Morgunblaðið - 12.06.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1991
„Stefnan
er norður“
ÍÞRÚmR
FOLK
■ HELGI Bjarnason braut á
Bjarka Péturssyni, KR.þannig að
vítaspyrna var dæmd á Víking, en
ekki Helgi Björgvinsson, eins og
misritaðist í blaðinu í gær.
■ DANSKI markvörðurinn Peter
Schmeichel hjá Bröndby, sem er
27 ára og á 40 landsleiki að baki,
var í gær seldur til Manchester
United fyrir 700
Frá Bob ' þús. pund (liðlega
Hennessy 72 millj. ÍSK).
♦ lEnglandi Schmeichel, sem
gerði fjögurra ára
samning, tekur við stöðunni af Les
Sealey, sem fékk frjálsa sölu eftir
að United tryggði sér Evrópumeist-
aratitil bikarhafa í knattspyrnu.
■ BRESK lið hafa greinilega
mikið álit á erlendum markvörðum.
Liverpool, Manchester United,
West Ham, Tottenham og QPR
eru öll með erlenda markmenn og
einnig þrjú lið í skosku úrvaldseild-
inni.
■ IAN Porterfield tók við stjórn-
inni hjá Chelsea í gær. Hann er
44 ára og gerði þriggja ára samn-
ing. Porterfield var síðast hjá
Reading, en áður aðstoðarþjálfari
*'hjá Chelsea.
H IAN Branfoot var ráðinn stjóri
Southampton í gær.
■ ALAN Sugar, forseti Amstrad
tölvufyrirtækisins, sagði í gær að
hann væri tilbúinn að bjarga siæmri
fjárhagsstöðu Tottenham. Félagið
skuldar 10 millj. pund.
Þríþrautarmót
* á Akranesi
Nýstofnað ungmannafélag Skipa-
skagi á Akranesi stendur fyrir
þríþrautarmóti á sunnudaginn kemur
kl. 09.00. Keppt verður í karla- og
kvennaflokki og einnig í flokki unglina
13:17 ára.
í unglingaflokki eru: syntir 400 metr-
ar, hjólaðir 15 km og hlaupnir 3,5 km.
I karla- og kvennaflokki eru: syntir 750
metrar, hjólaðir 20 km og hlaupnir 5
km. Sundið fer fram í Jaðarsbakkalaug,
sem er 25 m laug með 5 brautum. Hjól-
að verður og hlaupið innan Akranesbæj-
ar.
Skráning er í síma 93-12204 og
93-11986. Skráningafrestur rennur út
á morgun, fimmtudag. Boðið er upp á
gistiaðstöðu fyrir keppendur.
Guðmundur og Geir
til liðs við Val
Guðmundur
Hrafnkelsson
mun verja mark
íslandsmeistara
Vals næsta vetur.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson,
landsliðsmarkvörður í hand-
knattleik, hefur gengið til liðs
við íslandsmeistara Vals í
handknattleik og mun hann
taka stöðu Einars Þorvarðar-
sonar, sem mun þjálfa og leika
með Selfyssingum. Þá er Ijóst
að Geir Sveinsson, sem hefur
leikið með Granollers á Spáni,
gerist aftur leikmaður með Val.
Það er mikill styrkur fyrir ís-
landsmeistarana að fá þá Guð-
mund og Geir til liðs við sig. Guð-
mundur er landsliðsmarkvörður
númer eitt og Geir er geysilega
öflugur varnarleikmaður og kröft-
ugur Iínuspilari. Valsmenn hafa nú
fengið tvo markverði til sín á stutt-
um tíma þar sem Hallgrímur Jónas-
son, sem lék með ÍR, gekk til liðs
við Valsmenn fyrir stuttu.
Valsmenn eru ákveðnir að und-
irbúa sig sem best fyrir næsta
keppnistímabil. Þeir fara til Spánar
í sumar og taka þátt í fjögurra liða
móti í Granóllers og þá hefur þeim
verið boðið að leika gegn Evrópu-
meisturum Barcelona í ferðinni.
segir Sigurður Sveinsson, sem hefur
hug á að ganga til liðs við KA
Eg hef ekki gengið frá neinu í
sambandi við félagaskipti við
KA, en aftur á móti hel' ég gefið
Alfreð Gíslasyni vilyrði um að ég
léki með honum ef ég kæmi til
heim,“ sagði Sigurður Sveinsson,
landsliðsmaður í handknattleik, sem
hefur leikið með Atletico Madrid á
Spáni.
Þegar ég hef gengið frá mínum
málum við Atletico er ég ekki skuld-
bundinn neinum og er frjáls ferða
minna. „Eins og málin standa nú
eru mestar líkur á að ég fari til
KA. Standi við loforð mitt við Al-
freð.
Sigurður kemur til iandsins í lok
júní.
Sigurður Sveinsson er á heimleið frá Spáni.
Bjarni
Sigurðsson
Val (1)
Atli
Eðvaldsson
KR (1)
Birgir
Sígfússon
Stjörnunni (1)
Þormóður
Egilsson
KR (2)
Sævar
Jónsson
Val (2)
Gylfason
Val (2)
Sigurlás
Þorleifsson
ÍBV (1)
Erlingur
Kristjánsson
KA(1)
Pétur
Arnþórsson
Fram (1)
Steindór
Elíson
UBK(2)
Ragnar
KR(1)
LIÐ 3. UMFERÐAR
KNATTSYRNA / HOLLAND
Stjömuliðin
féngu skell
Spennan í hollensku knattspyrn-
unni varð enn meiri eftir að úr-
slit lágu fyrir í næst síðustu umferð-
inni, sem leikin var á sunnudag. PSV
Eindhoven og Ajax
KjartanL. töpuðu bæði og eru
Pálsson jöfn að stigum, en
skrifarfrá markatala PSV er
Hollandi tveimur mörkum
betri.
PSV lék á útivelli við Groningen
og var fyrirfram gert ráð fyrir jöfnum
leik. Hann varð það framanaf, en er
á leið fóru taugar stjörnuleikmanna
PSV að gefa sig og andstæðingarnir
tóku öll völd, unnu 4:1.
Leikmenn PSV og fjöimargir aðdá-
endur þeirra á leiknum voru öruggir
um að þar með væri meistaratitillinn
farinn, þar sem Ajax var á sama tíma
að leika við SVV, lakasta liðið í deild-
inni. Voru þeir á leið út af vellinum
með hangandi haus og tárin í augun-
um, þegar þær fréttir bárust að Ajax
hafði tapað 1:0.
Þar með eru liðin áfram jöfn að
stigum og markamunurinn aðeins tvö
mörk PSV í hag. Flestir spá félaginu
þó meistaratitilinum. Ajax mætir Vit-
esse í síðustu umferðinni á sunnudag
og verður leikið á gamla ólympíuleik-
vanginum í Amsterdam. Hann tekur
50.000 áhorfendurogeruppselt. PSV
fær Volendam í heimsókn og er upp-
selt á Philips-leikvanginn í -Eindho-
ven, sem tekur 30.000 manns.
GOLF
Stigamót á Hellu
Hið árlega opna Búfisksmótið i golfi verður
haldið á vegum Golfklúbbs Hellu á Strand-
arvelli á laugardaginn. Ræst verður út frá
kl. 08.00. Leiknar verða 18 holur með og
án forgjafar.
Mótið gefur stig til landsliðs. Skráning
fer fram í golfskálanum fimmtudaginn 13.
júní kl. 16 - 20 f síma 98-78208.
GolfmótVals
Annað golfmót Vals verður haldið á
föstudag, 14. júní, í Grafarholti. Ræst verð-
ur út kl. 12 til 16. Öllum Valsmönnum er
heimil þátttaka og mega þeir taka með sér
gesti, en einungis félagsmenn í Val geta
unnið til verðlauna. Skráning er í Valsheim-
ilinu og Sportvali í Kringlunni sem og á
mótstað. Sigurvegari mótsins fær afhentan
veglegan farandbikar í Valsheimilinu að
keppni lokinni.
Ikvöld
KNATTSPYRNA: ÍBV - Víkingur
leika í 1. deild kl. 20.
Sjö leikir eru í 4. deild og hefjast
þeir allir kl. 20. Neisti - Kormákur;
Hvöt - UMSE-b, HSÞ-b - Þrymur,
Höttur - Sindri, Huginn - Austri,
Valur R. - Leiknir, Einheiji - KSH.
HANDKNATTLEIKUR
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
FRJALSIÞROTTIR