Morgunblaðið - 28.04.1991, Síða 28
28 0
MORGTJNM-AÐIf)
,, ég gen rdb fyríraS þu vitir c*& þú
hefur sioiéib hir c rúman kLukkutLma. .
ðg ab brauðrisUn erekki Lsamband)."
Ást er. . .
3-z.fo
. .. ótvírætt heimboð.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Notuð mann fram af manni í fjöl-
skyldunni til að skjóta sig í fótinn!
448
Þetta er líkara öskri hótelgests sem
fengið hefur hærri reiking en hann
átti von á ...
Á FÖRIMUM VEGI
Hagmæltir
á kjörstað
Ohemju leirburður fyrir norðan í
þessum Alþingiskosningum
„Og hér flýtur með ein vísa sem kom upp úr kjörkössunum ..."
Eitthvað í líkingu við þessi orð hafa ætíð heyrst á öldum ljósvak-
ans þegar talning stendur yfir á kosninganótt og þjóðin bíður
spennt eftir úrslitunum. Sá siður að láta kveðskap fylgja með
atkvæði sínu á kjördag hlýtur að vera séríslenskur siður þótt
ekki hafi farið fram hávísindaleg könnun á af hveiju margir kjós-
endur hérlendis stinga vísum sínum með kjörseðlum í kassana.
Kannski er það bara til að sjá hvort „verkið“ verður flutt í út-
varpi eða sjónvarpi seinna um nóttina.
Oft eru þessar vísur ekki dýrt sé vissulega einnig þekkt. Það var
kveðnar en inn á milli má finna nokkuð samdóma álit þeirra kjör-
Mun minna var um kveðskap í kjörkössum en á undanförnum árum.
haglega kveðnar vísur. Sem dæmi
má nefna eina sem kom úr kjör-
kassa á Akureyri í þessum kosn-
ingum:
Enginn sálar öðlast frið
efst sem pijálið setur.
íhalds brjálað auðvaldið
öllu kálað getur.
Efni kveðskaparins á kosninga-
dag eru að mestu á svipuðum nót-
um og þessi vísa, það er níð um
flokka og menn, en sjaldnar munu
lofvísur fylgja atkvæðum þótt slíkt
nefndastarfsmanna sem Morgun-
blaðið ræddi við um kveðskap
þennan að hann hefði verið óvenju
lítill í ár. Ragnar Steinbergsson
formaður yfirkjörstjórnar í Norð-
urlandskjördæmi eystra segir að í
ár hafi verið óhemju leirburður
sem þar kom upp úr kössunum
og þar að auki hafi vísurnar verið
mun færri en á öðrum kjördögum
hér á árum áður eða aðeins fjórar
talsins, þijár ferskeytlur og eitt
kvæði og þótti kvæðið svo lélegt
að því var ekki haldið til haga.
Yfirleitt kemur um tugur vísna
úr kjörkössunum fyrir norðan og
fylgja þær með atkvæðum á sér-
blöðum. „Ef menn pára vísurnar
á sjálfa atkvæðaseðlana eru þeir
þar með ógildir. Slíkt er óalgengt
en þess munu þó dæmi,“ segir
Ragnar. Og hér fylgir önnur af
vísunum að norðan:
Kannski hef ég kosið rétt
og kemst úr heljar nauðum
Það er annars ekkert létt
að eiga að velja úr sauðum
Yíkveiji skrifar
HOGNI HREKKVISI
þ£//? \/(LJA FA GAML 4 MANNlNN
t' ..P/CK TRACV Æ'/ "
Víkveiji hitti gamlan kunningja
sinn á kjördag og fóru þeir
að spá í spilin um hugsanleg úrslit
kosninganna, hveijir myndu vinna
á og hveijir tapa. Þar kom máli að
kunninginn sagði: „En það er ann-
ars sama hver úrslitin verða, það
reikna sér allir sigur hvernig sem
fer.“ Þetta reyndust orð að sönnu,
að minnsta kosti að vissu marki.
xxx
Sjálfstæðismenn telja sig sigur-
vegara, enda bættu þeir við
sig rúmlega 11 prósentustigum frá
kosningunum 1987 og 8 þingsætum
og hefði það einhverntíma þótt dá-
góð búbót.
Alþýðubandalagið bætti við sig
einu prósentustigi og einu þing-
sæti. Það er ekki aðeins sigur að
mati forystumanna þeirra heldur
stórsigur. Er þá miðað við þreng-
ingar í flokknum að undanförnu og
að honum hafi verið spáð mun lak-
ara gengi í skoðanakönnunum.
Alþýðuflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn hlutu sama eða því
sem næst sama fylgi og í síðustu
kosningum. Sigur Alþýðuflokksins
fólst í því að vera enn annar stærsti
flokkurinn í Reykjavík og Reykja-
nesi og þriðji stærsti stjórnmála-
flokkur landsins og Framsóknar-
flokkurinn vann sigur með því að
styrkja stöðu sína utan suðvestur-
hornsins.
Kvennalistinn, sem tapaði
nokkru fylgi og einum þingmanni,
vann einnig sigur. Hann var í því
fólginn að vera fyrsta nýja stjórn-
málaaflið sem heldur sér inn á þingi
þijár kosningar í röð.
Borgaraflokkurinn? Þar vandast
málið — og þó. Hann vann engan
sigur, en hann tapaði ekki heldur
þar sem hann bauð ekki fram í eig-
in nafni og foringjar hans telja ekki
marktækt þegar fylgi hans 1987
er borið saman við fylgi Fijáls-
lyndra nú.
XXX
Ekki er nema mannlegt að bera
sig vel, en hitt hefur vakið
athygli Víkveija hvemigýmsir hafa
lagt sig í líma við að sanna hver
hafi raunverulega tapað, og sumir
verið allæstir. Ákafastir eru þeir
sem telja að Sjálfstæðisflokkurinn
geti ekki státað af neinum kosning-
asigri. Röksemdafærslan er einföld:
Flokkurinn endurheimti „bara“ það
fylgi sem hann missti til Borgara-
flokksins 1987.
I þessu sambandi er ekki minnst
á að flokkurinn bætti við sig nokkru
meira fylgi en allt fylgi Borgara-
flokksins var í síðustu kosningum
og litið er framhjá því að aðeins
þrír af þeim sjö þingmönnum, sem
Borgaraflokkurinn fékk þá kjörna,
lýstu yfir stuðningi við Sjálfstæðis-
flokkinn fyrir þessar kosningar.
Sumir þeirra, sem áður voru í Sjálf-
stæðisflokknum, börðust meira að
segja hatramlega gegn honum. Þá
er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi tapað þar sem honum hafi ver-
ið spáð meira fylgi en hann fékk.
Engu máli skiptir þótt hann hafi
bætt við sig 8 þingmönnum, þeir
voru ekki 9 eða 10 og þess vegna
er það tap.
Já, það er hægt að sigra og tapa
kosningum með ýmsum hætti.
Sjálfstæðismenn yrðu sennilega vel
sáttir við að „tap“ þeirra í næstu
kosningum yrði með sama hætti og
nú.