Morgunblaðið - 12.06.1991, Page 20

Morgunblaðið - 12.06.1991, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hættuteikn í ríkis- og þjóðarbúskapnum A Istefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sagði m.a.: „Höfuðverkefni hennar [ríkisstjórnarinnar] er að treysta grundvöll atvinnulífs- ins, stöðu landsbyggðarinnar og undirstöður velferðarríkis á ís- landi ..." í nýafstaðinni kosningabar- áttu höfðu talsmenn þáverandi stjórnarflokka mörg orð um það, hve vel hefði til tekizt að þessu leyti. Síðustu vikur hafa þeir heldur ekki legið á þeirri stað- hæfingu, að ný ríkisstjórn hafi tekið við góðu búi. Sú staðhæfing styðst hins vegar ekki við staðreyndir, hvorki að því er varðar ríkisbú- skapinn, sem rekinn hefur verið með hrikalegum halla, eða rekstraröryggi atvinnulífsins, sem er hin hliðin á atvinnu- öryggi almennings. I þeim efn- um eru víða blikur á lofti, þrátt fyrir nokkurn stöðugleika í kjölf- ar þjóðarsáttar. A síðustu misserum hafa 1.300-1.500 einstaklingar — á vinnualdri — verið atvinnulausir að jafnaði. Þar með er sagan ekki öll sögð. Síðustu daga og vikur hafa 600-700 vinnandi konur og karlar fengið uppsagn- arbréf í hendur. Gangi þessar uppsagnir eftir má gera ráð fyr- ir að um 2.000 Islendingar verði án atvinnu. Það eru áratugir síðan að svo illa hefur horft um almennt atvinnuöryggi í land- inu. Þegar farið er í saumana á stöðu mála í þjóðarbúskapnum við stjórnarskiptin blasa víða við hættuteikn, sem rekja rætur til ytri aðstæðna, rangra fjárfest- inga og/eða stefnu fráfarinnar ríkisstjómar í efnahags- og at- vinnumálum. Fiskeldi, sem miklar vonir voru bundnar við, er komið í sjálfheldu. Loðnubrestur hefur keyrt Síldarverksmiðjur ríkisins og fleiri mjölframleiðendur í ill- leysanlegan vanda. Svipaða sögu er að segja af Álafossi og uUariðnaðinum. Flestar rækju- vinnslur í landinu hafa sótt um skuldbreytingu og fjárhagslega endurskipulagningu til Byggða- stofnunar, að sögn fram- kvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Ollu starfsfólki Hraðfrystihússins í Ólafsvík hefur verið sagt upp störfum. Þannig mætti lengur telja, en mergurinn málsins er sá að at- vinnulífið hefur ekki — um ára- bil — búið við eðlilegt rekstra- rumhverfi. Því hefur verið gert að sæta tapi, ganga á eignir og safna skuldum. Það hefur því ekki verið í stakk búið til að mæta skakkaföllum, sveiflum og mögi’um árum, sem reynslan hefur þó kennt okkar að gera verður ráð fyrir í þjóðarbúskap okkar. Þjóðarsátt aðila vinnumark- aðarins, sem gerð var í upphafi árs 1990, skilaði umtalsverðum árangri í hjöðnun verðbólgu og skapaði nokkurn stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi þjóðar- innar. Aðilar vinnumarkaðarins tóku í raun fram fyrir hendur fyrrverandi ríkisstjórnar með þjóðarsáttarsamningunum, sem styrktu ótvírætt stöðu atvinnu- veganna á heildina litið. Án þjóðarsáttar hefðu mun fleiri fyrirtæki staðið við gjaldþrots- dyr á liðnu ári — og við stjórnar- skiptin — en raun ber vitni og þykir þó flestum nóg um stöðu mála að því leyti. Fráfarin ríkisstjórn nýtti hins vegar ekki þau tækifæri, sem þjóðarsáttin færði henni upp í hendur, eins og bezt sést af hrikalegum ríkissjóðshalla, þrátt fyrir verulegar skattahækkanir; ríkissjóðshalla „sem keyrir nú upp vextina og veldur hættu- ástandi í efnahagskerfinu", eins og Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, komst að orði í blaða- viðtali fyrir skemmstu. Meginþættir í stefnuyfírlýs- ingu fráfarinnar ríkisstjórnar hafa ekki gengið eftir, hvorki að því er varðar jöfnuð í ríkisbú- skapnum né „nýja atvinnustefnu sem stuðli að hagvexti og skyn- samlegri nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar“. Fyrirheit félagshyggjustjórnarinnar um „að bæta lífskjör hinna tekju- lægstu“ og „framfylgja árang- ursríkri byggðastefnu" hafa einnig orðið sér til skammar. Stóru orðin um „gott bú“ við stjórnarskiptin standast því mið- ur ekki nema að mjög takmörk- uðu leyti. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkis- stjórnar felur í sér „fögur fyrir- heit“, sem hinnar fyrri, þótt umbúðir þeirra séu minni. Starfstími hennar er það skammur að of snemmt er að fella dóma um störf hennar. Hún á rétt til nokkurs reynslutíma áður en til þess kemur. Það er hins vegar mikilvægt fyrir heild- arhagsmuni að þjóðarsáttin, sem tókst í upphafi liðins árs, spanni næstu misseri. Sem og að ný ríkisstjórn nýti betur það lag, sem slík sátt gefur, til að rétta af ríkisbúskapinn og stuðla að hliðstæðum hagvexti hér og mótar lífskjör í helztu velferð- arríkjum heims. Umhverfisverkefni barna á dagheimilum Ríkisspítalanna: Börnin gróður- selja tré og fylgj- ast svo með þeim FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var viðstaddur opnun á sýningu leikskóla og skóladagheimila Ríkisspítal- anna á umhverfisverkefnum er unnin eru í tengslum við Miljö 91, ráðstefnu um umhverfis- mennt, í gær. Sýningin stendur frá 11. til 23. júní og er staðsett í anddyri K - byggingar Lands- spítalans. Að sögn Mörtu Sigurðardóttur, leikskólafulltrúa Ríkisspítalanna, er sýningin hluti af umhverfisverk- efni sem hófst seinasta haust og stendur fram á næsta vetur og taka 8 leikskólar og skóladag- heimili Ríkisspítalanna öll þátt í þessari vinnu. Börnin er unnu í þessu verkefni eru á aldrinum 1 - 9 ára. Við setningarathöfnina héldu bömin ræður, fluttu frumsamin ljóð og sungu. Síðan var gestum boðið upp á hollar veitingar, ávexti og grænmeti ásamt ávaxtasafa, á meðan þeir skoðuðu verk barn- anna. Verkin á sýningunni eru með ýmsu móti t.d. myndir, ljós- myndir, módel af umhverfinu og skúíptúrar úr rasli. Sigi'ún 8 ára, Sólrún 8 ára, Kristín 7 ára og Einar 6 ára, eru öll á skóladagheiniilinu Sunnuhlíð hjá Kleppsspítala og hafa unnið alls konar verkefni í vetur í tengsl- um við umhverfið. Þau sögðu að þau hefðu m.a. skoðað fjöruna hjá skóladagheimilinu og einnig skóg- Sungið af innlifun við setningarathöfnina en á innfelldu myndinni sésl lendið þar í kring. Að sögn Soffíu Þorsteinsdóttur, yfirfóstru Sunnu- hlíðar, nutu þau þannig góðs af staðsetningu Sunnuhlíðar. Börnin bjuggu til líkan af fjörunni og tóku sýni úr sjónum sem voru skoðuð í smásjá. Öll börnin völdu og merktu sér tré og er áætlunin að fylgjast vel með vexti tijánna. I vetur voru teknar ljósmyndir af þeim sem nota á til samanburðar í sumar. Einnig hafa börnin ort ljóð um gróðurinn og eru sjálf að rækta tré. Jafnframt hafa þau búið til líkön af tijám úr rusli sem þau komu með að heiman.. Aðal- Á sýningunni var margt fróðlegt að sjá. Vigdís Finnbogadóttir veitir ungi Umhverfisátak á leikskólum Borgarspítalans: Stolt, ást og virðing fyrir um SÝNING á verkum barna á leikskólum Borgarspítalans var opnuð í gær í sal Birkiborgar gegnt Borgarspítala er fjölmennur barnakór tók lagið að viðstöddum forseta Islands og öðrum gestum. Tilefni sýningarinnar er að í ár er norrænt umhverfisár. Sýningin hófst í gær kl. 10 og stendur til 15. júní. Hún verður opin frá kl. 10-12 og 13-17 alla dagana. Á morgun munu 70 börn úr leikskólunum vera við setningu norrænu ráðstefnunnar um um- hverfismennt, Miljö 91, og syngja fyrir ráðstefnugesti. Sýning þessi nefnist Við og um- hverfið og er afrakstur vinnu barn- anna í ár. Fóstrur á leikskólum Borgarspítalans ákváðu að gera umhverfisvernd að ársmarkmiði sínu og í framhaldi af því hafa börn- in á leikskólunum fjórum unnið að verkefnum tengdum náttúrunni. Börnin á Birkiborg hafa tekið fyrir steina íslands, börnin á Furu- borg vatnið, Greniborg hefur kynnt sér veðurfarið og áhrif þess á lífríkið en Skógarborg einbeitt sér að fjör- unni og því sem henni viðkemur. Heildarmarkmið þessar verkefnis er, eins og segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum :„Að vekja áhuga barnanna á umhverfi sínu og nátt- úru, þannig að þau læri að mynda tilfinningatengsl við hana og um- gangast með stolti, ást og virð- ingu.“ Sungið fyrir forsetann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.