Morgunblaðið - 23.06.1991, Qupperneq 31
MORÖUNBLAÐIÐ SAMSÁFNID23. JÚNÍ iðb'l
2l Sl
Anna Borg mælti fram ávarp fjall-
konunnar árið 1948.
Blómsveigur lagður að styttu Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli.
Þjóðhátíðargestir njóta veðurblíðunnar á Arnarhóli 17. júní 1978.
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ GUÐMUND STEINDÓRSSONRÁÐUNAUTÁ
BÚGARÐI
Kálfar ífarþegaflugi
96-24477
„Búgarður góðan dag.“
- Góðan dag, er hann Guðmund-
ur Steindórsson við?
„Já andartak."
„Já.“
- Sæll, þetta er Guðrún Gunn-
arsdóttir blaðamaður á Morgun-
blaðinu.
„Já, sæl vertu.“
- Heyrðu, mig langaði að athuga
hvort það sé rétt að þið á Búgarði
sendið kálfa með farþegaflugi frá
Akureyri?
„Já já, við gerum það.“
- Hvað segja flugmennirnir, er
þeim alveg sama?
„Þeir hafa nú tekið ágætlega í
þetta held ég.“
- Ekkert verið kvartað undan
lykt?
„Jú, það hefur nú komið fyrir
að kvartað hefur verið undan lykt
af kálfunum. En við reynum nú
að koma því þannig fyrir að það
verði ekki mikil lykt af þeim. Við
setjum þá í sérstaka kassa sem
passa jnn í farangursrýmið fyrir
aftan flugmennina."
- Hvað eru svo margir kálfar
fluttir í einu?
„Yfirleitt fer bara einn í einu
en þeir hafa nú stundum tekið tvo
ef þannig hefur staðið á.“
- Verða kálfamir ekki flugveik-
ir?
„Nei_, ég held
ekki. Ég hef nú
aldrei farið með
þeim.“
- En verða
greyin ekkert
vönkuð þegar
þeim er troðið
svona ofan í
kassa?
„Yfírleitt er nú
allt í lagi með
kálfana en þeir
verða svolítið
hræddir, maður
sér það þegar
þeir eru komnir
ofan í kassann.
Enda eru þeir þá
búnir að þola taisverðan flutning
í bíl. Það þarf að ná í þá á bæina
og keyra þá í flugið. En flugferðin
gerir það þó að verkum að þetta
tekur allt styttri tíma en ef þeir
væru sendir með bíl alla leið.“
- Hvert er svo verið að senda þá?
„Fyrst fara þeir á nautauppeld-
isstöð á Suðurlandi og síðan eru
þeir sendir í sæðingastöð á Hvan-
neyri.“
- Hvað er gert við kálfana á
þessari nautauppeldisstöð?
„Tja, þar eru þeir aldir upp, eins
og nafnið bendir til. Þeir eru þarna
í rúmt ár, síðan eru nokkrir valdir
úr þessum hópi og sendir á Hvann-
eyri.“
- Eftir hverju er svo farið þegar
kálfarnir eru valdir í upphafi?
„Þetta eru nú alveg sérstaklega
valdir kálfar skai ég segja þér.
Upphaflega eru valin naut með
bestu feðurna og svo eru valdar
kýr eftir afurðum. Við förum svo
fram á það við eigenduma að þeir
noti ákveðin naut handa þessum
kúm. Nú ef það fæðist svo naut
eftir rúmlega níu mánuði þá skoð-
um við það nánar."
- Hvað kaupið þið marga kálfa
á ári?
„Við stefnum á að taka svona
fjörtíu til fimmtíu kálfa á ári inn
í uppeldisstöðina og svo fara um I
tuttugu áfram á |
Hvanneyri."
- Hvað kostar |
svo fiugfarið fýr- |
ir kálfinn?
„Það er nú j
það. Þetta er j
reiknað útfrá j
rúmtaki kassans. j
Ég held að það !
sé eitthvað í j
kringum sex þús- !
und. Þetta er j
svona svipað og !
fýrir mannfólk- I
ið.“
- Ég þakka þér
þá kærlega fyrir
og vertu blessað-
ur.
Guðmundur Steindórsson
Knud Zimsen borgarstjóri.
hann að Tjarnarvegurinn mundi
ekki kominn neitt áleiðis ef ekki
hefði verið notað í hann sorpið."
Ennfremur: „Um óþrifnaðinn sem
af þessu stafaði sagði hann það,
að óþarfi væri að gera mikið úr
honum. Væri jafnaðarlega ekið
mold yfir sorpið jafnharðan. Sagði
hann að byrjað hefði verið á því
að áður en hann varð borgarstjóri
[1914] að aka sorpinu í Tjarnarveg-
inn og hefði hann látið halda því
áfram vegna þess að með því væru
slegnar tvær flugur í einu höggi.
Bærinn losnaði við sorpið kostaðar-
lítið og vegurinn myndaðist smám
saman bænum að kostnaðarlausu."
Það má merkja að blaðamanni
Morgunblaðsins hefur ekki fallist
algjörlega á rök borgarstjórans:
„Þetta er nú náttúrlega gott og
blessað, en ef það er fyrirheit um
það, að þessu verði haldið áfram,
þykir oss það þeigi gott loforð ...
Vatnið í Tjöminni mun verða gagn-
sýrt og úldið af þessu rusli ... Og
það er stór hætta að ýlda vatnið í
Tjöminni, því það spillir loftinu í
bænum, sem er all-ilt áður — og
heilsu manna ... Þá má og geta
þess að ís sá, sem kjöt og fiskur
er fryst við hér á íshúsunum, er
tekinn af Tjörninni."
Nú blómaangan
Knud Zimsen borgarstjóri var
mikil áhugamaður skemmtigarð við
suðurenda Tjarnarinnar í Reykja-
vík, Hljómskálagarðsins þar sem
borgarbúar hafa löngum notið nátt-
úmnnar lystisemda, t.d. blóma- og
gróðurangans. — En tæpast hefur
þettá svæði verið vellyktandi á
meðan á uppbyggingu stóð. Knud
Zimsen segir í sínum endurminn-
ingum, Úr hæ í borg, að athugun
hafi sýnt fram á ágæti ösku sem
uppfyllingarefnis: „Þessi athugun
leiddi til þess að ég afréð að láta
fylla með ösku undir skrúðgarðinn
í Tjörninni, því að öðrum kosti yrði
það ekki gert sökum fjárskorts.
Þessi uppfylling stóð yfir í mörg
ár. Mikla ólykt vildi leggja upp af
öskuhaugunum, og hafði ég því
jafnan mann til þess að raka yfir
þá.“
fRÉTTALJÓS
ÚR
FORTÍÐ
Aðleggja
sorpí
götu
Tjörnin 1908. Ljósmynd/Magnús Ólafsson; Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
'Salt.
MORGUNBLAÐIÐ
Tjarnarvegurinn.
Á slÖasta brjarstjóraarfandi vðk
Svcinn Björasson taii að óþrífnaði
þcim, sem jtafaÖi af þeini riösmenskn
illn sprpi saouD 1'
ar I-uikcn
[sMOldarprcnotniðia
Tj ar narvegur inn 1915
Sorpeyðing og/eða nýting sorps hafa mjög verið til umræðu
á þessum síðustu umhverfisvænu tímum. Knud Zimsen borg-
arstjóri leysti þetta vandamál með þeim hætti sem nú er
Reykvíkingum bæði til yndisauka og samgöngubóta. - En
Morgunblaðið hafði sínar efasemdir.
Morgunblaðið greindi frá ið uppfylling sú sem nú liggur yfir
því 23. nóv. 1915: „Á síð-
asta bæjarstjórnarfundi vék
Sveinn Björnsson [síðar for-
seti íslands] tali að óþrifn-
aði þeim, sem stafaði af
þeirri ráðsmennsku að
safna öllu sorpi saman í
Tjarnarveginum og fyrir
sunnan Gasstöðina." —
Tjarnarvegur mun hafa ver-
Tjömina og er hluti Skothúsvegar.
Knud Zimsen svaraði aðfinnslum
Sveins nokkru: „Borgarstjóri sagði
það gert af „praktískum" ástæðum
að aka sorpinu í Tjarnarveginn og
nota það til uppfyllingar. Væri það
víðar gert en hér og væru stórar
landspildur í Kaupmannahöfn
þannig fylltar upp með rusli og
væru nú byggingarlóðir. Þá sagði