Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 29
MORÖUNBUAÐIE) VELVAKANDI
5. JANÚAR 1992
C 2í
Nú um jól og áramót
hafa hestamenn verið
að taka hesta sína í hús
o g sífellt meira líf verið
að færast yfir þétta
stóra hesthús í Ytra-
Holti.
ir að í hluta þess verði stórt reið-
gerði.
Nú um jól og áramót hafa hesta-
menn verið að taka hesta sína í hús
og sífellt meira líf verið að færast
yfir þetta stóra hesthús í Ytra-
Holti. Hvert plássið á fætur öðru
er að verða fullgert og er ljóst að
hestamenn hafa lagt mikinn metnað
í frágang. Öllu er mjög haganlega
fyrir komið í hveiju plássi. Auk
bása er þar hlaða, huggulegar kaffí-
stofur og mjög góð lýsing og loft-
ræsting er í húsinu. Mykjuhús eru
í flestum tilfellum byggð sem sér-
stakar þrær utanhúss en í einstaka
tilfellum er þeim fundinn staður
undir gólfi. Eftir endilöngum skál-
anum er akfær gangur þannig að
auðvelt er að koma heyjum fyrir í
hesthúsin sem eru sitt til hvorrar
handar til ganginn.
Er fréttaritari leit við að Ytra-
Holti á gamlársdag var mannmargt
á kaffistofu þeirra Steinars og Eiðs
Steingrímssona frá Ingvörum. Þar
voru hestamenn að bera saman
bækur sínar og ræða hve gríðarm-
ikla breytingu þessi nýju húsakynni
myndu hafa í för með sér fyrir þá
að sinna áhugamáli sínu. Mjög góð
aðstaða væri til útreiða frá húsun-
um og þar sem hvergi þyrfti að
fara yfir umferðargötur ætti engin
hætta að skapast fyrir börn og
unglinga að stunda hestamennsku
sökum bílaumferðar. Þarna væri
allt samankomið á einum stað og
auk þess fengju hestamenn gott
land til beitar og heyskapar á landi
jarðarinnar, ræktuðu og óræktuðu.
Næstu ára biði átak í frágangi utan-
húss svo og á sameigninni.
Fréttaritari
Þessir hríngdu . ..
Næla
Stór græn næla tapaðist við
Laugaveg eða þaðan á leið vestur
á Grund. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
76535.
Enginn innmatur
Kristín hringdi:
Ég keypti pekingönd og kalkún
fyrir jólin en þegar til átti að taka
var enginn innmatur í öndinni en
innmaturinn er eiginlega nauð-
synlegur við matreiðsluna. Ég
hafði samband við framleiðanda
og sagði hann að heilbrigðisyfir-
völd bönnuðu að innmaturinn
fylgdi öndinni. Ég hagði samband
við heilbrigðisyfirvöld og fékk þau
svör að bannað væri að selja inn-
matinn með því það skapaði svo
mikla hættu á mengun í eldhúsi.
Þetta finnst mér mikil vanvirða
við íslenskar húsmæður að þeim
sé ekki treyst til að fara rétt með
þennan mat. Fékk ég engin skýr
svör um hvers vegna þessi regla
er látin gilda hér á landi.
Mér datt nú í hug að ef til vill
væri enginn innmatur í kalkúnin-
um heldur. Hafði ég samband við
framleiðanda og sagði hann að
svo væri ekki. Að hans sögn var
of dýrt að vinna innmatinn og
væri það gert yrði varan of dýr
miðað við aðra kjötvöru. Finnst
mér að hér sé ekki nógu vel að
málum staðið svo ekki sé meira
sagt.
Var gert við bilunina?
Lesandi hringdi:
Að kvöldi annar jóladags varð
óhapp í Reykjavíkurhöfn þegar tog-
ara var siglt á á tvö varðskip. Eitt-
hvað fór úr eitthvað úrskeiðis í
tengslum vélar og skrúfu togarans
þannig að nota varð neyðarrofa til
að stöðva sknifuna. En það lá svo
mikið á að komasta á veiðar að
skipið sigldi eftir að bráðabirgða-
bætur .voru settar á tvö göt sem
komu á skipið. Vil ég koma þeirri
fyrirspurn á framfæri hvort gert
hafi verið við bilunina í vélbúnaðin-
um? Ef ekki er hætt við að annað
óhapp verði með enn verri afleið-
ingum.
Kápa
Vínrauð ullarkápa varð eftir í
Chrysler bifreið hinn 20. desember.
Vinsamlegast hringið í síma 32743
ef hún hefur fundist.
Kettlingar
Tvo litla kettlinga vantar góð
heimili. Upplýsingar í síma 668025.
Frakki
Grænleitur taufrakki með köfl-
óttu ullaráklæði sem hægt er að
renna úr var tekinn í misgripum á
Ilótel íslandi eftir dansleik á gaml-
árskvöld. Vinsamlegast hringið í
síma 45069.
Úr
Gullúr tapaðist á Hótel íslandi á
gamlárskvöld. Finnandi vinsamleg-
ast skili því í afgreiðsluna þar.
Undarleg samsetning
Richardt Ryel er ekki ánægður
með að hann skuli ekki viður-
kenndur api og undrast því að kona
sú er hann tiltekur hafi skrifað í
„Velvakanda“ og eins og svo marg-
ir aðrir geti ekki viðurkennt að vera
komin af öpum eins og vísindin eru
stöðugt að reyna að troða í unga
sem aldna.
Þeir sem þykjast styðjast við
rannsóknir manna sem stöðugt
missa niarks hafa mjög svo tak-
markað gildi og stöðugt vakna nýj-
ar kenningar og hugmyndir. Aug-
ljóst er að vísindamenn fara meira
og minna villur vega í rannsóknum
sínum og auðvitað vilja þeir ekki
missa atvinnu sína við stöðugt flakk
um heimsbyggðina á kostnað þjóð-
félaga sem gera þá út, þessa fölsku
vísindamenn sem bera fram fjölda
getgáta og flétta um lygavef um
hugmyndir sem teljast líklegar að
styðjast við og almenningur getur
ekki sannað nema með stöðugri
yfirvegun og ályktunum eftir sinni
eigin sannfæringu.
Apar og menn eru ekki af sama
stofni og ætti enginn að staðhæfa
það. Það væri undarleg samsetning
kynstofns manns og apa ef þeir
hefðu þróast saman í árþúsundir
frá upphafi lífs ájöðrinni, að maður-
inn hafi þróast frá öpum er svo
mikil fjarstæða að engan veginn
stenst.
Mér er nær að halda og reyndar
nærri viss, að vísindamenn hafi
reynt að frjóvga saman mann og
apa en aldrei tekist, auðvitað hefur
það aldrei verið upplýst af vissum
ástæðum. Þó væri ekki til svo lítils
að vinna að fá þetta á hreint eftir
þeirri áfergju að dæma, að rekja
þetta til þess óhrekjanlega.
Darvin er ekki með neinu móti
sannfærandi og ber margt til en
nokkuð vannst honum þó til í rann-
sóknum þeirra tíma sem aldrei var
skoðað og ekki reynt að varpa ljósi
á.
Margt er líkt með honum og
núlifandi sagnahöfundum, allar þær
furðulegu hugdettur sem komið
hafa upp og spunnið er um lygavef
af furðulegri nákvæmni, um raun-
veruleikann. Skáldsagnagerð er
mikill lygavefur sem spunninn er
um stolinn raunveruleikann og
afskræmdur í því augnamiði að
uppdrífa skemmtilega lesningu og
spennu um það sem ef til vill er
mögulegt, oftast er það í andstöðu
við kristna trú og sendiboða Guðs
Jesú Krist sem vísar veginn til hins
rétta og sanna lífernis.
Oft er verið að breyta ímynd
Guðs og kveður svo rammt að, að
prestar eru farnir að kenna konu í
Guðs ranni, í stað þess sem hin
helga bók hefur alla tíð skilgreint
sem anda, anda réttlætis og mis-
kunnar öllum sem vilja meðtaka
orðið í Jesú Kristi.
Guð sendi sinn heilaga anda yfir
fyrstu kennimenn kristninnar á
hvítasunnu, eftir burtför Krists frá
jarðnesku samfélagi við mennina á
jörðinni, en er þó alltaf nálægur
þeim sem vilja samvist með hans
boðskap.
Grein eftir Guðrúnu Jakobsen í
Velvakanda nær yfir nokkurt svið,
en ég vil aðeins benda á skilgrein-
ingu orða Jesú er hann segir: „Sæl-
ir eru þeir sem ekki sáu en trúðu
þó“, þarna talar Jesús við lærisveina
sína eftir upprisuna og einn af þeim,
Tómas, gat ekki trúað að hann
væri upprisinn nema getað þreifað
á höndum Jesú og síðu og þess
vegna á ritningin við að sælir eru
þeir sem trúa upprisunni þó þeir
bókstaflega hefðu ekki séð hann
rísa úr gröf sinni eftir krossfesting-
una og kvaðningu við líkamlegt
jarðlíf.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
o
YOGASTODIN HEILSUBOT
AUGLÝSIR!
Opnum 6. janúar '92.
Við bjóðum yður mjög góðar alhliða æfingar sem
henta konum og körlum á öllum aldri.
Æfingarnar eru byggðar á HATHA-YOGA kerfi sem
virkar liðkandi, styrkjandi og kennir öndun og slökun.
Sér tímar fyrir ófrískar konur.
Byrjendatímar. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og
kvöldtímar.
Nánari upplýsingar í síma 27710.
Visa - Eurokortaþjónusta.
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT,
HÁTÚN 67, SÍMI 27710.
anyiu
an með
Sóleyju
Teygju- og þrektímarnir í
Dansstúdíói Sóleyjar eru
byggðir upp á hressi-
legum þrekæfingum og
góðum teygjum, til að lengja
og styrkja vöðvana, síðan
leggjum við sérstaka áherslu
á maga, rass og læri.
Erum með sérstaka
karlatíma í hádeginu.
Það hafa allir gott af góðri
hreyfingu.
Komið og kynnist!
Næsta námskeið hefst
6. janúar
Innritun er hafin í símunn
687701 og 687801.
/
Ílí:
,
SÓLEVJAR^
Engjateigi 1,
Reykjavík