Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 24
24 « MORGÚNBLAÐIÐ' MINMIIMMRIMiASIMufl'æ: APRÍDT9M t INGIBJÖRG Þ. WAAGE, sem lést á Hrafnistu 19. apríl sl. verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu mánudaginn 29. apríl kl. 13.30. Aðstandendur. t SÆMUNDUR GÍSLASON, Sólvangi, Hafnarfirði, fyrrum bóndi að Öifusvatni, Grafningi, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 15.00. Aðstandendur. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. t Bróðir okkar og mágur, ÞORSTEINN EINARSSON bifvéiavirki frá Bjarmalandi, Hamrahlíð 25, verður jarðsunginn frá Snóksdalskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 14.00. Bílferð verður frá BSI kl. 9.30. Hólmfríður Einarsdóttir, Magnús Kristinsson, Snorri Einarsson, Eina Laufey Guðjónsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar DIETERS M. LUCKAS þriðju- daginn 30. apríl. Tannsmíðaverkstæðið hf.( Lúkas D. Karlsson, Síðumúla 29. Blömastofa fíiðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. H MS HK MR Mi MH MV MSI MB MR MH MH MK KM MK KM KM MK KM KM MH MR KM KM MK MK MR Pála Sveinsdóttir frá Sauðárkróki Á morgun, mánudag, verður tengdamóðir mín, Pála Sveinsdóttir frá Sauðárkróki, til heimilis á Lauf- ásvegi 19, jarðsett frá Dómkirkj- unni. Pála fæddist á Þingeyri 31. ágúst 1912, dóttir hjónanna Ingi- bjargar Jónsdóttur og Sveins Bergssonar og var sjöunda í röð tíu systkina. Kornungri var Pálu komið í fóstur hjá sómafólki norður á Sauðárkróki, hjónunum Magnúsi Guðmundssyni og Hildi Margréti Pétursdóttur. Þau hjón eignuðust 4 börn, misstu eitt á unga aldri og tóku tvö fósturbörn, auk Pálu. Þetta góða heimili hefur mótað Pálu og sú prúðmennska og virðing fyrir samferðafólki sem var eitt af skap- gerðareinkennum hennar, hefur trúlega lærst strax í æsku. Þegar Pála var 16 ára fór hún til Reykjavíkur og bjó hjá foreldrum sínum, og gekk í Ingimarsskóla, með tveimur systrum. Þessi tími var viðburðaríkur og með skemmti- legri bernskuminningum Pálu. Síðan lá leið aftur norður á Krók, og þar giftist hún lífsförunaut sínum, Sigurði Björnssyni frá Litlu-Giljá, og eignuðust þau tvær dætur, Bryndísi og Söru. Sigurður var vörubílstjóri, en Pála var heima meðan dæturnar voru ungar. Þær urðu því aðnjótandi þess sem nú heyrir því miður undantekningum til, að eiga mömmu heima, sem tók þátt í leikjum og tómstundum og hafði tíma fyrir þær. Á þessum árum þróaði Pála listræna hæfileika sína, og málaði á hálsbindi karla, púða, dúka, litaði ljósmyndir og margt annað sem eflaust er enn til á sumum heimilum á Króknum. Ung lærði hún á orgel og að lesa nótur, og í framhaldi af því byijaði hún að syngja í kirkjukórnum og var í honum óslitið þar til að hún flutti til Reykjavíkur. Hún starfaði við margt en síðustu árin á Krókn- um á sjúkrahúsinu, þar til að hún flutti suður til Reykjavíkur 1968, eftir að Sigurður dó, aðeins 60 ára. Eftir þetta hélt hún heimili með yngri dóttur sinni, Söru, á Laufás- vegi 19, þar til í október 1989 að Sara lést af sjúkdómi. Við þetta seinna áfall sýndi hún sama æðru- leysið og hugrekkið og ákvað strax að hún og sonur Söru skyldu áfram búa saman og svo var, þar til sjúk- dómar báru hana ofurliði. Það seg- ir nokkuð um þá tryggð sem hún bar til æskustöðvanna, að hún fór norður á hveiju sumri og dvaldi hjá mágkonu sinni Sigrúnu Jónsdóttur, og dótturdóttir hennar, Helga Pála, á ógleymanlegar minningar frá þessum ferðum með ömmu í heim- sókn til Lóu. í Reykjavík starfaði Pála hjá Hjartavernd og eignaðist þar vinkonur meðal vinnufélaga, sem héldu tryggð við hana þar til yfir lauk, hafi þær þakkir fyrir. Undirritaður kom í fjölskyldu Pálu þ’egar hann kvæntist Bryndísi, eldri dóttur hennar, og þetta hafa verið góð 24 ár, það var mannbætandi að kynnast konu sem átti bara vini, Ingibjörg Þórðar- Ræstinganámskeið fyrir húsverði Námskeiðið er ætlað húsvörðum og öðrum þeim sem hafa umsjón með eða starfa við ræstingu. Fjallað verður um þætti eins og skipulag ræstinga, efnisfræði hreinsiefna, teppahreinsun, starfsmannahald og helstu áhöld og aðferðir við ræstingu. Reykjavík: 6.-8. maí. Kennt er hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Námskeiðið er 21 kennslustund. löntæknistof nun II ngar og skráning i 91-687000 og 687009. IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS Keldnaholt. 112 Reykjavik Sími (91) 68 7000 1 Ki fBSH W8S& dóttir Waage Fædd 16. janúar 1898 Dáin 19. apríl 1991 Á morgun, mánudaginn 29. apríl 1991, verður til moldar borin Ingi- björg Þórðardóttir Waage, fyrrum húsfreyja að Húsum, Selárdal í Arnarfirði og vil ég undirritaður leyfa mér að minnast hennar með fáeinum orðum. Ingibjörg var fædd á Bakka í Amarfirði en foreldrar hennar voru Bjarghildur Jónsdóttir og Þórður Davíðsson. Fljótlega eftir fæðingu Ingibjargar, fluttu þau Bjarghildur og Þórður að Skeiði í Selárdal, en þar bjuggu þau þegar Þórður drukknaði í mannskaðaveðrinu 20. september árið 1900, en í því veðri KJE.VI/ Hobby Háþrýstidælan Bíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvik. - símar 31956-685554-Fax 687116 Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. fórust fjórir bátar í Arnarfirði og með þeim 17 menn, þar af 15 úr Selárdal. Þá stóð Bjarghildur ein uppi með fjögur börn og það yngsta átta vikna gamalt. Föðursystir Þórðar, Margrét, sem reyndar var hálfsystir Davíðs og allmiklu yngri, bjó um þessar mundir í Reykjavík og var gift Gunnlaugi Péturssyni borgarfulltrúa. Þegar hún fréttir lát bróðursonar síns býður hún Bjarg- hildi að taka eitt barn í fóstur. Það varð hlutskipti Ingibjargar, þá tveggja ára gömul, að yfirgefa móður sína og systkini og fara í fóstur til þeirra Margrétar Jónsdótt- ur og Gunnlaugs Péturssonar, en þau bjuggu á Framnesvegi 1 og var það hús kallað Háaleiti. Þar ólst Ingibjörg upp ásamt þremur fóstur- bræðrum sínum. Hún hóf skóla- göngu sína í einkaskóla, Davíð Ost- lundskólanum, og síðar eftir að skólaskylda var lögleidd, sest hún í 5. bekk Barnaskóla Reykjavíkur, þá tíu ára gömul og lýkur þaðan prófí 14 ára gömul. Ingibjörg nam eitt ár eftir þetta í Kvennaskólan- um, en þar var meðal annars lögð áhersla á heilsufræði og hjúkrunar- fræði, en sú reynsla sem Ingibjörg fékk af þessari skólagöngu átti eft- ir að koma henni og mörgum fleir- um til góða, síðar á ævinni þegar hún var orðin bóndakona vestur í Selárdal í Arnarfirði. Ingibjörg stundaði verslunarstörf hjá fósturbróður sínum, Ásgeiri Gunnlaugssyni, næstu ár en í árs- byijun 1919 veikist hún af brjóst- himnubólgu og lá í henni bæði heima og á Landakoti í meira en 14 vikur. í kjölfar þessara veikinda var henni ráðlagt að fara í sveit, sem og hún gerði og lá þá beinast við að fara vestur í Selárdal við Arnarfjörð og dvelst hún þar næstu sumur. Þar kynntist hún Ólafi M. Waage, sem hún giftist vorið 1926 í Reykjavík. Ólafur hafði verið gift- ur áður en misst konu sína, en hjá þeim Ólafi og Ingibjörgu ólst upp að nokkrum hluta tvö börn hans frá fyrra hjónabandi. Árið 1928 settust þau Ingibjörg og Ólafur að vestur í Selárd'al og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.