Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 15

Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 15 ungversku blaði og stofnaði litprent- smjðju í Búdapest. I nóvember 1988 keypti Maxweil rit um tímaáætlanir flugfélaga, Official Airline Guides, fyrir 750 milljónir dala. Skömmu síðar var til- kynnt að hann mundi hætta umsvif- um í prentiðnaði og selja BPC-fyrir- tækið stjórn þess til að auðvelda fyrirtækjakaup í Bandaríkjunum. New York-blaðið DailyNews bættist síðan í hópinn, en eignir víða um heim urðu fremur til að veikja ijöl- miðlastórveldi hans en að efla það. Á sömu árum haslaði Murdoch sér einnig völl í Bandaríkjunum og varð bandarískur ríkisborgari. Evrópskt blað í fyrra hleypti Maxwell af stokk- unum evrópska vikublaðinu The European eftir þriggja ára undirbún- ing. Hann sagði að blaðið „myndi styðja alla sem væru hlynntir ein- ingu Evrópu og beijast gegn þeim sem væru henni andvígir.” Fyrsta tölublaðið kom út í 300.000 eintök- um og var prentað í London, París, Hannover og Búdapest. Blaðið hefur ekki fengið eins marga kaupendur og auglýsendur og vonir stóðu til. Nú er talið óvíst að það verði lang- líft vegna fráfalls stofnandans. Tilraunir Maxwells til að hasla sér völl á sviði kapals- og gervihnatta- sjónvarps runnu út í sandinn. Tilraun hans til að stofna nýtt dagblað í London, Daily News, fór út um þúf- ur á fimm mánuðum. í apríl var Pergamon Press selt hollenzka fyrir- tækinu Elsevier fyrir 440 milljónir punda til að skera niður skuldir. Það markmið Maxwells að auka veltu úr um 3 milljörðum punda í um 5 milljarða „og hagnað að sama skapi” stóðst ekki. Allir eignarhlutar hans í sjónvarpi voru að lokum seld- ir, þar á meðal 20% hlutur í Central Independent í Bretlandi. Nokkrum mánuðum síðar fór fram uppboð sjónvarpsleyfa, sem hefði fært hon- um margra milljóna punda hagnað ef hann hefði beðið rólegur. Þj óðsagnapersóna Maxwell varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og fær misjöfn eftir- mæli. „Skepna, en geðugur og með vott af snilligáfu,” segir fyrrverandi blaðafulltrúi hans. „Um hann er það eitt hægt að segja með vissu að hann er óútreiknanlegur,” segir í ævisögu hans eftir Joe Haines, sem telur að hann hafi notið þess að koma af stað deilum og lægja síðan öldurnar. Sagan segir að þegar 10 framkvæmdastjórar hans hafi beðið um nýja bíla hafi hann sagt sex þeirra upp, þar sem þeirra væri ekki lengur þörf. Fjármálamönnum mislíkaði að þeir gátu ekki reiknað hann út að sögn Financial Times. Hann var líka gagnrýndur fyrir að flytja fjármuni milli opinberra fyrirtækja sinna og einkafyrirtækja. Því vöknuðu grun- semdir um að einkaskuldir hans væru meiri en hann vildi viðurkenna opinberlega. Hann stóð oft í mála- ferlum og hafði áhuga á mörgu, rak til dæmis knattspyrnufélag og bjarg- aði brezku samveldisleikunum. Andstæður og mótsagnir í fari Maxwells vöktu mesta athygli að sögn Financial Times. Vinir jafnt sem andstæðingar hafi talið hann vægðarlausan, vingjarnlegan, næm- an, fljótfæran, haldinn stórmennsku- æði og velviljaðan öðru fólki. Athygl- isverðast sé að hann hafi alltaf neit- að því að hann sæktist eftir veralda- rauði og jafnan stutt hægfara jafn- aðarstefnu, þótt auðugur væri. Hon- um hafi gramizt að Margaret That- cher fyrrum forsætisráðherra benti eitt sinn á og sagði að í raun væri hann „einn af oss.” Blaðið segir að fyrir ári hafí mátt halda því fram að þrátt fyrir ýmsa sérvizku hefði Maxwell komið á fót stórfyrirtæki, sem myndi standast tímans tönn. Síðan hafí æ betur komið í ljós að miklar skuldir væru að gera út af við Maxwell sjálfan og fyrirtæki hans og mestallar eign- irnar hafi verið til sölu fyrir skikkan- legt verð. Hann hafí ekki viljað láta inneignir sínar í Liechtenstein og síðar Gíbraltar renna til fjölskyld- unnar heldur til góðgerðar- og vís- indamála, en óvíst hafí verið hve mikið væri eftir af eignum hans þegar hann hvarf af snekkju sinni undan strönd Tenerife. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna sett á stofn 2.sept STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna var stofnað mánu- daginn 2. september sl. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra á öllum sviðum innan sjúkrahúsa og utan. Stofnfundur félagsins var hald- inn í Reykjavík 2. september sl. í framhaldi af skemmtun sem hald- in var í miðbæ Reykjavíkur 31. maí sl. og forráðamenn skemmti- staðarins Berlínar og ferðaskrif- stofunar Veraldar stóðu fyrir ásamt félögum úr Samhjálp for- eldra. Stofnendur þessa nýja styrktar- félags eru einstaklingar í Sam- hjálp foreldra, sem er foreldrafé- lag krabbameinssjúkra barna. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að ganga í félagið og gera það fyrir 1. jan- úar 1992 munu teljast stofnfélag- ar og geta allir þeir sem áhuga hafa á málefnum krabbameins- sjúkra barna orðið félagar. Stjórn félagsins skipa: Þor- steinn Ólafsson formaður, Jó- hanna Guðbrandsdóttir ritari, Bryndís Torfadóttir gjaldkeri og meðstjórnendur eru Skúli Jónsson og Bjarni Óskarsson. Eins og áður hefur komið fram í ijölmiðlum safnaðist umtalsverð Qárhæð í tengslum við áðurnefnda skemmtun í miðbæ Reykjavíkur og hefur það fé verið lagt í styrkt- arsjóð félagsins sem stofnfé, en markmið sjóðsins verður m.a. að styrkja krabbameinssjúk börn og aðstandendur þeirra fjárhagslega. Til eflingar sjóðsins mun stjórn félagsins beita sér fyrir fjáröflun- arverkefnum ýmiskonar, þ.á m. sölu á minningarkortum en prent- smiðjan Grágás í Keflavík hannaði og færði félaginu 2.000 fyrstu kortin að gjöf. Stjórn félagsins vill koma á framfæri kæru þakk- læti til allra þeirra fjölmöi’gu sem lagt hafa félaginu lið á einn eða annan hátt. Minningarkort styrkt- arfélagsins verða seld í Garðsapó- teki. Einnig verður tekið á móti beiðnum um sendingu í síma 91- 679005 eftir kl. 18 virka daga og um helgar. Önnur verkefni félagsins á næstunni verður kynning á félag- inu meðal alinennings og fyrir- tækja með félagaöflun í huga. Réttindamál krabbameinssjúkra barna hafa lengi verið útundan í tryggingakerfínu en 25. júní sl. var Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra heimsóttur, honum gerð grein fyrir hversu bágborið ástand væri víðast hvar á heimilum, þar sem börn greindust með langvinna og alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Miklar vonir eru bundnar við að eitthvað verði nú gert í þessum málefnum ekki hvað síst vegna þeirrar jákvæðu yfirlýsingar sem ráðherra hefur gefið í fjölmiðlum. Stjórn félagsins mun beita sér fyrir að réttindamál þessi komist í höfn og gerir það að lágmarks- kröfu sinni að þessum börnum ásamt fjöldskyldum þeirra verið séð fyrir velferð og öryggi á við aðra landsmenn.' Eitt af baráttuverkefnum fé- lagsins verður einnig að vekja at- hygli landsmanna allra á því hversu biýnt það er í þessu vel- ferðarríki okkar að byggja barn- aspítala sem fyrst. ■ ÚT ERU komin jólakort Kvenfélags Hringsins. Jólakort- in eru hönnuð af Guðnýju Harð- ardóttur og prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Aðallega selja Hringskonur sjálfar en einnig eru þau til sölu á ýmsum stöðum í bænum, í bóka- og blómabúðum og stórmörkuðum. Allur ágóði af kortasölunni fer til styrktar Barn- áspít'alá Hringsins. Þeir sem áhuga hafa á að fræð- ast frekar um félagið geta skrifað til Styrktarfélags krabbameins- 'sjúkra barna, pósthólf 8687, 128 Reykjavík, eða haft samband í sima 91-676020. Þar mun sím- svari veita allar helstu upplýsingar og gefa upp símanúmer stjórnar- manna. (Fréttatilkynning) Tónleikar í Borgarleikhúsinu mánudagskvöld 11. nóv. kl. 21. DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR ÞEIM FYRRIEKKERT EFTIR. FRIS- LENDINGURINN OTTÓ ER Á KAFI í UMHVERFISVERNDARMÁLUM OG ENDURVINNSLU ÝMISSA EFNA. ÖLL VANDAMÁL SEM OTTÓ TEKUR AÐ SÉR, LEYSIR HANN... ÁSINN HÁTT SERHANNAD FYRIR ÞIG Nýjar húsgerðir: Bjóðum upp á nýjar húsgerðir í samráði við Verk- og kerfisfræðistofuna SPOR, Síðumúla 1 í Reykjavík. Þeir félagar hafa einnig milligöngu um að hitta arkitekt eða fulltrúa framleiðanda til frekari samningaviðræðna. Sérverðlisti fyrir Reykjavíkur- svæðið þar sem ferðir, fæði og flutningur er innifalið. Hringið í síma 91-686250 eða síma 98-22333 til að fá nánari upplýsingar og bæklinga. samtaKf n HUSEININGAR LJ Gagnheiói 1 - 800 Selfossi - Sími 98-22333

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.