Morgunblaðið - 19.05.1991, Side 6

Morgunblaðið - 19.05.1991, Side 6
S-S Við erum Sýrlandsmegin við línuna. Hér má ekki segja landamæri, sem þeir viðurkenna ekki. Eins víst að Ísraelsríki sé alls ekki til á landa- kortum hér og engin þjóð fyrir sunnan. Ekk- ert liggur hér klárt fyrir. 1974 var aðeins samið vopnahlé með þessu fyrirkomulagi. Svæðið allt að marka- línunni ísraelsmegin er þó í lþgsögu Sýrlendinga og 1982 settu ísraels- menn svæðið sem þeir hafa í Gólan- hæðum undir sín lög. Sjö árum áður hafði ég verið þarna niðri í dalnum þeirra í kibutzinum Kafla Gelati og skoðað steinsteypt byrgi þar sem þurft hafði að halda krökkunum lok- uðum niðri í nokkra daga því fram til 1982 var skotið á þau og aðra íbúa ofan úr arabaþorpunum í hæð- unum, sögðu þeir mér. Nú er ég hinum megin, í Sýrlandi, þar sem allar Gólanhæðir eru „hernumda svæðið" og ég heyri um aðskildar fjölskyldur sem hafa kallast á yfir dalinn í 17 ár, sé rústirnar af bænum Quneitra sem ísraelsmenn höfðu jafnað við jörðu áður en þeir urðu að skila honum 1974. Verð að gæta mín hvernig ég orða hlutina, svo heitt er í kolunum. En friðargæslu- sveitir SÞ standa á milli. Mér er vel tekið hjá finnsku sveitunum nú og nokkrum dögum seinna hjá aust- urrísku sveitinni. Fer með þeim upp í Hermonfjall og sé hvernig þeir leysa þetta viðkvæma og erfiða verk- efni frábærlega af hendi. í sex daga stríðinu 1967 misstu Sýrlendingar Gólanhæðir austur fyr- ir bæinn Quneitra til ísraela. Vopna- hlé komst á og SÞ héldu áfram að hafa eftirlit með línunni. Þar til 1973 er Egyptar, Jórdanir og Sýrlending- ar hófu samræmdar árásir á ísrael. í upphafi sóttu Sýrlendingar í Gólan- hæðum fram 8 km vestur fyrir vopnahléslínuna frá 1967. En þegar ísraelar höfðu virkjað varalið sitt 3 dögum síðar snerist málið við. Þeir sóttu fram, voru komnir inn í Sýr- land allt að 40 km frá Damaskus þegar tókst að koma á vopnahléi. Herirnir stóðu nú gráir fyrir járnum með stöðugum átökum af ýmsu tagi, þar til vopnahléssamningar tókust fyrir forgöngu SÞ í Genf í maí 1974 með því fyrirkomulagi sem verið hefur allar götur síðan. Israelsmenn skiluðu um Vaf Gólanhæðum og drógu sig til baka austur fyrir ákveðna línu. Komið var á vopna- hlésbeltinu þar sem friðargæslu- sveitir SÞ skyldu sjá um að ekki yrðu nein vopn. Þar fyrir utan yrðu beggja megin belti þar sem Sýrlend- ingum annars vegar og Israelsmönn- um hins vegar yrði aðeins leyft að hafa takmarkaðan vopnabúnað, fyrst á 0-10 km belti, síðan 10-20 km belti og loks 20-26 km belti. Sameinuðu þjóðirnar skyldu hafa eftirlit með að ekki yrði farið yfir það. Það eftirlit hefur UNTSO, eftir- litssveit SÞ með aðsetri í Damaskus og Jerúsalem, sú sama sem hafði verið að þróast upp í þetta allt frá 1948. Og stofnuð var friðargæslu- sveit UNDOF til að gæta vopnahlés- svæðisins með liði sem nú er 1.330 hermenn. Bæði liðin vinna þarna saman, eru í varðstöðvum og fara um í eftirlitsferðum, 6.000 km á bílum og 1.100 km leið gangandi. Báðir deiluaðilar hafa haldið vopna- hléssamningana út í æsar, þó grunur leiki á að vopnabúnaður sé að hlað- ast upp á takmörkuðu vopnabeltun- um. En engir varanlegir friðarsamn- ingar hafa heldur verið gerðir. Norðursvæðisins frá Hermons- fy'alli, þar sem friðargæslusvæðið næstum mætir friðargæslusvæðinu í Líbanon, og suður undir bæinn Quneitra hefur austurríska liðið AUSBAT gætt frá upphafi. En fyrir sunnan veginn milli Damaskus og Quneitra voru fyrst fótgönguliðs- sveitir frá Perú og íran, en frá 1979 hefur finnska hersveitin FINBAT séð um gæsluna. Skömmin varðveitt Quneitra var 50 þúsund manna bær áður en þessi átök öll hófust. Hann er nú rústir einar og haldið við sem slíkum. Byggt hefur verið yfir íbúana í nágrenninu. Til Qun- eitra streymir fólk á hátíðisdögum og raunar alla daga ársins til að sjá „Skömm ísraelsmanna", eins og þeir kalla bæinn. Sýrlenski fylgdar- maðurinn sagði að þeir hefðu sett jarðýtur á öll húsin áður en þeir skiluðu bænum. Fólk kemur ekki aðeins í hópferðum frá Sýrlandi, heldur líka frá öðrum arabalöndum. Er hvatt til þess. Og aðkomufólk sent þangað. Til dæmis voru alveg fram að Flóastríðinu fastar hópferð- ir frá íran með flugi til Damaskus og áfram í áætlunarbilum til Qu- neitra. Þessu skyldu arabar ekki gleyma. Daginn áður en ég kom þarna höfðu verið þar þúsundir manna í pilagrímsferð á hátíðisdegi að aflokinni föstuhátíðinni. Nú voru þar tveir höpferðabílar frá Aleppb norður í landi og margir á eigin vegum. Fólkið sat á jörðinni með matinn sinn og riíjaði upp hvað þarna hafði verið gert og börnin hlupu um húsarústimar. Sýrlenski hermaðurinn dreif okkur í kirkju- garðinn til að sýna okkur hvernig Israelar hefðu fyrir 17 árum rofið þar grafir. í einni þeirra lá til sýnis höfuðlaust lík af manni sem hafði verið grafínn 1909. Hermaðurinn var úr varðstöðinni á vopnahléslín- unni í Quneitra, því það er eini stað- urinn þar sem hægt er að fara á milli landanna - fyrir þá sem hafa til þess leyfi eins og Sameinuðuþjóða menn. Það hlið er opið til klukkan 6 á kvöldin. í Gólanhæðum er dæmigert ís- lenskt landslag, sagði ferðalangur frá íslandi. Og það er alveg rétt. Fjöll, gijót, grænir grastoppar nú á besta gróðurtímanum og leðja í aus- rigningunni. Við verðum að aka í jeppa með drifi á öllum hjólum milli varðstöðvanna. Finnarnir hafa þó Friðargæslumenn á eftirlitsferð í Gólan. Rauðmáluðu steinarn- ir afmarka hvar búið er að sprengjuhreinsa leið sem óhætt er að ganga. / Ekki eru nema 800 metrar yfir dalinn þar sem fólkið kallast á yfir einskis- mannsland. Farid eign- aðist dreng, hrópar ætt- inginn Sýr- íandsmegin. Kallast á í 17 ár Þeir standa þarna í brekkunni fyrir neðan okkur og kalla um ar okkar megin eða Sýrlandsmeg- hátalara: Hvemig líður þér María? Farid var að eignast dreng in og á þeirri þriðju litla hópinn sem á að heita Mamút! Og svarið berst yfír dalinn úr öðrum sem svarar handan girðingarinn- hátalara, þar sem hópur fólks stendur handan víggirðingar: Já, ar. og Said ætlar að fara að gifta sig! Þetta eru íbúar þorpsins Majd- Fram til 1982 gátu fjölskyldur al Shajns 6em sjá má þarna handan vopnahléssvæðisins og sem fengið leyfi til að hittast á lítilli Ientu ísraelsmegin eftir stríðið 1973. Sumir íbúarnir höfðu flúið göngubrú aðeins neðar í dalnum. bardagana og lent Sýrlandsmegin við línuna, aðrir kosið að verða Svo varð slys og friðargæslumað- eftir í þorpinu sínu ísraelsmegin. Og í 17 ár hafa fjölskyldurnar ur fórst. Þá var markalínunni lok- komið að skiptingunni eða í „Köllunarþorpið“ og skipst á fréttum. að þar líka. Þó er hægt að fá leyfi tii að giftast yfir þessa vopnahlésl- Þínu. Þá er brúðkaupsdagurinn ó maður skilji ekki orðin sem girðing hinum megin, en jarð- ákveðinn með „fjölskylduhrópum" bergmála yfir dalinn, er áhrifaríkt sprengjubelti mun vera meðfram og undir eftirliti Rauða krossins að sjá þennan litla hóp araba, henni. Handan hennar aka eftir- er haldið brúðkaup. En það er annan okkar megin og hinn má litsbílar ísraela eftir veginum. aðeins hægt að fara yfir um einu greina þar sem hann hefur komið Þarna sem við stöndum í varð- sinni. í þessu samfélagi er það sér fyrir til að skiptast á orðum turni friðargæslusveita Sþ bendir venjulega konan sem kýs að flytj- við vini og ættingja. Á hátíðum austurrískur liðsforingi mér á að ast yfir til eiginmannsins. koma þeir í hundraðatali, annars fylgst sé með okkur úr varðturni Þannig eru fjölskyldur sem búið smáhópar sem hafa mælt sér þarna fyrir handan og ekki megi hafa i þessu þorpi í Gólanhæðum mót. Dalurinn er ekki breiður, mynda. Það tekst samt og ef vel mann fram af manni í 200 ár aðeins um 800 metrar á miili hóp- prentast má sjá á myndunum aðskildar og verða að kallast á anna. Með berum augum sést há dalinn, á annarri hópinn sem hróp- fjölskyldufréttum. Hvaðá drengurinn að heita? heyrist bergmála frálitla hópnumsem greina má lengsttil hægri, handan raf- magnsgir- ðingarinnar ísraelsmeg- in. HJA FRIÐARGÆSLUSVEITINNI I GOLANHÆÐUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.