Morgunblaðið - 12.06.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1991
Morgunblaðið/Bjami
Örn Óskarsson frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna flytur stutt ávarp.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna:
6 milljónir í neyðarsjóð
Börn frá dagheimilinu Sólbakka fengu límmiða frá Styrktarfélag-
inu. Eftir kynninguna gróðursettu þau 25 grenitré.
Safnað var um 6 milljónum
króna í fjársöfnun Styrktarfé-
lags krabbameinssjúkra barna
til styrktar krabbameinssjúk-
um börnum og fjölskyldum
þeirra 31. maí í vor. Á fundi
þar sem niðurstöður söfnunar-
innar voru kynntar lýstu for-
svarsmenn félagsins yfir stuðn-
ingi við byggingu barnaspítala
á lóð Landspítala eins fljótt og
mögulegt væri. Að meðaltali
veilqast 8 börn árlega af
krabbameini. Nú eru 20 börn
til meðferðar vegna krabba-
meins á íslandi.
Fundurinn hófst með ávarpi
Arnars Óskarssonar úr styrktar-
félaginu og sagði hann meðal
annars að söfnunarfénú yrði varið
til þess að koma upp neyðarsjóði
fyrir þá foreldra krabbameins-
sjúkra bama sem lent hefðu í
verulegum fjárhagsörðugleikum
vegna veikinda barna sinna. Einn-
ig lagði hann áherslu á að félagið
styddi byggingu barnaspítala á
lóð Landspfalans svo fljótt sem
auðið væri. Þá bauð Amar vel-
kominn Magnús Eyþórsson sem
afhenti félaginu 230.000 króna
fjárframlag frá Gosan hf. Á eftir
gróðursettu böm af dagheimilinu
Sólbakka 25 grenitré á lóð Land-
spítalans. Trén em gjöf frá Rækt-
unarstöð Reykjavíkurborgar í
Laugardal.
í stuttu samtali við Morgun-
blaðið sagði Víkingur Arnórsson,
yfirlæknir á bamadeild Landspít-
alans, að stjóm ríkisspítalanna
hefði ekki enn tekið ákvörðun um
staðsetningu barnaspítala en
hann benti á að æskilegt væri að
staðsetja spítala af þessu tagi í
nágrenni við kvennadeild Land-
spítalans. Víkingur sagði að
reiknað væri með að spítalinn
yrði byggður á árunum 1994 til
1997 en í honum yrði gert ráð
fyrir að hægt væri að sinna endur-
hæfingu barna. í spítalanum yrði
einnig aðstaða til myndrann-
sókna, bráðamótttaka, aðstaða
fyrir foreldra sjúkra barna og sér-
stök aðstaða fyrir börn. Hann
sagði að byggingarsjóður spítal-
ans hefði verið stofnaður fyrir 3
árum og þegar hefðu safnast 6
milljónir. Af fjárframlögum má
nefna 500 þúsund króna framlag
frá Bamaspítala hringsins og
50.000 dollara (3 milljónir ísl.
kr.) framlag frá bandaríska kvik-
myndaleikaranum Paul New-
mann.
Gert er ráð fyrir að bamaspít-
ali kosti 500 milljónir króna.
Þar á að vera rúm fyrir 100 sjúk
böm.
Atlantsflugsvélin nýja í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli.
Atlantsflug:
Umsvifin aukin
FARÞEGAÞOTA af gerðinni
Boeing 727-200 bættist við ís-
lcnska flugflotann hinn 8. júní
síðastliðinn. Atlantsflug er með
vélina á leigu af júgóslavneska
flugfélaginu Aviogenex.
Ætlunin er að nota vélina í
leiguflug til Lundúna og Kaup-
mannahafnar ásamt sólarflugi til
Spánar. Þotan mun bera einkenn-
isstafína TF-AIA. Þess má geta
að Flugleiðir leigðu sömu vél í
þijú ár eða frá 1987 til 1990 en
þá bar hún einkennisstafina TF-
FLK.
S VFI með
landsátak í
forvörnum
STARFSEMI Slysavarnafé-
lags Islands beinist næstu
mánuði meðal annars að
landsátaki í slysavörnum und-
ir kjörorðinu „Komum heil
heim.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Slysavámafélaginu var í fyrra-
sumar gert skyndiátak undir
þessu sama kjörorði en í ár er
ætlunin að verja lengri tíma til
almennra forvarnarstarfa. Tekn-
ir verða fyrir ákveðnir slysavald-
ar sem einkum tengjast ferða-
lögum og umgengni við landið.
Stefnt er að því að átak þetta
nái hámarki um verslunar-
mannahelgina.
Lögreglan og Umferðarráð
taka þátt í forvarnastarfinu
ásamt Slysavamafélaginu sem
væntir þess að ná einnig sam-
staríí um átakið við slökkvilið á
landinu og Vinnueftirlit ríkisins.
Heimskunnur j assbassa-
leikari spilar í Púlsinum
BANDARISKI kontrabassaleik-
arinn John Clayton, sem hingað
er kominn til að stjórna Sinfóníu-
hljómsveit Islands á tónleikum í
Háskólabíói annað kvöld, leikur
á Púlsinum í kvöld ásamt Sigurði
Flosasyni, Kjartani Valdimars-
syni, Þórði Högnasyni, Maarten
Van der Valk og Jeff Clayton,
saxafónleikara og bróður Johns.
John Clayton er einn af virtustu
jassbassaleikurum Bandaríkjanna
og hefur meðal annars leikið með
stórsveit Count Basie, hljómsveit
píanistans Monty Alexander, Milt
Jackson og Ray Brown. Hann lærði
fyrst á kontrabassa hjá Ray Brown
en þegar hann lék með stórsveit
Count Basie hóf Clayton að semja
tónlist og útsetja. Þessi samvinna
skilaði sveitinni Grammy-verðlaun-
unum sem „Besta stórsveitin" fyrir
plötuna On the Road, en á henni
er lagið Blues for Stephanie eftir
Clayton. Hann hefur útsett tónlist
fyrir Whitney Houston, starfað náið
með Henry Mancini og unnið til
verðlauna sem tónskáld og
útsetjari.
Clayton kennir einnig á nám-
skeiðum í húsakynnum FÍH meðan
á dvöl hans stendur.
Annað kvöld leika sömu aftur í
Púlsinum en auk þeirra bætast í
hópinn Szimon Kuran.
Morgunblaðið/KGA
Frá 100. skólaslitum Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Stýrimannaskólinn:
100 skipstjórnar-
menn útskrifaðir á
100 ára afmælinu
STÝRIMANNASKÓLANUM í
Reykjavík var slitið í 100. sinn
við hátíðlega athöfn í Háskóla-
bíói föstudaginn 24. maí. Eitt
hundrað nemendur luku prófum
í vor.
Skipstjórnarnámið er í fjórum
stigum og er hvert stig, nema 4.
stigið, varðskipsdeildin, heilt skóla-
ár og veitir ákveðin skipstjórnar-
réttindi. Skipstjómarstigi 1. stigs
luku 56 nemendur og hafa þeir 200
rúmlesta réttindi í innanlandssigl-
ingum. Öðru stigi luku 38 nemend-
ur og fá þeir ótakmörkuð réttindi
á fiskiskip hvar sem er og réttindi
til undirstýrimanns á farskip af
hvaða stærð sem er og hvar sem
er. Þriðja stigi luku 6 nemendur og
fá þeir ótakmörkuð réttindi á far-
skip.
Sverrir Ólafsson úr Reykjavík
hlaut hæstu einkunn, 9,40 en hann
lauk 1. stigi. Fjórir aðrir hlutu
ágætiseinkunn á 1. stigi; Gísli Snæ-
björnsson frá Patreksfirði, 9,19,
Hreiðar Hreiðarsson úr Njarðvík,
9,14, Eyþór Björnsson úr Grinda-
vík, 9,10 og Ægis Demus Sveinsson
úr Grindavík, 9,05.
Viðar Ólason úr Hrísey var efstur
á 2. stigi, hlaut 9,05 og þeir Guð-
bjartur Órn Einarsson frá Stokks-
eyri og Sveinn Arason frá Grinda-
vík hlutu báðir 9,04 í aðaleinkunn.
Ingibergur Sigurðsson úr
Reykjavík varð efstur í 3. stigi með
8,92, Björn Björsson úr Reykjavík
fékk 8,50 og Alexander Hafþórsson
frá Gjögri hlaut 8,04.
Að venju var nemendum veitt
fjöldamörg verðlaun fyrir góðan
árangur. Viðar Ólason fékk farand-
verðlaun Sjómannadagsráðs, Öldu-
bikarinn, en lngibergur Sigurðar-
son farmannabikar Eimskipafélags-
ins. Þeir fengu einnig verðlaun fyr-
ir hæstu einkunnir í siglingafræði,
hvor á sínu stigi. Að auki fékk Við-
ar vandaða loftvog og skipsklukku
frá LÍÚ og Ingibergur arbandsúr
frá Verðlaunasjóði Guðmundur B.
Kristjánssonar skipstjóra og fyrrum
kennara við skólann.
Frú Rannveig Tryggvadóttir af-
henti fimm nemendum verðlaun
fyrir einkunnina 10 í íslensku til
minningar um Tryggva Ófeigsson
föður sinn, en hann útskrifaðist frá
Stýrimannaskóianum árið 1919.
Skólinn veitti þeim nemum verðlaun
sem sköruðu framúr í íslensku og
ensku og danska menntamálaráðu-
neytið veitti viðurkenningu fyrir
dönskukunnáttu. Úr styrktarsjóði
Páls Halldórssonar fékk 31 nem-
andi viðurkenningu „fyrir kunnáttu,
háttprýði og skyldurækni við nám-
ið“, eins og segir í verðlaunaskjali
sjóðsins.
Kennaramir Benedikt Alfonsson
og Þorvaldur Ingibergsson, sem
hafa kennt við skólann í þtjá ára-
tugi vom sérstaklega heiðraðir.
Eldri prófsveinar færðu skólanum
góðar gjafir en elsti nemandi skól-
ans við skólaslitin var Halldór Gísla-
son, sem útskrifaðist árið 1919.
Guðjón Ármann Eyjólfsson, skól-
ameistari Stýrimannaskólans rakti
sögu skólans og hlutverk hans í
íslensku þjóðlífi á liðnum 100 ámm,
„að mennta unga sjómenn til að
stjóma og stýra íslenskum skipum,
efla þá og styrkja til hugs og handa
fyrir íslenskan sjávarútveg og sigl-
ingar“.
Hann sagði að mikilvægasta
kennslutæki skólans væri siglinga-
samlíkir, eða siglingahermir, en ef
skólinn ætti að standa jafnfætis
samskonar skólum í nágrannalönd-
unum vanti fiskveiðisamlíki sem
hann vonaðist til að keypt yrði á
þessu ári. „Mætti ekki kalla það
gjöf þjóðarinnar til Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík á 100 ára afmæli
skólans“, sagði hann.
Skólameistari kvaddi nemendur
sem luku prófum með þessum orð-
um: „Bókleg og verkleg þekking
kemur fyrir lítið, ef skipstjómar-
mann vantar þá árvekni og ábyrgð,
sem þarf til að sigla ætíð skipi sínu
örugga leið.“