Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 8
3 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 1"P| \ P^ersunnudagur 10. nóvember, 314. dagur vJ ársins 1991. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 8.20 og síðdegisflóð kl. 20.37. Fjara kl. 8.22 og 20.40. Sólar- upprás í Rvík kl. 9.38 og sólarlag kl. 16.44. Myrkur kl. 17.41. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.12 ogtungliðer í suðri kl. 16.35. (Almanak Háskóla íslands.) Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mina, Drottinn tekur á móti bæn minni. (Sálm. 6,10.) ÁRNAÐ HEILLA r7 f\ára. afmæli. í dag er I U sjötugur Kristinn Ó. Karlsson, netagerðameist- ari, Smyrlahrauni 47 Hafn- arfirði. Eiginkona hans er Ásta Kristinsdóttir. Þau taka á móti gestum í Hauka- húsinu við Flatahraún frá kl. 16-19 í dag. FRÉTTIR/MANNAMÓT DALBRAUT 18-20. Jóla- föndrið byijar á morgun mánudag kl. 13. NORÐURBRÚN 1. Ensku- kennsla á morgun mánudag kl. 14. ITC-DEILDIN Eik heldur fund að Hallveigarstöðum (gengið inn frá Öldugötu) á morgun mánudag kl. 20.30. Allir velkomnir. STARFSMANNAFÉLAG- IÐ Sókn og verkakvennafé- lagið Framsókn halda tveggja kvölda keppni í fé- lagsvist er hefst kl. 20.30 miðvikudaginn 13. nóv. í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Spilaverðlaun og kaffi- veitingar. KVENFÉLAG Grensás- sóknar heldur fund í safnað- arheimilinu mánudaginn 11. nóv. kl. 20.30. Finnur Fróða- son innanhússarkitekt kemur á fundinn og talar um innan- hússarkitektúr og sýnir lit- skyggnur. Minnum á væntan- legan basar 30. nóv. SL YS A V ARN ADEILDIN Hraunprýði Hafnarfirði heldur fund nk. þriðjudag kl. 20.30 í húsi félagsins að Hjallahrauni 9. Spilað verður bingó. Góðir vinningar og kaffiveitingar. KVENNADEILD Barð- strendingafélagsins. Fund- ur verður haldinn að Hallveig- arstöðum nk. þriðjudag kl. 20. FÉLAG ELDRi borgara. í dag sunnudag er spiluð fé- lagsvist í Risinu kl. 14. Dans- að í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20. Á mánudag er opið hús í Risinu frá kl. 13-17. Bridge og_ fijáls spila- mennska. Á þriðjudag er skáldakynning í Risinu kl. 15. Helgi Sæmundsson mun fjalla um Steingrím Thorsteinsson og leikararnir Baldvin Hall- dórsson og Guðjón Halldórs- son lesa upp úr verkum skáldsins. Kl. 17 verður kynntur öryggissími. SKAFTFELLINGAFÉ- LAGIÐ. í dag verður spilað kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Allír vel- komnir. KVENFÉLAG Breiðholts heldur fund í kirkjunni nk. þriðjudag, 12. nóv., kl. 20.30. Kynning á Svenson heilsuvör- um. FÉLAGSSTARF aldraðra, Furugerði 1 og Hvassaleiti 56—58, halda sameiginlegan basar í dag kl. 13.30 í Furu- gerði l.'Mikið af góðum mun- um verður á basarnum. Kaffí og vöfflur verða einnig til sölu. KROSSGATAN ■FE 9 10 3 13 m' Hlimz 122 23 24 | LÁRÉTT: — 1 ósvinna, 5 fjarstæða, 8 útlit, 9 bljúgur, 11 ilmar, 14 tunnu, 15 sam- þykkt, 16 seiðið, 17 fæða, 19 streða, 21 hóta, 22 endurlífg- un, 25 ferskur, 26 borði, 27 sefi. . LÓÐRÉTT: - 2 lík, 3 ekki mörgu, 4 ákveða, 5 stúlka, 6 starfsgrein, 7 fara til fískjar, 9 bjúga, 10 sjaldgæfur, 12 viðkunnanlegar, 13 fékk roða í andlit, 18 numið, 20 frétta- stofa, 21 mynni, 23 bókstaf- ur, 24 tveir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: —' 1 snáks, 5 smátt, 8 ókáta, 9 fræði, 11 ass- an, 14 nöf, 15 alian, 16 langs, 17 aki, 19 taða, 21 arar, 22 iðulega, 25 kýr, 26 mat, 27 rót. LOÐRETT: - 2 nær, 3 kóð, 4 skinna, 5 stafli, 6 mas, 7 tía, 9 framtak, 10 ætiaðir, 12 sindrar, 13 Nasaret, 18 kála, 20 að, 21 Ag, 23 um, 24 et. Kirkjuþing: Allt þetta er þér gefið herra, ef þú veitir okkur Friðrik syndaaflausn út af þessu smáhnupli okkar úr kirkjubauknum ... FÉLAGSMIÐSTÖÐIN BÓI- staðarhlíð 43. Þriðjudaginn 12. nóv. eru fjögur ár liðin frá því starfsemin hófst. Hefðbundin dagskrá er í gangi. Handavinna 9-14. Leikfími (2 hópar) 10-11.40. Leirmótun 13-16. Dans 14-15. Fótsnyrting 9-16. Hárgreiðsla 12-16. Kaffihlað: borð kl. 15. Verð kr. 500. Í kaffítímanum munu leikarar Þjóðleikhússins kynna og leika úr verkinu Himneskt er að lifa. Allir velkomnir. KIRKJUR DÓMKIRKJAN: Kórtónleik- ar Dómkórsins í dag kl. 17 í Landakotskirkju. Fiytjendur ásamt Dómkórnum eru: Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, Sig- ríður Gröndal, Þorgeir J. Andrésson og Tómas Tómas- son. Einleikari á orgel Uirik Ólason. Ennfremur leika fé- lagar úr Sinfóníuhljómsveit- inni. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk á morgun mánudag kl. 20. LAUGARNESKIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- fundur á morgun mánudag kl. 20. Mömmumorgunn kl. 10-12 nk. þriðjudag. Kaffi og spjall. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Starf 10-12 ára á morgun mánudag kl. 17.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsstarf í kvöld kl. 20. Unnið verður að sendingu sjúkra- gagna .til kristniboðsins í Senegal. Helgistund. For- eldramorgnar eru í safnaðar- heimili kirkjunnar.aHa þriðju- daga kl. 10-12. Nk. þriðjudag fjallar Anna Gunnarsdóttir, snyrtifræðingur um litgrein- ingu og klæðastíl. FELLA- og Hólakirkja: Á morgun mánudag: Starf fyrir 11-12 ára böm kl. 18. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Söngur, leikir, helgistund. Fyrirbænir í kirkjunni kl. 18. Upplestur í Gerðubergi kl. 14.30. SELJAKIRKJA: Á morgun mánudag: Fundur hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30 og hjá eldri deild kl. 18.30. Fundur hjá æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. SKIPIN HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í fyrradag kom- Hvítanesið að utan og er- lenda skipið Tuvana kom til Straumsvíkur. Þá er Sjóli væntanlegur dag. ORÐABÓKIN Stoppa — stanza Mörgum er í nöp við so. að stoppa, enda er hún ungt aðskotaorð í máli okkar, komin úr dönsku, trúlega með dönskum embættismönnum eða kaupmönnum og eins ís- lendingum, sem höfðu dvalizt í Danmörku. í OH er elzta dæmið frá um 1860, en vafalaust er orð- ið eldra í málinu en frá þeim tíma, enda hefur það náð verulegri festu í mæltu máli. Dæmi um no. stopp eru jafnvel enn yngri í seðlasafni OH. í ob. Blöndals eru þessi orð merkt sem óæskilegt mál, og sama er einnig gert í OM 1983. Flestir kannast svo við stoppistöð strætis- vagnanna, en það er einn- ig talið óæskilegt mál í OM. Þar höfum við í stað- inn jafnágætt orð og bið- stöð, þ.e. stöðin, þar sem beðið er eftir vögnunum. Er í raun furðulegt, að menn skuli heldur velja danska orðið stoppested, jafnvel þótt það sé fært í heldur tötralegan íslenzk- an búning. - Eitt sinn sá ég í þorpi fyrir austan fjall skilti, sem á stóð KA- stopp eða jafnvel stop. Ég þóttist skilja, að hér stönzuðu bílar frá KÁ, sem menn gætu fengið far með upp að Selfossi. Held- ur þótti mér þetta hvim- leitt orðalag, og vonandi er það fyrir löngu horfið sjónum manna. - Annars er þarflaust að láta þessi orð ryðja úr vegi so. að stanza og stöðva. Meira um þetta næst. - JAJ ARNAÐ HEILLA (Ljósmyndst. Gunnars Ingimarss.) HJÓNABAND. 6. júlí voru gefín saman í hjónaband Áslaug Berndsen.ogLeif Hans- en í Hallgrímskirkju af sr. Ragnari Fjalari Lárussyni. Heimili þeirra er í Lúxemborg. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. 14. sept. 1991 voru gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju _af séra Pálma Matthíassyni, Elín Guðmundsdóttir og Gunnar Már Kristjánsson. Heimili þeirra er að Boðaeranda 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.