Morgunblaðið - 19.05.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.05.1991, Qupperneq 9
l^oitöONmýAfevMAM 2cJ*9 LÆKNISFRÆÐI // sem ábur varl Bamadauði ALDAMÓTAÁRIÐ 1900 skrifaði Jónassen landlæknir grein í tíma- ritið Eir um barnadauða hér á landi og birti tveggja ára gamlar tölur. 1898 komu í heiminn 2.290 lifandi börn (71 fæddist and- vana) en 345 dóu áður en þau næðu eins árs aldri, það er að segja 150 af hverju þúsundi. Arið 1911 dóu 80 af þúsundi lifandi fæddra, en á næstu tíu árum 69 til jafnaðar á ári. Síð- an lækkaði dánartalan á þriðja áratugnum í 53, á þeim fjórða í 44, fimmta í 31, sjötta í 19, sjö- unda í 15, áttunda í 10 og eftir það hefur hún flest árin verið 6-7 sem er með því lægsta í heiminum, svip- að og á hinum Norðurlöndunum og i Japan, Hollandi, Sviss, Kanada og nokkrum öðrum ríkjum sem teljast til hinna þróuðu samfé- laga. Fimmtíu árum áður en Jónas- sen tók saman pistil sinn sendi stjómin í kóngsins Kaupmanna- höfn danska lækninn Schleisner hingað til þess að gaumgæfa ýmsa þætti í sjúkdómafari og heilbrigð- isháttum íslendinga. Hann ferðað- ist víða um land og ritaði að því búnu um för sína gagnmerka bók og komst m.a. að þeirri niðurstöðu að hér á landi dæju á fýrsta árinu meira en fjórða hvert barn eða um 280 af þúsundi (samsvarandi tala í Danmörku var þá nálægt 180) svo að síst var útkoman glæsilegri um miðja nítjándu öldina en í lok hennar, enda varla við því að bú- ast. í aldamótagrein sinni leiðir Jón- assen getum að því hvað valdi og hvað helst sé til ráða. Hann segir að orsökin hljóti að vera „óskyn- samleg meðferð á ungbarninu" og telur víst að sú næring sem börn- um sé gefín vegi þyngst. Hann vitnar í því sambandi í ársgamla ritgerð eftir sig í sama tímariti þar sem hann fjallar ýtarlega um næringu ungbarna. Þar segir m.a.: „Samkvæmt skýrslum ... frá læknum ... sést að það mun held- ur vera að fara í vöxt að hafa börnin ekki á bijósti heldur á pela. Þetta er illa farið, því um allan heim er full reynsla fyrir því að margfalt fleiri ungböm deyja sem ekki eru höfð á brjósti en hin sem lifa á móðurmjólkinni ... Bömin em því alloftast alin upp á kúa- mjólkur-blandi og dafna þau börn vel þar sem þrifnaður er viðhafður með mjólkina og pelann,“ en á það virðist landlækni nokkuð skorta. „Það er vandfarið með ungbörnin svo vel sé,“ segir hann og hefur þá í huga fleira en næringuna, eins og sjá má á eftirfarandi til- vitnun í lokakaflann um barna- dauðann: „Ekki efa ég það að loft- litlum, saggafullum og köldum húsakynnum víðast hér á landi sé því og um að kenna, að ungbarna- dauðinn er svo mikill og verður líklega svo að vera, meðan fátækt- in er hins vegar, en ekki væri það rétt að skella allri skuldinni upp á fátæktina; mér er nær að halda að fáviskan og hirðuleysið eigi og sinn skerf og hann dijúgan; en vonandi er að allt fari þetta batn- andi með vaxandi menning." Honum varð að trú sinni, gamla manninum. Varla hefur hann þó órað fyrir að á öldinni sem var að ganga í garð kæmust íslendingar í tölu þeirra þjóða sem eiga heims- met í langlífi og búa við minnstan barnadauða. Það var stórt stökk og mikill heiður; ennþá er lífsvon nýfæddra barna víða í veröldinni jafnsmá eða smærri en forfeðra okkar og -mæðra sem tókst að vaxa úr grasi á tíð Schleisners og Jóriassens. En öllum heiðri og allri vegsemd fylgir vandi. Hvað segja þeir sem nú eru ungir og hressir og verður aldrei misdægurt en eiga að mæta nýjum aldamótum á næsta götuhomi? Þeir segja: „Heimsmet í langlífí, ekki nema það þó! En var ekki klaufaskapur að láta öll þessi blessuð böm deyja í gamla daga?“ Og alltaf þegar þeir heyra tómahljóð í ríkiskassan- um segja þeir einum rómi: „Það verður að spara í heilsugeiranum.“ eftir Þórarin Guðnason SÁLARFRÆDI///vert er sjálfsmat þittf Verðstríö einkamálaniui EINU sinni var lítill strákur sem eignaðist fallegt leikfang sem hann hafði lengi þráð að eign- ast. Auðvitað varð hann ósköp glaður og gætti þess að fara vel með þennan dýrgrip sinn. Hann lék sér að honum, skoðaði hann í krók og kring. En eftir smá- tíma þóttist hann uppgötva smá- galla. Hann fór að athuga sams konar leikfang hjá félögum sín- um og fann ekki þennan „galla" þar. Smám saman missti leik- fangið aðdráttarafl sitt og svo fór að það varð drengnum lítils virði. Rétt er nú að geta þess að þessi „galli“ var nánast ekki neitt og skipti í sjálfu sér ekki nokkru máli. Hvemig ber þá að skilja þetta? í þessu tilviki var vanmat drengsins á sjálfum sér höfuðatrið- ið. Það var hann sem var á ein- hvern hátt „gallaður". Þess vegna hlaut allt sem honum viðkom, allt sem hann eignaðist að falla í verði. Þetta er al- 'gengt fyrirbæri. Einstaklingur sem hefur lágt sjálfsmat og van- metur sjálfan sig hefur jafnan ríka tilhneigingu til þess að yfirfæra þetta vanmat á allt sem honum viðkemur. Makinn eða ástvinurinn verður t.a.m. smám saman liálf hallærislegur. Hann verður naum- ast eftirsóknarverður í augum ann- arra. Starfið er ekkert sem maður gæti verið stoltur af að gegna. Engin hæfileikarík eða áhugaverð manneskja myndi kæra sig um það. Stofnunin sem maður vinnur við er vesældarleg undirmálsstofn- un og best að flíka því ekki livar maður vinnur. Jafnvel börnin og önnur skyldmenni fá þessar sömu einkunnir i huga viðkomanda. Auðvitað má ljóst vera að í lang- flestum tilvikum er þetta rangt. Hér hefur það einfaldlega gerst að tilfinningin fyrir eigin van- mætti og lítilmótleika hefur knúð skynsemina til að lúta í lægra haldi og þrengt rangsnúinni túlkun upp á „raunveruleikann“. En allt á sér andstæðu sínu sögðu fomir spekingar. Dæmi eru einnig um hið gagnstæða. Til eru þeir sem álíta allt „best hjá sér“. Allt er svo fjarskalega gott sem maður sjálfur og skyldmenni manns afreka að annað kemst ekki í samjöfnuð. Vandamálum og annmörkum er afneitað og sópað undir teppið. Þarna er að sjálf- sögðu yfírleitt um hliðstæða rang- færslu raunveruleikans að ræða og það á sér einnig sínar skýringar. Hér hef ég tekið tvö andstæð dæmi. Bæði eru þau vitandi vits nokkuð ýkt. Fáir falla að þessum tveimur endapunktum. Hins vegar dylst varla að fáir eru svo lánsam- ir að geta fylgt því meðalhófí sem nálgast mest raunsannan skilning raunveruleikans. Flestir hallast eitthvað á aðra hvora sveifina. Ef það gengur ekki mjög úr hófí er varla ástæða til þess að hafa áhyggjur, enda flestum þá í sjálfs- vald sett að rétta stefnuna af, taki þeir eftir því að af leið hefur bo- rið. Þegar áberandi vanmat og til- svarandi rangfærslur eru hins veg- ar famar að há fólki til muna þarf að leita aðstoðar. Við hinni afstöð- unni — ofmatinu — er fátt að gera, enda eru þeir sem þannig er farið venjulegast sælir í sinni trú. Meðalhófið er vandratað Það á við um sjálfsmatið eins og annað. eftir Sigurjón Björnsson ÓDÝRAR GÆÐASKRÚFUR Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af galvaniseruð- um skrúfum, ryðfríum skrúfum og álskrúfum í öllum stærðum. Einnig sjálfborandi skrúfur og plasthettur í mörgum litum. Þetta eru viðurkenndar vestur-þýskar þakskrúfur. Afgreiðum sérpantanir með stuttum fyrirvara. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.