Alþýðublaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 3
Grikkir fagna samkomu Sumir aðilar harma þó, að eyjan skyfdi ekki sameinuð Grikklandi London, 14. febr. (Reuter). MAKARIOS erkibiskup Kýpur heldu rtil Englands á morgun frá Aþenu. í för með honum verða sex bæjarstjórar í smá- þorpum á Kýpur og nokkrir blaðamenn og lögfræðingar. Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja, er veikur, en búizt er við að hann verði mættur til fundar um Kýnurmálið í Lon- don á miðvikudag. Aðilar, sem standa nærri rík- isstjórn Englands, hafa látið í Ijósi nokkurn efa um, að Bret- ar geti fallizt á samkomulag Grikkja og Tyrkja í Kýpur- deilunni. Er talið að brezka stjórnin líti það illu auga að krúnunýlenda verði sett undir sameiginlega stjórn Grikkja og Tyrkja. ALMENNINGUR ÁNÆGÐUR. Almenningur á Kýpur virð- ist hafa fahizt á Ziirich-sam- komulagið. sem gerir ráð fyrir að stofnað verði lýðveldi á Kýpur og fái báðir þjóðflokk- arnir á eynni áhrif á stjórn þess. Makarios • erkibiskup, sem er vfcraldlegur og geistleg- ur höfðingi Grikkja á Kýpur, hefur tjáð sig samþykkan sam- komulaginu. Einnig er búizt við að Karamanlis fái trausts- yfirlýsingu í gríska þinginu vegna samkomulagsins við Tvrki. Nokkrar óánægjuraddir hafa þó heyrzt í Grikklandi um samkomulagið. Kyprianus biskup í Kyrenia, sem verið hefur staðgengill Makariosar á Kýpur hefur fordæmt sam- komulagið á þeim forsendum, að með því sé endanlega kom- ið í veg fyrir sameiningu Kýp- ur og Grikklands. EDA flokkurinn í Grikklandi, s.em er raunverulega hinn bannaði kommúnistaflokkur landsins, hefur mótmælt sam- komulaginu, þar eð það komi í veg fyrir að Kýpur samein- ist Grikklandi, tyrkneskar her- sveitir verði staðsettar á Kýp- ur og í þriðja lagi, að Bretar kunni að nota eyjuna til árása á Arabiska sambandslýðveldið. Macmillan mun ekki semja við Krúsfjov í för sinni Verkamannaflokkurinn undirbýr til- Iögur í Þýzkalandsdeilunni .. London, 14. febrúar (Reuter) HAROLD Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, mun ræða. við meðráðlierra sína um helgina væntanlega för sína til Fiskveiðar Rússa Framhald af 1. síðu. Rússa í fiskveið'um • sé, enda þótt Kristinn Andrésson segði í ræðu á þinginu, að atvinna á íslandl væri komin undir við- skiptum' við Riússa. Þá segir Tryggvi í viðtalinu við Þjóðviljann, að væntanleg- ar séu í Rússlandi kauphækkan ir, verðlækkanir og skattfrelsi algert. í þessu sambandi hefði verið fróðlegt að vita, hvort ís. lendingum er ætlað að lækka verð á fiski sínum, eða hvort reiiknað er með að innflutning- ur fiskjar hætti, þegar fram- leiðslan í Sovétríkjunum sjálf. um eykst s.vo mjög, sem ætlun- in er. Það er dularfullt, að Tryggvi skuli þegja alveg um þeiman þátt hinnar miklu sjö ára áætl- un, sem íslendinga varðar svo miklu. GÍeymdi hann að kynna sér þetta? Las hann ekki yfirlit um þá áætlun, sem hann kallar „áfanga á leiðinni tú allsnægta þjóðfélags kommúnismans“? OKKAR A MILLI SAGT Höfundur í blaðinu Reykjanes, sem kallar sig „Geir- íuglinn“, skrifar iun eyðslu barna: „Það mun vægt í far- ið, að flest hörnin eyði sem svarar 10—15 kr. á dag eða um 360 kr. á mánuði. Þetta eru aðeins kaupin, meðan ver- ið er í skólanum. Svo koma bíóin og sælgætiskaup áðra tíma vikunnar!! . . . Hver ©r reynsla ykkar, lesendur góð- ir? Hvað á að gera? . . . Geirfuglinn vill láta börnin fá fasta vasapeninga vikulega og nefnir 10 krónur. IÐNAÍÐUR: Meðaj! vejigaii^ikilla framkviæmda í iðnaði. sem feru framundan, má nefna byggmgu á pökkunarstöð fyrir sement í Reykjavík, en það er 10—12 milljóna fyrirtæki . . Þá hefur Áburðarverksmiðjan á prjónunum áætlanir um stór- fellda stækkun til að framleiða margar tegundir blandaðs á- burðar . . . Þetta er 60 milljóna fyrúrtæki, og mun fullnægja áburðarþörf bænda, sem þurfa lenn erlendan áburð ,aðrar teg- undir en Kjarna) fyrir tugi milljóna. Sælgætisframleiðsla hlýtur að vera arðvænlegur at- vinnuvegxir hér á landi því nýlega hafa þrjár nýjar verk- srniðjur tekið til starfa á þv£ sviði . . . Þær eru: Aladdín h.f. í Kópavog; (Frkvstj. Friðþjófur Þorsteinsson, Foss- vogsbletti 42), Sælgætisgerðin Nanna (Frkvstj. Sig. Krist ófer Sigþórsson, Miðtúni 66) og Sælgæt; s. r. (Frkvstj. Ing. Bjarnason og Gunndór Sigurðsson). MENN SPYRJÁ: Hvenætr verða kosningarnar? . . . Senni- legt er að fyrri kosningar (ef þær verða tvennar) vierði á sama tíma og venjulega í lok júní . . . Þegar tvíkosið var 1942 voru kosningarnar 5. júlí og 18—19. október. NÝIR LÆKNAR: Tveir ungir menn hafa fenigið leyfis- bréf til læknúnga hjá heilbrigðismálaráðu'neytinu: Einar Páls- son og Heimir Bjarnason. Austur-þýzka alþýðulýðveldið, sem er miðstöð fyrir njósnir og áróður kommúnista í Vestur-Evrópu, sýnir ís- landi vaxandi áhuga . . . Ein miðstöð þessa starfs er Nord- isches Institut í Greifsvald, sem Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafsson heimsóttu £ fyrra . . . Margir Aust- Þjóðverjar hafa komið hingað til lands undanfarið og eru ekki allir það, sem þeir segjast vera. Örn Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, er nú vestan hafs að reyna að fá hagstæðari igreiðslufresti á lánum vegna Vicsountkaupanna, sem leru félaginu allþung í skautti. Nýr fulltrúi við danska sendiráðið: Jens Vilhelm Ege kemur í stað Gunnars Blær . . . Nýr ritari við bandaríska sendiráðið: Pierson M. Hall. Unnið er af kappi við Fæðingarheimili Reykjavíkurbæjar við Leifsgötu . . . Yfirljósmóðir verður Hulda Jensdóttir og | matráðskona Sigrún Arnórsdóttir. LANDGRÆSLUSJÓÐUR hefur sótt um lóð og hyggst byggja yfir sig hús . . . Værj ekki ágætt rúm fyrir sjóðinn í hinu stóra bændahúsi við Hagatorg? um Moskvu síðar í þessum mánuði. Macmillan er fyrsti forsætis- ráðherra Englands, sem fer til Sovétríkjanna á friðartímum. Kveður hann för sína gerða í þeim tilgangi að kynnast Rúss- um heima fyrir, menningu þeirra og siðum. Hefur hann lagt áherzlu á, að engir samn- ingar verði gerðir í förinni, þótt albióðamál verði að sjálf- sögðu rædd. Talið er að Maemillan heim- sæki ýmsar borgir auk Moskvu, ef til v'll Leningrad, Kiev og Tiflis. í fvledarliði ráðherrans verða um 30 manns, þeirra á meðal Selwyn Lloyd utanrík- isráðherra. rætt um GRIHAKÁttMÁLA. Stiórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að Krústjov, forsætisráðherra Sovétríkjanna muni leggja til við Macmillan, Bretland og Sóvétríkin geri með sér ekki-árásarsamning eða jafnvei að hann endurtaki • fyrri tilboð sín um griðasátt- mála Atlantshafsbandalags- ríkjanna op? beirra landa, sem eru í Varsjárbandalaginu. Helztu viðræðuefni ráðherr- anna verður án efa Þýzkaland og Berlínardeilan og er ekki útilokað, að þeir finni grund- völl fyrir friðsamlegri lausn þeirra mála. sem flestir aðilar geti við unað. För Macmillans verður til umræðu í neðri deild brezka þingsins n. k. miðvikudag og er búizt við að Verkamannaflokks þingmenn muni leggja fram til lögur um lausn Þýzkalands- málsins. Talið er, að þær verði sem hér segír: 1. Erlent herlið verði smám saman flutt á brott frá báðum h1utum Þýzkalands, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi. 2. Þýzkaland verði sameinað. 3. Ströngu eftirliti með víg- búnaði í þessum löndum kom- ið á. 4. Landamæri fyrrgreindra i ríkja fastákveðin og fjórveldin taki ábyrgð á þeim. 5. Fyrrgreind lönd gangi úr Atlantshafsbandalaginu og Var sjárbandalaginu. usafregnir s MÁLFUNDUR f.u.j. íi Reykjavík er annað kvöld, | mánudag, kl. 8,30 stund-| víslega í Aðalstræti 12, | minni salnum. Fundarefni: | Eftir liverju skal meta,| hvað menn eiga að bera| úr býtum fyrir vinnu sína? | Framsögumaður; Eyjólfur| Sigurðsson. — Hafið sam-1 band við skrifstofuna á| morgun, sími 1-67-24. I s FUJ-félagar í Reykjavík| eru beðnir að koma á skrif § stofuna í dag, helzt strax | eftir hádegið, til að vinna | smátíma. Margar hendur | * vinna létt verk! * 5 S 5 iiiMimmiHiiiiiiiiiiiiiMiiiiiinHHiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiii KVISAZT hefur, að Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður Vest- mannaeyja, muni ekki fara í framboð þar að vori fyrir Sjálf stæðisflokkinn. — Hinn nýi kandidat er sagður vera Guð. laugur Gíslason, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Auk Guð- laugs hefur Davíð Ólafsson fiskimálastjóri helzt verið nefndur sem eftirmaður Jó- hanns. Þá er sagt, að Páll Zóphoní. asson, 1. þingmaður Norðmýl- inga, muni nú hætta þing- mennsku fyrir aldurs sakir eins og Jóhann Þ. Jósefsson — Talið er víst, að Halldór Ás grímsson, 2. þingmaður Norð. mýlinga taki þá framboðssæti Páls, en í sæti Halldórs fari Hjalti sonur Páls cða Tómas Árnason. Þá er orðsveimur um, að Bernharð Stefánsson hætti í vor, en óvíst um efirmianninn. Eru tveir nefndir helzt til: — Garðar Halldórsson bóndi á Rifkelsstöðum, heimamaður í héraði, og Jóhannese Elíasson, bankastjóri, Reykjavík. Enn er Jón Jónsson frá Böggvis- stöðum tilnefndur, en talið, að hann muni lítt fús til fram- boðs. Úr Austur-Húnavanssýslu er helzt að heyra, að þar muni hildi há að ný, sem oft áður, Jón Pálmason os- Hannes Pálsson. f Skagafirði er enn óvíst liver ofar verður á lista Fram sóknarflokksins, Ólafur Jó- hannesson, prófessor, eða Kristján Karlsson, skólastjóri. SennUega þó Ólafur. Haldið er, að Gunnar Gísla son muni leysa Jón á Reyni- stað af hóliwi á lista Sjálfstæð isflokksins. Ekki er ólíklegt, að Pétur Ottesen verði enn í framboði í Borgarfirði, ekki sízt ef fyrri kosningar verða hinar síðusta í kjördæminu. Meðal þcirra, sem hafa haft augastað á sæti Péturs er nafni hans Benediktsson bankastjóri. — Hver veit nema hann fái sæti á lista með tengdaföður sínum Ólafi Thors í Reykjavíkurum. dæmi í seinni kosningunum? um áfanga náð I læknavísindum Frönsbum læknum fókst að lækna krabhamein af völdum gelslunar París, 14. febrúar (Reuter). FJÓRIR júgóslavneskir vís- indamenn, sem fluttir voru til Parísar í október síðastliðnum vegna geislunar eru nú komn- ir til Júgóslavíu og eru á góð- um batavegi. Sex jiúgóslavneskir vís indamenn urðu fyrir hættulega mikilli geislun af völdum gammageisla í kjarn- orkustöð nálægt Belgrad, og varð lífi þeirra ekki bjargað nema með því móti einu að hægt væri að skipta um merg í beinum þeirra. Læknar á Cu- rie-stofnuninni í París ákváðu að reyna þessa aðgerð og tókst hún vel. Er það í fyrsta skipti, sem mergur hefur verið flutt- ur úr lifandi manni í angtan mann. Blóðframleiðsla í mprg vísindamannanna er nú eðljjeg og eru þeir orðnir allhressir. Fimmti maðurinn, sem fyrir geislun varð, þurfti ekki að fá merg og er hann alheill, en ein- um varð ekki bjargað. Frökkunum, sem gáfu vís- indamönnunum merg hefur ver ið boðið til Júgóslavíu ásamt fjölskyldum sínum til skemmti dvalar. Þetta afrek hinna frönsku lækna er tvímælalaust eitt mei'kasta afrek læknavísind- anna á síðari árum. Alþýðublaðið — 15. febr. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.