Morgunblaðið - 23.06.1991, Qupperneq 13
MQRGUNBLAÐXÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991
g 43
Reginvaldur er komin um langan
veg, alla leið frá Japan. Húsbóndi
Reginvalds var drepinn af illmenn-
inu Sató og komst hann við illan
leik til Bandaríkjanna, nánar tiltek-
ið New York. Reginvaldur er góð-
um gáfum gæddur og tekur að sér
uppeldi hinna ungu og örgeðja
skjaldbaka, kennir þeim bardaga-
list og innrætir þeim góða siðu.
Hann nefnir skjaldbökurnar eftir
ítölskum endurreisnarmálurum,
Rafael, Donatelló, Michelangeló og
Leonardó. En Sató er ekki langt
undan, hann hefur tekið sér ból-
festu í New York og komið á fót
glæpaflokki sem kallast „Fóturinn"
og heijar á íbúa borgarinnar.
Skjaldbökurnar beijast við Sató og
hyski hans og ráða að lokum niður-
lögum þeirra. í framhaldsmyndinni
„Leyndardómur efnaúrgangsins“
ráða umhverfíssjónarmið ferðinni
þar sem skjaldbökurnar snúa sér
að þeim sem lét frá sér efnaúrgang-
inn sem stökkbreytti þeim í fyrstu
myndinni.
Leikföng, ritföng og
tölvuleikir
Það sem ýtir undir æðið er um-
fangsmikil markaðssetning, það er
hægt að fá bókstaflega allt sem
nöfnum tjáir að nefna merkt skjald-
bökunum. Undir lok síðasta árs
bárust í leikfangaverslanir fyrstu
sendingarnar af varningi tengdum
skjaldbökunum. Fyrst í stað var
heldur dræm sala en hún jókst þó
jafnt og þétt er leið á þetta ár.
Rannveig Egilsdóttir afgreiðslu-
stúlka í leikfangaverslun K. Einars-
sonar og Björnssonar segir söluna
hafa tekið verulegan kipp í vor, um
það leyti sem Stöð 2 hóf sýningar
á teiknimyndunum en þær hafa
verið sýndar í 10 vikur. Það eru
einna helst börn á aldrinum 4-8
ára sem sýna varningnum áhuga
og úrvalið er ekki lítið, hjólaskaut-
ar, dúkkur, lyklakippur, handjárn,
sjónaukar, hús, bílar og þaðan af
ókennilegri farartæki, loftbelgir og
barmmerki. „Ég man ekki eftir
svona miklu æði eins og þessu í
kringum skjaldbökurnar og foreldr-
arnir ráða minnstu þegar svona
æði grípur um sig. En ég sé ekki
að þetta sé ljótara eða neikvæðara
en önnur leikföng," segir Rannveig.
Á ferð um hol-
ræsin. Tvær
bardagaskjald-
bakanna feta
sig um drunga-
leg og sóðaleg
holræsi New
York-borgar í
kvikmyndinni
sem gerð var á
síðasta ári.
Stökkbreyttar bardaga-
skjaldbökur á táningsaldri
heilla æskulýðinn upp úr
skónum. Sviðsettir bardagar
með brauðskorpum, skófl-
um, sápukúluboxum og til-
heyrandi öskrum og ein-
staka ferðum niður í hol-
ræsi borgarinnareiga
hug barnaallanog
eftirsóknin eftir
skjaldbökumerktum leik-
föngum og ritföngum er mikii
í ritfangaverslunum er það sama
upp á teningnum. Fá böm vilja
fara á mis við strokleður, blýanta,
töskur, blokkir og bækur merkt
skjaldbökunum. „Þetta hefur auk-
ist á nýjan leik, eftir að Stöð 2 hóf
að sýna teiknimyndirnar með
skjaldbökunum. Hvort æðið endist
fram á haust er ómögulegt að
segja, mönnum ytra ber engan veg-
inn saman um það. Hérlendis er
sá hópur sem helst tekur þessar
dellur á aldrinum fjögurra til átta
ára en erlendis er markhópurinn
tíu til fjórtán ára,“ segir Páll Dung-
al, verslunarstjóri Pennans í
Kringlunni. Sjaldbökuæðið virðist
aftur á móti í rénun í heimi tölvu-
leikjanna. Bragi Haraldsson hjá
tölvudeild Magna segir að í kjölfar-
ið á sýningu myndarinnar um bar-
dagaskjaldbökurnar hafi fylgt
tölvuleikur eins og venja er þegar
vinsælar myndir eiga í hlut. Góð
aðsókn á mynd þýðir í langflestum
tilfellum mikla sölu á tölvuleik um
sama efni, óháð gæðum hans.
„Skjaldbökuleikurinn var ekkert
sérstaklega góður en seldist þó
grimmt í kringum jólin. Það voru
aðallega fullorðnir sem keyptu leik-
inn handa börnum og barnabörn-
um, svo það er erfitt að segja til
um aldurshópinn," segir Bragi.
Skóflur fjarlægðar á
leikskólum
Á leikskólunum verða fóstrurnar
óneitanlega varar við nýjasta æðið.
„Margir krakkanna eru uppfullir
af þessu," segir Ásdís Gunnarsdótt-
ir fóstra á Grænuborg. „Þau þurfa
að fá útrás og það er af hinu góða.
Þau setja á svið bardaga milH þeirra
góðu og vondu og nota það sem
tiltækt er, sápukúlubox og litlar
skóflur.“ Meðal þeirra úrræða sem
blaðamaður heyrði af var að naga
brauðsneiðar til eins og vopn
skjaldbakanna. „Þetta er allt í góðu
og börnin eru vinir á eftir. Hér eru
leikfangavopn bönnuð en við vorum
með langar skóflur sem þau brugðu
fyrir sig í hita leiksins svo við tók-
um þær úr umferð. Börnin láta slíkt
ekki á sig fá, heldur hugsa upp
eitthvað annað. En það er auðvitað
hræðilegt þegar þau fínna upp á
því að fara ofan í holræsin."
blásnum loftbelg, bardagaskjakl-
bökurnar fjórar i dúkkulíki beijast
við ófreskjur ýmiskonar og ferðast,
um á farartækjum, sem í fljótu
bragði eiga mest skylt viö bíla og
hjól. Að því ioknu hverfa þær til
heimkynna sinna, holræsanna, þar
sem þær hafa komið sér notalega
fyrir. „Þetta eru dýr leíkföng og við
höfum gefið drengjunum fæst þeirra
en sá yngri átti afmæli fyrir viku
og afar, ömmur, frændur og frænk-
ur, að ógleymdum öllum félögunum
komu færandi hendi með skjald-
bökudót," segir Elín.
Forveri skjaldbökuæðisins er He-
man-æðið í fyrrasumar en Baldvin
yppir öxlum þegar á hann er minnst,
segir skjalbökurnar allt í senn;
sterkari, gáfaðri og liprari. Enda séu
flestir krakkarnir i hverfinu með
æðið, það er aö segja strákarnir.
Stelpurnar láti minna á sér bera en
þær geti þó leikiö April, sjónvarps-
fréttakonu sem skjaldbökurnar
bjarga ýr bráðum háska.
Baldvin er vel að sér um bardaga-
skjaldbökurnar; „Sko, rottan vissi
að skjaldbökurnar yrðu frægar í
slagsmálum og þess vegna skírði
hún þær eftir frægum málurum,"
segir hann. „Rafael er snillingur
meö hnífa, Leonardó er flinkastur
með sverð, Donatelló er heimsmeist-
ari í að sveifla priki og Michelang-
eló er heimsmeistari ! keðjukasti.
Þeir meiða eiginlega aldrei og drepa
ekki en eru dálítið hrekkjóttir. Rott-
an er mjög gáfuð og segir skjalbök-
unum hvernig þær eigi að vera;
rólegar og ekki að ráðast á að fyrra
bragði, heldur vetja sig og aðra. Og
i leiðinni kennir rottan þeim sem
eru að horfa að vera rólegir."
!
sCífe
ARNARSTAPA, SNÆFELLSNESI
Skráning hafin í síma 93-56769.
Heil vika kr. 19.800,- ein helgi kr. 7.900,-
Hringið og fáið nánari upplýsingar.
Veríð velkomin
Happdrætti
BlindratéBagsins
1981
Dregið var 19.júní.
Vinningsnúmer eru:
14463 11559 20666 7532
7708 18453 19254 14619
10982 10148 3769 821
8007 20909 20016 4930
15281 13399 20883 6996
12761 19149 23473 9844
Blindrafélagið,
samtök blindra og sjónskertra,
Hamrahlíð 17.
Símsvarinn er 38181.
Ættarmót
niðja SæmundarJónssonarog Guðrúnar Jónsdótturfrá
Hringverskoti, Ólafsfirði, verður haldið helgina 29.-30.
júní 1991 á Laugabakka í Miðfirði.
Frekari upplýsigar eru gefnar í síma 98-21127 Dóra Stína,
91-671889 Helga Magga og 96-62296 Sæmundur.
TILBOÐ ÓSKAST
íToyota 4 Runner, árgerð '88, (ekinn 34 þús. mílur),
Ford Bronco II árgerð '86 og aðrar bifreiðarerverða
sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 25. júní kl, 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í A.C. Towing flugvéladráttar-
vól árgerð '72.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. .
Sala varnarliðseigna