Morgunblaðið - 01.06.1991, Page 15
r
tfiei ,H!Jl K'JD/.UH'A9'jyuT-(H<lAL;i:!/r.í;)HC'M
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
B 15
Morgunblaðið/KGA
Stund milli stríða
Iðnaðarmönnum sem unnið hafa við
Borgarkringluna hefur ekki gefist mikill
tími til að hvílast síðustu dagana. Um
tvö hundruð manns hafa lagt nótt við
dag, svo að ljúka megi vinnu við Borgar-
kringluna. En matarhlé fá menn þó og
þá er ekki verra að komast út undir bert
loft.
DEMANTAHÚSIÐ:
Litaðir eðalsteinar
vinsælir á ný
DEMANTAHÚSIÐ í Hafnarfirði opnar aðra verslun sína í Borgar-
kringlunni í dag. Að sögn Stefáns B. Stefánssonar annars eiganda
verslunarinnar, verður höfuðáherslan lögð á handsmíðaða skartgripi
úr gulli og silfri og niikið notaðir íslenskir og erlendir eðalsteinar.
Að sögn Stefáns hafa vinsældir litaðra eðalsteina aukist mikið á ný,
eftir tvo áratugi.
Stefán á verslunina Demantahú-
sið ásamt konu sinn Láru Magnús-
dóttur, en þau eru bæði gullsmiðir
auk þess sem Stefán er korphus-'
smiður, þ.e. smíðar kirkjugripi.
Hann er lærður í smíði demantss-
og steinaskartgripa og segir þau
hjónin ferðast töluvert í leit að nýj-
um steinum, sem þau láti svo slípa
fyrir sig.
Lára og Stefán hafa rekið Dem-
antahúsið í 7 ár og segja tímabært
að opna aðra verslun. Hún verður
um 40 m' og hefur Stefán hannað
og smíðað innréttingarnar sjálfur.
Morgunblaðið/KGA
Hjónin og gullsmiðirnir Stefán B. Stefánsson og Lára Magnúsdóttir
í Demantahúsinu.
AUGLYSING
fæst nú á íslandi
I hinu rómantiska Provence héraði í
Suður-Frakklandi, sem ástfólgnast
var Vincent Van Gogh, á L’Herbier
uppruna sinn. Undir skínandi bláum
himni, í fijósömum jarðvegi, á gullm
um hæðum, þar sem hið stolta, iða-
græna kýpresstré drottnar; þaðan eru
jurtimar, grösin og blómin sem notuð
em í L’Herbier. Hin vermandi sól
greypir lífsorkuna í allt sem þar grær.
Það er þessi lífskraftur sem L’Herbier
festir í framleiðsluvörum sínum.
L’Herbier de Provence býður upp á
mikið úrval af heilsuvörum, upprunn-
um úr jurtaríkinu, sem em ómissandi
fyrir þá, sem huga að heilbrigði húð-
ar og hárs.
Framleiðsla L’Herbier byggist á
reynslu, sem áunnist hefur á 400 ára
gamalli hefð, allt frá þeim tíma er
aðeins prestastéttin mátti safna jurt-
um og grösum til lækninga.
Þessar jurtir og grös innihalda ómiss-
andi eiginleika og notkun þeirra er
viðurkennd meðal allra þeirra, sem
bera virðingu fyrir Móður náttúm og
því sem hún gefur af sér.
Þess vegna er aðalstolt L’Herbier sú
staðreynd, að öll þau innihaldsefni,
sem fyrirfinnast í L’Herbier kremum,
sápum, olíum, andlitsvötnum, hár- og
ilmvörum eru uppmnnin úr sjálfri
náttúmnni.
Verslun með L’Herbier heilsuvömr
hefur verið opnuð í Borgarkringlunni
og em allir, sem vilja huga að sjálfum
sér og sínum, velkomnir.___________
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
TÖLVULAND
í Borgarkringlunni
Tulip tölvur - tæknilegir yfirburðir
-Úy Gjtó
Töivuiand
TULIP TÖLVUR -
EVRÓPSK GÆÐI
v/Hlemm og í Borgarkringlunni
mm • ®
Tuffip
computers