Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
C 5
Draumadísin Barbie
hefur unnið hug og hjörtu
ungmeyja víðsvegar um heiminn
LJÓSHÆRÐ, há og grönn, fögur og tíguleg vann hún þegar
í stað hug og hjörtu ungmeyja víða um heim og ekkert lát
virðist vera á vinsældum hennar þótt liðin séu þrjátíu og tvö
ár síðan hún birtist fyrst. Meðan drengir taka ástfóstri við
nýjar og nýjar furðuverur, skrímsli og skjaldbökur halda stúlk-
urnar tryggð við Barbie og þótt Barbie hafi sáralítið breyst í
áranna rás hefur hún skotið hvers kyns nýjungum eins og litl-
um folum og ævintýraprinsessum ref fyrir rass.
Ameríska draumadísin Barbie
wmm á uppruna sinn að rekja til
Þýskalands. Saga hennar er í
stuttu máli sú að 24. júní 1952
birtist í þýska dagblaðinu Bild
■Sáí Zeitung teiknimyndapersónan
Lilli, sem Reinhard Beuthien
teiknaði. Lilli átti upphaflega
aðeins að birtast einu sinni í blað-
inu, en viðbrögð lesenda voru slík
að Lilli átti langa lífdaga fyrir hönd-
um á síðum Bild Zeitung og Beuthi-
en hafði nóg að gera næstu árin.
Ekki leið á löngu þar til sú hug-
mynd skaut upp kollinum að hanna
dúkku sem samsvaraði Lilli í útliti
og árið 1955 kom fyrsta Lilli dúkk-
an á markaðinn. Sú átti nokkrum
vinsældum að fagna í byijun, en
af einhveijum ástæðum dalaði salan
þar til bandaríska leikfangaverk-
smíðjan Mattel keypti einkaréttinn
á framleiðslunni. Nokkrar breyting-
ar voru gerðar á Lilli; Lilli varð að
Barbie, sem nú hóf sigurgöngu um
heiminn.
Tímannatákn?
Ef til vill er Barbie tímanna tákn.
Aður höfðu stúlkur leikið sér í
„mömmuleik” þ.e. þær voru mömm-
urnar og brúðurnar voru ungbörn,
sem þörfnuðust umönnunar. Kven-
frelsisbaráttan var lítt komin til
sögunnar og framtíð konunnar fólst
í móðurhlutverkinu. En Barbie var
ekkert ungbarn heldur sjálfstæð,
ung og glæsileg stúlka á uppleið
og á þeim árum var hún á kafi í
tískusýningarstörfum, sem mörg-
um litlum stúlkum þótti og þykir
efalítið ennþá toppurinn á tilver-
unni. Nú skyldi enginn halda að
Barbie sé stöðnuð tildurrófa, sem
ekki hugsi um annað en útlitið og
fín fðt. I fullu samræmi við tíðar-
andann hafa framleiðendur smám
saman látið Barbie fá mun háleit-
ari markmið, nú vílar hún ekki fyr-
ir sér að verða læknir, lögfræðingur
eða gegna öðrum snyrtilegum og
metnaðarfullum störfum. Auðvitað
á hún þá fatnað og allan þann út-
búnað sem slíkum störfum tilheyrir.
Barbie er ekki ein á báti, hún á
kærasta, sem heitir Ken og yngri
kysturina Skipper. Hún á einnig
Teiknilnynda-
persónan Lilli
Bild Zeitung
1952.
Barbie 1991.
Margir telja frönsku
leikkonuna Brigitte
Bardot fyrirmyndina
að Barbie.
láta þau æfa sig að klæða Barbie
dúkkur.
Hvað sem ólíkum skoðunum fólks
á Barbie líður, þá virðast þriggja
til tólf ára stúlkur enn una sér löng- •
um stundum í Barbie-leik og vafa-
lítið sjá margar þeirra framtíðina
endurspeglast í Barbie ... fegurð-
inni, ríkidæminu, velgengninni og
gáfunum.
Heilbrigt
fjölskyldulíf
SÉRA Þorvaldur Karl Helgason
segir að eftirtalin atriði virðist
skipta máli fyrir heilbrigt fjölskyld-
ulíf. Hefur hann fyrir sér banda-
ríska könnun sem gerð var fyrir
nokkrum áiunum. Sagt er frá þessu
í tímaritinu Heilbrigðismál.
1. Heilbrigð fjölskylda á góðar og
innihaldsríkar stundir saman.
2. Tjáskipti eru greið.
3. Samkennd og traust er mikið.
4. Trúarlíf er þroskað.
5. Virðing er borin fyrir öðrum.
6. Brugðist er á jákvæðan hátt við
aðsteðjandi vandamálum. ■
Gætið
.. •
við skiptiborðið
ÝMISLEGT þarf að athuga
þegar skiptiborð fyrir börii
eru valin. Slysavarnarfélag
íslands hefur gefið eftirfar-
andi leiðbeiningar þar af lút-
andi.
Skiptiborðið þarf að vera
stöðugt og gott er að láta það
standa upp við vegg. Borðin
þola mismikla þyngd og mikil-
vægt er að velja borð sem ber
þyngstu börnin. Þess eru nefni-
lega dæmi að borð hafi gefið
eftir undan þunga barns.
Það er góð regla að taka
saman allt sem nota þarf við
að skipta á barninu áðuren
barnið er sett á skiptiborðið.
Þannig eru allir þessir hlutir í
seilingarfjarlægð og ástæðu-
laust að víkja frá barninu, en
ein höfuðreglan er sú að skilja
aldrei barnið eftir einsamalt á
skiptiborði. ■
fjölda vina og vinkvenna, allt fallegt
og glæsilegt fólk. Þennan hóp kalla
krakkarnir einu nafni Barbie-dúkk-
ur.
Fimmtán þúsund brúður
Að sögn Jóhanns Ólafssonar hjá
heildvérsluninni Kristjánsson hf.,
seljast að meðaltali fimmtán þúsund
Barbie-dúkkur á ári. Þar af selst
Barbie sjálf mest eða u.þ.b. tíu
þúsund brúður. Reyndar segir Jó-
hann að hér á landi sé hlutfallslega
meiri sala á leikföngum en víðast
annars staðar og líklega megi rekja
það til okkar óblíðu veðráttu.
Sumum fullorðnum er svolítið í
nöp við Barbie, fínnst hún tákn
gervimennsku bg einungis til þess
fallin að ala á óraunhæfum draum-
órum óþroskaðra stúlkubarna, því
auk þess að vera með eindæmum
fögur á Barbie allt, sem nöfnum
tjáir að nefna af veraldlegum
auðæfum; hraðskreiða sportbíla,
lystisnekkjur, glæsihús og húsbún-
að, ennfremur klæðist hún ætíð
dýrindis fatnaði hönnuðum af
heimsfrægum tískuhönnuðum s.s.
Christian Dior, Yves Saint Laurent,
Kenzo, Enrico Coveri o.fl.
Jóhanni Ólafssyni finnst út í hött
að amast við leik, sem glatt hefur
geð og stytt bömum stundir um
áratuga skeið, enda telur hann
þetta viðhorf ekki almennt, því
varla myndi Barbie þá seljast eins
vel og raun beri vitni. Til marks
um það gagn sem af Barbie má
hafa segist hann vita til þess að
þroskaþjálfar kenni þroskaheftum
bömum að klæða sig með því að
6 bretti með eldhúsáhöldum
Kjörgripur í eldhúsið.
Hentugt bretti. Ryðfrítt gæðastál,
hitaþolið og hitaeinangrandi gerviefni.
Vegglisti með spaða, kjötgaffli, sósuskeið,
ausu, pastaskeið, gataspaða og 6 krókum.
U.þ.b. 37 cm langt.
Pöntunarnr. 567.364
kr. 990,-
QueUe
STÆRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU
AÐ PAIMTA SÍMLEIÐIS PÖNTUNARLÍNA
91-50200
VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI.