Morgunblaðið - 28.04.1991, Qupperneq 29
MORGVNjiLAÐIÐ mivjwmmrniiMVbmm APKfluaeði
0 29
I Reykjanesi kom einn sex kvæða bálkur sem bar
yfirskriftina Kosningarnar 1991 en undir hann var
skrifað nafnið Denni.
Kvennalistakelling
Vísur í kjörkössum á kjördag
má finna í öllum kjördæmum, ekki
síður sunnan heiða en norðan. í
Reykjanesi kom einn sex kvæða
bálkur sem bar yfírsögnina
Kosningamar 1991 en undir hann
var skrifað nafnið Denni. Þar
mátti m.a. finna þessa vísu:
Kvennalistakerling
kæmist þingi að
ef vel kynni að elda velling,
ég verð að segja það.
Síðasta línan var nokkurskonar
viðlag á öllum vísunum. En það
verður að segjast eins og er að
kveðskapurinn á Reykjanesi var
jafnvel enn meiri leirburður en
fyrir norðan þó vlsurnar eða
kvæðin hafi verið helmingi fleiri.
Ein sú skásta vísan í Reykjanesi
hljóðaði svo:
Könnunum núna er komið á fót
því kosningahörð verður lota.
Varla nein ástæða að dýrka það dót
sem Davíð er hættur að nota.
í Reykjavík er það ekki til siðs
að lesnar séu vísur sem koma upp
úr kjörkössunum. Jón G.
Tómasson formaður
yfirkjörstjórnar þar segir að
honum finnist ekki við hæfi að
vera að auglýsa þetta athæfi þar
sem vísukrot á kjörseðla geri þá
ógilda. „Ég hef haft þá reglu að
birta ekki þessar vísur sem við
fáum, enda eigum við ekki að vera
að kalla eftir því að fólk geri
atkvæði sín ógild,“ segir Jón.
í máli Jóns kemur fram að mun
minna hafí verið um kveðskap í
þessum kosningum nú en fyrri
kosningum sem hann hefur
starfað að. Jón hefur gegnt þessu
starfi sínu undanfarin 12 ár.
Hinsvegar gerðist það í 2-3
tilvikum, og ekki hefur gerst áður,
að persónuskilríki fundust í
kjörkössum. „Við áminntum fólk
umfram venju að vera með
persónuskilríki með sér og
einhveijir hafa misst þau ofan í
kjörkassana með atkvæðum
sínum,“ segir Jón.
Sundlaugarnar:
Tefjum ekki
afgreiðsluna
Ég er einn af þeim sem stunda
mikið sund og böð í Sundlaugunum
í Laugardal mér til ánægju og
heilsubótar, enda má með sanni
segja að borgarstjórn Reykjavíkur,
með borgarstjórann Davíð Oddsson
í fararbroddi, hefur gert stórátak í
hollustu og útivistarmálum á und-
anförnum árum. Þess skal geta sem
vel er gert.
Með þessum línum vil ég þakka
starfsfólkinu þarna góða og lipra
þjónustu gegnum árin. Rétt vil ég
minnast á mál sem snýr að okkur
gestunum og það er aukin gæsla
sem nú er komin á vegna hnupls
úr skápum gesta sem er hvimleitt,
en sem betur fer er þarna ekkert
stórmál á ferðinni. Til að koma í
veg fyrir hnuplið hefur það verið
tekið upp að afgreiðslan tekur að
sér að geyma verðmæti en það kost-
ar aukna vinnu hjá þeim stúlkum
sem eru við kassa i afgreiðslunni.
Þær eru aðeins tvær á vakt og oft
biðraðir á sólardögum, og þá er það
tvöfallt álag að taka á móti verð-
mætum og geyma fyrir fólk. Tillaga
mín er sú að við sundlaugagestir
notum þessa þjónustu sem allra
minnst, geymum verðmæti okkar
heima eða í læstum bifreiðum okkar
á bílastæðinu. Ef við gerum þetta
í auknum mæli þá mun það létta
afgreiðslustörfin og flýta afgreiðslu
þegar álagið er mikið.
Arsæll
------MH-------
*
Ast - hatur
Ég las greinina eftir Gunnar
Hersvein í Morgunblaðinu, sem birt
var þriðja mars og varð heilluð. Það
heilluð að ég er ást„fangin“ upp
yfir haus (tek fram ekki af höfundi).
Á milli ástar og haturs er einung-
is eitt skref, eins og milli hláturs
og gráts. Ástin getur orðið það
heit að hún brennir og hatrið það
kalt að það frýs - og öfugt. En
þetta eru eins og systkini sem hald-
ast í hendur - ranghverfur. Hvað
er yndislegra en sá kærleikur sem
umvefur heita ást, og hvað er hrylli-
legra en sá kuldi (hrollur) sem
umleikúr frosið hatur?
Heitt og kalt gerir volgt = vænt-
umþykju.
Það er spurningin: kalt = -1 og
heit = +1 =0
Hvað er þá væntumþykja? Svar:
Kærleikur.
Venus.
Endingargóbar og mebfærilegar
Sorptunnur
fyrir heimili og fyrirtæki.
Þú getur valib úr ýmsum litum sem til
dæmis aubveldar flokkun úrgangs.
Viburkend þýsk gæbavara!
Atlas
Borgartúni 24
s: 62 11 55
UPPLYFTIN6
OG HEILSUBÖT
í KRAMHÚSINU
6 vikna vornámskeið hefst 2. maí!
Um hollustu lyktarlauss hvítlauks
Vegna greinar í Velvakanda 7.
þ.m. eftir Reyni Þórarinsson langar
mig til að upplýsa og leiðrétta nokk-
uð algengan misskilning hvað varð-
ar allisín. Hrár og óskorinn hvít-
laukur inniheldur einungis alliin en
ekkert allisín. Þegar hvítlaukur er
skorinn, saxaður eða kraminn
myndast hið hvarfgjarna allisín
sem, sé hann ekki hitaður, breytist
(hvarfast) hratt í ýmis brennisteins-
efnasambönd. Meðal þeirra gegna
merkapatan og skyld sambönd
megin hlutverki.
Áhugi vísindamanna á 6. og 7.
áratugnum beindist aðallega að all-
isíni vegna mikillar virkni þess í
efnahvörfum. Ýtarlegri rannsóknir
vísindamanna á síðustu árum eink-
um í Bandaríkjunum, Japan, Kína,
Þýskalandi og víðar hafa sýnt að
allisín fyrirfinnst naumast ekki í
unnum hvítlauk. Þetta verður aug-
ljóst þegar þess er gætt að helm-
ingatími allisíns er 2,4 klst. Við
meðal íbúðarhita líða ekki nema
nokkrir sólarhringar þar til allisínið
er horfið.
Önnur ástæða fyrir þessu er að
allar unnar hvítlauksvörur veraldar
(að undanteknum japanska hvít-
lauknum Kyolic) eru framleiddar
við mikinn hita en það eyðir flestum
náttúrulegum efnum og hvötum og
kemur einnig í veg fyrir að alliin
breytist í brennisteinssambönd.
Framleiðslutími er frá 4 til 8 klst.
Það tekur hins vegar tvö ár að vinna
kælitækniunnin Kyolic hvítlauk. Á
þeim tíma hvarfast alliin/allisín
unnið í kælitæknivinnslu yfir í
merkaptan og önnur heilsubætandi
brennisteinssambönd og jafnframt
hverfur lyktin.
Ofnæmis- og ertingaráhrif all-
isíns eru vel þekkt fyrirbrigði. Hin
öfluga oxunaráhrif allisíns ráðast
einnig á slímhúð munns, maga og
meltingarfæra og eigin gerla líka-
mans. Allisín er þess vegna alls
ekki hollustuefni hvítlauksins. Það
þykir nú sýnt og sannað að heilsu-
bótaefni hvítlauksins eru merkapt-
an og skyld efnasambönd.
Einnig er rétt að geta þess að
Ajoene, (efni í hvítlauk, sem talið
er að vinna gegn samruna blóð-
flagna, sem aftur er vanalega upp-
haf að blóðtappamyndun) mátti
skilja þannig (í áðurnefndri grein)
að væru virk í hitaunnum hvítlauks-
afurðum en staðreyndin er hins
vegar sú að Ajoene er einungis að
finna í hráum hvítlauk og í fljót-
andi Kyolic hvítlauk. Ekki er hægt
að halda Ajonene virku nema í fljót-
andi formi.
Á síðasta ári í lok ágúst, var
haldin i Washingtonborg fyrsta al-
þjóðaráðstefna vísindamanna um
áhrif hvítlauks og hvítlauksafurða
á heilsufar. Á ráðstefnu þessari
fluttu fyrirlestra heimsþekktir vís-
indamenn. Mjög margt athyglisvert
kom þar fram, t.d. að hvítlaukur
inniheldur efni, sem eru skordýra-,
bakteríu- og sveppaeyðandi, efni
sem eyða æxlum, varna blóðsykurs-
korti, og varna fitusöfnun í slagæð-
um o.fl. o.fl.
Farandfræðirannsóknir sem
sýndu 13 falda dánartíðni af völdum
krabbameins, þar sem mismunur á
mataræði milli tveggja svæða í
sama landi, var einungis daglega
hvítlauksneysla og hins vegar eng-
inn eða næstum engin hvítlauks-
neysla.
Það segir sína sögu að fyrir utan
hráhvítlauk var einungis ein unnin
hvítlauksafurð tekin til rannsókna,
nefnilega Kyolic hvítlaukur. Af yfir
fimmtíu fyrirlestrum fjölluðu 21
fyrirlestur um rannsóknir þar sem
eingöngu Kyolic var notað. I saman-
burðarrannsóknum reyndist Kyolic
virkari en hrár hvítlaukur, auk þess
að vera jafnari að gæðum.
Hvítlauksunnandi
DANSLEIKFIMI
Kennarar: Hafdís, Elísabet og Agnes
AFRÓKAR ABÍSK DANSSVEIFLA
Kennari: Clé Douglas
KLASSÍSKUR BALLETT
Kennari: Haný Hadaya
JASS - BLUES - MODERN
Kennari: Clé Douglas
LEIKSMIDJA
Kennarar: Arni Pétur og Silvia von Kospoth
LEIKRÆNN DANS OG SPUNI FYRIR
BÖRN
Kennari: Harpa Arnadóttir
SUMAR „WORKSHOP##
18.-30. JÚNÍ
Gestakennarar: Christian Polos, Clé
Douglas o.fl. Innritun hafin.
Símar 15103 og 17860