðrar sjómannskonur, bæði húsráðandi og húsbóndi þar sem pabbi var á sjónum. Hún fékk ver- tíðarhýruna á vorin hjá pabba okk- ar, Sigurði Gissurarsyni og varð að spila úr henni. Það var hennar hlut- skipti fremur en pabba að kenna okkur að ríma við seltuna sem býr í blóði Eyjanna, seltuna sem skýrði svo margt mikilúðlegt og litskrúð- ugt í fari pabba og annarra sem okkur þykir vænt um. Mamma og pabbi voru mjög sam- íýnd, hún stjanaði við hann framan af, en í veikindum hennar á síðustu árum snerist blaðið við og Siggi Giss. sýndi á sér nýja hlið, næm- leika, blíðu og hlýju sem hann hafði svo sem ekkert verið að flagga sér- staklega hvorki í tíma né ótíma þótt við fyndum ávallt fyrir trausti hans og festu og bakhjarli í handa Heimakletts. Vinarþel hans gaT mömmu mikið í veikindum hennar. Og nú er hún mámma dáin Drottni sínum til móður miklu. í hjarta okkar er hvort tveggja í senn sár söknuður og sæt minning, því svo lengi lifir sem leiftrar í hug og hjarta og lifandi minning um svo mæta móður er veganesti sem aldr- ei svíkur. Megi góður Guð vernda hana og blessa eins og hún bar börnin sín fyrir bijósti. Fyrir hönd okkar systkinanna, Þórarinn Vegna mistaka við birtingu þess- arar greinar er hún birt aftur. Að- standendur eru beðnir velvirðingar. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, RAGNAR SVAFAR JÓNSSON, fyrrverandi baðvörður við Austurbæjarbarnaskólann, Hofteigi 4, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Björg Guðfinnsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Guðfinna Ragnarsdóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir, Björg Soffia Jónsdóttir, Ragnar Karl Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Hringbraut 1, Hafnarfirði. Edda Collins, William A. Collins, Gunnar Ingimundarson, Kristín Bjarkan, Ásmundur Ingimundarson, Jenný Sigurgeirsdóttir, Grétar K. Ingimundarson, Karen Brynjólfsdóttir, Stefanía Ingimundardóttir, Ármann Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eigin- manns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, ÓSKARS MAGNÚSSONAR, Skipholti 55, Reykjavík. Arndís Sigríður Halldórsdóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Smári Sveinsson, Guðmundur R. Óskarsson, Kristján Óskarsson, Guðlaug Pétursdóttir, Jón Pétursson, Sigmar Pétursson, Sigurbjörg Eiriksdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, SigríðurÁ. Ingólfsdóttir, og barnabörn. Magdalena Kristinsdóttir, Þrúður Jóna Kristjánsdóttir, Svavar Sigurjónsson t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA SIGURÐARDÓTTIR BJARNASON, Hvassaleiti 20, lést þann 18. apríl. Útförin fór fram á Eyrarbakka í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Margrét Jóhannsdóttir, Eyjólfur Sverrisson, Jóhann Bjarnason, Þórunn Magnúsdóttir, og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdasonar og bróður, GUÐMUNDAR BRYNJARS STEINSSONAR apótekara, Bjarmalandi 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 12A Landspítalan- um. Erna Kristjánsdóttir, Kristján S. Guðmundsson, Ólafur S. Guðmundsson, Bára Ólafsdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Hlíf Steinsdóttir, Pétur Geirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.