Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 31
'MÓRéUNBLAÐrÐ SAMSAFrillÐ^^nAUR 28. APRÍL Í9'91
3c_Mr
Lagl af stað frá Gljúfrasteini.
í anddyri Hótel Sögu. Elena Khrústsjov er fyrir miðri
mynd en lengst til vinstri er mágur hennar, Viktor Gónt-
ar, framkvæmdastjóri Kievballettsins og á bak við hann
Matthías Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins.
SÍMTALID...
ER VIÐ ÁSMUND JÓHANNSSON SEM OPNAR NÝJAN
VEJTINGASTAÐ í MIÐBÆNUM
Maöuráaö
gera hlutina
með stæl!
13800
Kaffi Amsterdam.
- Góðan dag, þetta er á
Morgunblaðiftu, Brynja Tomer
heiti ég. Er Asmundur við?
Það er hann sjálfur!
- Komdu sæll. Fannst þér
vanta vertshús í miðbæinn?
Nei, það vantar kannski ekki
vertshús, en það hefur vantað
stað eins og þann sem ég ætla
að opna.
- Hvað er svona merkiiegt
við hann?
Þetta er góð staðsetning og
hugguiegt umhverfí þar sem
boðið verður upp á létta máls-
verði, auk þess sem þetta verður
bar.
- Ertu reyndur í veitinga-
bransanum?
Nei, ég hef verið á sjó alla
mína hunds og kattar tíð, átti
loðnuskipið
Þórshamar, en
kom endanlega
í land fyrir
tveimur árum
eftir að hafa
eyðilagt í mér
bakið a sjó. Ég
er einfaldlega
að skapa mér
atvinnu. Hins
vegar finnst
mér að þegar
maður tekur
sér eitthvað
fyrir hendur
eigi maður að
gera það með
stæl.
- Og það er stæíl á því sem
þú ert að gera?
Já.
- Hvað kostar að setja upp
svona stað?
Það er atvinnuleyndarmál.
- Hvað hefur þú verið að
gera síðan þú hættir á sjó?
Ég hef verið með innflutn-
ings- og útflutningsfyrirtæki í
Amsterdam, sem hefur gengið
mjög vel. Við erum þrír sem
rekum fyrirtækið.
- Með hvað verslið þið?
Það er hálfgert leyndarmál,
nema tékkneski kristallinn sem
við flytjum til Kóreu!
- Er kannski líka leyndarmál
hvenær þú opnar?
Nei. Loksins kom að því að
ég get svarað. Og þó ... það fer
eftir því hvort ég fæ tilskilin
leyfí. Ef ég fæ þau, mun ég
opna næstkomandi fimmtudag.
- Verður
hægt að dansa
þarna?
Já, ef fólk
vill, þá getur
það dansað þó
plássið til þess
sé ekki mjög
mikið.
- Það var
einmitt það. Þá
þakka ég þér
bara kærlega
fyrir spjallið.
Vertu sæll.
Já, vertu
blessuð.
Ásmundur Jóhannsson
j L
MARGIR renna nú augum til Keilisness í Vatnsleysustrandar-
hreppi. Eru vonir við það bundnar að þar hefjist bráðlega nýr
kafli í atvinnulífi íslendinga. Á Keilisnesi mun þá rísa álver. —
En Keilisnes hefur nú þegar sinn sess í atvinnusögunni. Coot,
fyrsti íslenski togarinn, beið þar skipbrot.
*
Iblaðinu ísafold mátti lesa 16.
desember 1908: „Héðan fór í
fyrra dag á leið til Hafnafjarðar
íslenzki botnvörpungurinn Coot
með annað skip í eftirdragi, físki-
skútuna Kópanes, eign P.J. Thor-
steinsson & Co. Þegar kom suður
á Hafnarfjörð utanverðan, slitnaði
Kópanes aftan úr, en taugarslitrið
þvældist í skrúfuna í Coot. Fyrir
það urðu skipin bæði ósjálfbjarga
og rak upp í Keilisnes í fyrri nótt.
Mannbjörg varð, en skipin bæði
talin alveg frá.“ í fréttinni segir
einnig: „Coot átti íslenzkt hlutafé-
lag, með 35 þús. kr. höfðustól, og
vátrygð var hún í Khöfn fyrir 33
þús. kr. Hún var keypt hingað
fyrir 5 árum og hafði farnast vel.
Meðal hluthafa voru Einar kaupm.
Þorgilsson í Hafnarfirði, Bjarni á
Vatnsnesi, Árni Eiríksson verzl-
unarstj. í Rvík, síra Jens próf. í
Görðum o.fl.“
Frétt ísafoldar var ekki í öllum
atriðum rétt, Coot hafði verið
keyptur árið 1905 til landsins.
Ásgeir Jakobsson rithöfundur rek-
ur þá sögu nokkuð í bókum sínum
Hufnarfjarðaijarlinn; Einars saga
Þorgilssonar og Kastað í Flóann;
Upphaf togveiða við ísland. Coot
var smíðaður í Glasgow 1892 og
samkvæmt íslenskum mælingum
var hann 98 fet að lengd og 154,74
lonn brúttó en 64,5 tonn nettó,
vélarafl var 225 hestöfl og gang-
hraði 10 sjómílur. Nafni togarans
var ekki breytt en þess má geta
að Coot útleggst á íslensku sem
„blesönd" eða „bleshæna“.
Togarinn var keyptur af félag-
inu The Silver City Trawling
Company Ltd, hinn 19. janúar
1905 af nokkrum íslendingum sem
staddir voru í Bretlandi til skipa-
kaupa. Meðal hluthafa má nefna
Björn Kristjánsson, kaupmann og
FRÉTTALJÓS
ÚR
FORTÍÐ
Tjónogskaði
við Keilisnes
Skipsstrand 1908
síðar bankastjóra, Einar Þorgils-
son, Þórð Guðmundsson, Görðum,
Arnbjörn Ólafsson í Keflavík, Ind-
riða Gottsveinsson sem var skip-
stjóri skipsins.
Arðvænleg útgerð
Ásgeir Jakobsson rekur nokkuð
í bók sinni Hafnarfjarðjarlinn
sviptingar sem urðu millum hlut-
hafa, einkum þeirra Björns Kristj-
ánssonar og Einars Þorgilssonar
og einnig tíundar hann þær heim-
ildir sem til eru um hag og afkomu
útgerðarinnar. Fram kemur að
útkoman hefur verið allgóð og
þessir frumkvöðlar í íslensku at-
vinnulífi sýndu fram á að hægt
væri að reka togaraútgerð á Is-
landi með hagnaði. T.d. var tekju-
afgangur árið 1906 9.162 kr. eða
tæp 23% en þá var eftir að reikna
vexti af höfuðstól og fyrningu. Að
sögn Björns Kristjánssonar var
greiddur 15% arður það árið. Ekki
eru til rekstrarreikningar fyrir árið
1908 en ekki er ástæða til að ætla
annað en afkoma útgerðarinnar
hafi verið þokkaleg. — Þangað til
Coot lagði upp í sína hinstu för
Keilisnes í Vatnsleysustrandarhreppi.
14. desember en Indriði
Gottsveinsson var ekki
með skipið á örlaga-
stundu þess. Indriði
segir að félagsmenn
hafi fengið endurgreitt
nær allt hlutafé sem
þeir lögðu í fyrirtækið í
upphafi. Björn Kristj-
ánsson segir aftur á
móti að allir hafi fengið
sitt og vel það.
Þótt endalok þessarar sjóferðar
við Keilisnes hafi verið harkaleg
og Coot seldur sem strandgóss 8.
janúar 1909, hefur útgerð Coots
eflt með mönnum áræði og sýnt
mönnum fram á að nú væri borð
fyrir báru til nýsköpunar í atvinnu-
lífi á íslandi. Árið 1909, í janúar-
og febrúarhefti Ægis, mánaðarriti
um fiskveiðar og farmennsku,
stendurm.a:„Þó ekki sé nema um
3 ár síðan, að fyrsta íslenzka botn-
vörpuskipið byijaði hér veiðiskap
með fslenskum mönnum, þá hefur
maður nærfellt óyggjandi trygg-
ingu fyrir því að sú veiðiaðferð er
mjög gróðavænleg, og geti í raun
réttri talist með arðvænlegri fyrir-
tækjum, sem hér á landi er hægt
að ráðast í.“