Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
29
ATVINNU AUGL YSINGAR
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
óskar eftir:
Hjúkrunarfræðingi í fullt starf til afleysinga
við Atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðv-
arinnar.
Upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 22400 milli
kl. 12.30 og 13.30.
Hjúkrunarfræðingi ífulltstarf við heimahjúkrun.
Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri í síma 22400.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á af-
greiðslu Heilsuverndarstöðvarinnar,
Barónsstíg 47.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra
fyrir kl. 16 föstudaginn 15. nóv. nk.
Innanhússhönnuður
Verslunin Brunás innréttingar, Ármúla 17a,
Reykjavík, óskar að ráða innanhússhönnuð
til starfa sem fyrst. Verslunin selur Brúnás-
innréttingar, auk þess að hafa í umboðssölu
innihurðir, stiga o.fl. fyrir aðra framleiðend-
ur. Vinnutími frá kl. 9-18.
Við leitum að innanhússhönnuði til að ann-
ast ráðgjöf, sölu, tilboðsgerð, ýmsa hönnun-
arvinnu og aðra þjónustu við viðskiptavini.
Viðkomandi þarf að hafa söluhæfileika og
ánægju af mannlegum samskiptum.
í boði er framtíðarstarf hjá vaxandi fyrirtæki.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk-
ar, merktar: „I - 563” fyrir 12. nóvember nk.
Hagva ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík [ Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
\LEFNA FATLAÐKA
REYKJANESSVÆÐI
Hefur þú metnað
í starfi?
Hjá Svæðisstjórn á Reykjanesi er starfandi
hópur af fóiki, sem hefur metnað og áhuga
á að þroskast í starfi, svo og vaxa sem ein-
staklingar. Við leggjum ríka áherslu á upp-
byggjandi samkskipti og árangursríkt sam-
starf.
Við bjóðum upp á skemmtileg og fjölbreytt
störf með fötluðum á sambýlum,
skammtímavistun og á æfingastöð.
Hjá okkur verður þú ekki ein/einn í starfi,
því við getum boðið þér upp á stuðning
og/eða handleiðslu.
Starfið er í sífelldri þróun og lögð er rík
áhersla á að þörfum skjólstæðinga og starfs-
manna sé mætt sem best hverju sinni.
í okkar hóp vantar bæði þroskaþjálfa og
annað fagfólk og ennfremur aðra starfs-
menn.
Ef þú hefur áhuga, þá getum við gefið þér
nánari upplýsingar í síma 641822 milli kl. 11
og 12 virka daga.
Kær kveðja.
Starfsfólk Svæðisstjórnar Reykjanessvæðis.
Málmiðnaður
Fyrsta flokks alhliða málmiðnaðarmaður með
meistararéttindi óskar eftir atvinnu, helst
utan Reykjavíkursvæðinsins.
Ýmislegt kemur til greina.
Áhugasamir vinsamlegast hringið í síma
98-22917 eftir kl. 19.00.
jRIKISSPITALAR
Reyklaus vinnustaður
Aðstoðardeildar-
stjóri - geðdeild
Landspítala
Staða aðstoðardeildarstjóra á deild 26,
Flókagötu 29, er laus til umsóknar. Áskilin
er menntun hjúkrunarfræðings. Um er að
ræða fjölbreytt og áhugavert hjúkrunarstarf
á meðferðar- og endurhæfingadeild.
Frekari upplýsingar veitir Jónína Guðmunds-
dóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 602636
eða Nanna Jónasdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdarstjói, í síma 602600.
Hjúkrunarfræðingar
- geðdeild
Hjúkrunarfræðing vantar á kvöldvaktir á deild
16, sem er endurhæfingardeild á Vífilstaða-
lóð. Einnig vantar hjúkrunarfræðing á deild
33-A, sem er deild fyrir vímuefnasjúklinga.
Vinnutími eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur Jóhanna Stefánsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601750
eða 602890.
Kópavogshæli -
deildarstjóri
Staða deildarstjóra á deild 8, sem er elli- og
hjúkrunardeild, er nú þegar laus til umsókn-
ar. Áskilin er menntun þroskaþjálfa eða hjúk-
runarfræðings. Æskilegt starfshlutfall
80%-100%.
Á Kópavogshæli er í boði frábær aðstaða til
líkamsræktar fyrir starfsfólk.
Nánari upplýsingar gefa Hulda Harðardóttir,
yfírþroskaþjálfi, og Sigríður Harðardóttir,
hjúkrunarforstjóri, Kópavogshæli, sími
602700 frá kl. 9.00-12.00 virka daga.
íslenskar getraunir
Markaðsstjóri
Vegna aukinna umsvifa íslenskra getrauna
með samstarfi við Svía um sameiginlegan
„getraunapott”, er leitað að markaðsstjóra
sem hafið getur störf sem fyrst.
Starfið felst í markaðsstjórn og vöruþróun
ásamt samskiptum og samvinnu við félög
og söluaðila um skipulagningu og uppsetn-
ingu sölukerfa. Um er að ræða mikla vinnu,
þ.m.t. á laugardögum, og ferðir út á land
fylgja starfinu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi hald-
góða þekkingu og reynslu af tölvunotkun og
eigi auðvelt með að vinna með og hafa sam-
skipti við fólk. Reynsla af markaðsstörfum
og þekking á íþróttastarfi æskileg. Nauðsyn-
legt er að viðkomandi hafi bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvem-
ber 1991.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavördustig 1 a - 101 Reykjavík - Sími 621355
Úra- og
skartgripaverslun
óskar eftir afgreiðslustúlku eftir hádegi.
Ekki yngri en 30 ára.
Upplýsingar aðeins á staðnum mánud. og
þriðjud. 11. og 12. nóv. milli kl. 13.00 og 16.00.
Franch Michelsen, úrsmíðameistari,
Laugavegi 39.
Fjölbreytt starf
einkaritara, tengt ferðaþjónustu, verður laust
á næstunni. Góð almenn menntun, þ.m.t.
tungumálakunnátta og reynsla af tölvu-
vinnslu ásamt aðlaðandi framkomu, eru skil-
yrði,. reynsla af ferðaþjónustu og almanna-
tengslum æskileg. Um ábyrgðarstarf er að
ræða og laun í samræmi við það.
Hálfsdagsstarf kemur til greina.
Greinargóðar upplýsingar ásamt mynd
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. nóv-
ember merktar: „Fremst - 9202”.
Umsóknir eru trúnaðarmál og verður öllum
svarað.
Yfirþjónn
- veitingastjóri
Veitinga- og skemmtistaður í miðbænum
leitar að metnaðarfullum starfsmanni í stöðu
yfirþjóns/veitingastjóra.
Leitað er að einstaklingi með reynslu af sam-
bærilegu starfi, ervel skipulagður, reglusam-
ur, ásamt því að hafa leiðtogahæfileika til
að laða það besta fram hjá öðru starfsfólki
veitingastaðarins til að veita þá bestu þjón-
ustu sem völ er á.
í boði er krefjandi starf ásamt góðum launum
fyrir réttan aðila.
Allar nánari upplýsingar um starf þetta ásamt
umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu
minni.
STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf.
HAFNARSTRÆTI20, VIÐ LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK, SÍMI624550.
Framkvæmdastjóri
Laust er til umsóknar starf framkvæmda-
stjóra hjá Árnesi hf. Árnes hf. er nýstofnað
fyrirtæki í sjávarútvegi, sem varð til við sam-
runa Glettings hf. í Þorlákshöfn og Hrað-
frystihúss Stokkseyrar hf. Fyrirtækið mun
hefja starfrækslu um nk. áramót.
Fyrirtækið á sjö báta og einn togara. Afla-
heimildir þess eru 5.500 ÞÍG, auk þess sem
þátar félagsins veiða árlega allt að 3000
tonn af flatfiski o.fl. tegundum utan kvóta.
Tveir bátanna frysta aflan um borð. Fyrirtæk-
ið starfrækir hraðfrystihús á Stokkseyri og
fiskvinnslu í Þorlákshöfn.
Verkefni framkvæmdastjóra verður að
byggja upp nýtt og öflugt fyrirtæki með því
að sameina krafta beggja fyrirtækjanna.
Væntanlegurframkvæmdastjóri þarf að geta
hafið störf um áramót eða sem fyrst þar á
eftir.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar undirrituðum, sem
veitir nánari upplýsingar um starfið, fyrir
20. nóvember nk. •
SigfúsJónsson,
Nýsir hf. - ráðgjafaþjónusta,
Skipholti 50B, 105 Reykjavík.
S'ími 91-626380.