Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 18

Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVBMBER 1991 Suðureyri við Súgandafjörð Ekkert kemur í staðinn fvrir fisk Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins Súganda, segir að þótt plássinu verði tryggður 2.500 tonna afli sé hún hrædd-um að karlmenn- irnir þurfi að leita eitthvert annað eftir vinnu. „Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir fiskinn hér og mér finnst vera töluverður uggur í fólki um að atvinna muni dragast enn frekar saman á næstu mánuð- um en verið hefur,” segir Lilja. „Og afleiðingarnar fyrir sveitarsjóð eru líka alvarlegar, því í svona litlu sveitarfélagi munar um hvert starf.” Liljá er fædd og uppalin á Suður- eyri og hún man ekki eftir því að framtíð hennar hafi verið jafn óviss og nú er. „Ég held að málið sé samt ekki það að fólkið pakkj sam- an og fari í vetur, heldur hugsar sitt mál betur fram á næsta vor. Þá verður konún reynsla á þann rekstur sem hér á að vera í frysti- húsi Freyju og ljóst hve margir munu þurfa að sækja sína vinnu eitthvert annað.” Lilja er jafnframt oddviti Suðureyrar með starfi sínu sem formaður verkalýðsfélagsins. Hún segir að sveitarfélagið sé síður en svo í stakk búið að taka á sig frekari byrðar en nú er vegna sam- dráttar í atvinnulífinu, enda er sveitarsjóður nýkominn úr greiðslu- stöðvun og endurskipulagningu á áhvílandi skuldum. „Mér finnst blóðugt að Byggðastofnun fari fram á það að sveitarfélagið afskrifi sinn hlut í Freyju og þrýsti þannig á sveitina og heimamenn um að þeir gefi með sér í þessi kaup Norður- tangans og Frosta,” segir Lilja. Hvað framtíðina varðar segir Lilja að enginn á staðnum taki al- varlega þær vangaveltur, sem verið hafa uppi um að plássið verði lagt niður. Fólk horfi frekartil jarðgang- anna sem fyrirhuguð eru m.a. milli Suðureyrar og Isaijarðar, og gera Hjónin Jens Ásmundsson og Arnfríður Gunnarsdóttir:„Ömurlegt að vera rekin heim.” hafa Ingibjörg Guðmundsdóttir: „Ógeðfellt að setja nafn mitt á atvinnuleysis- bætur.” Plasslð harf að bæði sál og sjálfsvirðingu texti: Friðrik Indríðason/myndir Árni Sæberg SKOMMU áður en við rennum I hlað á Suðureyri verður á snjófölum vegi okkar hópur af spikfeitum rollum. Þær virðast hafa nóg að bíta og brenna í fjöruborðinu við veginn en ekki verður hið sama sagt um íbúa Suðureyrar. Sjálfir telja íbúarnir að þeir lepji dauðann úr skel þessa dagana, enda er um helmingur vinnufærra manna á atvinnuleysiskrá og hefur verið svo um nokkurt skeið þar sem eng- in fiskvinnsla hefur verið í gangi síðan snemma í haust. Og framtíð- in er óviss í kjölfar fyrirhugaðra kaupa Norðurtangans og Frosta á höfuðfyrirtæki þeirra Suðureyringa, Fiskiðjunni Freyju. Að vísu er loforð um að áfram verði unnið úr 2.500 tonna afla á Suðureyri eftir kaupin, en það magn er aðeins um 60% af meðalafla á Suður- eyri árin 1986-1989. Og víst er að togaranum Elínu Þorbjarnardótt- ur verður lagt eða hann seldur og þar missa fimmtán menn í pláss- inu atvinnu sína. Munar um minna á stað sem nú telur rúmlega 300 íbúa. Fólki fækkar stöðugt á Suðureyri og eitt gleggsta dæmið um það er að víða í plássinu má sjá auða glugga á íbúðum. Ibeitningaskúrnum á Suðureyri hinsvegar er vinna í fullum gangi um sinn enda eru enn gerðir út þaðan trillur og línu- bátur sem selja afla sinn á fiskmarkaðinn á ísafirði. Þeir sem þar vinna telja sig í nokkurs- konar atvinnubótavinnu meðan annað gefst ekki. Vörpulegur rauð- skeggjaður maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að þeir verði að halda áfram að beita þótt allt sé farið til helvítis og hann legg- ur málið þannig fyrir: „Pláss eins og Suðureyri verða að hafa bæði sál og sjálfsvirðingu til að þrífast. Sálin í plássinu er togarinn og nú er hann á förum en sjálfsvirðingin er fólkið og nú er það flest á atvinn- uleysisbótum.” . Gjöf en ekki sala Meðal þeirra sem eru að skera smokkfisk í beitingaskúrnum eru tveir sem misst hafa skipsrúm sitt á Elínu Þorbjarnardóttur, kokkur- inn Bergþór Guðmundsson og einn hásetanna, Sigurður Haraldsson. Bergþór segir, hvað söluna á Freyju varðar, að nær sé að tala um gjöf en ekki sölu. „Mér finnst alveg út í hött að ganga að sölunni sökum þess fjölda af fólki sem missir vinnu sína hér í plássinu, fyrir utan okkur á togaranum,” segir Bergþór. „Og persónulega finnst mér sárt að sjá á eftir Elínu, því þar hef ég starfað frá því togarinn kom hingað fyrir 14 árum. Mér hefur alltaf liðið vel um borð.” Bergþór segir að hann búi nú við mikið óöryggi í atvinnumálum eins og margir aðrir Súgfirðingar. Hann hafi að vísu vinnu við beitingar í augnablikinu, „enda tekur maður þeirri vinnu sem býðst eins og er og hugsar lítið um framtíðina,” seg- ir hann. „Við erum tveir hér að vinna sem vorum á togaranum, en hinir úr áhöfninni hafa farið hingað og þangað, tveir eru á Tálknafirði, tveir í Reykjavík, einn á Akureyri og þar fram eftir götunum.” Félagi Bergþórs í beitingaskúrn- um, Sigurður Haraldsson, hefur unnið í 8 ár á Elínu Þorbjarnardótt- ur. Hann segir að frá sínum bæjar- dyrum séð sé í góðu lagi ef traust- ir aðilar fást til að taka við stjórn- inni á Freyju, þótt hann sé ekki ánægður með að togarinn fari frá staðnum. Sigurður hefur reynt að útvega sér pláss á öðrum skipum, en það hefur gengið brösuglega. „Ég hef aldrei unnið við beitingar áður, en þetta er allt í hálfgerðri biðstöðu hjá manni eins og öðrum hér,” segir Sigurður. 15; VVTVfLý? :-s < 1 í-í ' .> : TL.TvvjT,':'' ' . - VÁ-uf-'.'V;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.