Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Bo Johansson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftirtapið f Albaníu:
Einn versti leikur okkar
„ÞETTA hlýtur að vera einn
versti leikur okkar, og það eru
örugglega margar skýringar á
þessari slöku frammistöðu,"
sagði Bo Johansson, lands-
liðsþjálfari í knattspyrnu, við
Morgunblaðið eftir að liðið
tapaði gegn Albönum íTir-
ana, 0:1, á sunnudainn, í
fimmta leik íslands f 3. riðli
Evrópukeppninnar.
Þetta var einn allra slakasti
leikur íslenska landsliðsins í
mörg ár. Það er hárrétt hjá þjálfar-
anum. Hann sagði: „Við bytjuðum
ágætlega, betur en
oft áður, og strák-
arnir voru mjög
vonsviknir í leik-
hléinu að vera ekki
búnir að skora. En það er erfitt
fyrir okkur að eiga að stjórna —
erum ekki vanir því, en verðum
auðvitað að læra það.“
Skapti
Hallgrimsson
skrifarfrá
Albaníu
Bo sagði skýringarnir hve slakir
menn voru væru eflaust mismun-
andi eftir hveijum og einum. „Alb-
anir spiluðu gróft — bytjuðu fljót-
lega að pirra strákana með ljótum,
lúmskum brotum og það er mis-
munandi hvernig menn bregðast
við slíku. Sumir verða ef til vill
hræddir þegar leikurinn verður svo
harður — það er hugsanlega skýr-
ing á því að sumir hættu að spila
eins og þeir geta. Hættu að hugsa
rökrétt um hvað var lagt fyrir þá.
Það er mikilvægt fyrir okkur að
finna ástæðuna fyrir því að liðið
lék svona illa. Það gengur ekki að
segja að knattspyrnan sé einfald-
lega svona — þetta geti komið fyr-
ir. Og við verðum að læra af þess-
um mistökum. Það er gott fyrir
ungu mennina ef þessi reynsla
nýtist þeim. Það er kannski aldrei
hægt að afsaka tap, en ef við vilj-
um bæta okkur verðum við að
finna skýringu.
Við verðum að taka allt með í
reikninginn, til dæmis hvernig
menn bregðast við öllu sem þeir
hafa séð hér. Það á vitaskuld ekki
að vera afsökun, en svona hlutir
geta hlaðið utan á sig. Þegar menn
sjá dag eftir dag hvernig ástandið
í landinu er.“
Bo sagði — sem hægt er að taka
undir — að íslenska liðið hefði
byijað ágætlega, „við opnuðum
vörn þeirra nokkrum sinnum en
fyrirgjafir, síðustu sendingarnar,
mistókust allt of oft. Misskilningur
varð á milli manna. En ég held
allir hafí reynt að gera sitt besta.
Hlutirnir tókust bara ekki og menn
virtust missa trúna á sjálfa sig.
Það er oft hægt að ná langt með
mikilli baráttu en þegar mönnum
gengur illa getur verið erfitt að
taka sig til og auka baráttuna."
Bo sagðist telja undirbúninginn
í lagi og strákarnir hefðu verið vel
undirbúnir andlega. Við komum
að vísu of snemma til Albaníu að
mínu mati, en það var ekkert um
annað að ræða. Og við notuðum
tímann fyrir leikinn vel, strákarnir
voru jákvæðir og stóðu sig vel á
æfingum.“
Þjálfarinn sagði liðið hafa sakn-
að Sigurðar Jónssonar verulega,
en hann er meiddur sem kunnugt
er. Sigurður væri harður leikmaður
sem hefði örugglega einmitt notið
sín vel í leik sem þessum
— „hann hefði getað tekið
vel á móti Albönunum þeg-
ar þeir fóru að beita gróf
um brögðum á meðan aðr-
ir viija helst af flýja af
hólmi. Og þegar leikið er
svona fast er einnig gott
að hafa Atla [Eðvaldsson]
í liðinu. Hann getur tekið
vel á móti mönnum. En
það þýðir auðvitað ekkert
að tala um menn sem voru
ekki í liðinu. Menn verða
að læra að lifa við það að
þeir séu ekki með. Og það
voru gífurleg vonbrigði að
tapa hér og erfitt að sætta
sig við úrslitin. Við komum
hingað til að vinna og ég
held að enginn sé von-
sviknari en ég,“ sagði
landsliðsþjálfarinn.
■ Sjá/BI,
B4, B5
BO Johansson: „Albanir spiluðu gróft —
byijuðu fljótlega að pirra strákana með ljótum,
lúmskum brotum og það er mismunandi hvern-
ig menn bregðast við slíku. Sumir verða ef til
vill hræddir þegar leikurinn verður svo harður
— það er hugsanlega skýring á því að sumir
hættu að spila eins og þeir geta.
Formaður KSÍ:
Þeir voru lélegir
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var óánægður eins og fleiri að
leikslokum. „Það voru ágætis kaflar í fyrri hálfleik, en í þeim
seinni voru menn bara lélegir. Það segir allt, sem segja þarf. Þetta
eru gífurleg vonbrigði. Við komum til að vinna og eftir fyrri hálfleik
fannst mér það vera mögulegt. En við fengum ekkert tækifæri í seinni
hálfleik,“ sagði formaðurinn.
H ÓLAFUR Þórðarson lék 41.
landsleik sinn á sunnudaginn og er
því búinn að ná Teiti bróður sínum,
sem lék 41 sinni með liðinu á sínum
tíma. Ólafur hélt ekki upp á daginn
með glæsibrag og sagði sjálfur á
eftir: „Þetta er lélegasti landsleikur
sem ég hef átt. Hreint út sagt.“
■ BJARNI Sigvrðsson, mark-
vörður, var sprautaður á sunnu-
dagsmorgun og aftur fýrir leik
vegna meiðslanna sem hann hlaut
á æfingu fyrir leikinn.
H RÚNAR Kristinsson meiddist
á kálfa er hann var felldur gróflega
aftan frá snemma leiks. „Eg er al-
veg að drepast í kálfanum," sagði
Rúnar eftir leik, en sagðist þó verða
í lagi og geta spilað með KR eins
og ekkert hefði í skorist.
H SÆVAR Jónsson var fyrirliði
í Tirana, og er það í 10. skipti sem
hann gegnir þessu virðingar-
embætti.
H JÓN Gunnlaugsson, Skaga-
maður, var aðalfararstjóri U-21
hópsins í Elbasan. Hann hafði bíl
og bflstjóra til umráða allan tímann,
Lödu árgerð 1978, og lét vel af
þjónustunni. Eggert Magnússyni,
formanni KSÍ, sem var aðalfarar-
stjóri A-landsliðsins, var ekið um í
gömlum Volvo í túrnum.
H VATNIÐ á hótelinu í Diirres,
þar sem A-liðið bjó, var jafn ískalt
allan tímann. Verkfallið í landinu
er greinilega ekki nálægt því að
leysast og þangað til kemur engin
olía á Adriatika hótelið. íslending-
arnir voru því orðnir vanir köldu
sturtunum.
H EINAR Jónsson, læknir, hugð-
ist fara frá Elbasan til Diirres á
laugardagskvöldið — vildi vera
reiðubúinn til starfa með A-liðinu
strax eftir að skyldum hans við
yngra liðið var lokið. En Albanirnir
fengust ekki til að aka honum milli
borganna. Sögðust ekki taka neina
áhættu. Eins og ástandið væri í
landinu væru þeir ekki á ferðinni í
myrkri og sögðust óttast að bíllinn
yrði grýttur.
H HÖPNUM sem var í Elbasan
var boðið í tvær brúðkaupsveislur
á hóteli sínu á laugardagskvöldið.
Þar var mikið fjör, mikið sungið og
dansað. í Albaníu er sá siður í há-
vegum hafður, að sögn þeirra sem
sáu, að í brúðkaupsveislum dansar
hver gestur til brúðarinnar og gefur
henni pening. íslensku strákarnir
létu ekki sitt eftir liggja og dollurum
hreinlega rigndi yfir hana.
Getur verið upp-
hafið að einhveiju
nýju fyrir okkur
- sagði albanski þjálfarinn um sigurinn
„ÉG er ánægður með úrslitin
en ekki hvernig lið mitt lék.
Við spilum yfirleitt betur en
þetta,“ sagði B. Birce, þjálfari
Albaníu, eftir leikinn.
I slenska liðið var mun betra
þegar við mættum því í
Reykavík í fyrra heldur en nú, og
lið mitt einnig. Lið íslands er betra
en það albanska en nú urðum við
að vinna. Hvorugt liðið á mögu-
leika á að komast áfram úr riðlin-
um og því er aðeins spilað fyrir
heiðurinn — og sigur fyrir okkur
var sérstaklega mikilvægur nú.
Ástandið í landinu endurspeglast.
í knattspyrnunni eins og öðru.
Margir af leikmönnum okkar eru
famir úr landi og ég fékk ekki
alla í leikinn sem ég vildi. Ég
held að innst inni hafi það verið
mikilvægara fyrir okkur að vinna
— ég lít á þetta sem sögulegan
leik, sigur sern getur verið upphal'-
ið að einhverju nýju i albanskri
knattspymu.“
Albanski þjálfarinn sagðist
hafa búist við að íslenska liðið
legði ríkari áherslu á sóknarleik
en það gerði. „Vörn íslenska liðs-
ins er góð og því vildum við leyfa
þeim að sækja, reyna að draga
þá fram á völlinn og sækja síðan
snöggl. á þá. Eítir að við skoruðum
kom ekki annað til gi-eina en sig-
ur — hvað sem það kostaði.“
Hvað sögðu þeir?
„Vid skömmumst okkar“
Gunnar Gíslason
„Eftir að hafa fengið þessi færi
í fyrri hálfleik og ekki náð að skora
var eins og ætti að gera allt í
hvelli. Við verðum að vera þolin-
móðir, það endar með því að hlutirn-
ir ganga upp. Við fáum varla oft
jafn mörg færi og í fyrri hálfleik
og það er einfalt mál að við verðum
bara að nýta að minnsta kosti eitt
af þessum færum. Maður gæti sætt
sig við að tapa ef við ættum það
virkilega skilið gegn sterkum and-
stæðingi, en þegar það er algjörlega
vegna eigin getuleysis er það mjög
slæmt.“
Ólafur Þórðarson
„Mér fannst allt liðið á hælunum.
Þetta var svartur dagur hjá okkur
öllum, en það er erfitt að finna
skýringar. Það þýðir ekkert að
væla yfit' aðstæðunum, því við spil-
uðum til dæmis miklu betur í Sim-
feropol þegar við töpuðum 2:0 fyrir
Sovétríkjunum fyrir nokkrum árum,
við verri aðstæður. Ég held bara
að þetta hafi verið eitthvert einbeit-
ingarleysi. Okkar styrkur hefur leg-
ið í baráttunni og það gengur ekk-
ert nema við beijumst. Albanirnir
voru miklu lélegri nú en þegar við
spiluðum við þá heima. Þetta er
lélegt lið, það var ekki fyrr en eftir
að þeir skoruðu að þeir fóru að
sýna eitthvað. Fram að því sýndu
þeir lélegri fótbolta en ég hef séð
iengi.“
Eyjólfur Sverrisson
„Við vildum auðvitað allir vinna,
fengum sæmileg færi en það vant-
aði herslumuninn. En samt sem
áður vorum við ferlega slappir.
Hreyfing án bolta var of lítil, send-
ingar mistókust oft þegar við vorum
að komast í gegn — það vantaði
einhvern veginn alltaf eitthvað. Ég
hef ekki séð þessa stráka lengi —
þekki þá ekki nógu vel og þeir ekki
mig, en það er auðvitað engin afsök-
un. Maður á að geta spilað einfald-
an fótbolta hvar sem er og hvenær
sem er. Við vorum allir daufir,
menn virtust þreyttir. Liðið getur
miklu meira en það sýndi í dag —
við eigum góða einstaklinga sem
gefa sig alla í leikina; þetta eru
sannir Islendingar, grimmir og
kraftmiklir sem gefa ekkert eftir.
En í dag gekk bara ekkert upp.“
Guöni Bergsson
„Þetta var hreint út sagt lélegt
hjá okkur. Það gæti verið að svona
löng dvöl í landinu, og svo lítil
stemmning í kringum leikinn hafí
einhvem veginn gert það að verkum
að við náðum okkur aldrei á strik.
Við fórum aldrei í gang. Andlega
vorum við einhvem veginn ekki
búnir að undirbúa okkur nógu vel
fyrir leikinn. Við féllum niður á
sama plan og Albanir í leik okkur
— spurningin var sú hvort liðið yrði
á undan að skora, og þegar þeir
urðu fyrri til var skaðinn skeður.
Við náðum okkur aldrei eftir það
áfall. Við skömmumst okkar fyrir
þessi úrslit því á eðlilegum degi
eigum við að geta unnið þetta lið.“
LOTTO: 5 7 12 17 37 + 2