Morgunblaðið - 12.06.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1991
29
Brids
Arnór Ragnarsson
Epson-tvímenningurinn
Föstudagskvöldið síðasta, sjö-
unda júní, var spilaður Epson-tví-
menningurinn í Sigtúni 9. Við spil-
uðum einn 18 para riðil, en þetta
sama kvöld voru rúmlega 100.000
pör víðvegar um heiminn að spila
þessi sömu spil. Úrslit allra para
sem ná yfir 70% skor eru síðan
send til Parísar í Frakklandi með
myndsendi þannig að úrslitin í þess-
ari risakeppni eru kunn örstuttu
eftir að síðasti riðillinn hefur lokið
sínum spilum. Þetta er í annað sinn
sem við erum með í þessari keppni
og við ætlum að vera með í hvert
sinn héðan í frá og reyna að koma
upp riðlum um allt land. Sigurveg-
ararnir í okkar riðlum voru: N/S-
riðill: Gylfi Baldursson og Sigurður
B. Þorsteinsson með 1.579 stig eða
65,79% skor. A/V-riðill: Eyjólfur
Magnússon og Hólmsteinn Arason
með 1.269 stig eða 52,88% skor.
Bridssamband Islands þakkar öllum
keppendum fyrir góða keppni og
vonar að næsta ár tvöföldum við
íjöldan sem keppir hér í Reykjavík
og verðum með að minnsta kosti
fimm riðla úti á landi.
fslandsbanka-bikarkeppnin
Engum leik er lokið í fslands-
banka-bikarkeppninni, en sá fyrsti
er á dagskrá í Sigtúni 9 þriðjudag-
inn 11. júní. Það eru sveitir Neon,
Reykjavík, og Eiríks Hjaltasonar,
Reykjavík, sem þar eigast við.
Næsta laug;ardag, 15. júní, fer sveit
Fasteignaþjónustu Suðurnesja til
Akureyrar og heimsækir sveit Jak-
obs Kristinssonar og sveit Aðal-
steins Jónssonar á Eskifírði leggur
land undir fót og fer þvert yfir land-
ið til Tálknafjarðar og spilar þar
við sveit Ævars Jónassonar. Sveita-
foringjar eru vinsamlegast beðnir
um að láta skrifstofuna vita um
dagsetningar leikja með fyrirvara'
ef hægt er og senda síðan inn úr-
slit leikja strax að þeim loknum.
Sl. mánudag, 10. júní, mættu 24 pör
í Sumarbrids og var spilað í einum riðli
með Mitchell-fyrirkomulagi. úrsiit urðu
eftirfarandi:
N/S-riðill
Ólína Kjartansd. - Ragnheiður Tómasd. 336
Magnús Þorkels — Guðbrand. Guðjohnsen 331
GylfirBaldurs-SigurðurB.Þorsteins 314
A/V-riðill
Jakobína Rikharðsdóttir — Vigfús Pálsson 322
Guðlaugur Sveins — Magnús Sverris 303
Jörundur Þórðarson — Hrafnhildur Skúlad.298
Sumarbrids er spilaður alla daga vik-
unnar að undanskildum föstudögum og
á miðvikudögum er áhersla lögð á byrj-
endur. Allar upplýsingar um spilatíma
er að fá á skrifstofu BSÍ s. 689360.
Bridsfélag Akureyrar
Aðalfundur Bridsfélags Akureyrar
var haldinn fimmtudaginn 16. maí
1991 í Hamri, félagsheimili Þórs, og
voru málefni félagsins krufín til mergj-
ar. Formaður félagsins, Ormarr Snæ-
björnsson, gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarstarfa og tók
ný stjórn við.
Stjórn Bridsfélags Akureyrar
starfsárið 1991-1992, kosin á aðal-
fundi félagsins 16. maí 1991:
Formaður: Haukur Jónsson,
Varaformaður: Jónas Róbertsson,
Gjaldkeri: Ólafur Ágústsson,
Ritari: Stefán G. Stefánsson,
Áhaldavörður: Jón Haukur Sverrisson,
Varasfjórn: Hemiann Jón Tómasson,
Kolbrún Guðveigsdóttir.
Sumarbrids BA er byijað og verður
spilað í allt sumar í Jaðri, félagsheim-
ili Golfklúbbs Akureyrar, á þriðjudög-
um og hefst spilamennskan kl. 19.30.
Stjórnandi sumarbrids verður Jakob
Kristinsson.
Verðum með
Armaflex
Á góðu verði
pípueinangrun í hólkum,
plötum og limrúllum frá
Þ. ÞORGRÍMSSON &C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640
Firmakeppni Bridsfélags
Tálknafjarðar
Ragnar Jónsson, Ásmundur Jespersen 300
Vélaverkst. Gunnars, Bima Benediktsd. 287
Bjarnabúð, Kristín M./Brynjólfur G. 284
Trésmiðjan Eik, Jón H. Gíslason 283
Hraðfr.húsTálknap., Sveinbj. Harðard. 276
Þórsberg, Símon Viggósson 275
Tálknaij.hr.,BrynjarOlgeirsson 274
Esso Nesti, Sigríður G./Olöf Ingþórs 273
Raftækni, Snæbjöm G. Viggósson 272
Amaflug umb. Bíldudal, Guðm. S. Guðm. 272
2ja kvölda hraðsveitakeppni:
1. Sv. Guðmundur S. Guðmundsson 1.041
Kristín Magnúsdóttir
Guðný Lúðvígsdóttir
Sigriður Guðmundsdóttir
2. Sv.ÁsmundurJespersen 1.031
3. Sv. Lilja Magnúsdóttir 997
4. Sv.ÆvarJónasson . 987
5. Sv. Helena Ágústsdóttir 984
Þá varð Haukur Ámason stigameist-
ari félagsins.
VARMO
SNJÓBRÆÐSLA
Wffpmi W
Metsölublað á hverjum degi!
NY STJARNA
MÆTT TIL
STARFA
Ford Aerostar er kominn til landsins
- hörkuknár, byggöur á grind, sterkur,
glæsilega búinn og frábær í akstri.
Staðalbúnaöur:
• V6 3.01 EFI 145 ha vél, eyðslugrönn
• ABS hemlalæsivörn aö aftan • Vökvastýri
• Tvöföld hurð að aftan • Vistvænn búnaður
• Átakslæsing á afturdrifi • Stereo útvarp
Verö án vsk. Kr. 1.267.000
AEROSTAR 4x4
• Sjálfskipting • V6 4.0L EFI 160 ha vél
• Tölvustýrt fjórhjóladrif með átakslæsingu
• Stereo útvarp
Verð án vsk. Kr. 1.448.000
Globuse
Lágmúla 5, sími 681555
STAR
SENDIBIFREIÐ
EINN TIL AÐ TREYSTA Á