Morgunblaðið - 10.11.1991, Síða 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
iFNI
Bakkafoss
farinn frá
Gautaborg
BAKKAFOSS fór í fyrrakvöld
frá Gautaborg í Svíþjóð til Fred-
eriksstad í Noregi, þar sem
hann lestaði vörur í gær sam-
kvæmt áætlun og er væntanleg-
ur til íslands frá Norðurlöndun-
um í næstu viku. Bakkafoss er
leiguskip i eigu þýskra aðila og
er að mestu með þýska áhöfn
um borð.
Bakkafoss fékk ekki afgreiðslu
í Gautaborg vegna samúðarað-
gerða sænskra verkalýðsfélaga
sem aðild eiga að Norræna flutn-
ingamannasambandinu.
Að sögn Þórðar Sverrissonar,
framkyæmdastjóra hjá Eimskipa-
félagi íslands, hófust samúðarað-
gerðirnar kl. 14.10 að sænskum
tíma eða tíu mínútum eftir að
verkfall hófst á íslandi, en sam-
kvæmt sænskum lögum þarf ekki
að tilkynna um samúðaraðgerðir
með fyrirvara, sé um Iöglegt boðað
verkfall að ræða í heimalandinu.
Annars staðar á Norðurlöndum
þarf að tilkynna um samúðarað-
gerðir með fyrirvara.
Samningur um oriofsferðir stéttarfélaga:
Morgunblaðið/KGA
Sparkað fyrir Danmerkurferð
Nemendur í 8. bekk X og Y í Kópavogsskóla tóku gærdaginn snemma. Þeir mættu á skólalóðina klukkan
átta og hófu að leika knattspyrnu af miklum móð. Nemendurnir ætluðu sér að leika í a.m.k. tólf tíma,
enda höfðu þeir safnað áheitum og ætla sér að nota peningana til að greiða ferðalag til Danmerkur. Bekkj-
unum tveimur var skipt í fjögur lið, sem skiptust á að leika saman, og tóku bæði stúlkur og drengir þátt
í knattspyrnunni án þess að láta nokkurn bilbug á sér finna.
keppnin í hnút
► Mikil óvissa rikirum hvort
heimsmeislarakeppnin í hand-
knattleik verður haldin hér á landi
eins og til stóð. Kostnaður vegna
byggingar fullnægjandi íþrótta-
hallar vex mönnum í augum þótt
ýmsir aðilar hafí lýst sig reiðubúna
til að taka að sér framkvæmd-
ina./lO
Fjöimiðlajjöfur
fellurfrá
►Óvissa ríkir um framtíð fyrir-
tækja Róberts Maxwell. /14
Hálendið í hættu?
► Framkvæmdir á hálendinu og
aukinn straumur fólks og farar-
tækja hafa vakið upp þær spurn-
ingar hvort ástæða sé til að taka
í taumana vegna umhverfis-
spjalla./16
Plássið þarf að hafa bæði
sál og sjálfsviröingu
► Málefni Suðureyrar við Súg-
andafiörð í brennidepli./18
Tónlistílitum
►Rætt við Auði Hafsteinsdóttur
fiðluleikara, sem hlotið hefur
þriggja ára starfslaun Reykjavík-
urborgar./20
Bheimiu/
FASTEIGNIR
Samið um 4 til 5 þúsund
sæti fyrir 100 milliónir
YERIÐ er að ganga frá samningi milli sjö stéttarfélaga, Samvinnu-
ferða-Landsýnar og Flugleiða um kaup stéttarfélaganna á 4-5
þúsund sætum í orlofsferðir næsta sumar. Flugleiðir munu annast
allt flug. Heildarupphæð samningsins er um 100 milljónir kr.
Helgi Jóhannsson, framkvamidastjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
sagði ekki ólíklegt að fargjöld yrðu 1.300-2.500 kr. lægri en sum-
arfargjöld Flugleiða, sem auglýst voru í Morgunblaðinu í gær, auk
þess sem barnaafslátturinn yrði 15% hærri en hjá Flugleiðum, eða
35%. Boðið verður upp á ferðir til níu borga.
aframboð verður í ferðir til Lúx- I Ráðgerter að sala í ferðirnar heíj-
emborgar og Kaupmannahafnar. I ist í febrúar á næsta ári.
Skipveijar á Skógafossi játa smygl:
567 lítrum af áfengi
var fleygt í sjóinn
Um er að ræða ferðir fyrir fé-
lagsmenn í ASÍ, BSRB, Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur, Sam-
bandi íslenskra _ bankamanna,
Kennarasambandi íslands, Banda-
lagi háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna og Farmanna- og fiski-
mannasambandinu.
Gengið verður frá samningnum
í byrjun næstu viku um ferðir til
Kaupmannahafnar, Gautaborgar,
Óslóar, Stokkhólms, Lo'ndon, Par-
ísar, Salzburg, Lúxemborgar og
Baltimore. Helgi sagði að fargjöld-
in yrðu í mörgum tilfellum lægri
en í fyrra, en þá var boðið upp á
ferðirtil 11 borga. „Stéttarfélögin
fá vegna sinna magnkaupa nokk-
uð hagstæðara verð en sumarverð
Flugleiða,” sagði Helgi. Mest sæt-
ÞRÍR skipverjar á Skógafossi
hafa játað að vera eigendur að
567 lítrum af vodka og gini og
34 þúsund vindlingum sem fund-
ust í Sómabáti í Stálvíkurhöfn á
miðvikudagskvöld. Einnig var
nokkuð af fatnaði meðal smygl-
varningsins.
Skipveijarnir hafa játað að
hafa fleygt varningnum fyrir
borð á Skógafossi, sem var að
koma frá Bandaríkjunum, móts
við Garðskaga og þangað sótti
Sómabáturinn varninginn. Toll-
gæslan fylgdist með bátnum og þeg-
ar komið var að honum í Stálvíkur-
höfn var maðurinn á bak og burt.
Hann var enn ófundinn síðdegis á
föstudag en málið var engu að síður
talið upplýst með játningu skipveij-
anna þriggja.
------MH------
Framfærsluvísitalan:
0,4% hækkun
HAGSTOFA íslands hefur reiknað
út hækkun framfærsluvísitala
milli október og nóvember og
reyndist hún vera 160 stig sem
er 0,4% hækkun frá fyrra mánuði.
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi-
tala framfærslukostnaðar hækkað
um 8%._____^ ^ t
Samúðarvinnu-
stöðvun íhuguð
STJÓRN Dagsbrúnar hefur lýst
yfir fullum stuðningi við þau félög
sem ciga í kjaradeilu vegna
greiðslu námsskeiðsálags í mjólk-
uriðnaði og mun íhuga boðun
samúðarvinnustöðvunar komi til
boðaðra verkfalla.
Dagbsrún hefur gert kröfu um
þetta námsskeiðsálag vegna starfs-
manna Mjólkurstöðvarinnar í
Reykjavík.
► l-28
Húsnæði fyrir aldraða
►Of mikil áhersla lögð á sameign-
ina, - segir Finnur Björgvinsson
arkitekt. /14
Leyndarmál leikarans
►Það mun eflaust koma mörgum
á óvart að hinn þekkti gamanleik-
ari og grínisti, Arni Tryggvason,
þjáðist af þunglyndi í tvo áratugi,
einmitt þegar hann stóð á há-
punkti ferilsins. í ævisögu sinni,
Lífróðri, rýfur Árni þagnarmúrinn
kringum sjúkdóm sinn, en hér eru
birtir kaflar úr bókinni. /1
Veróna, vagga ástar-
innar
►Eftir að atburðirnir um Rómeó
og Júlíu áttu sér stað hafa ítalir
verið viðkvæmir þegar ástin er
annars vegar. Það er einstök til-
finning að sitja með þeim í Áren-
unni í Veróna og upplifa ástina. /6
Hraðferð í blindni á vit
framtíðar
►Rannsóknum í sameinda-erfða-
fræði fleygir fram /10
Fjörutíu skjóiur í
skrúðhúsi
►Frá upphafi brunavarna í höfuð-
borginni í tilefni af 200 ára af-
mæli Slökkviliðs Reykjavíkur./14
Var málgaldur mæltur
lengi
►Eddukvæði í flutningi Svein-
björns Beinteinssonar voru fyrir
skömmu gefin út á hljómplötu í
Bretlandi og hafa selst í yfir 3000
eintökum. /16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40
Dagbók 8 Gárur 43
Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c
Leiðari 22 fjölmiðlar -18c
Helgispjall 22 Kvikmyndir 2Öc
Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 21c
Myndasögur 24 Minningar 24c
Brids 24 Bíó/dans 26c
Stjörnuspá 24 A förnum vegi 28c
Skák 24 Velvakandi 28c
Fólk í fréttum 38 Samsafnið 30c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4
Kvefpestir eru algengnr
kvilli á þessum árstíma
ALGENGT er að ýmis konar kvefpestir herji á fólk á þessum
árstíma. Áð sögn Skúla G. Johnsen, borgarlæknis, er kvef þó
alveg óskylt inflúensu, en eins og fram kom í frétt Morgunblaðs-
ins í vikunni er von á skæðri inflúensu hér á landi.
Skúli sagði í samtali við Morg- með öllu kvefi að veiran leggst á
unblaðið að inflúensa sé sérstök
veira, sem valdi hastarlegum
kvefeinkennum. Henni fylgi oft
kvef með hörðum þungum hósta,
verkur undir bringubeini, verkir í
vöðvum eða beinverkir, höfuð-
verkur með ijósfælni og hár hiti.
„Þó að inflúensa líkist kvefi, er
það sérstaklega aðgreindur sjúk-
dómur, sem einungis inflúensu-
veiran veldur. Oftast nær er inflú-
ensa meira smitandi en venjulegt
kvef.”
„Kvef eru margs konar sjúk-
dómsmyndir. Það. er sameiginlegt
slímhúð öndunarfæra, allt frá nefi
niður í berkjur,” segir Skúli.
„Sjúkdómsmyndin sem kemur
fram, er háð því hvar í öndunar-
færunum þessi einkenni eru aðal-
lega staðsett, t.d. nefkvef, kverka-
bólga með hæsi, bólga í hálsi með
særindum, og einkenni frá berkj-
um með miklum hósta. Stundum
er hiti með kvefi en þó oftast
ekki. Með einstaka vondu kvefi
geta verið bæði höfuðverkir og
beinverkir og af þessari ástæðu
rugla menn oft kvefi og inflúensu
saman.”
Skúli segir að venjulegar kvef-
veirur geti einnig lagst á slímhúð
í þörmum. „Það heitir iðrakvef
og eru einkennin með því fyrsl
og fremst niðurgangur og oft líka
uppköst. Þetta eru kallaðar niður-
gangspestir, sem ganga jafnt og
kvef, vor og haust. Þetta stendur
yfir í tvo til þijá daga og er oft-
ast meinlaust.”
Skúli G. Johnsen segir að helsti
fylgikvilli inflúensu og kvefs sé
iungnabólga, sem kemur af völd-
um baktería vegna þess að slím-
húðin í iungunum sé veik fyrir.
Þess vegna sé fólki ráðlagt að
fara sem best með sig á meðan á
því stendur og fyrst á eftir. Eigi
það fyrst og fremst við um infú-