Morgunblaðið - 19.05.1991, Qupperneq 5
Titanic rakst á jakann kl. 11.40 að
kvöldi sunnudagsins 14. apríl 1912
hafði Lord skipstjóri séð rekís á
stóru svæði framundan, stöðvað
Californian og sent ísfregn. Titanic
sökk kl. 2.20 árdegis, en Californian
lá til kl. 5.15.
Cyril F. Evans, loftskeytamaður-
inn á Californian, reyndi að ná sam-
bandi við Titanic um ellefuleytið til
að segja frá hafísnum, sem umlukti
skipið. Evans taldi að Titanic væri
100 mílur í burtu. Loftskeytamað-
urinn á Titanic var upptekinn við
afgreiðslu skeyta og skipaði Evans
að trufla sig ekki. Vakt Evans lauk
klukkan hálftólf og hann lokaði
fyrir tækið og lagðist til svefns.
Yfirmennirnir á Californian
höfðu séð óþekkt skip nálgast síðan
um ellefuleytið og reynt að ná sam-
bandi við það með morslampa, en
án árangurs. Klukkan 11.40 virtist
það nema staðar, að því er virtist
vegna íssins eins og Californian,
og slökkva flest ljós. Á miðnætti
fór Lord skipstjóri niður í korta-
klefa til að leggja sig í fjóra tíma
og sagði Herbert Stone öðrum stýri-
manni að láta sig vita ef skipið
nálgaðist.
Klukkan 1.15 tilkynnti Stone
skipstjóranum í talpípu að flugeld-
um hefði verið skotið frá skipinu
síðasta hálftímann. Lord spurði
hvort þeir væru kveðjumerki. Stýri-
maðurinn kvaðst ekki vita það, en
sagði að þeir væru hvítir (sem gat
táknað að þeir væru neyðarmerki).
Lord sagði honum hálfsofandi að
halda áfram að morsa, en skipið
svaraði ekki.
Um tvöleytið virtust flest ljósin
vera horfin. Lærlingur, sem var
með Stone í brúnni, vakti skipstjór-
ann fimm mínútum síðar, sagði að
skipið væri að hverfa lét þess getið
að alls hefðu sézt átta hvítir flugeld-
ar. Fimmtán mínútum síðar var
Titanic sokkið.
Seinna kvaðst Lord hafa haft
óljóst hugboð um að einhver hefði
komið inn í kortaherbergið, en hann
minntist þess ekki að hafa talað við
nokkurn. Klukkan 2.45 gaf Stone
merki í talpípuna og sagði að fleiri
ljós sæjust ekki og skipið væri horf-
ið.
„Hvar voruð þið“
Þegar Evans loftskeytamaður
kom aftur á vakt upp úr 4 frétti
hann fljótlega að Titanic væri að
sökkva. Carpathia, skip Cunard-
félagsins, hafði heyrt neyðarkallið
og sigldi rakleiðis á vettvang á fullri
ferð, fram hjá tugum ísjaka. „Hvar
hafið þið verið í alla nótt?“ var
Evans spurður. „Voruð þið sof-
andi?“ Þessar spumingar áttu eftir
að ásækja Lord skipstjóra alla ævi.
Lord lét setja vélarnar í gang kl.
5.15 og stefndi á þann stað, sem
Titanic hafði verið síðast. Laust
eftir átta tilkynnti Carpathia að
Titanic væri sokkið. Þá hafði öllum,
sem fundizt höfðu á lífi í björgunar-
bátum, verið bjargað og Lord skip-
stjóri var beðinn að leita að líkum,
en engin fundust.
Fljótlega eftir að Lord skipstjóri
kom til Boston að kvöldi 18. apríl
birtust fréttir um að Californian
væri hið illræmda skip, sem hefði
sézt frá Titanic. Það varð ekki til
að bæta stöðu hans að haft var
eftir honum í viðtali að Californian
hefði verið í 17-19 mílna fjarlægð
frá Titanic og að bjarga hefði mátt
öllum farþegunum, ef hann hefði
vitað um áreksturinn við jakann.
Glæpur Lords var hugleysi. Hann
og aðrir yfirmenn á Californian
voru fordæmdir í Bandaríkjunum
og Bretlandi fyrir að virða neyðar-
merki að vettugi til þess að þurfa
ekki að sigla gegnum hættulega
hafísbreiðu til að bjarga skipbrots-
mönnum.
„Sterkar líkur benda til þess að
takast hefði mátt að bjarga öllum
þeim sem fórust,“ sagði formaður
bandarískrar þingnefndar, William
A. Smith, sem rannsakaði slysið.
„Californiah hefði ef til vill getað
bjargað lífi margra, jafnvel allra,“
sagði í niðurstöðum brezka sjórétt-
arins.
Lord skipstjóri neitaði öllum
ásökunum og barðist gegn úrskurð-
inum til dauðadags. Segja má að
Lord skipstjóri: víttur fyrir vanrækslu. Robert Ballard: fann flakið.
Hefði mátt bjarga
öllum? Skipbrots-
menn af Titanic nálgast
Carpathia.
Of fáir björgunarbátar: bátadekkið á Titanic.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAI 1991
n w i7 þ! «t i;ar i wv\ ~ ö (TÁ TfTii 1017 si.
Stærsta farþegaskip heimsins: auglýsing frá White Star-félaginu.
hann standi óhaggaður, þótt stuðn-
ingsmenn Lords hafi alltaf haldið
því fram að hann hafi verið gerður
að blóraböggli til að dreifa athygl-
inni frá skorti á björgunarbátum
um borð í Titanic. „Þeir vildu skella
skuldinni á einhvern og réðust á
föður minn,“ segir sonur hans.
Núna fyrst hefur þrotlaus barátta
fyrir því að fá málið tekið fyrir að
nýju borið árangur.
Annað skip?
Ein helzta röksemd stuðnings-
manna Lords skipstjóra hefur verið
á þá leið að skipið, sem sást frá
Titanic, geti ekki hafi verið Cali-
fornian, því að það hafi verið á ferð,
en búið hafí verið að stöðva Cali-
fornian.
Þeir hafa einnig bent á að skip-
stjórinn á Titanic hafi sagt mönnun-
um í einum björgunarbátnum að róa
í áttina að ljósunum og koma aftur
eftir fleirum, en þeir hafi ekki fund-
ið skipið þótt það hafi virzt mjög
nærri.
Tímasetningum ber ekki saman.
Californina sá ljósin á öðru skipi
u'm 'kl. 11.00, en ekki sást til ann-
ars skips frá Titanic fyrr en eftir
kl. 12.25 ogþó voru varðbergsmenn
á sínum stað.
Flugeldar sáust frá Californian á
öðrum tímum en sagt var að flug-
eldum hefði verið skotið frá Titanic.
Fyrsta flugeldinum var skotið frá
Titanic fyrir kl. 12.35, en ekki sást
til flugelda frá Californian fyrr en
eftir kl. 12.45. Stone og lærlingur-
inn sáu síðasta flugeldinnn af átta
laust fyrir kl. 2.00, en að sögn eins
farþega á Titanic var engum flug-
eldi skotið þaðan eftir kl. 12.45.
Enginn í Californian heyrði flug-
eldana springa, þótt sagt væri að
skipið hefði verið rétt hjá Titanic.
Þar sem stuðningsmenn Lords
hafa haldið því fram að það hafi
ekki verið Titanic, sem sást frá
Califomian, og ekki Californian,
sem sást frá Titanic hafa þeir lengi
reynt að finna „þriðja skipið", sem
hafi verið á þessum slóðum um
nóttina og sézt frá þeim báðum, en
það hefur gengið erfiðlega.
Nú halda þeir því fram að sel-
veiðiskip hafí verið að ólöglegum
veiðum á svæðinu milli Californian
og Titanic og sézt frá þeim báðum.
Selveiðiskipið Samson þykir helzt
koma til greina. Stuðningsmenn
Lords skipstjóra segja að áhöfnin á
hinu óþekkta skipi hafi ruglazt á
Titanic og skipi bandarísku strand-
gæzlunnar og ákveðið að forða sér.
Andstæðingar Lords telja fátt
styðja þessa kenningu. Sé hún rétt
hafi yfirmennirnir á Californian
engu að síður gert sig seka um
vanrækslu, þar sem þeir hafi ekki
kannað flugeldana sem þeir sáu.
Flakið finnst
Árið 1985 komu fram nýjar upp-
lýsingar þegar bandaríski haffræð-
ingurinn Robert Ballard fann flak
Titanics eftir mikla leit. Upplýsing-
ar hans eru eitt af því sem verður
athugað í hinni nýju rannsókn, en
ekki er Ijóst hvort þær muni auð-
velda tilraunirnar til að hreinsa
nafn Lords skipstjóra.
Flakið fannst um 10 mílur frá
staðnum þar sem Titanic sökk sam-
kvæmt sjóprófunum. Þá kvaðst
Ballard í engum vafa um að Cali-
fornian hefði verið svo nálægt
Titanic að hægt hefði verið að
bjarga öllum þeim sem urðu eftir
um borð þegar bátarnir voru farnir.
Stuðningsmenn Lords telja fund
flaksins styðja þá kenningu að fjar-
lægðin milli Titanics og Californian
hafí verið svo mikil að skipin hafí
ekki séð hvort annað.
Andstæðingar Lords draga þetta
í efa og segja að þótt flakið sé fund-
ið veiti það enga vísbendingu um
hvar Californian hafi verið. Engin
ástæða sé til að ætla að staðar-
ákvörðun Californian hafi verið
nákvæmari en staðarákvörðun
Titanics.
Hinarnýju upplýsingar voru tald-
ar svo mikilvægar að ný rannsókn
var fyrirskipuð. Aður en hún hófst
var sagt að ekki væri víst að núver-
andi staðsetning flaksins sýndi ná-
kvæmlega hve langt hefði verið
milli skipanna, því að Titanic hefði
verið á floti í tæpa þijá tíma eftir
áreksturinn og kynni að hafa rekið
margar mílur.
„Óskiljanlegt"
I bók sinni Titanic: ÖII harmsag-
an sögð (The Titanic: The Full
Story) segir Michael Davie að sú
staðreynd standi óhögguð að flug-
eldar hafi sézt frá Californian án
þess að nokkuð hafi verið gert til
að rannsaka málið. Skipstjórinn
hafi verið í klefa sínum til kl. 4.30,
en fleiri yfírmenn skipsins eigi hlut
að máli.
Davie segir að ekki sé hægt að
afsaka sljóleika stýrimannsins sem
var á vakt. „Ef hann hefur borið
óttablandna virðingu fyrir Lord
skipstjóra, eins og gefíð hefur verið
í skyn, hefði hann getað vakið
fyrsta stýrimann. Hann hefði getað
vakið loftskeytamanninn. En það
bendir jafnvel ekkert til þess að
hann hafi talað um hvað gera ætti;
hann virðist eingöngu hafa litið á
sig sem áhorfanda."
Um Lord segir Davie að fram-
koma hans virðist óskiljanleg hafí
hann skilið það sem lærlingurinn
sagði þegar hann vakti hann. Eins
og hann hafí sjálfur sagt síðar hafi
hann haft allt að vinna og engu að
tapa, ef hann hefði gert eitthvað.
Skipstjórinn á Carpathia, Arthur
Rostron, varð heimsfrægur fyrir
björgun farþeganna.
Davie tekur ekki undir það að
Lord hafi ekki viljað stofna öryggi
skips síns í hættu með því að taka
neyðarmerkin hátíðlega og bendir
á að hann hafi siglt gegnum ísinn
þegar hann hafi loksins fengið frétt-
ina um slysið.
Hins vegar segir Davie að fram-
koma Lords fyrst eftir slysið hafi
ekki bent til þess að hann hafi haft
algerlega hreina samvizku. Hann
hafi sagt Stone stýrimanni og lær-
lingnum að semja skýrslur um það
sem gerðist og með því hljóti hann
að hafa viljað reyna að bjarga mál-
stað sínum.
Eftir komuna til Boston gaf Lord
óljós og loðin svör, sennilega í von
um að ekkert mundi heyrast um
málið meir. „Þetta var ekki aðeins
lítt aðdáunarvert, heldur heimsku-
legt, því að hann átti að vita manna
bezt að öll áhöfnin vissi nokkurn
veginn hvað gerðist,“ segir Davie.
Hann telur ekki með öllu ósann-
gjarnt að Lord skuli hafa verið gerð-
ur að einum af blórabögglum slyss-
ins. „Slysið var átakanlegur atburð-
ur og almenningur, og ef til vill
ekki aðeins almenningur, leitaði að
einhverjum til að kenna um það.
Þegar alls er gætt eru líkurnar
Lord enn ándstæðar, þótt eðlilegt
sé að honum sárnaði að aldrei var
hlustað nákvæmlega á rökin fyrir
málstað hans.“
Seinna sagði Lord skipstjóri
Harrison að hann sæi eftir því að
hafa ekki farið upp í brú og kynnt
sér ástandið af eigin raun. Þess
vegna hefði hann aldrei losnað við
þann blett, sem fælist í spurning-
unni: „Var þetta þetta Lord að
kenna eða ekki?“