Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
MARGT er þoð i Miðnes
heidi sem mennirnir
ekki sjá.
ÞÓRARINN ELDJÁRN:
UÚFLINGSMÁL.
Bíla-
sölurnar
í bænum
Heiti
Sölulaun L^3^3 Innigjald
i±b_
I
Heimili
Aðal-Bílasalan Miklubraut 2,5% 14.000 -
Bílabankinn Bíldshöfða12 2,5% 14.000 0-100
Bílatorg Nóatúni 2 2,5% 14.000 200
Bílahúsið Sævarhöfða 2 2,0% 14.000 150
Bílahöllin Bíldshöfða 5 2,5% 13.665 0
Bílakaup Borgartúni 1 2,5% 14.000 -
Bílamiðstöðin Skeifunni 8 2,0% 14.000 150
Bilaport Skeifunni 11 2,0% 14.000 **o
Bílasala Garðars Borgartúni 1 2,5% 13.600 -
Bílasala Guðfinns Vatnsmýrarvegi 29 2,5% 14.000 -
Bílas. Ragnars Bjarnas. Eldshöfða 18 2,5% 14.000 200
Bílasala Reykjavíkur Skeifunni 11 *3,0% 14.000 200
Bílasalan Smiðjuvegi 4 2,0% 12.000 0
Bílaþing Laugavegi 174 2,0% 12.000 0
Bílaval Hyrjarhöfða 2 2,5% 14.000 0
Bílval Skeljabrekku 4 2,0% 14.000 -
Blik Skeifunni 8 2,0% 14.000 0
Borgarbílasalan Grensásvegi 11 2,0% 14.000 150
Braut Borgartúni 26 2,0% 14.000 0
Brimborg Skeifunni 15 *2,5% 14.000 0
Höfðahöllin Vagnhöfða 9 2,5% 14.000 150
Nýja Bílahöllin Funhöfða 1 2,5% 14.000 Q-100
R Samúelsson Nýbílavegi 6-8 ‘2,5% *15.000 160
Skeifan Skeifunni 11 2,5% 14.000 200
' Virðisaukaskattur er innifalinn. ** Ekkert innigjald fyrstu vikuna
Algengustu sölulaun
eru 17.430 krónur
ÞEGAR bílasíðan ákvað að athuga hver sölulaun væru á notuðum
bílum vakti athygli hve margar bílasölurnar eru. Sölulaunin, sem
seljandi bílsins greiðir, virðast vera nokkuð svipuð, algengast er að
lágmarksgjald sé 14.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti.
Allar bílasölurnar sem bílasíðan
JJJ hafði samband við taka ákveðið
nl hlutfallsgjald af sölu notaðra
bíla og síðan lágmarksgjald ef
ft/ft bíllinn selst á það lágu verði
að hlutfallstalan nær ekki lág-
marksgjaldinu. Flestar bílasöl-
Z urnar, þrettán talsins, taka
2,5% í sölulaun en níu taka 2%.
Við þetta bætist 24,5% virðisauka-
skattur.
Lágmarks sölulaun eru víðast hvar
14.000 krónur, 19 af 24 bílasölum
sem haft var samband við voru með
14.000 króna lágmarks sölulaun. Ein
bílasala tekur 13.600 krónur, önnur
13.665 og lægstu lágmarks sölulaun-
in eru 12.000 krónur á tveimur bíla-
sölum. Við þessar’tölur legst virðis-
aukaskattur. Ein bílasala tekur
15.000 krónur og er virðisaukaskatt-
urinn reiknaður inn í þá tölu.
Margar bílasölur bjóða uppá að
bíllinn sé geymdur innandyra. Fyrir
slíka þjónustu greiða menn mismikið,
sumir taka ekkert fyrir og mest taka
bílasölurnar 200 krónur fyrir sólar-
hringinn. Rétt er að taka fram að
bílar sem eru geymdir inni hjá bíla-
sölunum eru tryggðir, en þeir sem
standa úti eru það ekki. ■
Nauðsvmeaur
synlea
ibunaði
ferðabúnaður
tílfíalla rúnrast
í litlum poka
ÞEGAR farið er í fjallaferðir, sama livort menn fara fótgangandi, á
siyósleða eða í bil, er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hafa með sér
góðan og traustan búnað. „Menn mega ekki lenda í því þegar komið er
á fjöll að sjá eftir að hafa ekki haft hitt eða þetta með sér. Sýni menn
fyrirhyggju kemur ekki til þess því þá er allt meðferðis sem til þarf,”
segir Hilmar Már Aðalsteinsson. Hann er alvanur fjallagarpur og bíla-
síðan fékk hann til að upplýsa lesendur um hvað nauðsynlegt er að
hafa meðferðis í slíkum ferðum við misjafnar aðstæður á Islandi.
„Það er mjög mikilvægt að vera
55 í góðum og þægilegum nær-
£5 fatnaði, ekki úr bómull eða
Qj akrýl. Bómullin drekkur í sig
Ui raka og heldur honum í sér
Sifc þannig að ef menn svitna, eða
blotna, tekur langan tíma að
j þurrka flíkina,” segir Hilmar
• Már. Hann segir einnig mikil-
■I vægt að hafa góðan vatnsheld-
ftk an skjólfatnað. Lambhúshetta
er gott höfuðfat og nauðsynlegt
er að hafa fasta hettu á utanyfirflík-
inni því lausar hettur geta fokið og
þá er illt í efni. Fötin sem eru á
milli nærfatanna og skjólfatanna
skipta minna máli, en það er.betra
að hafa meira en minna af hlýjum
fatnaði með í för. Góða ullarvetlinga
er æskilegt að hafa, gjarnan fingra-
vetlinga þannig að menn geti gert
við bílinn án þess að taka af sér
vetlingana. Hilmar Már mælir ekki
með venjulegum skíðavetlingum,
segir þá ekki nógu hlýja.
Sokkar eru nauðsynlegir og þar
gildir það sama og með nærfötin.
Ekki vera í bómullarsokkúm næst
sér. Rúmir sokkar eru hlýrri en
þröngir sokkar. Góða skó er hægt
að fá og þeir verða að vera vatnsheld-
ir og helst með einangrunarsokk.
Skórnir mega ekki hindra tilfinningu
ökumannsins fyrir pedulunum og því
eru skór sem eru góðir á snjósleða
ekki nógu góðir fyrir ökumenn.
Gott að sofa í snjóhúsi
Handhæga skóflu er gott að hafa
með því aldrei er að vita í hveiju
menn lenda og skófla er nauðsynleg
t.d. ef gera þarf snjóhús. „Ef ég
ætti að velja um að sofa í tjaldi eða
snjóhúsi þá veldi ég frekar snjóhús-
ið. Það er lítill raki í því og snjórinn
einangrar auk þess sem snjóhús er
öruggt skjól í slæmu veðri þegar
tjaldið gæti frekar fokið,” segir Hilm-
ar Már og bætir við að oft fari betur
um. menn í góðu snjóhúsi en í bfl.
„Það er mjög mikilvægt fyrir bíl-
stjóra að sofa vel og það gerir hann
í snjóhúsi. Bílstjórinn verður að vera
vel hvíldur til að halda einbeitingu
sinni og til að svo verði þarf að hafa
góðan svefnpoka. Það er um að gera
að fá sér góðan svefnpoka og menn
verða að gæta sín á merkingum um
að pokarnir þoli e.t.v. 20 gráðu frost.
Þær upplýsingar standast ekki alltaf.
Einangrunareiginleikar svefnpok-
ans byggja á hversu mikið loft er í
honum, því meira loft því betri,” seg-
ir Hilmar Már. Svefnpoka geta menn
átt lengi og því mikilvægt að vanda
valið og spara ekki aurinn. Gott er
að hafa einangrunardýnu með í för
og ekki þynnri en 12 mm. Svampdýn-
ur koma ekki að neinu gagni ef
menn vilja fá einhveija einangrun.
Áttaviti, þurrmatur og prímus
Hilmar Már segist vilja hafa hand-
áttavita með í för, sama hversu góð-
an staðsetningarbúnað menn hafi í
bílnum. Þurrmatur er æskilegur enda
aldrei að vita í hveiju menn lenda.
Hægt er að fá þurrmat sem geyma
Betri stjórn meó læsivörðum hemlun
Hemlunarvegalengd við nauöhemlun meiri en með venjulegum hemlum
ERU læsivarðir hemlar (ABS)
eins mikið öryggistæki og af er
látið? Munar miklu á hemlunar-
vegalengd bíla með slíkum heml-
um og bíls með venjulegum heml-
um? Skipta læsivarðir hemlar
máli þegar hemlað er og reynt
að beygja frá hættunni um leið?
Með þessar spurningar í huga
var kannað hvort greinilegur
munur kæmi fram.
^ Fengnir voru tveir sambæri-
legir bílar af gerðinni Mazda
3 323. Annar með læsivörðum
hemlum en hinn ekki. Báðir
^ voru bílamir búnir sjálfskipt-
i{g ingu og þeir voru með sams
konar hjólbarða. Bíllinn með
læsivörðu hemlana, vegur 1.055 kg
og hinn vegur 1.020 kg.
Hemlunin var prófuð á kvart-
mflubrautinni í Kapelluhrauni.
Snjór var á brautinni og nokkurt
frost. Hún hafði Iítið verið ekin og
var því í raun ekki eins hál og ætla
mætti. í fyrstu var hemlunarvega-
lengdin prófuð með því að nauð-
hemla á 40 km hraða. Bíllinn með
læsivörnina dró að sjálfsögðu ekki
hjólin og rann talsvert lengra en
hinn sem dró óll hjól. Sá fyrrnefndi
hélt beinni stefnu en hinn skekktist
nokkuð við hemlunina. Munur á
hemlunarvegalengdinni á 40 km
hraða var 20 metrar, sá með læsi-
vörðu hemlunum þurfti 50 m til að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bíllinn með læsivörðu heml-
unum beygir auðveldlega
f ramhjá ítindrun þóH nauð-
liemlað sé. Hvíti bíllinn sem
i;kki var búinn læsivörðum
liemlum fór hins vegar beint á
liana og ekki varð við neitt
i áðið.
staðnæmast en hinn 30 metra.
Það sama var uppi á teningnum
á 60 og 80 km hraða, í bæði skipt-
in mældist styttri hemlunarvega-
lengd hjá bílnum sem ekki var bú-
inn læsivörðum hemlum. Til að
kann hvort munur væri á brautun-
um var bílunum ekið til skiptist á
akreinum brautarinnar og til að fá
enn betri samanburð var endað á
að prófa aðeins bílinn með læsi-
vörðu hemlunum. Var öryggi læsi-
varnarinnar tekið úr sambandi og
þá reyndist hemlunai-vegalengdin
mun styttri eða sambærileg hinum
bílnum. Svo virðist því sem bíll með
læsivörðum hemlum þurfi lengri
hemlunarvegalengd en bíll án þess
búnaðar á snævi þöktum vegi. Þetta
var hins vegar ekki reynt á þurru
malbiki.
Síðan var prófað að hemla og
beygja um leið frá óvæntri hindrun.
Var báðum bílunum ekið á 40 km
hraða, öðrum í senn og hemlað um
10 m frá hindruninni. Bílnum með
læsivörðu hemlunum mátti auðveld-
lega stýra framhjá en hinn rann
beint af augum og yfir hana. Þetta
var prófað nokkrum sinnum á meiri
hraða og í öll skiptin hafði ökumað-
ur fulla stjórn á bílnum með læsi-
vörðu hemlunum en enga á hinum.
Ljóst er að hér er ekki um mjög
tæknilega nákvæma prófun að
ræða heldur aðeins verið að fá góða
tilfinningu fyrir viðbrögðum bílanna
við þessar aðstæður. Hemlalæsi-
vörn hefur ótvíræða kosti þegar
hemla þarf skyndilega og beygja
um leið framhjá hindrun og hafa
stjórn á bílnum. Slíkt gerir ökumað-
ur ekki svo glatt þegar hann nauð-
hemlar bíl með venjulegum hemlum
og þá er það undir þjálfun hans
komið hvort hann nær að losa um
hemlana og ná valdi á bílnum á ný.
Jóhannes Tómasson