Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 ENDUR OG HENDUR: LítU og hugguleg bamafataverslun Barnafataverslunin Endur og hendur hefur verið í Kringlunni 4 frá þvi í desember 1988. Seg- ir Hulda M. Gunnarsdóttir eig- andi verslunarinnar það vissu- Morgunblaðið/KGA Hulda M. Gunnarsdóttir lega hafa verið slæmt hversu langur tími sé iiðinn fra því verslanamiðstöðin átti að vera komin i gagnið en hún sé bjart- sýn núna, þegar opnunin er á næsta leiti. „Eg er ekki í nokkrum vafa um að húsið laði að sér úölda fólks, þar sem svo vel hefur tekist til með hönnun þess,“ segir Hulda. Hún segir verslun í húsinu hafa verið fremur dauflega fram að síð- ustu áramótum en þa'var húsinu lokað vegna breytingana. Þar sem hún hafi átt fastan hóp viðskipta- vina, hafi reksturinn bjargast. „Ég held að þjóðfélagsástandinu hafi fyrst og fremst verið um að kenna, það er enginn öfundsverður af því að standa í verslun í dag.“ Hulda seldur fatnað á börn allt upp í 12 ára en mun leggja sér- staka áherslu á ungbarnafatnað. Vegna breytinganna þarf af raða upp í verlsuninni á ný en Hulda segist munu nota innréttingarnar sem fyrir voru, enda sérhannaðar fyrir verslunina. Hún verður um 60 fermetrar að stærð „lítil og hugguleg verlsun," segir Hulda. BAZAR: Vísiraðaust- urlenskum markaði „BAZAR þýðir austurlenskt verslunartorg og það er einmitt það sem ég verð með hér,“ segir Abd-Elmeguid Allam, um nýja verslun sína í Borgarkringlu. í Bazar býður Allam aðallega upp á handunna austurlenska vöru, skartgripi, leðurvöru og silfur. Vörurnar eru aðallega frá Egypt- alandi, Tyrklandi og Indlandi en sjálfur er Abd-Elmeguid Allam egypskur, Hann hefur búið hérlend- is í tvö ár. Allam segist ekki munu starfa í versluninni, heldur verður ein starfstúlka í henni. Morgunblaðið/KGA Abd-Elmeguid Allam í húsnæði verslunarinnar Bazar. Nikon BÚÐIN BORGARKRIINIGLU, SÍMI 677266 Morgunblaðiðð/KGA Systurnar Elín og Margrét Rögnvaldsdætur og Hlín Kristinsdóttir, eigendur verslun Hjartar Nielsen. HJÖRTUR NIELSEN: Opnar með kynningu á kaffikönnum EIN elsta gjafavöruverslun í Reykjavík, Hjörtur Nielsen, opn- ar verslun í Borgarkringlunni með kynningu á enskum kaffi- könnum, Cona. Þær eru sérstak- ar að því leyti að þær eru úr gleri og hellt upp á yfir spritt- loga. Verslunin verður með sömu vörur og sú sem fyrir er í Mjódd, m.a. Möttu rósina, sem verslunin hefur selt frá upphafi. Matta rósin er munnbiásinn og hand- skorinn kristall frá Tékkósló- vaíku. Verslun Hjartar Nielsen er í eigu systranna Margrétar og Elínar Röngvaldsdætra og Hlínar Kristins- dóttur og verður Elín verslunar- stjóri í Borgarkringlunni. Að sögn Margrétar verður boðið upp á sömu vörutegundir í báðum verslunum og hönnun verslunarhúsnæðisins KRINGLUBÓN: Bíllinn bón- aður meðan verslað er Morgunblaðið/KGA María og Kolbrún Jónsdætur fyrir framan undirfataverslunina Kar- Höfum opnab nýja verslun í Borgarkringlunni. Bamafataverslunin Vxlborg Laugavegi 83, sími 11181 Kringlunni 4, sími 677282 mjög svipuð. „Við erum á svipaðri línu og hönnuðir þessa húss, leggj- um áherslu á hlýjan og bjartan svip yfir versluninni. Okkur líst mjög vel á Borgarkringluna, þetta er aðal- verslunarsvæðið, hingað virðist straumurinn liggja.“ „ÞAÐ ER nú ekki amalegt að láta bóna bílinn á meðan verslað er,“ segir Margrét Haraldardótt- ir, sem ásamt eiginmanni sínum rekur bónstöðina Kringlubón, í kjallara Borgarkringlunnar. Margrét og maður hennar, Jósep Rúnar Sigtryggsson hafa rekið Kringlubón frá áramótum en fyrir- tækið var stofnað nokkru fyrr. Að sögn Margrétar, eru bílarnir hand- bónaðir og því tilvalið að skilja þá eftir þegar farið er að versla, og sækja þá síðan gljáandi fína að lok- inni verslunarferð. Fyrirtækið er á tæplega 60 m2 svæði og er aðkeyrslan að Kringlu- bóni vestan hússins, við Kringluna. KAREN: Nudd á staðnum ÞAÐ ER næsta óvenjulegt að boðið sé upp á nudd í verslunum, en í undirfataversluninni Karen verður nudd hluti af heilsuhorni verslunarinnar. Snyrtifræðingur og nuddari veitir meðferð vegna appelsínuhúðar, bólgu og þreytu í fótum og megrunarmeðferð. Þá verða seldar þar ýmisskonar heilsuvörur, vitamin, snyrti- og hárvörur. Karen er fjölskyldufyrirtæki, í eigu systranna Kolbrúnar og Maríu Jónsdætra og Hafrúnar Maríu, dóttur Kolbrúnar. Hafrún, sem er nuddari og snyrtifræðingur, hefur rekið snyrti- og nuddstofu á Hótel Loftleiðum, en flytur sig nú um set. Verslunin skiptist í tvennt; heilsuhorn og þann hluta þar sem seld eru undirföt og skartgripir. Að sögn Kolbrúnar Jónsdóttur, sér- hæfir verslunin sig í undir- og nátt- fatnaði, frá hinu þekkta fyrirtæki Knicker-box, en Karen er fyrsta veslunin utan Bretlands, sem selur vörur frá Knicker-box. Þá má nefna frönsku Lejaby-vörurnar. Karen hefur verið í húsnæðinu frá upphafi en mun nú taka nokkr- um breytingum, nuddhornið er stúkað af með glervegg og verslun- arpláss minnkað nokkuð. „Við gjör- nýtum hvern fermetra og stefnum að því að vera með fallega og hag- kvæma verslun." VALBORG: Ekkiað flýja Lauga- veginn „Við vildum stækka við okk- ur og auka vöruúrvalið,“ segir Súsanna Hansen, sem ásamt eiginmanni sinum rekur barnafataverslunina Valborgu. Súsanna segir ætlunina að auka úrvalið af ungbarnafatnaði, nátt og nærfatnaði. Verslunin Valborg hefur verið rekin í 35 ár á Laugaveg- inum og eru Súsanna og mað- ur hennar Þorgrímur Eiríks- son eru þriðju eigendurnir, hafa starfrækt hana sl. tvö ár. Verslunin verður áfram starfrækt á Laugavegi. „Við erum ekki að flýja Laugaveg- inn, við teljum einfaldlega að framtíðin sé í Kringlunni. Við vildum auka vöruúrvalið og verðum þá að stækka við okk- ur,“segir Súsanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.