Morgunblaðið - 19.05.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.05.1991, Qupperneq 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ ... i/ u ( i '. 'i itii • .GUR 19. MAÍ 1991 (IUlA.IH',r !UTTUT7T A FORNUM VEGI „'VTé verðum að &L hxni pipanx. naesfc. * * Ast er. .. TMReg. U.S. PatOff.—all nghts reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Launahækkun? Ég ætlaði bara að spyrja hvort ég mætti eiga gömlu jakkana frammi í skápnum? Nú get ég talað hvort held- ur ég er heima eða á leið í fiskbúðina — HÖQNI HREKKVÍSI „HANN KANN LAG!E> 'A p*/t'• " Bjartsýni á Hvolsvelli eftir flutning Sláturfélagsins: Er kominn hingað með jákvæðu hugarfari - segir einn af nýju íbúunum Hvolsvelli. ÞAÐ voru mikil glcðitíðindi fyrir íbúa í litlu þorpi úti á landi þegar stór-fyrirtæki_ í Reykjavík ákvað, fyrir tæpu ári, að flytja starfsemi sína í þorpið. í fyrstu voru margir vantrúaðir á að þessu gæti orðið en í dag er þetta staðreynd. Sláturfélag Suðurlands flutti starfsemi sína til Hvolsvallar þann 1. maí sl. Miklar breytingar hafa orðið í athafna- og mannlífi hér. Nú eru allir komnir í vinnu, húseigendur eru farnir að hlúa að eignum sínum í auknum mæli, nú er ljós í öllum gluggum. Það er bjartara yfir þorpinu. Kvenkosturinn finnur fyrir þessum breyt- ingum eins og aðrir og hitti fréttaritari nokkrar konur á förnum vegi í vikunni. „Vona að nýjum íbúum líði vel“ Sú sem fyrst varð á vegi okkar heitir Helga Þorsteinsdóttir og er oddviti Hvolhrepps. Hún var fyrst spurð að því hvernig henni hafði orðið við fyrst þegar hún fékk frétt- irnar um fyrirhugaðan flutning Slát- urfélagsins til Hvolsvallar. „Ég varð glöð og uppnæm og fannst þetta mjög ánægjulegt. En ég varð einnig dálítið hissa því við höfðum lengi reynt að fá hluta vinnslunnar hingað við dræmar undirtektir." — En þýðir þetta miklar breyting- ar fyrir rekstur sveitarfélagsins? „Við vonumst til þess að sú þjón- usta sem við veitum verði hagkvæm- ari eins og t.d. rekstur á barnaheim- ili og íþróttamannvirkjum. Við reikn- um einnig með að þetta komi til með að hafa ýmislegan kostnað í för með sér. Það þarf t.d. að stækka skólahúsnæðið. En fyrst og fremst er það von mín að nýjum íbúum muni líða vel hér og gangi vel að samlagast þorpsbúum. Þá vonast ég einnig til þess að jafnhliða því sem fólki íjölgar hér komi fleiri atvinnu- tækifæri og að atvinnulífið her geti staðið traustari fótum en verið hef- ur.“ „Hef trú á staðnum" Næsta hittum við að máli Mar- gréti ísleifsdóttur en bún hefur búið á Hvolsvelli í nærfellt 5 ár og fylgst með vexti og viðgangi þorpsins. Hún segir okkur frá því hvernig var að flytjast hingað fyrir hálfri öld. „Hér hafa orðið svo miklar breyt- ingar að það er varla hægt að lýsa því. Þegar ég kom hingað voru hér örfá hús, aðeins götuslóðar, tak- markað vatn og ekkert rafmagn til að byrja með. Hér var aðeins grár mosinn og frumbyggjendurnir hófu strax að rækta garðinn sinn og gjör- breyttu þannig umhverfinu og um leið veðurfarinu. Við þurftum að senda börnin okkar burt í skóla strax eftir fermingu. Núna er hér öll þjón- usta fyrir hendi og mér hefur líkað betur og betur að búa hér eftir því sem árunum hefur fjölgað og ég gleðst yfir því að nú skuli fólkið sjá fram á bjartari tíma. Ég hef alltaf haft trú á þessum stað.“ 15 nýir nemendur Halldóra Magnúsdóttir er skóla- stjóri Hvolsskóla í forföllum Gísla Kristjánssonar. Hún var spurð að því hvort fyrirsjáanleg væri mikil fjölgun í skólanum. „Við vitum ekki enn endanlega fjölgun næsta vetur en við vitum nú þegar um 15 nýja nemendur í báðum skólunum þ.e. Hvolsskóla og Gagnfræðaskólanum. Þetta þýðir að bekkjardeildum mun fjölga um þijár og þá er húsnæði skólanna þegar of lítið. En það er fyrirhugað að bæta úr því. Hvolsskóli hefur verið tvísetinn en við stefnum að því að hafa hann einsetinn næsta vetur. Þá verður stefnt að því að hafa sam- kennslu í yngstu bekkjunum. Það var gert með góðum árangri í vet- Helga Þorsteinsdóttir „En fyrst og fremst er það von mín að nýjum íbúum muni líða vel hér og gangi vel að samlagast þorpsbúum. Þá von- ast ég elnnig til þess að jaf nhliða því sem fólki fjölgar hér komi fleiri atvinnutæki- færi og að atvinnulíf- ið her geti staðið traustari fótum en verið hefur." ur, en 1., 2. og 3. bekk var kennt saman og sáu þrír kennarar um það. Við hlökkum ákaflega mikið til að fá nýja nemendur í skólann. Það verður gott að fá fjölgun í bekki sem hafa verið svo fáskipaðir að ekki Víkverji skrífar Víkverji dagsins hefur verið að velta fyrir sér meintum ágreiningi milli stij álbýlis og þétt- býlis, landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis, sem fjölmiðlar setja á stundum undir stækkunargler ein- hvers konar „fréttasölumennsku". Tvennt er það sem skagar upp úr umfjöllun um þetta efni: 1) Þéttbýlisfólk gerir kröfu um jafnan atkvæðisrétt, jafnt vægi at- kvæða, án tillits til búsetu viðkom- andi: Einn einstaklingur = eitt at- kvæði. 2) Stijálbýlisfólk gerir kröfu um jöfnuð að því er varðar framfærslu- kostnað og og félagslega þjónustu. Bendir til dæmis á mismunandi verð á heitu vatni og raforku. Atkvæðisrétturinn telst til sjálf- sögðustu mannréttinda. Það er því erfítt að veija það, að atkvæði eins skuli vega tvö- eða þrefalt á við atkvæði annars þegar þjóðþing er kjörið. Mismunur í verðlagi, t.d. á hitun- arkostnaði húsa, er af öðrum toga, það er efnahagslegum. Þann mun verður að jafna eftir efnahagslegum leiðum. Hann réttlætir ekki að rýra mannréttindi [kosningarétt] ann- arra. xxx Jóhannes Zoega, fyrrverandi hitaveitustjóri, hefur sett fram athyglisverðar hugmyndir um raf- hitaveitur. Hann segir m.a. í grein í Sveitarstjómarmálum: „Niðurstöður þessara athugana eru þær, að raíhitaveitur á þeim þéttbýlisstöðum landsins, sem ekki hafa aðgang að hagkvæmum jarð- hita, gætu lækkað húshitunar- kostnað um 58%, eða nær 1.100 m.kr. á ári (verðlag í janúar 1990), miðað við notkun beinnar rafhitun- ar, sem nú er algengasta húshitun- araðferðin á þessum stöðum. Raf- hitaveitur eru öruggar í rekstri og þægilegur húshitunarkostur. Rök hníga að því, að rafveitur á hveijum stað komi upp rafhitaveit- um og reki þær, eins og nú er gert á Vestfjörðum og í Vestmannaeyj- um. En það eru sveitarstjómimar, sem hafa ákvörðunarvald um skip- an þessara mála.“ Víkveiji dagsins nefnir þessa ábendingu Jóhannesar Zoega m.a. vegna þess, að hún felur í sér leið til að jafna að hluta þann mun, sem er á verðlagi þessa nauðsynlega þáttar í heimilishaldi landsmanna. Fleiri leiðir, t.d. skattalegar, koma til greina, þegar réttur er af stað- bundinn kostnaðarlegur mismunur í rekstri heimilanna í landinu. Víkveiji dagsins bjó í eina tíð í einmenningskjördæmi. Þar var val þingmanns ekkert síður mat kjósenda á mönnum [frambjóðend- um] en flokkum. Tengsl þingmanns og kjósenda voru mikil, sem og þekking þingmannsins á mönnum og málefnum kjördæmisins. Kosn- ingarnar voru og mun „skemmti- legri“ en nú er. Kostir einmennings- kjördæma voru margir. Þau gætu og orðið góð leið til að jafna vægi atkvæða, ef rétt er um hnúta búið. Önnur, og næsta örugg, er að landið verði eitt kjördæmi. Sá galli er á þeirri Njarðargjöf að þá verður stór hluti frambjóðenda nánast sjálfkjör- inn; valið stendur nær eingöngu um flokka, síður frambjóðendur. Velja mætti aðra þingdeildina [ef tvær væru] í landskjördæmi, hina í einmenningskjördæmum. Þótt lög- gjafarþing starfi í einni málstofu er hugsanlegt að kjósa það að hluta til í landskjördæmi og að hluta til í afmörkuðum kjördæmum. Víkveiji dagsins telur meir en tímabært að stíga næsta skref til þeirrar áttar að jafna vægi atkvæða í landinu. Það er því við hæfi að fólk fari að velta þessum málum fyrir sér á nýjan leik. Það gengur ekki lengur að fjöldi einstaklinga séu hálfdrættingar við kjörborðið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.