Morgunblaðið - 23.06.1991, Qupperneq 9
MQKGyNBI.AE>U>
3C8 9
Með kveðju til Saddams. Pat-
ríót leggur af stað af palli
dráttarvagns
fylgi stórt apparat tiltölulega lítt
virku kerfi. Tæplega 800 manna
herdeild þarf til, akandi á fjölda öku-
tækja, þar sem skotvagnar og tölvu-
vagnar eru mikilvægastir. Kerfíð
þarf að vera hreyfanlegt, sem gerir
aftur að verkum að radarkerfin eru
ekki mjög nákvæm. Nákvæmni fer
eftir stærð. Gagneldflaugin nær ekki
óvinaeldflauginni fyrr en tiltölulega
skömmu áður en hún kemur að
marki. Hún er eyðilögð í minni hæð
en séð var fyrir, og einn meginvand-
inn er úrkoma sprengjubrota, a.m.k.
ef barist er yfír byggðu svæði.
ísraelsmenn tóku í reynd veruleg-
an þótt í smíði patríót-eldflauganna,
þótt þeir hafí ekki verið sem áka-
fastir í að njóta verndar hennar.
Ástæðan var m.a. sú að bandarískt
tæknilið en ekki ísraelskt var látið
stýra henni. Hún veitti þeim hins
vegar vernd, því að segja má að af
158 skotum hafi IV2 farið í súginn.
Allt um það er þetta sem stendur
eina gagneldflaugin sem staðist hef-
ur kröfur stríðs. Þrátt fyrir það eru
Bandaríkjamenn og ísraelsmenn í
sameiningu að hanna nýja gagneld-
flaug, svonefnda „ör“, sem á að vera
komin í „gagnið“ eftir örfá ár. Að-
eins almættið veit hvenær færi gefst
að prófa hana í stríði. En það má
geta sér þess til að það verði fyrr
en seinna. Ekki verður annað sagt
en að hemaðarsamvinna Bandaríkja-
manna og ísraelsmanna sé náin á
þessu sviði.
SIDFRÆDI/£r sidalögmálid
frumkraftur alheimsins?
Hið góða er sóly
hið iUa sólmyrkvi
ÞAÐ ER er auðvelt að missa
sjónar á sannleikanum og falla
blindur ofan í gryfjur hug-
mynda- og ímyndafræðinnar:
Þegar ljós skilningsins berst
gegnum þykka þoku kenning-
anna klýfur það flóknar röksemda-
færslur, hárfinar
hártoganir og
endalausa útúr-
snúninga í herðar
niður. Það brenn-
ir öll hugmynda-
kerfi að baki sér
og smýgur ör-
eftir Gunnar ugglega gegnum
^ersvein máttlaust myrk-
rið uns það lýsir upp stjörnu sann-
leikans: Hin eilífu siðaboð.
Fyrsta stig siðfræðinnar varðar
hin skiljanlegu siðaboð. Þau eru
sem stjömur himinsins eða gullið
sem glóir undir skarni hugmynda-
fræðinnar og ímynd hennar. En
Mílan Kundera kallar í bókinni
„Ódauðleikinn" hina feiknalegu
áráttu að skapa löndum, flokkum,
fyrirtækjum og einstaklingum
ímynd sem selur, ímyndafræði.
Annað stig siðfræðinnar útskýrir
hvers vegna við ættum að hlýða
siðaboðunum. Siðfræðingar skil-
greina hugtökin á þriðja stigi,
tengja saman hugmyndir í kerfi
og rökræða þær út í ystu æsar.
Þriðja stigið er erfiðast og felur
í sér margar hættur, þó það geti
tekist vel. En oft á tíðum hengja
menn sig í smáatriði eða blindast
í útúrsnúningum til að vetja eigin
hugmyndir. Þegar menn villast í
hygmyndafmmskóginum og rata
ekki heim aftur er engin leið fær
nema ein: Að vera eins og bam.
Himingullið glóir í óspilltum augum
barnsins og leiðir það út úr skógin-
um, en þegar blindur leiðir blindan
falla báðir í gryfju. „Nema þér
snúið við og verðið eins og böm,
komist þér aldrei í himnaríki."
Við þurfum ekki á hugmynda-
kerfum eða heimatilbúnum ímynd-
um að halda, sem stjóma hegðun
okkar og hugsun. Við eru sjálf-
bjárga og þurfum aðeins að sjá:
Stjörnurnar á himninum eða hin
sönnu siðaboð — og fylgja þeim.
Siðalögmálið, lögmál hugsunarinn-
ar og Guðs er sólin og siðaboðin
eru reikistjörnunnar. Siðalögmálið
hefur alltaf verið til. Það fyllir hóp
höfuðkrafta alheimsins, ásamt
þyngdarkraftinum, rafsegulkraft-
inum og kjarnakraftinum veika og
sterka. Sönn siðaboð þekkjast á
skýrleika sínum. Þau þarfnast ekki
skýringa, sérhvert barn skilur þau
og menn skynja að þau eru rétt.
Dæmi: Þú skalt elska náunga þinn
eins og sjálfan þig.
Stjarnan sem skín skærast á
himni hinna eilífu siðaboða, sem
snúast á brautum sínum umhverfis
sólu, sendir eftirfarandi boð frá sér
hvert andartak: Leitið hins góða —
og fyrirgefíð hið illa. Hvílíkur sann-
leikur! Hvílík speki! Hvílík hegðun-
arregla! Þetta er auðskiljanlegt og
ekkert þarf að gera nema fylgja
stjörnunni. Blína á hana og sleppa
ekki augunum af henni. Siðaboðið
þarfnast ekki sönnunar, það er
satt í eðli sínu. Einmitt það, að það
þarfnast ekki sönnunar, sannar
siðaboðið. Það þarf ekki að sanna
það sem er satt, aðeins það sem
er ekki satt. Það þarf á sönnun að
halda, eða að minnsta kosti skoð-
anakönnun.
„Leitið hins góða — og fyrirgef-
ið hið illa.“ Best er að fylgja siða-
boðinu efalaus (þeirra er himn-
aríki). Það er í rauninni móðgun
við höfundinn að spyija: „Hvers
vegna ættum við að fylgja því?
Hvað er hið góða? Hvað er hið illa?
Hvað er fyrirgefning?" En það er
mannlegt að efast og hin óseðjandi
forvitni rekur okkur til að leita
útskýringa. Það er því komið að
öðru stigi siðfræðinnar: Útskýring-
ar!
Sá sem sífellt er með hugann
við hið illa hættir smátt og smátt
að leita hins góða og láta gott af
sér leiða. Hið illa birtist nefnilega
sem hugsun og hegðun sem vinnur
gegn náunganum. Hið illa kemur
fram þegar brotið er á hinu góða.
Hið góða er til, en hið illa verður
til þegar hið góða er ekki fram-
kvæmt. Eða eins og Gunnar Dal
orðar í bók sinni „Hin trúarlega
heimsmynd“: „Hið rétta og góða
er eðli guðs og þess vegna er það
alheimslegt lögmál, hin æðstu lög
allrar tilveru. Brot á þessum lögum
er hið illa og ranga.“
Að leita hins góða er að stand-
ast freistinguna að hugsa náunga
sínum þegjandi þörfína, og að
standast freistinguna að hefna sín
á einn eða annan máta. Að leita
hirtS góða er að fyrirgefa hið illa
og reyna að sjá hið góða í öllum
hlutum, því alls staðar glóir ljó-
sögnin hulin. Það er list að sjá glóð-
ina, en glóðin kveikir
fyrirgefninguna.
Fyrirgefningin hefur lækninga-
mátt, hún getur læknað flest mein
sálarlífsins. Að fyrirgefa öðrum,
hvort sem fólk gerir það með sjálf-
um sér eða gagnvart öðrum, er að
vinna bug á hinu illa. Og að vera
fyrirgefið af öðrum er að losna við
illar hugsanir annarra. Fyrirgefn-
ingin rekur burt hatrið og leysir
ástina úr læðingi. í stað hefndar-
hugar kemur friður. í stað haturs
vex lítill ástarsproti. „Ef þér fyrir-
gefið mönnum misgjörðir þeirra,
þá mun og faðir yðar himneskur
fyrirgefa yður,“ sagði Jesús. Og
við lama manninn sagði hann:
„Vertu hughraustur, barnið mitt,
syndir þínar eru fyrirgefnar,"
„statt upp, tak rekkju þína, og far
heim til þín.“
Forsenda fyrirgefningarinnar er
ást. Sá sem elskar ekki, getur ekki
fyrirgefíð. Sá sem elskar mikið,
getur fyrirgefíð mikið, en sá sem
elskar lítið getur aðeins fyrirgefið
lítið. En hvaða ástæðu, aðra en
ástina, höfum við til að fyrirgefa
öðrum? Þekkingarskortinn. Þann,
sem fremur hið illa, skortir þekk-
ingu á hinu góða. Eða eins og
Páll Skúlason segir í bók sinni
„Siðfræði": „En hver er rót last-
anna? Hvers vegna lætur fólk illt
af sér leiða? Einfalt og afdráttar-
laust svar við þessu er: dómgreind-
arleysi.“ Iðulega þegar menn bijóta
á siðalögmálinu er það vegna þekk-
ingarskorts eða að þeir hafa blind-
ast af hugmyndafræði.
Ástin er þeim sem fyrirgefur
nauðsynleg, en þekkingarskortur,
blinda eða iðrun þeim sem fyrirgef-
ið er. „Faðir, fyrirgef þeim, því
þeir vita ekki hvað þeir gera,“ sagði
Jesús er hann bað fyrir þeim sem
krossfestu hann, en það var ein-
mitt hamar blindninnar sem negldi
nagla þekkingarskortsins í hendur
og fætur meistarans.
Speki: Það er óþarfi að óttast
myrkrið, það hverfur við ljós.
KAWAI
í tilefni 75 ára afmæli
Hljóðfærahúss
Reyhjavíkur verður
vikan 24-30 júní
„hátíðarvikau hjá
okkur. Allar vörur A
verða á sérstöku m
afmælisverði.
FENDER
GALLIEN KRUGER
CUSTOM SOUND
REMO
VICEIRTH
SILDJIAN
REYKJAVIKUB
Laugaveg 96 Si 600935