Morgunblaðið - 27.08.1991, Page 3

Morgunblaðið - 27.08.1991, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 B 3 FRJALSIÞROTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Viðeigandi að tapa fyrir mesta hlaupara sögunnar - sagði Leroy Burreli sem bætti eigið heimsmet en sá á eftir þvítil Carls Lewis á sama tíma! FRÁBÆRT100 m hlaup karla var hápunktur keppninnar í Japan á sunnudag. Sex af átta keppendum í úrslitariðlinum hlupu á 9,96 sek. eða skemur, tíma sem aðeins fimm manns höfðu náð áður í sögunni! Og allir bættu eigin árangur, í þessu stórkostleg- asta 100 m hlaupi sögunnar. Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis setti heimsmet og landi hans Leroy Burrell, sem átti metið, bætti sig einnig! Hreint ótrúlegt, enda sagði Burrell: „Ég bætti eigið heimsmet, en tapaði því á sömu stundu. Hve margir geta sagt það?“ sagði hann, og bætti síðan við: „Það er viðeigandi að hafa tapað fyrir mesta hlaupara frjálsíþróttasögunnar." Heimsmet lá í loftinu eftir und- anúrslitin. Lewis hljóp þá á 9,93 sek. en einungis hann sjálfur og Burrell hafa áður náð betri lög- legum tíma. Burrell hljóp í næsta riðli á eftir Lewis í undanúrslitunum og svaraði honum með því að hlaupa á 9,94 sek. „Þið hafið reynt að afskrifa mig allt þetta ár, en ég hef enn ekki náð besta árangri mínum,“ sagði Lewis við fréttamenn eftir undan- rásir á laugardag — og stóð heldur betur við stóru orðin daginn eftir! Lewis var vitanlega himinlifandi að úrslitahlaupinu loknu. vEg hef aldrei hlaupið betur — hef aldrei verið í betri æfingu,“ sagði hann. Hann var síðastur upp úr start- blokkunum, var síðastur fyrstu metrana en sigraði glæsilega með frábærum endaspretti, eins og hann er einmitt svo þekktur fyrir. Þegar sjötíu metrar voru að baki var eins og hann skipti um gír og tók svo forystuna þegar fimm metrar voru eftir. Og þó hann hafi oft náð góð- um endaspretti hefur hann senni- lega aldrei hlaupið jafn vel seinni hlutann heldur en nú. Það var eins og hann flygi fram úr keppinautum sínum. Sannaði svo ekki verður um villst að hann er sá besti. Burrell hljóp einnig undir gamla heimsmetinu, sem fyrr segir (á 9,88 sek.) og þriðji Bandaríkjamaðurinn, Dennis Mitchell, hreppti bronsið á 9,91 sek. Fótfráasti Evrópubúinn, Bretinn Linford Christie, bætti eig- ið Evrópumet um hálfa sekúndu — hljóp á 9,92 sek. — en það nægði einungis til fjórða sætis. Lewis sagði startið hjá sér hafa virst algjörlega misheppnað, en svo hefði ekki verið. „Þjálfari minn sagði að ég hefði náð góðu starti. Og þar sem svo margir hlupu undir tíu sekúndum hafa hinir strákarnir augljóslega náð að byrja hreint ótrúlega vel.“ Lewis sagðist þora að veðja að fimm eða sex hafi verið undir heimsmetstímánum eftir 60 metra, því h'ann hafi hlaupið vel en engu að síður aðeins verið fimmti eða sjötti. Lewis er eini íþróttamaðurinn sem unnið hefur sex heimsmeist- aratitla og sex gullverðlaun á Ólympíuleikum. Hann vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og tvenn í Seoul 1988. Og heimsmeistaratitlarnir gætu orðið fleiri því keppni í lang- stökki er enn eftir í Tókýó, og ólympíugullin einnig, því Lewis verður án efa enn meðal þeirra bestu í Barcelona á næsta ári, þó hann sé orðinn þrítugur. Og keppinautar Bandaríkja- mannsins fótfráa kepptust við að lofa hann eftir hlaupið á sunnudag. ■Mithcell, sem varð þriðji, sagði t.d.: „Hann er einfaldlega besti hlaupari heims og ég er stoltur af því að hafa verið með í hlaupinu í dag.“ Reuter Carl Lewis kemur fagnandi í markið á sunnudaginn eftir mesta-100 m hlaup sögunnar. Lewis setti heimsmet — 9,86 sek — og fimm aðrir hlupu undir 10 sek. í baksýn má sjá Dennis Mitchell sem varð þriðji. Söguleg enda-„sprettur“ LOKAKAFLI fyrstu keppnisgreinar heimsmeist- aramótsins, 20 km göngu karla, var all söguleg. Sigurvegari varð ítalinn Maurizio Damilano, 34 ára, sem varð Ólympfumeistari 1980 í Moskvu. Damilano og keppinautur hans um gullverðlaun, Sov- étmaðurinn Míkhaíl Stsjenníkov komu starfsmönn- um mótsins á óvart er þeir komu inn á leikvanginn, en þá voru keppendur í tíunda og síðastajnðli fyrstu umferð- ar 100 m hlaupsins að taka sér stöðu. Damilano kom fyrstur inn, með bros á vör, en brosið stirðnaði þegar hann hrasaði um startblokk á brautinni. Sovétmaðurinn komst þá fram úr honum og skundaði að markinu en það sannaðist að sá hlær best sem síðasta hlær. Sá so- véski gerði sér nefnilega ekki grein fyrir því að einn hringur var eftir á vellinum. Hann stoppaði og horfði furðu lostinn á eftir ítalanum, sem skaust fram úr honum í markinu og hélt áfram. Stsjenníkov flýtti sér þá af stað á ný, en ítalinn gaf ekkert eftir. Þróun heimsmetsins í 100 m hlaupi 10,6 sek.Donald Lippincott (Bandar.) 6. júlí 1912 10,4 sek..Charles Paddock (Bandar.) 23. apríl ’21 10,3 sek. .Percy Williams (Kanada) 9. ágúst 1930 10,2 sek..Jesse Owens (Bandar.) 20. júní 1936 10,1 sek. Willie Williams (Bandaríkj.) 3. ágúst ’56 10,0 sek. ...Armin Hary (V-Þýskal.) 21. júní 1960 9,95 sek..Jim Hines (Bandaríkj.) 14. okt. 1968 9,93 sek...Calvin Smith (Bandar.) 3. júlí 1983 9,92 sek..Carl Lewis (Bandar.) 24. sept. 1988 9,90 sek. ..Leroy Burrell (Bandar.) 14. júní 1991 9,86 sek..............Lewis 25. ágúst 1991 ■Ben Johnson setti tvívegis heimsmet — hljóp á 9,83 sek. á HM í Róm 1987 og 9,79 sek. á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Bæði metin voru hins vegar ógilt eftir að upp komst upp lyfja- neyslu Johnsons.. ÍÞRÚmR FOLK ■ CARL Lewis hljóp 100 m á 9,80 sek. í undanrásum á laugar- dag. Þetta er þriðji besti tími sem mælst hefur, en vindur var of mik- ill til að hann yrði gildur. ■ ROSA Mota frá Portúgal, sem átti heimsmeistaratitil að veija, hætti eftir 26 km í maraþonhlaup- inu. Hún hljóp vel framan af og var meðal fyrstu keppenda, en var orð- in um 100 m á eftir þeim fyrstu þegar hun gafst upp. ■ WANDA Panfil frá Póllandi sigraði örugglega í maraþonhlaup- inu á 2:29,53 klst. ■ PANFIL hefur aðeins sjö sinn- um keppt í maraþoni og unnið fimm þau síðustu — þ.á m. Boston mara- þonið í ár. Hún býr í Mexíkó. Eigin- maður hennar, Mauricio Gonzalez, keppir í 5.000 m hlaupi í Tókýó. „Eiginmaður minn sagði okkur ekki hafa áhuga á neinu nema gullverð- launum. Og ég verð að gegna eigin- manninum,“ sagði Panfil. ■ IMRICH Bugar frá Tékkósló- vakíu, sem varð heimsmeistari í kringlukasti 1983, komst ekki í úrslit að þessu sinni. ■ HRISTO Markov frá Búlg- aríu, sem hefur verið nær ósigr- andi í nokkum tíma í þrístökki, hefur verið meiddur upp á síðkastið og komst ekki í úrslit. Hann á mótsmetið, 17,92 m. Reuter Jackie Joyner-Kersee liggur kvalin á hlaupabrautinni eftir að hún hné niður í 200 m hlaupinu á sunnudag. Joyner-Kersee úr leik JACKIE Joyner-Kersee, heims- methafi og heims- og ólympíu- meistari í sjöþraut, meiddist í gær og varð að hætta keppni. Daginn áður hafði hún tryggt sér gullverðlaun ílangstökks- keppni heimsmeistaramótsins. Bandaríska stúlkan meiddist í langstökkinu á sunnudag, snéri sig þá á ökkla, en hafði áður náð sigurstökkinu. I gær meiddist hún svo í sjöþrautinni — í 200 m hlaupinu. Hafði þá góða forystu eftir 100 m en hægði skyndilega á sér, hökti nokkra metra og lagðist niður, greinilega mikið kvalin. Jap- anskur læknir sem skoðaði Joyner- Kersee sagði að sin í hægri hnésbót hefði tognað. Hún hafði þegar náð öruggri for- ystu eftir þijár greinar af fjórum á fyrri keppnisdegi í sjöþrautinni. Var með 3.130 stig eftir keppni í 100 m hlaupi, hástökki og kúluvarpi, 165 stigum meira en næsti kepp- andi. Síðustu þijár greinarnar fara fram í dag. Al Joyner, fyrrum ólympíumeist- ari í þrístökki, bróðir Joyner- Kersee, sagðist aldrei hafa séð hana hlaupa eins vel og þegar hún kom í beygjuna. „Ég hélt hún myndi bæta heimsmet Florence [Griffith- Joyner]“ sagði Al, en hann er ein- mitt giftur „Flo-Jo“. Top Seven Frábærir innanhússskór frá dSÍO*^ komnir - nýjar gerðir Útsölustaðir asiö^: Bíkarinn, Skólavörðustíg, Reykjavík. Útilíf, Glæsibæ, Reykjavík. Gísli Ferdinandsson, Lækjargötu, Reykjavík. Sportbúð Kópavogs, Hamraborg, Kópavogi. Stoð, Hafnarfirði. Sportbær, Selfossi. Óðinn, Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Tindastóll, Sauðárkróki. Sportvík, Dalvík. Studíó Dan, (safirði. Litlibær, Stykkishólmi. Við Lækinn, Neskaupstað. aacs^iM-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.