Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 20

Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Tónlist eftir Urði Gunnarsdóttur / mynd: Kristjón G. Arngrímsson Hvorki meira né minna en himnasending, segir Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari, sem siðla sumars hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar til þriggja ára. Starfslaun- in gera henni kleift að taka tilboðum um tónleikahald víðs vegar um heiminn. Auður er nýlega komin heim frá Finnlandi þar sem hún var fulltrúi íslands á hátíð norrænna einleikara og auk tónleika hérlendis er hún þegar farin að leggja drög að tónleikahaldi í Eystrasaltslöndunum, Bretlandi, Kína og Japan. Landar Auðar Hafsteinsdóttur hafa heyrt minna tii hennar en skyldi, því 17 ára flaug hún út j hinn stóra heim til náms í fiðluleik og sneri ekki til baka fyrr en í sumar, átta árum síðar. 1 litum Framtíð Auðar Hafsteins- dóttur fiðluleikara er björt. Nýverið hlaut hún starfslaun Reykjavíkurborgar og framundan er tónleikahald hér heima og erlendis. Auður ræðir hér litina og skapið í tónlistinni, aefingarn- ar, fólkið og framtíðina, uður hóf nám í fiðluleik sjö ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur, sem kennt hefur fjölda fiðluleik- ara fyrstu strok- umar. Svo lá leiðin til Guðnýjar Guðmundsdótt- ur, sem Auður segir hafa_ þróað fiðluleikinn mikið hjá sér. „Á ungl- ingsárunum hvarflaði ekki að mér að hætta, Guðný veitti mér svo mikinn innblástur. Eg lauk einleik- araprófi 17 ára _ og hélt þá til Bandaríkjanna. Á þessum tíma yejti ég því ekkert fyrir niér hvort það yrði erfiþt að fara út, ég bara skellti mér. Ég sé það fvrst núna hversu erfítt það var. Ég fór tii Boston og var Þar í fímm ár, þar af fíögur hjá Dorothy PeLay. Sfð- an lá leiðin til MinneapoJÍs. Ég hafði kynnst fiðluleikurunum Alm- jtu og Roland Vamos úti og ákvað að stunda fi-amhaldsnám hjá þeim. Þau eru frábærir kennarar og ég var hjá þeim í námi í þijú ár og lauk masters-gráðu um síðustu jól. Það var stórfínt að standa loks á eigin fótum, maður verður frjáls, getur spilað og spilað. Ekki þarf lengur að hugsa um gráður, mað- ur getur einbeitt sér að því að móta framtíðarstarfið.” - Það kostar nú sjálfsaga? . „Ef nóg er að gera, kemur hann af sjálfu sér. Ég dvaldi áfram í Bandaríkjunum að loknu námi, var aðstoðarkennari á námskeiðum hjá Vamos-hjónunum. I sumar og haust hef ég verið að æfa mig fyrir hátíðina í Finnlandi. Nú liggja fyrir tónleikar með Kammersveit Reykjavíkur, tónleikar með blönd- uðum kammerverkum og svo hef ég verið að velta því fyrir mér að leika nokkur skandinavísk verk inn á disk.” í Finnlandi tók Auður þátt í hátíð ungra norrænna einleikara, sem haldin er með nokkurra ára millibili. Einn hljóðfæraleikari frá hveiju landi lék á hátíðinni en auk þeirra var boðið til blaðamönnum, framkvæmdastjórum hljómsveita og tónlistarfólki frá Norðurlönd- unum til að hlýða á einleikarana. Að þessu sinni var svo boðið fólki frá Eystrasaltslöndunum. Hér- lendis var valinn fulltrúi á hátíðina í keppni sem haldin var í Gerðu- bergi í janúar. „Tilgangurinn með hátíðinni var að gefa ungum einlei- kurum tækifæri á að koma sér á framfæri. Við lékum annars vegar með hljómsveit, ég lék Bruch- fiðlukonsertinn nr. 1 með fílharm- óníuhljómsveitinni í Tampere þar sem hátíðin var haldin. Daginn eftir voru svo einleikstónleikar þar sem ég lék Franck-sónötu, verk eftii' Karólínu Eiríksdóttur og Brahms Sonatensatz.” - Tónlistarkaupstefna? „Já, eiginlega.” - Hvernig er andrúmsloftið? „Við vorum þarna í viku og æfðum eiginlega allan tímann, svo við höfðum engan tíma til að verða stressuð. Það er auðvitað nauðsyn- legt að vera í toppformi svo að æfingarnar gangi vel. En and- rúmsloftinu á svona hátíð er ekki hægt að líkja við það sem tíðkast í keppi. Á hátíðum er mesta álag- ið frá manni sjálfum komið og aðálatriðjð er að ná tökum á áhprf- enöiijp. í keppni er hlustað öðru- vísi og þar eru gerðar ákveðnar Lröfur um sambandið milli tækni og tóngáfu hljóðfæraleikaranna. Mér varð reyndar um og ó þegar ég komst að því að af hinum fíór- um spilurunum voru þrír fiðluleik- arar. En við reyndumst mjög ólík og ekki ástæða til að hafa áhyggj- ur af því. Við kynntumst vel inn- byrðis, svo og öðrum þarna á há- tíðinni. Það var ekki síður mikil- vægt enda einn tilgangur hátíðar- innar að koma á tengslum við fólk í tónlistarheiminum.” í Finnlandi fékk Auður tilboð frá öllum Eystrasaltslöndunum um að spila og segist vona að tilboð frá Norðurlöndunum fylgi í kjölf- arið. Hún hefur ákveðið að taka tilboðunum, svo og tilboðum frá Kína, Japan og Englandi. „Það er freistandi að taka sem flestum til- boðum því ávinningurinn er tví- þættur. Annars vegar sjálft tón- leikahaldið, sem er svo gefandi og svo hins vegar að kynnast svo mörgu og yndislegu fólki í tengsl- um við tónlistina. Núna er nóg að gera hjá mér og starfslaunin gera mér kleift að halda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Utanferð- irnar eru reyndar háðar ferða- kostnaðinum. Hann er því einn aðalþáttanna sem taka þarf tillit til þegar tilboð koma um að leika erlendis. Hugsanlega kemur það sér betur fyrir mig að búa erlend- is, þá einna helst í Evrópu, en það fer eftir því hvar ég mun spila mest.” Það er engan bilbug að finna á Auði, hún hefur tröllatrú á fram- tíðinni og tónlistinni. „Tónlistin gefur mér svo margt, það er nú það góða við hana. Þegar ég var yngri, spilaði ég bara. Eftir því sem árin hafa liðið hef ég mikið velt því fyrir mér hver sé galdur- inn við tónlistina. Eri tónlistai'heimurinn er einnig harður heimur og ég geri þá kröfu til sjálfrar mín að vera ævinlega í toppformi. Sameina vei'ður álagið við að koma fram og að koma sjálf- um sér á framfæri ánægjunni við að spila. Mér finnst það hafa tek- ist hjá mér.” Að vera í toppformi kallar á stífar æfingar. „Mér finnst gaman að æfa mig og líður best ef ég æfi mig mikið. Ef ég er að æfa upp ný verk, æfi ég að meðaltali 5-6 tíma á dag, lengur ef ég gleymi mér. Á ferðalögum verður auðvit- að lítið úr æfingum ... Ég held að ég myndi ekki vita hvað ég ætti af mér að gera ef ég gæti ekki stundað æfingar í einhvern tíma. Ég verð að heyra tónlistina og að geta unnið með hana, túlkað verkin. Þau verk sem ég æfi í það og það sinnið hljóma í kollinum, núna eru það aðallega Brahms og Grieg. Ég hef aldrei verið undir álagi með æfingar heiman frá, foreldrar mínir ýttu aldrei á mig að æfa mig og ég er ekki alin upp í einni af þessum tónlistarfíölskyldum. Faðir minn hefur reyndar mikinn áhuga á listaverkum, sem mér finnst skemmtileg viðbót við tón- listina. Ég tengi mörg verk tónlist og öfugt. Svo tengi ég tónlistina litum. Ef ég lendi í vandræðum með einhveija tóna eða hvernig á að túlka hluta verka, auðveldar það mér vinnuna að hugsa um það í litum.” - Nefndu mér dæmi? „Brahms er í djúpum litum.” - Hugsar þú tónlistina í orðum? „Aldrei, en ég hlusta eftir skap- inu í tónlistinni og svo tengi ég hana oft náttúrunni. Verkið sem ég er nú að æfa eftir Grieg er t.d. mikið náttúruyei'k, ég kemst ekki hjá því að hugsa um villt og stór- gert landslag þegar ég leik það.” Auður segist umgangast tón- listarfólk einna mest, enda sé eðli námsins og starfsins slíkt. Á æf- ingum sé hljóðfæraleikarinn einn, á samæfingum og tónleikum hitti hann aðallega tónlistarfólk, enda eigi það svo margt sameiginlegt. „Við erum rétt eins og aðrar starfsstéttir. Þá er ég ekki bara að meina tónlistina heldur líka mannlega þáttinn, við þekkjum sama fólkið.” - Hvernig fólk er tónlistarfólk? „Heimurinn sem það lifir og hrærist í er mjög sérstakur og því er tónlistarfólk óneitanlega dálítið sérstakt. Tónlistin er túlkun til- finninga og ég held svei mér þá að maður verði hreinlega tilfinn- inganæmari fyrir vikið. Tónlistin býr til karaktera. Mér hefur tón- listin gefið lífsgleði, hún lýsir upp tilveruna.” - Finnst þér þú einhvern tíma hafa misst af einhverju vegna tón- listarinnar? „Nei, mér fínnst ég hafa bragð- að nóg á veröldinni enn sem kom- ið er. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað ég væri að gera ef ég hefði ekki farið út í tónlistamám og satt best að segja hef ég ekki hugmynd um það.” Þegar tónlistinni sleppir, segist Auður reyna að stunda útiveru. „Ég stend í sömu sporunum þegar ég spila og þarf því að hreyfa mig. Mér finnst leiðinlegt að ganga og fer frekar í sund. Það er alveg sérstök tilfinning að synda á Islandi, ofan í heitri laug í kuidanum. Andstætt svo mörgum hef ég ekki gaman af því að lesa, það er að segja ekki skáldskap, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari: „Ég hef oft velt því fyrir mér hvað ég væri að gera ef ég hefði ekki farið Út í tónlistarnám og satt þest áð segja hef ég ekki hugmynd um það.” ep ég hef áhuga á sannsögulegum atburðum og reyni að fylgjast með því sem er að gerast. Það var óneitanlega sérstakt að vera í Bandaríkjunum á síðasta ári og verða vitni að því hverning heim- urinn hefur breyst. Og sagan teng- ist tónlistnni, samtími tónskálda spilar oft inn í verkin og ég reyni að kynna mér hvað liggur að baki þeim, það hjálpar oft til að skilja þau betur. Tónlistin hættir ekki að hljóma þegar fiðlan er lögð til hliðar. Auður segir tilbreytingu í því að hlusta á popp og jass, aðallega í útvarpi. Svo hlusti hún auðvitað á sígilda tónlist, minnst þó á fiðlu- tónlist. „Áður fyrr átti ég mér nokkur eftirlætistónverk og hlust- aði á þau dag eftir dag. Eg vona að ég sé orðin dálítið víðsýnni í dag, núorðið legg ég mig eftir því að hlusta á það sem aðrir tónlistar- menn eru að gera.” - Hvað með framtíðina? „Ég vil reyna að spila sem mest. Ef ég horfi lengi-a fram í tímann, hvarflar hugurinn til þess að eign- ast eigin fíölskyldu. Það skiptir svo miklu máli að geta gefið henni nægan tíma og orku. Ég heid að þetta sé ekki spurning um egó- isma, tónlistin tekur bara svo mik- inn tíma að maður verður að vera tilbúinn að gefa eitthvað eftir fyr- ir hana. Ég lít ekki svo á að ég sé að fórna því að eignast eigin fíölskyldu fyrir tónlistina, heldur er tónlistin það sem heillar mig mest nú og ég er ekki viss um að ég sé tilbúin. Svo hef ég ekki enn fundið þann eina rétta.” - Verður hann að vera tónlistar- maður? „Ekki endilega, maður má ekki einangrast algjörlega í tónlist- inni.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.