Alþýðublaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 3
OKKAR Á MILLl SAGT KAUPSKIPAFLOTINN mun aukast allmikið á næstunn: . . . Eimskip á systurskip Seiföss í smíðum og Jöklar h.f. eiga nýtt frystiskip einniig í smíðum . . . Þá er Helgi Bergsson ut- anlands til að kaupa 6—800 lesta skip fyrir kaupmannasam- bandið, og loks hefur Guðmundur Jörundsson leyfi fyrir kaup sk.pi, þótt hann kunni að hætta við það og kaupa togara í staðinn. JÓNAS GUÐMUNDSSON hefur nú liætt útgáfu tímaritsins Dagrenningar og er lokaheftið nýkomið út. . . Alls kofflu þrettán árgangar af ritinu . . . Jónas segir í kveðjúorðum: „Eins og allir vita, sem lesið hafa greinar mínar í Dagrenningu, er ég mikill forlagatrúar maður. — Það eru allir „spámenn“. Ég held því, að æðri hönd stjórni að verulegu leyti lífi mínu — eins og allra ann- ara — og að hún stýri nú líf&fleyi mínum í aðra átt, en ég hafði sjálfur gert ráð fyrir.“ . . . Jónas ætlar nú að helga sig starfinu fyrir Bláa bandið. Fiskimjölsverksmiðjan við Köllunarklettsveg hefur feng- ið leyfi til að irieisa 10 metra háan lykteyðingarturn úr stein- steypu. St. Jósefsspítali hefur fengið leyfi til að reisa 6. og 7. hæðir nýja sjúkrahússins í Landakoti. Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur og ritstjóri Sunnudags folaðs Alþýðublaðsins, er að skrifa endurminningar Eiríks Kristóferssonar skipherra. Hinar stórfelldu hafnarframkvæmdir á Akranesi, sem unn ar voru að verulegu leyti af Þjóðverjum fyrir þýzkt lánsfé, hafa orðið til þess að fleiri hafnir hugsa til slíkra stórátaka . . . Þar eru fremstar í flokki Þorlákshöfn og Rif á Snæfellsnesi, og imunu vera fáanleg þýzk lán í báðar. Forráðamenn Lýðveldisflokksins eru nú aftur komnir á kxeik og hafa nýlega átt viðræður við ráðamenn Þjóðvarnar. ÞJÓÐVILJINN hefur um margra vikna skeið stein- þagað um kjördæmamálið og er það furðulegt áhuga- leysi um slíkt mál . . . Skyldi það vera rétt, sem Fram- sóknarmenn bera út um allt land, að kommúnistar ætli sér að svíkja fyrri stefnu sína í málinu og ganga til sam- starfs við Framsókn um að fella væntanlegt frumvarp um kjördæmabreytingu? Séra Gunnar Árnason deilir í Kirkjuritinu við Bjarna Benediktsson frá Hofteigi um trúarskoðanir Þorsteins Erlings sonar í tilefni af foók Bjarna um Þorstein . . . Gunnar segir: „Nú má vel vera., að BB hafi rétt fyrir sér í því, sem honum virðist m.kið kappsmál, að færa sönnur á, að Þorsteinn Erlings son hafi verið hreim’æktaður guðsafneitari. Hefur mér þó skilizt á ekkju hans, að hann hafi öllu fremur verið ókynnis- maður (agnostiker) og raunar leitandi í þessum málum til efstu stundar“. . . . Séra Gunnar foendir einnig á, að Þorstemn hafi verið jarðaður á veniulegan hátt, tveir höfuðklerkar hafi talað og sálmar verið sungnir, en engum nákomnum þótt brjóta í foág við hugsun hans :eða vilja. 1 DAG, sunnudaginn 22. feforúar, er konudagurinn, en það er merkj asöludagur Kjvennadieildar Slysavarnafé. lagsins í Reykjavík. Þann dag einis og svo oft áð- ur treysta konurnar í deildinni á hina alkunnu rausn og fórn- fýsi Reykvíkinga, þegar góð og þörf málefni eiga í hlut. Að varna slysum á sjó og landi er göfugt og gott starf, hver sá er þar leggur fram sinn skerf hefur þjónað góðu mál- efni. Konur í Reykjavík! Kaupið merki, takið merki til að selja, sendið unglinga og börn til að selja merki deildarinnar á miorgun. Hiver vill ekki vera með á þessum tímum, leggja göfugu málefni lið, leitast við að fojarga. Merkin verða afhent frá kl. 9 árd. í dag sem hér segir: — í Vesturbænum: Á aðalskrif- stofunni, Grófin 1, Garnla Stýri mannaskólanum við Öldugötu gegnt Stýrimannastíg, Mela- skólanum. I Austurfoænum: Dvalarheim ili aldraðra sjómanna, Lang- holtskólanum, Sjómannaskól- anum við Háteigsveg, Breiða- gerðisskólanum, að Ásgarði 1. Félagskona. Tyrkneskt lóbak frá Afríku AFRÍKANiSKiIR bændur frantleið'a nú arðið tyrkneskt tóbak og er allt útlit fyrir, að sú framleiðsla eigi eftir að verða góð lyftistöng í ýmsum héruðum í Nyasalandi. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan fyrst voru gerðar tilraunir með af- rækta tyrkneskar tóbaksplöntur í Nyasalandi en svo er komið að sérfræðingar telja framleiðsluna ekki giefa eftir hinu bezta annars staðar í heiminum. Eftirspurn eftir tryknesku tófoaki' er slík, að henni verður ekki fullnægt. Þessar framkvæmdir krefj- ast mikils fjármagns og þess ætlar Castro að afla í snatri með því að opna spilavítin — það eykur ferðamannastraum inn, og stofna kvikmyndafé- lög og kaupa verzlunarflota. Castro lofar engum snögg- um breytingum á högum að fimm árum liðnum og þá fengju þeir að auki möguleika til að eignast eigið húsnæði. Castro sagði að skattamál yrðu tekin til rækilegrar end- urskoðunar og fjölmargir ný- ir skólar yrðu byggðir. Meðal annars hefur hann í hýggju að byggja skólaborg í Sierra K ára á un á Kúbu Fi IDEL CASTRO hefur í hyggju að leggja fram fimm ára áætlun, sem tryggja á Kúbumönnum hagsæla fram- tíð. Verður þar lögð áherzla á að útrýma atvinnuleysi, byggja fleiri skóla og unnið að því að styrkja fólk til þess að eignast eigið húsnæði. Stórjarðeignum verður skipt milli bænda og atvinnuleys- ingjá. Til að tryggja hagsæla framtíð. fólks. Helztu upplýsingarnar um fyrirætlanir hans komu fram í ræðu, sem hann hélt ekki alls fyrir löngu í Oriente. Þar sagði Castro m. a., að spilavítin yrði að opna, — ekki fyrir Kúbumenn, þeir hefðu ekki efni á að tapa í spilum, heldur fyrir erlenda ferðamenn. Hann kvað þátt- takendur í ríkishappdrættinu mundu fá útgjöld sín taorguð Maestra, þar sem hersveitir hans dvöldust í tvö ár áður en Battista var rekinn frá völd- um. Borg þessa á að reisa fyr- ir fé, sem tekið hefur verið af fylgismönnum Battista. Þá hefur Castro áhuga a að Suður-Ameríkuríki stofni eig- in fréttastofu, sem komi í veg fyrir rangfærslur erlendra fréttastofa á atburðum á þeim slóðum. Aðrar fyrirætlanir Castros: Að koma á fót öflugri lög- reglu í sveitum landsins eftir kanadiskri fyrirmynd, og halda heimssýningu í Hav- ana. < 41111111111111111111111liIs1111111111111111111111111111111111111■ 1111111111111111111i11111111111111111111111111111111111111111111(11111M111111i1111111ii tiiiiitimiiiimiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimjiiiiif HVALIR MEÐ RATSJÁ HVALIR og hnísur eru undarleg dýr. Þau þjóta með gííurlegum hraða um hafið en aldrei kemur það fyrir að þau rekist hvort á annað. Vísindamenn hafa reynt að finna lausn á þeirri gátu hvernig hvalir fara að því að synda um án þess að rekast sífellt hver á annan. — Dr. Kellogg við Flóridaháskólann hefur sannað, að hvalir og hnísur hafa einhvers konar radarútbúnað, sem gerir þeim fært að synda um með full- konmu öryggi. Hvalir eru þau dýr, sem erfiðast er að rannsaka í lifenda lífi, en það lá í augum uppi að þeir hljóta að hafa einhverskon- ar útbúnað til að stýra eftir í sjónum. Þeir stinga sér skyndilega til botns með mikl um hraða, sem nægja mundi til að gera útaf við þá ef þeir rækjust á botninn, en það kemur aldrei fyrir. Kellogg gerði tilraunir með hnísur í sundlaugum og komst að því að þær senda stöðugt frá sér tón, sem aðr- ar hnísur taka við og forða með því árekstrum. Það hef- ux sem sé komið í ljós, að eyru hvalanna, sem hingað til hafa verið álitin einskis nýt eru mjög fullkomið tæki, sem tekur við hátíðnibylgj- um. Kellogg lét hnísm’nar synda milli rafmagnaðra stanga sem var þannig fyrir- komið að erfitt var fyrir hnís urnar að krækja fram hjá þeim. Það tókst þó í öllum til fellum, enda þótt þær væru á fullri ferð. Ef æti var hent í laugina og þótt kolniðamyrk ur væri, syntu hnísurnar bein ustu leið að ætinu og gripu það. Kellogg telur að hvalir séu eins útbúnir og hnísur aö þessu leyti. Báðar tegundirn- ar hafa eihhverskonar radar- kerfi, sem gerir þeim fært að þjóta um hafið á miklum hraða án þess að eiga á hættu að rekast á. uiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiiuiiiiimHiHimiiiiiiiiiiiiiiiiiii'jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»»»»l>>lu ~ Alþýðublaðið — 22. fefor. 1959 J IIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIllI!IIIllHH*IIU|*l**llllllilll*Í*I*IIIIIIHlll**lllllll|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.