Morgunblaðið - 12.06.1991, Síða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ MlÐVlKUDAGÚIl 12. JUNÍ 1991
_í___:___________:__2____- ~ •_1_;__:_:__
Fíkniefnadeild lögreglunnar:
Þrír menn viðriðnir
eitt af stærri hass-
málum hér á landi
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar hefur upplýst eitt af stærri
hassmálum sem upp hafa komið hér á landi og er rannsókn
málsins að ljúka. Tveir menn, sem viðriðnir voru málið, voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald frá 17. maí síðastliðnum til 19. júní
næstkomandi, en þeim var sleppt úr haldi síðastliðinn sunnudag
og mánudag, þar sem ríkissaksóknari gerði ekki kröfu um lengra
gæsluvarðhald. Þeir ætluðu að smygla 10 kg af hassi til landsins
frá Hollandi í vélarhlutum en hollenska fíkniefnalögregla fann
efnið 3. maí og tók það í sína vörslu. Áætla má að verð á 10 kg
af hassi í smásölu hér á landi sé um 15 milljónir kr.
Hollenska fíkniefnalögreglan
hafði fengið vísbendingu um
smyglið og gerði fíkniefnadeild
lögreglunnar á íslandi viðvart.
Varð það að samkomulagi að efn-
ið yrði eftir í Amsterdam í vörslu
lögreglunnar en vélarhlutarnir
færu til íslands með Laxfossi.
Vélarhlutirnir voru merktir
íslenskum manni sem átti engan
hlut að þessu máli. Vörusendingin
fór frá Rotterdam 9. maí og kom
til Sundahafnar 13. maí. Fíkni-
efnalögreglan í Reykjavík fylgdist
með því er maður kom og sótti
sendinguna 16. maí og var hann
handtekinn þegar hann var að
koma vélarhlutunum fyrir í bílskúr
við heimili sitt. í framhaldi af því
var annar maður handtekinn sem
viðriðinn var málið.
Mennirnir, sem eru báðir frá
Reykjavík, voru strax úrskurðaðir
í gæsluvarðhald frá 17. maí til 19.
júní. Annar þeirra er fertugur og
hinn 45 ára. Við rannsókn kom í
ljós að sá yngri hafði farið tvíveg-
is áður út til fíkniefnakaupa, fyrst
í apríl 1989, þegar hann keypti
3,5 kg af efni í Amsterdam sem
hann taldi vera hass. Hann keypti
einnig bílhræ sem hann faldi í efn-
ið. Bíllinn var fluttur með skipi til
landsins og sótti maðurinn efnið í
bílinn. Hann sótti bílinn þó aldrei
í toll og var hann seldur á upp-
boði. Fíknefnalögreglan vissi á
þessum tíma að borist hefði ónýtt
hass til landsins og hefur nú upp-
lýst með framburði vitna að efnið
var ónýtt.
í október 1990 fór þessi sami
maður aftur til Amsterdam í fylgd
þrítugs karlmanns. Þar keypti
hann 2 kg af hassi og flutti þau
flugleiðis til landsins í farangi'i
sínum. Sá er var með honum í för
dreifði meginhluta þess efnis hér
á landi. Einnig kom í ljós að hinn
45 ára gamli maður lánaði hinum
fertuga erlendan gjaldeyri sem
nægði til að fjármagna kaupin að
hluta.
í apríl sl. hófu þessir tveir menn,
sá fertugi og sá 45 ára, að und-
irbúa smygl á hassi í sölu- og
hagnaðarskyni frá Amsterdam til
íslands. Hlutverk þess eldri var
fjármögnun á undirbúningi og
kaupum á hassinu en hlutverk
þess yngri að dreifa efninu. Þeir
höfðu rætt um það við hinn
þrítuga, sem átti hlut að hasss-
myglinu í október 1990, að hann
tæki einnig þátt í dreifmgu efnis-
ins, en ekki er ljóst hvort honum
hafi verið skýrt frá umfangi
smyglsins.
Björn Ilalldórsson, yfirmaður
fíknefnadeildar lögreglunnar,
sagði að 15,5 kg á einn mann,
væri með því meira sem komist
hefði upp. Hann sagði að þótt efn-
ið hefði aldrei komið til landsins
breytti það ekki því að brotið væri
fullframið erlendis.
Enn dræmt í Elliðaánum
Það er enn að heita má ördeyða
í Elliðaánum, á hádegi í gær
höfðu aðeins þrír laxar veiðst í
ánum, enginn fyrstu vaktina á
mánudaginn, einn á síðdegis-
vaktinni og svo tveir til viðbótar
í gærmorgun. Allt voru þetta 9
punda hrygnur veiddar á maðk.
Gunnar Eydal veiddi fyrsta Iax-
inn í Sjávarfossi, en Guðmundur
J. Kristjánsson veiddi tvo í gær-
morgun í Skáfossum. Aðeins 18
laxar hafa farið um teljarann,
en eftir gærmorguninn voru að-
eins 16 þeirra eftirlifandi. Eitt-
livað er af laxi í ánni neðan telj-
ara, en hann vill ekki taka. Vatn
er orðið óvenjulítið svona í upp-
hafi veiðitíma og hefur sitt að
segja þótt sú skýring ein sé langt
frá því að vera einhlýt. Þetta er
einhver lakasta byrjun í Elliðaán-
um í manna minnum. Þess má
geta, að laxarnir sem veiddust í
Skáfossum í gærmorgun voru
báðir merktir og það sem meira
var, merkin voru 0001 og 0002!
Rólegt á Ásunum
Óstaðfestar fregnir herma að
milli 20 og 30 laxar hafi veiðst
í Laxá á Ásum enn sem komið
er og þetta sé „kropp“. Það séu
að ganga Örfáir laxar í senn og
flestir nýgengnu laxana veiðist
jafn óðum. Allt að 16 punda fisk-
ar hafa veiðst í ánni.'
Rólegheit einnig í
Aðaldalnum
Það er dræm veiði í Laxá í
Aðaldal, í gærmorgun komu að-
eins tveir laxar á land, 8 og 11
punda fiskar, báðir fyrir neðan
Æðarfossa. Þá voru komnir 15
laxar á land síðan á mánudags-
morgun og enn hafi ekki veiðst
fiskur ofan Fossa. 19 pundarinn
frá mánudagsmorgninum var
enn sá stærsti, en þess má geta,
að Sigríður Vigfúsdóttir frá
Laxamýri hafði veitt sinn Maríu-
lax, 13 punda fisk í Háfholu efri.
Eitthvað hefur veiðst af silungi,
en þykir ekki í frásögur færandi
á þessum slóðum. Þannig var
einn laxlaus veiðimaðurinn búinn
að fá einn 3 punda urriða og 4
punda sjóbirting.
ARC 754 MW/FM sterió útvarp með segulbandi, sjálfvirkur stoppari á snældu.
Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir
bylgjulengd og fleiri upplýsingar. Tengi að framan fyrir CD geislaspilara.
ARC 439 MW/FM sterió hágæða útvarp með segulbandi. Spólar sjálft til baka.
Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner“ sem finnur allar rásimar og spilar brot af
hverri þeirra. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku.
CMS5 : : S66n ; SCMi ME R€<
I
%
ARC180 Alvöru tæki MW/FM sterió útvarp og segulband. 2x25 wött. Upplýstur
stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara.
Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis.
, 9( o9 *ð Musta á góð
vers/anir okk9< M
Heimilistækí hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI691520
• iSaMUKtfUHV