Morgunblaðið - 10.11.1991, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
m n #■ ■ ■MBMMM
I FRETTUM
3l»3l g |#aVS| T.\
SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
Frá bridskvöldinu í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Helgason
SPILAMENN SKA
Mikill bridsáhugi
í Stykkishólmi
Ljóst er að bi'idsáhugijiefur auk-
ist við það hversu íslendingar
stóðu sig vel í Japan. Skólanemend-
ur hafa jafnvel tekið við sér. Hér í
Hólminum hefur brids verið spilaður
langa lengi og bridsfélag hefur ver-
ið hér um áraraðir.
Laugardaginn 26. okt. var efnt
til keppni í brids í félagsheimilinu
í Stykkishólmi. Voru það félagar
frá Akranesi, Borgarnesi, Grundar-
firði og Stykkishólmi sem mættu
til leiks og var spilað á 9 borðum,
18 pör. Var leikurinn mjög spenn-
andi og ekki mikill munur þegar
upp var staðið og stundum var í
spilamennskunni var mikil spenna.
Úrslit urðu þau að Eggert Sig-
urðsson og Erlar Kristjánsson,
Stykkishólmi, báru sigurorð af hin-
um með 67 stigum. I 2. sæti voru
Rúnar Ragnarsson og Unnsteinn
Arnason, Borgarnesi, með 59 stig.
í 3. sæti voru Karl Alfreðsson og
Jón Alfreðsson frá Akranesi með
53 stig og í 4. sæti komust þeir
Alfreð Viktorsson og Þórður Elías-
son einnig frá Akranesi.
Þess má geta að þrír af fjórum
sonum Kristins Friðrikssonar fyrr-
um frystihússtjóra tóku þátt í spila-
mennskunni, en faðir þeirra vann
ötullega í bridsfélaginu.
- Arni
HVALIR
Islendinmir á faraldsfæti
Islendingur einn komst í frétt-
irnar í Bretlandi fyrir
skömmu. Það var háhyrningurinn
Winnie sem skemmt hefur gestum
í Windsor Safari Park í Lundúnum
síðustu árin. Frá því var greint í
síðdegisblaðinu Evening Post, að
Winnie hefði verið seldur til sjódý-
rasafns í Bandaríkjunum og mikil
eftirsjá yrði af honum. Blaðið
ræddi við David Lindsey, þjálfara
Winnie sem sagðist klökna við
tilhugsunina, þeir hefðu saman
haldið 10.000 skemmtanir fyrir
gesti dýragarðsins og væru miklir
vinir, enda væri Winnie bráð-
greindur náungi og skemmtilegur
mjög með góða kímnigáfu.
ekki. Og hann sjái ekki betur en
að Winnie sé sáttur við guð og
menn og hann sé hraustur og
honum líði vel. Fyrir hafi svo sem
komið að Winnie hafi orðið daufur
eða æstur, en slíkt væri eðlilegt.
Það væri m.a. starfi sinn að sjá
til þess að Winnie hefði nóg fyrir
stafni.
Nokkrum dögum eftir þessa
hjartnæmu lýsingu kom önnur
hvalafrétt í bresku blaði, að þessu
sinni Daily Express, þar sem frá
var greint að íslendingar hefðu
„látið undan alþjóðlegum þiýst-
ingi þar sem Bretland hefði verið
í forystu” og bannað veiðar á fjór-
um ungum háhyrningum sem jap-
ansk sjódýrasafn hefði pantað.
Haft var eftir einhverjum Sean
White, formanni Hvala- og höfr-
ungavemdarsamtakanna, „Við
eram nú vongóðir um að það sjái
fyrir endann á þeirri iðju að selja
villt dýr til að þjóna skemmti-
bransanum.”
Þeir Winnie og D:\vid hafa
starfað saman í 12 ár, en Winnie
er nú 15 ára. David segir það
ekkert annað en ást sem tengir
þá, það sé ekki hægt annað en
að tengjast slíkum böndum á svo
löngum tíma og svo nána sam-
vinnu. Það verði erfitt að mæta
að lauginni og horfa á hana tóma.
Hann reikni með því að þá fyrst
verði viðskilnaðurinn erfiður.
David segir að friðunai'sinnar telji
að Winnie sé best geymdur í haf-
inu við strendur Islands cg svo
greind dýr hljóti að líða vítiskval-
ir af leiðindum og innilokunar-
kennd í dýragarði. David segist
blása á slíkt tal, Winnie sé þessu
vanur og myndi spjara sig illa ef
hann þyrfti að fara að hafa fyrir
Hfinu. Auk þess þekki hann orðið
sinn mann nógu vel til að geta
dæmt um það hvort að hann sé
að fara yfirum af leiðindum eða
Winnie og David reyna að nýta þann tíma sem þeir eiga enn.
SÓFASETT - HORNSÓFAR
Leðurklæddur hornsófi, kr. 138.000 stgr. Frá Ítalíu: Ný sending af sófa-
settum í mörgum litum: Bleikt, grænt, blátt, brúnt, svart, rautt. Hagstætt verð.
Chesterfield sófasett, 3ja + 2 stól-
ar. Leður, brúnt eða rautt. Verð
aðeins kr. 180.000 stgr.
Nýkomin reyr húsgögn, 3ja+1+1+borð, kr. 79.800 stgr.
2+1+1+borð, 73.000 stgr. Einnig 4 stólar + hringborð,
aðeirss kr. 24.700 stgr.
Púma sófasett, 3+1+1, kr. 121.200 stgr.Ný
sending af sófasettum og hornsófum frá Belgíu og
Þýskalandi. Mikið úrval. Einnig sófasett með mjög
góðu Lúx-efni, kr. 114.200 stgr. Frá Danmörku:
Hornsófar, 3+2, kr. 85.000 stgr. Frá Svíþjóð: Horn-
sófar, 2+3. Leður á slitflötum. Litir: Svart, brúnt,
rautt. Kr. 129.000 stgr.
VULKAN
ÁS-TENGI
Allar gerðir.
Tengið aldrei stál - í - stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring
milli tækja.
itasllaiyigiw Jéras®®Bi) S ©® hf.
Vestuigötu 16 - Símar 14660-132«)
f Kaupmannahöfn
FÆST
i BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI