Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 43
14.03 Útvarpssagan: „Myllan a Barði". eftir Kazys
Boruta Þráinn Karlsson les þýðingu Jörundar
Hilmarssonar (6)
14.30 Miðdegistónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 Leikur að morðum. Fjórði og siðasti þáttur
í tilefni 150 ára afmælis leynilögreglusögunnar.
Umsjón: Ævar örn Jósepsson. Lesari með um-
sjónarmanni er Hörður Torfason.
SIDDEGISUTVARP KL. 16.00 - 19.00
16.00 Fréttir.
16.05 Völuskrín. Kristin Helgadóttir les ævintýri og
barnasögur.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 lónlist á síðdegi.
17.00 Fréttir.
17.03 Byggðalínan. Lanosútvarp svæðisstöðva i
umsjá Arna Magnússonar.
18.00 Fréttir.
18.03 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
KVOLDUTVARP KL. 19.00 -01.00
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Um daginn og veginn. Friðrik Brekkan talar.
19.50 íslenskt mál. Umsjón: Gunnlaugur Ingólfs-
son. (Áður útvarpað laugardag.)
20.00 Hljóðritasafnið. Leiknarverða þrjár hljóðritan-
ir úr safni Ríkisútvarpsins.
21.00 Kvöldvaka; a. Sögur ef Hafnarbræðrum, Hjör-
leifi og Jóni Árnasonum. b „Dimmir i dölum",
smásaga eftir Guðrúnu Sveinsdóttur frá Ormars-
stöðum í Fellum. Umsjón: Arndis Þorvaldsdóttir.
Lesarar með umsjónarmanni: Pétur Eiðsson og
Kristrún Jónsdóttir. (Frá Egilsstöðum.)
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Dagskrá morgundagsins.
22.30 Stjórnarskrá islenska lýðveldisins. Meöal
annars verður rætt við Halldór Guðjónsson dós-
ent við Háskóla (slands og Þórð Kristinsson fram-
kvæmdastjóra kennslusviðs Háskóla islands.
Umsjón: Ágúst Þór Ámason.
23.10 Stundarkorn í dúr og moll. Umsjón: Knútur
R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudags-
kvöld kl. 00.10.)
24.00 Fréttir.
0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur úr Árdegisút-
varpi.)
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp a báðum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur
Haukssori og Eirikur Hjálmarsson.
8.00 Morgunfréttir.
9.03 9 - fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson,
Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal.
11.15 Afmæliskveðjur. Síminn er 91 687 123.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9 - fjögur heldur áfram. Afmæliskveðjur
klukkan 14.15 og 15.15. Síminn er 91 687 123.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur i beinni útsend-
ingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Haf-
stein sitja við simann, sem er 91 — 68 60 90.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur
fréttirnar sinar frá því fyrr um daginn.
19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur.
21.00 Gullskifan: „Sweet baby James" frá 1970.
með James Taylor - Kvöldtónar.
22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr-
vali útvarpað kl. 6.01 næstu nótt.)
0.10 i háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
I. 00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
(Endurtekinn þáttur.)
2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 ( dagsins önn - islenskukennsla erlendís.
Umsjón: Ásgeir Eggertsson. (Endurtekinn þáttur
frá deginum áður á Rás 1.) -
3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarprmánudagsíns.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarsor
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur-
tekið úrval fra kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Útvarp Reykjavík. Umsjón Ólafur Þórðarson.
Alþingismenn stýra dagskránni.
9.00 Morgunhænur. Umsjón Hrafnhildur Halldórs-
dóttir og Þuríður Sigurðardóttir.
II. 00 Vinnustaðaútvarp. Umsjón Erla Friðgeirs-
dóttir.
12.00 Hádegisfundur. Umsjón Hrafnhildur Hall-
dórsdóttir og Þuriður Sigurðardóttir.
13.00 Lögin við vinnuna. Umsjón Erla Friðgeirsdótt-
ir.
14.00 Hvað er að gerast. Umsjón Bjarni Arason
og Erla Friðgeirsdóttir. Svæðisútvarp fyrir hlust-
unarsvæði Aðalstöðvarinnar, opin lína í sima
626060.
15.00 Tónlist og tal. Umsjón Bjarni Arason.
17.00 islendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson.
19.00 Lunga unga fólksins. i umsjón tíunda bekk-
inga grunnskólanna. Þinghólsskóli.
21.00 Á vængjum söngsins. Atriði úr óperum og
óperettum, sönglög og léttklassískir tónar. Um-
sjón Óperusmiðjan.
22.00 Blár ménudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
24.00 Dagskrárlok.
ALFA
FM 102,9
7.00 Morgunþáttur. Erlingur Nielsson.
9.00 Jódis Konráðsdóttir.
9.30 Bænastund.
13.00 Kristbjörg Jónsdóttir.
13.30 Bænastund.
17.30 Bænastund.
18.00 Sverrir Júliusson.
20.00 Margrét Kjartansdóttir.
22.00 Hafsteinn Engilbertsson.
23.50 Bænastund,
24.00 Dagskrárlok.
Bænalínan ar opin alla virka daga fra kl. 7.00-
24.00, s. 675320.
MORGUNBLAÐIÐ ÖTVARP/ SJOINIVARP SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
43
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson
og Guðrún Þöra.
9.00 Fyrir liádegi. Bjarni Dagur Jónsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.15 Kristófer Helgason. Flóamarkaðurinn er í
gangi og síminn er 67 11 11.
14.00 Snorri Sturluson. Siminneropinn, 67 11 11.
17.00 Reykjavik síðdegis. HaligrímurThorsteinsson
og Einar Örn Benediktsson.
17.17 Fréttaþáttur.
17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram.
19.30 Fréttir.
20.00 Örbylgjan. Umsjón Ólöf Marin.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson.
24.00 Lftir miðnætti. Björn Þórir Sigurðsson.
4.00 Næturvaktin
EFF EMM
FM 95,7
7.00 Jóhann Jóhannsson i rnorgunsárið.
9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt.
12.00 Hádegisfréttir.
15.00 iþróttafréttir.
Kl. 15.05 Anna Björk Birgisdóttir.
19.00 Kvölddagskrá FM.
21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
21.15 Pepsí-kippa kvöldsins.
24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
16.00 Tónlist. Axel Axelsson.
17.00 ísland ídag. (Frá Bylgjunni). Kl. 17.17 Fréttír.
18.30 Tónlist.
- STJARNAN
FM 102/104
7.30 Sigurður Ragnarsson.
10.30 Sigurður H. Hlöðversson.
14.00 Arnar Bjarnason.
17.00 Felix Bergsson.
19.00 Grétar Miller.
22.00 Asgeir Páll.
00.00 Halldór Ásgrímsson.
ÚTRÁS
FM 104,8
16.00 FB.
18.00 Framhaldsskólafréttir.
18.15 IR.
20.00 Kvennó.
22.00 MR.
1.00 Dagskrárlok.
OLL FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVOLD
HVER VERÐUR ÍSLANDSMEISTARI?
Nú fara fram í Ölveri í Glæsibæ
undanrásir í íslandsmeistarakepp-
ninni í KARAOKE, þar sem leitað
er að KARAOKEMEISTARANUM 1991. Á hverju
kvöldi undankeppninnar verður valinn einn söngvari
sem fær viðurkenningarskjal, óvænt verðlaun og
kemst í undanúrslit keppninnar sem verða
sunnudaginn 5. janúar 1992. Þar verða síðan valdir
tíu keppendur sem ásamt Karaokemeisturum
Akureyrar og Vestmannaeyja taka þátt í úrslita-
keppninni sem haldin verður 10. janúar 1992. Vakin •
er sérstök athygli á því að keppnin er einungis opin
"amatörum". Aldurstakmark 18 ára.
Skráningargjald 500 kr. Nánari upplýsingar og
skráning í Ölveri eftir
kl.l 8.00 ogísíma 686220
á áðurnefndum tíma.
Á Bylgjunnl fjallar Bjarnl
Dagur um keppnlna.
keppendur, stílinn og
stællnn í þætti sínum
milll kl. 9-12 vlrka daga.
Tökum þátt í spennandi Iandskeppni um Karaoke-
meistarann 1991. Mætum öll og njótum kvöldsins.
OLVER
G t Æ S I B &
ÞAR SEM HVER SYNGUR MED SÍNU NEFI
PRUFUSÖN6UR Í
iORGARLIIKHÚSINU
Operan la Boheme eftir Puccini verður
færð upp í Borgarleikhúsinu í lok mars
1992 sem samstarfsverkefni óperusmiðj-
unnar hf. og Leikfélags Reykjavíkur.
Hljómsveitarsjtóri:
Guðmundur Oli Gunnarsson.
Leikstjóri:
Bríet Héóinsdóttir.
Hljómsveit:
Sinfóníuhljómsveit óperusmiðjunnar.
Sungið veróur fyrir í einsöngs- og kórhlut-
verk í ofangreindri óperu laugardaginn
23. nóvember nk. ó stóra sviói Borgarleik-
hússins. Operusmiójan hefur einnig önnur
verkefni ó prjónunum og gildir prufusöng-
urinn einnig fyrir þau.
Söngvarar eru hvattir til þess að taka
þótt. Eyðublöð liggja frammi í miðasölu
Borgarleikhússi/is og skal þeim skilaó á
sama stað fyrir 1 7. nóvember. __ _
OijO
OPERU- LEIKFÉLAG
SMIÐJAN
REYKJAVlKUR
SlM116620
OjO
HHDBBBBi
Cánir
eftir Elínu Pálmadóttur
Raymonde Petit á skrifstofu sinni.
Með krossgátur að vopni
Hvernig eiga lslendingar að
læra almennilega íslensku? Það
er hin sígilda spurning, sem alltaf
er til umræðu á ráðstefnum og
fundum. Einni var að Ijúka þegar
Gáruhöfundur kom heim í svalann
á Fróni úr hitasvækjunni við mið-
baug.
Þar situr kona og er ekkert í
vandræðum með að lialda við ís-
lenskunni sinni, þótt hún hafi í
áraraðir verið fjarri, án tækifæris
til að tala ástkæra ylhýra málið.
Vilborg Katrín Þórðardóttir ljós-
móðir, nú Katrín Petit, aðalræðis-
mannsfrú Frakka í Douala í Ka-
merún. íslenskan hennar er enn
kórrétt, án nokkurs aðskota-
hreims og orðaforðinn mikill.
Hvernig fer hún að þessu? Hún
situr yfir íslenskum krossgátum
hvenær sem hún kemur höndum
yfir slíka gersemi. Skrifar lausn-
irnar með blýanti til þess að geta
endurnýtt þær. Og frá miðbaug
ákvað ég að færa þetta góða ráð
löndum mínum, sem alltaf eru í
vandræðum með það hvernig eigi
að kenna og halda við almenni-
legri íslensku í heimalandinu.
Ágætt ráð til þess að vera ekki
sífellt með sömu orðin á vörunum
er sem sagt að liggja í krossgát-
um. í krossgátu kemst maður
heldur ekki hjá nákvæmni í hugs-
un og merkingu orða.
Þegar von var á þessum gesti
og Katrín var spurð hvað ætti að
færa henni frá heimalandinu, var
svarað: Krossgátur og -saltkjöt!
Alltaf er gaman að vita hvers ís-
lendingar fjarri Fróni sakna mest.
Ekkert endilega gefið að það sé
hangikjöt og réyktur lax.
Katrín hefur sannarlega komið
víða við og kynnst þjóðum, siðum
og krásum. í rúma tvo áratugi
hafa þau hjónin, Raymonde Petit
og Katrín, verið fulltrúar Frakka
um víða veröld, í Ghana, Panama,
Karachi, Guatemala, Möltu (þegar
ástandið var þar viðkvæmast
vegna Gaddafís Líbýuforseta),
Japan, Tabako-Trinitat, Afganist-
an, Yemen og það er engin tilvilj-
un að Raymond Petit var nú feng-
in forusta aðalræðismannsskrif-
stofu lands síns þar sem ástandið
er óöruggast. Það hefur verið
hans sérgrein. í upphafi ferils síns
var hann raunar á hinu friðsama
íslandi og ber stoltur fálkaorðuna.
En þá var friðurinn líka úti. Ann-
ars þótti mér forvitnilegt við þess-
ar aðstæður að skoða heiðurs-
skjölin í skrifstofunni hans í Ka-
merún og fyrir hvað hann hafði
verið heiðraður. T.d. var hann
heiðraður fyrir mannúðarstörf í
Suður-Ameríku og víðar, fyrir
framlag til íþróttamála á alþjóða-
vettvangi vegna júdóklúbbanna
sem hann stofnar alls staðar, og
nú síðast tók hann við æðsta heið-
ursmerki Frakka fyrir mannúðar-
mál úr hendi Mitterrands forseta.
Ekki er létt að beita sér í mannúð-
armálum í þessum löndum með
hlutleysis- og afskiptaleysiskröfu
diplómatans á bakinu. Mér þótti
því merkilegt svar hans við þakk-
læti kamerúnsks læknis og fyrr-
Katrín Petit. ^
verandi ráðherra fyrir það hve
fljótt hann brá við og með full-
tingi stjórnar sinnar fékk Iausa
úr pyndingum fimm forustumenn
stjórnarandstöðunnar. Raymond
Petit svaraði: „Ég verð að sýna
hlutlægni, má ekki taka stjórn-
málalega afstöðu; eins og þið vit-
ið. En þegar farið er að brjóta
niður mannlega reisn, þá get ég
ekki látið málið afskiptalaust.”
Það er kjarni málsins, þessvegna
hefur hann haft kjark til að beita
sér í slíkum málum í Suður-Amer-
íku, Afríku og víðar.
Mörg er mannúðin í orði, en
þeir eru ekki mjög margir sem
leggja sig í hættu hennar vegna.
Kannski liggur rótin í uppruna
og æsku Raymonds. Hann ólst
upp í Norður-Víetnam, kominn
af frönskum föður og víetnamskri
móður. Og vegna föðurins lentu
móðirin, hann og elsta systir hans
í klóm Víetmín eins og það hét
þá. Ekki hefur hann mörg orð um
það, en þekkir á eigin skrokki
meðferðina. Kannski er enn merk-
ilegra hvernig hann af eigin
rammleik hefur komist til slíkra
metorða. Raymond kom ólæs til
Parísar um tvitugt. Á tveimur
árum tók hann utanskóla franska
menntaskólann, sem þykir ekkert
léttur, og á næstu 3-4 árum loka-
próf bæði í stjórnmálafræði (poli-
tical science) og bókmenntum í
frönskum háskóla, alls staðar með
hæstu einkunnir. „Lærði bara allt
utanbókar. Gaf mér ekki tíma til
að að skilja það fyrr en eftir próf-
in,” sagði hann og glotti. „Varð
að fara á hraðferð, því ég þurfti
að vinna.” Var svo ráðinn í ut-
anríkisþjónustuna með þessi háu
próf og hefur unnið sig þar
óvenjuhratt upp, alltaf á stöðum
þar sem mikið þykir liggja við.
Svona námsafrek eru einstök, en^..
Raymond Petit hefur sýnt að slíkt "p
er liægt.
Á öllum þessum framandi stöð-
um tekur Katrín, stelpan af Snæ-
fellsnesi, á móti gestum, í form-
legum og ófonnlegum boðum.
Situr við borðsendann, alltaf jafn
glæsileg, og ber fram fína rétti —
en langar sjálfa mest í soðið salt-
kjöt. Það var fengur að fá að
kynnast þessum einstöku hjónum.