Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1991 ERLENT INIMLENT Sagt upp hjá Bakkafiski Bakkafiskur hf. á Eyrarbakka sagði upp öllu starfsfólki sínu, um 90 manns, um síðastliðin mánaða- mót. Þá hefur verið tekið tilboði í eina bátfyrirtækisins, Stakkavík ÁR 107, um 250 tonna stálbát með 600 þorskígilda kvóta. Sala bátsins er nú til umfjöllunar í sveitarstjórn Eyrarbakkahrepps. 500-600 manns eru búsettir á Eyrarbakka og er Bakkafískur stærsta atvinnufyrirtækið' á staðnum. Skæð inflúensa á leiðinni Búist er við skæðum inflúensuf- araldri á íslandi í vetur. Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, telur ekki ástæðu til sérstakra aðgerða. Þó er öldruðu fólki og sjúku • ráðlagt að bólusetja sig. Samkvæmt upplýsingum sem Landlæknisembættið hefur aflað sér er inflúensan byrjuð að herja á fólk í Austur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Fyrirgreiðsla til Stálfélagsins stöðvuð Helstu lánardrottnar íslenska stálfélagsins hf. ákváðu á fundi í Amsterdam á fimmtudag að stöðva alla frekari fjárhagsfyrir- greiðslu við fyrirtækið. Mees & Hope, helsti viðskiptabanki Stál- félagsins, hefur ekki r undirbún- ingi yfirtöku á fyrirtækinu. Lægri flugfargjöld til Evrópu sumarið 1992 Flugleiðir ætla að lækka flugf- argjöld sumarið 1992. Samkvæmt auglýsingum frá fyrirtækinu kost- ERLEÍMT Atlants- hafsbanda- lagið á tímamótum Leiðtogafundur Atlantshafs- bandalagsins hófst í Róm á fimmtudag og markaði hann um margt tíma.mót í sögu þess. Á hon- um voru endalok innsigluð og fyrri fjendum, aðildarríkjum Varsjár- bandalagsins, sem var, boðin formleg tengsl og samvinna. Þá voru einnig samþykktar mestu breytingar á varnarstefnu band- alagsins frá stofnun þess 1949. Verður meiri áhersla lögð á minni og hreyfanlegri hersveitir, sem sýnir, að nú er mesta hættan tal- in stafa af staðbundnum átökum. Á fimmtudagsfundinum vakti mestu athygli ræða George Bush, forseta Bandaríkjanna, en hann innti leiðtogana eftir því hvort stefnt væri að stofnun sérstaks, evrópsks varnarbandalag í stað Atlantshafsbandalagsins. Refsiaðgerðir gegn Serbum Evrópubandalagið, EB, ákvað á föstudag að beita Júgóslavíu efna- hagslegum refsiaðgerðum vegna þess, að ekki hefur verið fallist á friðartillögu þess um laustengt bandalag júgóslavnesku lýðveld- anna. Beinast aðgerðirnar aðal- lega að Serbum og í EB-sam- þykktinni er jafnvel gert ráð fyrir efnahagsaðstoð við þau lýðveldi, sem samþykktu friðartillöguna. Refsiaðgerðirnar fela í sér, að öll- Noregur: Mikill áhugi á EES-samningi MIKILL áhugi er í Noregi á samningunum um Evrópska efnahags- svæðið, EES, og hefur fyrirspurnum um þá rignt yfir utanríkis- ráðuneytið þar í landi. Hafa starfsmenn þess sent frá sér þúsund- ir upplýsingabréfa af þessu tilefni og allan daginn er einhver á grænu línunni, sem almenningur getur notað sér að kostnaðar- lausu. ar fargjald til Kaupmannahafnar 20.900 kr. sumarið 1992 en kost- aði liðlega 25.000 kr. í sumar. Barnaafsláttur nemur 20% af verði. SAS-flugfélagið hefur ákveðið að lækka fargjöld til Evr- ópu næsta sumar til samræmis við Flugleiðir. Flugfélagið mun sem dæmi bjóða fargjald til Glasgow á 14.700 Mikil sókn í þorskstofninn Jakob Jakobsson, forstjóri Ha- frannsóknastofnunar, sagði að á tímabilinu 1965-1990 hefði sókn- in í þorskstofninn verið um helm- ingi meiri en á tímabilinu 1940- 1965 þannig að aflinn hafi verið um 50% af 5-10 ára fiski á hveiju ári á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna á fimmtu- dag. Hann segir að veiðin hafi komið fram í því að árgangar hafi enst illa, verið stutt í veiðinni og afli af 10 ára fisk hafi verið sáralítill ef frá séu talin árin í kringum 1973 og 1983. Verkfall háseta á farskipum Boðað verkfall háseta á kaupskip- um hófst kl. 13 á föstudag eftir næturiangan samningafund hjá ríkissáttasemjara. Verkfallið tek- ur til 150 sjómanna á milli 30-40 kaupskipum. Bakkafoss, skip Eimskipafélags íslands, fékk ekki afgreiðslu í Gautaborg í Svíðþjóð á föstudag vegan samúðarað- gerða félaga Norræna flutningamannasambandsins. um viðskiptum EB og Júgóslavíu verður hætt og farið hefur verið fram á það við öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna, að það gangist fyijr olíubanni að ’auki. Miklir bardagar geisa enn í Króatíu og halda flugvélar sambandshersins uppi loftárásum á borgir í landinu og sjóherinn hafnbanni. Jelstín bannar kommúnistaflokkinn Borís Jeltsín, forseti Rússlands, minntist byltingar kommúnista fyrir 74 árum með því að leysa upp kommúnistaflokkinn í Rúss- landi og þar með í raun í Sovét- ríkjunum öllum. Á sjálfan bylting- ardaginn, 7. nóvember, voru eng- ar opinberar athafnir en stuðn- ingsmenn kommúnistaflokksins fyrrverandi komu sums staðar saman en aðrir minntust fórnar- lamba hins kommúníska einræðis í þijá aldarijórðunga. Matarskort- ur er í Sovétríkjunum og er ótt- ast, að ástandið eigi eftir versna mikið þegar á líður veturinn. Þá kvíða menn einnig væntanlegum efnahagsráðstöfunum í Rússlandi en þær geta valdið allt að þre- faldri hækkun á verði ýmissa nauðsynja. Robert Maxwell látinn Breski fjölmiðla- jöfurinn Robert Maxwell féll fyrir borð á snekkju sinni við Kanarí- eyjar sl. þriðju- dag og fannst nokkrum klukku- stundum síðar látinn í sjónum. Bendir flest til, að hann hafi fengið hjartaáfall og verið látinn þegar hann fór í sjóinn. Maxwell var ákaflega lit- ríkur persónuleiki en óvissa ríkir um framtíð fjölmiðla- og fyrir- tækjaveldis hans. Eru það talið Ole Lundby, starfsmaður í norska utanríkisráðuneytinu, segir í viðtali við Aftenposten, að fyrir- spurnirnar snúist um margvísleg efni, um fisk, landbúnað og áfeng- ismál, um kosti Norðmanna á námi og atvinnu í Evrópubandalag- slöndunum og um stofnun og rekstui' fyrirtækja þar. Vilja flest- ir aðeins fræðast, ekki þrátta við embættismennina. í Noregi er fólki einnig boðið að skrá sig á lista vilji það fá sendar heim upplýsingar um EES og hafa nokkrar þúsundir manna gert það nú þegar. EES-samningurinn liggui' fyrii' í enskum búningi þegar samninga- mennirnir setja stafi sína undir hann 18. þessa mánaðai' en nokkr- um dögum síðar verður hann birt- ur í norskri þýðingu nokkuð stytt- ur. I samvinnu við ýmis umgmenna- og æskulýðsfélög verður síðan efnt til ráðstefnu um samninginn 20. nóvember og þá einkum fyrir unga fólkið. Umfjöllun evrópskra dagblaða um EES: EFTA-ríkiii munu vart una lengi við takmörkuð áhrif BRESK og þýsk dagblöð fjalla töluvert um þá hlið samnings- ins um Evrópskt efnahags- svæði (EES) að ríki Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) hafi4 mjög óljós áhrif á setningu þeirra laga innan Evrópubandalagsins (EB) sem gilda eigi á öllu efnahags- svæðinu. The Daily Telegraph segir að engin ríkisstjórn geti til lengdar sætt sig við slíka stöðu sem EFTA-ríkin séu komin í. Kölner Stadt-Anzei- ger tekur enn dýpra í árinni og segir að EFTA-þjóðirnar geti ekki fallist á að vera meðhöndlaðar sem annars flokks borgarar. Svíar og Austurríkismenn hafi horfst í augu við þetta og sótt um aðild að EB. Dagblaðið International Herald Tribune segir að EES hafi ekki friðað EFTA-ríkin eins og til var stofnað heldur hafi samninga- viðræðumar aukið vilja þeirra til að ganga í EB. Blaðið hefur það eftir Jim Rolio hjá Konunglegu aiþjóðastofnuninni, Royal Instit- ute for International Áffairs, að til lengri tíma litið geti það nefni- lega ekki gengið upp að ríkin fall- ist á að taka við reglum EB án þess að hafa áhrif á mótun þeirra. Blaðið spáir því að neytendur í EFTA-ríkjunum eigi eftir að hagn- ast á samningnum. Hann muni leiða til meiri samkeppni fyrir- tækja, aukinna flárfestinga milli ríkja, lægra verðs, skattalækkana og aukinna valmöguleika. Þessara áhrifa muni ekki hvað síst gæta í bankastarfsemi, farþegaflugi og fjarskiptum. Hefur blaðið eftir Carl Biidt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, að Svíar verði að lækka skatta til að vera samkeppnisfær- ir. International Herald Tribune vitnar í óopinbera athugun Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, Institute for lnternationai Þannig sér teiknari þýska dagblaðsins Handelsblatt fyrir sér stöð- una í Evrópumálunum. Fulltrúar íslands og Sviss (t.v) sitja í bið- salnum og hræra sig hvergi á meðan fulltrúar hinna EFTA-ríkj- anna hraða sé í gegnum hlið Evrópska efnahagssvæðisins (skamm- stafað á þýsku, EWR) út í Evrópubandalagsþotuna, sem bíður eftir fleiri farþegum. Eeoncmics, í Washington sem spáir því að samningurinn muni í sjálfu sér ekki skila mikl- um hagvexti, ekki meiri en 0,5% í heildina tekið. Embættismenn hjá EB hafa hins vegar spáð meiri aukningu. Blaðið nefnir einnig sérstaklega að vel menntaðar starfstéttir eins og lögfræðingar og arkitektar eigi eftir að eiga auðveldara með að fá vinnu er- lendis en áður. Talsmenn General Motors fagna því að nú muni verða sömu staðlar við lýði í EFTA og EB og því geti fyrirtækið selt sams konar Opel Astra-bíla í Finnlandi og Portúgal. Þetta hljóti að draga úr framleiðslukostnaði. Þýska dagblaðið Bild fagnar . samningnum og líjcir Lqijpm, vjð brúðkaup í Evrópu. Blaðið fer yfir það í stórum dráttum hvað hann þýði fyrir Þjóðveija og kemst að þeirri niðurstöðu meðal annars að sænskir bílar og húsgögn eigi ekki eftir að lækka í verði en það eigi aftur á móti við um íslenskan fisk. Líklega geti Þjóðveijar ekki keypt jarðir í Sviss og Áusturríki og bent er á að það geti þeir heldur varla í Danmörku þótt landið sé í EB. Þjóðveijar eru ferðaglaðir og segir Bild að þótt tollskoðun verði ekki hætt milli EFTA og EB þá muni umferð um landamærin ganga greiðar en áður. í forystugrein þýska dagblaðsins Kölner Stadt-Anzeiger segir að EES-samningurinn sé kærkominn í miðri uppsveiflu þjóðernisstefnu og sundrungar í Áustur-Evrópu. Þetta sé sigur skynseminnar yfir smáborgarahætti og þjóðrembu. Hins vegar geti EFTA-ríkin ein- ungis sagt skoðun sína á reglum innri markaðarins en það verði EB sem taki ákvarðanirnar. „Hin auðugu EFTA-ríki munu ekki geta sætt' sig við það að EB meðhöndli þau eins og annars flokks Evr- ______________ ópubúa...Það BAKSVIÐ eftir Pál Þórhallsson gæti til dæmis gerst að suð- rænu ríkin í EB fengju því fram- gengt að vernda- raðgerðir yrðu samþykktar í Brussel sem ekki hefðu átt möguleika ef EFTA-rík- in hefðu notið jafnréttis. Þau verða samt að sætta sig við reglurnar hvort sem þeim líkar betur eða verr vilji þau ekki nýjar tálmanir á EES. Austurríki og Svíþjóð hafa horfst í augu við þessa óvirðulegu stöðu og sótt um fulla EB-aðild.” í frétt The Daily Telegraph af EES-samningnum segir að breskir ráðherrar telji að samningurinn muni stuðla að útvíkkun EB-sam- starfsins í þá veru að Austur-Evr- ópuríki fái þar einnig aðild. Nú standi John Major forsætisráð- herra b.etu|'iaðlvígi,ti( ad j'á því framgengt að samningur um póli- tíska einingu EB verði sveigjan- legur þannig að aðild A-Evrópu- ríkja verði ekki útilokuð. Sú stað- reynd að EFTA-ríkin hafi mjög óljós áhrif á mótun reglna innri markaðarins valdi því að vart komi til greina að Bretar gangi í EFTA eins og andstæðingar aukins samruna EB-ríkja hafa stungið upp á. í forystugrein blaðsins seg- ir að þessi staða sem EFTA-ríkin eru komin í sé þess eðlis að engin ríkisstjórn geti sætt sig við hana til lengdar. The Daily Telegraph flytur einnig frétt af óánægju breskra útvegsmanna með sjávarútvegs- samkomulagið sem náðist innan EES. „Samningurinn er hrikalegt áfall fyrir breska sjómenn. Það má jafnvel bera hann saman við niðurstöðu síðasta þorskastriðsins við Islendinga,” segir Nigel Atk- ins, formaður samtaka breskra fiskframleiðenda. Breska dagblaðið Financial Ti- mes minnir á að þótt EES-samn- ingsgerðinni sé lokið eigi nítján þjóðþing eftir að staðfesta hann auk þings Evrópubandalagsins. Blaðið gerir að umtalsefni laga- setningu um innri markaðinn þar sem EB-ríkin hafa síðasta orðið. „EFTA-ríkin geta sameiginlega en ekki hvert og eitt ákveðið að reglu- gerð um t.d. flugmálefni gildi ekki hjá þeim. En ef þau ákveða svo hefur EB rétt á að svara fyrir sig ef svo ber undir með því að taka samgöngumálin í heild út úr EES-samningnum. Rúsínan í pyisuendanum er sam- eiginlegur dómstóll EB- og EFTA- ríkja sem fjallar um málefni EES. Dómstóll Evrópubandalagsins hef- ur hins vegar einkarétt á túlkun EB-laga. Það kemur því ekki á óvart að Svisslendingar, sem eiga sér þjóðsöguna um Vilhjálm Tell og baráttu hans við erlent dóms- vaid, telji að fullveldi þeirra sé skert með svona kerfi.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.