Morgunblaðið - 10.11.1991, Side 10

Morgunblaðið - 10.11.1991, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 4* HEIMSMEISTARA - KEPPNIN í HNÚT slenska karlalandsliðið í handknatt- öðlaðist þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 vegna þess að þjóðir Austur-Evrópu hættu við að vera með m.a. af þeirri ástæðu að Bandaríkjamenn mættu ekki á Ólympíuleikana í Moskvu árið 1980. íslenska liðið náði sjötta sæti og tryggði sér þar með sæti á A-Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986, þar sem liðið endurtók' leikinn. Farseðillinn á Ólympíu- leikana í Seoul í Suður-Kóreu 1988 var í höfn og ísland hafði þar með skapað sér nafn á meðal handknattleiksþjóða. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Matthías A. Mathiesen utanríkisráð- herra fylgdust með keppninni í Sviss og átti áhugi þeirra eftir að hafa mikil áhrif á gang mála. I kjölfar góðs gengis landsliðsins lagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, til.við stjórn HSÍ sumarið 1986 að árangrinum yrði fylgt eftir með því að sækja um að halda A-Heims- meistarakeppnina 1994 - á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Ákveðið var að kanna málið og eftir að jákvæð viðbrögð höfðu fengist frá forseta ISI, formanni ólympíunefndar íslands og Flug- leiðum, voru gerð drög að umsókn og kostnaðaráætlun. Eftir Steinþór Guðbjartsson FYRIR rúmlega fimm árum fékk Jón Hjaltalín Magnússon, formað- ur Handknattleikssambands Islands, þá hugmynd í kjölfar frækilegs árangurs landsliðsins í handknattleik að fylgja góðu gengi eftir með því að sækja um að halda heimsmeistarakeppnina árið 1994. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn og HSÍ fékk áhrifamenn til að undirbúa umsóknina sem best og afla henni fylgis á meðal handboltaþjóða. Umsóknin var studd af ríkisstjórnum Islands og svo fór að þing Alþjóða handknattleikssambandsins samþykkti haustið 1988 að keppnin færi fram á Islandi árið 1995. Fyrir lá að byggja þyrfti íþróttahús, sem tæki a.m.k. 7.000 áhorfendur og 19. apríl 1988 lýsti ríkisstjórnin því yfir að áætlanir væru um byggingu nýrrar íþrótta-, sýningar- og ráðstefnuhallar í Reykjavík, sem tekin yrði í notkun nokkru áður en heimsmeistar- akeppnin yrði haldin 1993/94 og væri gert ráð fyrir að hún gæti rúmað um 8.000 áhorfendur. Eftir að mótshaldið var í höfn voru ýmsir kostir skoðaðir, en þegar kostnaðaráætlanir lágu fyrir runnu tvær grímur á stjórnvöld og engin ákvörð- un um framkvæmdir var tekin, fyrr en Kópavogs- bær hjó á linútinn. 5. apríl 1990 gerði Kópavogs- bær samning við ríkisvaldið um byggingu skóla-, íþrótta- og menningarmiðstöðvar í Kópavogsdal. Áætlaður kostnaður var 954 milljónir og skyldi framlag ríkisins vera 300 milljónir. Nýr meirihluti tók við stjórn bæjarins að loknum bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum 20. apríl og taldi hann hlut rík- isins í fyrrnefndum framkvæmdum allt of lágan. Áður ákveðnum framkvæmdum var breytt til að lækka kostn- að, en fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar komust að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að kostnaður væri allt of hár fyrir bæjarfélagið. Um siðustu helgi var gert samkomulag við menntamála- og fjármálaráðherra með fyrirvara um sam- þykki bæjarstjórnar Kópavogs á fimmtudaginn kemur þess efn- is að Kópavogur hætti við framkvæmdirnar og fengi 10 milljónir úr ríkissjóði upp í útlagðan kostnað. Margir eru tilbúnir að hlaupa í skarðið og ýmsar hugmyndir hafa komið fram síðustu daga, en málið er í hnút, því enginn treystir sér til að leggja út fyrir verkinu. Bygging fjölnota húss á byrjunarreit IHF staðfesti 3. febrúar 1988 að úrslitaieikur í heimsmeistarakeppni karla í handknattleik yrði að fara fram í íþróttahúsi, sem tæki a.m.k. 7.000 áhorfendur. Slíkt hús var og er ekki fyrir hendi á íslandi og um tíma íhugaði HSÍ að hætta við að sækja um HM. Að athuguðu máli var ákveðið að fá staðfestingu frá ríkisstjórninni þess efnis að fullnægjandi íþróttahús yrði byggt tímanlega fyrir keppnina. 19. apríl 1988 fékk HSÍ yfirlýsingu frá ríkisstjórninni undirritaða af menntamálaráðherra. Þar segir m.a.: Frá undirritun samnings milli Kópavogsbæjar og rikisvaidsins. Frá vinstrí: Logi Kristjánsson formaður Breiðabliks, Svavar Gestsson þáverandi menntamáiaráðherra, Kristján Guðmundsson þáverandi bæjar- stjóri í Kópavogi, Steingrímur Hermaimsson þávcrandi forsætisráðherra, Ólafur Ragnai- Grímsson þáver- andi Ijármálaráðherra og Jón Hjaltaiín Magnússon formaður HSÍ. Heimsmeistarakeppnin yrði hluti hátíðarhalda sem munu fara fram í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá því að lýðveldið var stofnað á íslandi 1944. Ríkisstjórnin mun sjá til þess að heimsmeistarakeppnin fái góða al- þjóðlega kynningu ásamt öðrum þáttum hátíðarhaldanna. Fullvíst er að keppnin yrði ekki aðeins til þess að auka áhuga á handknattleik á íslandi heldur mundi hún og vekja athygli víða um heim. Ríkisstjórn íslands lýsir yfir að áætlanir eru um byggingu nýrrar íþrótta-, sýningar- og ráðstefnuhall- ar í Reykjavík, sem tekin yrði í notkun nokkru áður en heimsmeist- arakeppnin verður haldin 1993/94 og er gert ráð fyrir að hún geti rúmað um átta þúsund áhorfendur. Höll þessi verður byggð í samstarfí við Reykjavíkurborg svo og áhuga- aðila á sviði íþrótta, vörusýninga, ráðstefnuhalda og ferðamála. Hin fyrirhugaða bygging mun uppfylla allar kröfur Alþjóða handknattleiks- sambandsins varðandi heimsmeist- arakeppni í handknattleik og yrði kjörinn staður fyrir slíka keppni.” Reykjavík hefur engu lofað í framhaldi lét HSÍ teikna íþróttahöll í Laugardal með sam- þykki borgarstjóra, en formlegar viðræður fóru aldrei fram við Reykjavíkurborg varðandi fram- kvæmdir og Davíð Oddsson borgar- stjóri lofaði engu í því efni. Haustið 1988 samþykkti IHF að ísland fengi HM 1995. Næstu mán- uði var ekkert ákveðið um byggingu íþróttahúss, sem nota mætti fyrir keppnina, en félagið Verkefnis- stjórnun (verkfræðingamir Jón Hjaltalín, Gunnar Torfason og Bald- ur Jóhannesson) útbjó verkefnis- handbók vegna framkvæmdar keppninnar. Starfshópur HSÍ gaf síðan út bækling í ágúst 1989, þar sem fram voru settar tillögur að starfsemi, sem gæti farið fram í fjölnota höll í Laugardal, sem ríkis- stjórnin hafði gefið vilyrði fyrir að yrði byggð. Lagt var til að þessi íþrótta-, sýningar- og menningar- höll yrði tilbúin 17. júní 1994 og hún nefnd Þjóðhátíðarhöllin eða Þjóðarhöllin. Áætlaður byggingar- kostnaður var um hálfur milljarður á gildandi verðlagi. Þó nokkur umræða varð um mál- ið og var fyrst og fremst tekist á um kostnaðarhlið þess. Háværar gagnrýnisraddir heyrðust vegna kostnaðar. Reykjavíkurborg árétt- aði að hún hefði engu lofað, en engin ákvörðun var tekin um fram- haldið. Þegar bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar í apríl 1990 nálguðust blandaðist umrædd höll inní umræð- una. í febrúar 1990 gerði bæjar- stjóri Kópavogs HSÍ grein fyrir hugmyndum um að íþróttahús, fé- lagsaðstaða og skóli, sem fyrirhug- að er að byggja í Kópavogsdal, yrðu nýtt tímabundið sem aðalhús fyrir HM 1995. Landsliðið hélt á HM í Tékkóslóvakíu með þessar hug- myndir og greindi frá þeim ytra. Einnig var farið með fyrsta frétta- bréf sambandsins vegna keppninnar 1995, sem kom út í febrúar, en þar segir Steingrímur Hermannsson 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.