Morgunblaðið - 12.06.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1991
fclk (
frétfum
Rhony Alhel rökræðir lífið og listina við einn
gesta sinna.
Nanna á tali við opnunargest.
LIST
#
TríumfUi
Cterkurog
k_/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Gróska í myndlistinni
VORLINAN
MADAM
GLÆSIBÆ
Það er þó nokkur gróska í mynd-
listarlífi landsmanna um þess-
ar mundir og um síðustu helgi opn-
uðu nokrii myndlistamenn sýning-
ar. Meðal þeirra voru Þórdís Alda
Sigurðardóttir, Nanna K. Skúla-
dóttir og Perúbúinn Rhony Alhal.
Verk Þórdísar eru skúlptúrar sem
gerðir eru úr járni, oft gömlum hlut-
um sem hirtir eru upp úr umhverf-
in, og ýmsum öðrum efnum, eins
og svampi, flaueli, vatni og fleira.
Þetta er þriðja einkasýning Þórdísar
og önnur sýningin hennar á þessu
ári, en hin var í Ásmundarsali í
marsmánuði. Hún hefur auk þess
tekið þátt í samsýningum hér heima
og í Danmörku. Þrss má geta, að
um þessar mundir eru einnig til
sýnis fjórir skúlptúrar eftir Þórdísi
í húsgagnadeild Pennans í Hallar-
múla. Tveir þeirra voru gerðir fyrir
verðlaunaraðhús Guðmundar Jóns-
sonar arkítekts og sýndir í því í
Málmey á síðasta sumri.
Nanna K. Skúladótfir sýnir í Ný-
listasafninu eins og Þórdís. Nanna
sýnir eingöngu höggmyndir unnar
í tré, en flestar eru þær unnar á
þessu ári. Nanna brautskráðist úr
hollenskum listaskóla 1988 og held-
ur nú sína fyrstu einkasýningu, en
hefur áður tekið þátt í nokkrum
samsýningum bæði heima og í Hol-
landi.
I Nýhöfn er Perúmaðurinn Rhony
Alhel sem er í raun fjölþjóðlegur,
því hann á ættir að rekja bæði til
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29
Utan á hús
Evrópu og Asíu. Síðustu tíu árin
hefur hann menntað sig og starfað
í Japan, en oft komið til íslands^
Lima og New York á þeim tíma. I
Japan hefur hann kynnt sér papp-
írsgerð, japanska kaligrafíu og
austræna myndlistartækni og bera
verk hans keim af því. Hann hefúr
haldið einkasýningar víða, t.d. í
Lima, Japan, á Puerto Rico og á
Kúbu. Um sýningu sína í Nýhöfn
segir hann: „Þessi sýning er af-
rakstur Islandsheimsóknar. Samr-
uni við víðaáttu landsins, áhrif ósn-
ertrar náttúru, hins sterka og brot-
hætta í tilverunni."
Þórdís útskýrir eitt verka sinna fyrir gestum.
Morgunblaðið/KEL
33
UT ANRÍKISÞJÓNU ST A
Ræðismannsskrif- -
stofa opnuð í Jórdaníu
ann 16.maí var ræðismanns-
skrifstofa íslands í Amman í
Jórdaníu opnuð formlega við hátíð-
lega athöfn. Ræðismannsskrifstof-
an er til húsa í A1 Hamra bygging-
unni og myndir frá íslandi prýða
skrifstofuna sem er smekklega
búin húsmunum. Raad Bin Zeid
prins klippti á borða að skrifstof-
unni og síðan var íslenski fáninn
dreginn að húni á þaki hússins.
Raad Bin Zeid prins flutti ávarp
og síðan var skálað í kampavíni
og gestum boðið upp á íslenskan
mat. Meðal gesta voru auk Raad
prins, Mirred A1 Raad, prótókol-
stjóri utanríkisráðuneytisins, prót-
okolstjóri lhiðarinnar, sænski
sendiherrann í Jórdaníu, ræðis-
menn Norðurlanda, íslendingar
búsettir í Jórdaníu og fleiri gestir.
Ræðismaður íslands í Jórdaníu
Stefanía Reinharðsdóttir Khalifeh
er eina konan sem gegnir stöðu
sendifulltrúa í Jórdaníu. Hún hafði
nokkru áður afhent Taher Masri
utanríkisráðherra landsins trúnað-
arbréf sitt.
Taher Masri, utanríkisráðherra
Jórdaníu, tekur við trúnaðar-
bréfi ræðismanns íslands, Stef-
aníu R. Khalifeh.
Frá opnun skrifstofunnar. Raad Bin Zeid prins klippir á borðann
en við hlið ííans eru Stefanía R. Khalifch og Najwa, starfsstúlka á
skrifstofu ræðismannsins.
Laugvetningar
16. ballið
verður haldið í Víkingasal
Hótels Loftleiða
laugardaginn 15. júní.
Hljómsveit Ingimars Eydal
Húsiðopnað kl. 22.00.
Nýstúdentar mæta
Nemendasamband ML
Aðgöngumiðasala við innganginn