Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 2
41 Kf/MM. .5 i' swT/v; Vr, öíOAiíir. >jc? m
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
HVERJU ÞARF
AD BREYTA?
Næturheimili, eins og nú má finna í Svíþjóð, þykja ekki fýsi-
legur kostur fyrir íslensk börn, en þau sýna svart á hvítu hvern-
ig mál fjölskyldunnar getur gengið út í öfgar ef aðgerðir yfir-
valda eru ekki markvissar. Konur er komnar til að vera á vinnu-
markaðinum, þvl verður ekki breytt, en í samtölum við þá sér-
fræðinga og fagmenn, sem rætt var við, komu fram ýmsar
skoðanir þegar rætt var um lausnir á málefnum fjölskyldunnar.
ingheimur stendur
gjaman á öndinni yfir
kvóta- og hvalamálum,
stóriðju og evrópsku
efnahagssvæði, en
sjaldan hafa langar
ræður verið haldnar
um málefni flölskyld-
unnar í íslenskum þingsölum.
Gífurleg breyting hefur orðið á
íslensku samfélagi og fjölskyldulífi
síðustu áratugina, en stjórnvöld
hafa í litlum mæli komið til móts
við þá breytingu. Ástæðan er ef
til vilí sú að kynslóðin sem nú sit-
ur á þingi þurfti ekki að þeysast
á milli leikskóla, dagmæðra og
heimilis frá morgni til kvölds á
uppvaxtarárum sínum, og lærði
því til að mynda að reima skóna
sína þegar tilskildum aldri var
náð. Nú á dögum eiga mörg sex
og jafnvel átta ára böm í erfiðleik-
um með þá einföldu athöfn því
enginn hefur tíma til að kenna
þeim hana.
Ef til vill er ekki svo auðvelt að
móta ákveðna stefnu í fjölskyldu-
málum þegar þjóðin er yfirkomin
af hamingju eins og sífellt kemur
fram í skoðanakönnunum, en ekki
er allt sem sýnist í þeim efnum
og er rétt að benda á það. Hjón
um þrítugt, foreldrar þriggja smá-
bama, tóku þátt í skoðanakönnun
um lífsviðhorf sem gerð var árið
1984, og sögðu við spyijandann
að þau væru vitaskuld afskaplega
hamingjusöm. Hið sanna var, að
kvöldið áður höfðu þau gert sér
grein fyrir því að þau gætu ekki
lengur haldið húsinu sem þau með
vinnu og basli höfðu keypt fok-
helt, sáu enga iausn á fjárhagsleg-
um vanda sínum og voru langt frá
því að vera hamingjusöm. „En við
gátum ekki sagt ókunnum mannin-
um frá því,“ sögðu þau.
FJÖLSKYLDUHAGIR
Læknafélag Reykjavíkur og
landlæknisembættið sáu fulla
ástæðu til að halda fræðslufund
um fjölskyldumál í Háskólabíói í
mars sl. og mættu um 300 manns
á þann fund. Þingflokkar sendu
fulltrúa sína, konur að sjálfsögðu
því enn álíta forystumenn flokk-
anna að velferð fjölskyldunnar sé
einkamál kvenna og lýstu allir full-
trúar áhyggjum sínum yfir þróun
fjölskyldumála hér á landi.
Högni Óskarsson geðlæknir
sagði frá helstu niðurstöðum fjölda
íslenskra rannsókna um fjölskyldu-
hagi og þroskahorfur íslenskra
bama. Voru þær birtar í bæklingi
sem landlæknisembættið gefur út
og ber heitið „Mannvemd í velferð-
arþjóðfélagi".
I þeim bæklingi er dregin upp
dökk mynd af högum bama og
foreldra í hinu hamingjusama þjóð-
félagi og segir Ólafur Ólafsson
landlæknir meðal annars í formála:
„Stöðugt fara fram umræður um
náttúravemd, landvernd, hvala-
vemd, húsavemd o.fl. sem er af
hinu góða, en fáir ræða um mann-
helgi.“ Og á sama stað: „Nú hafa
tekið við kynslóðir sem vinna utan
heimilis einn lengsta vinnudag í
Evrópu og sem sjaldan eru heima.
Verulegur hluti bama gengur sjálf-
ala á daginn og upplausn heimila
og fjölskyldna er vaxandi vanda-
mál.“
Niðurstöður rannsóknanna sýna
að kjarnaíjölskyldan riðar til falls
og að félagsleg aðstaða bamaflöl-
skyldna er mjög bágborin og líkleg
til að skaða böm andlega, líkam-
lega og félagslega.
Pjórðungur bama sjö ára og
yngri og 64% barna á aldrinum
7-12 ára ganga sjálfala á daginn.
20% íslenskra bama búa ekki
með báðum kynforeldram, meiri
hluti vegna skilnaðar foreldra.
Hjónaskilnaðir hafa þrefaldast síð-
ustu 30 árin og er talið að um 500
böm verði að þola skilnað foreldra
á hveiju ári hér á landi. Einstæðum
foreldram fjölgar þar af leiðandi
mikið og era þeir nú um ijórðung-
ur af bamafjölskyldum.
Feður smábarna vinna einum
vikudegi lengur en aðrir karlmenn
og 75% smábarnamæðra vinna
utan heimilis, um 40% þeirra fullan
vinnudag. Staða smábarnaforeldra
og einstæðra foreldra er til muna
verri en annarra foreldra. Einstæð-
ir foreldrar búa sjaldnar en aðrir
foreldrar í eigin húsnæði, en ársút-
borgun í íbúð á íslandi er 75%
meðan hún er 10 til 15% á öðrum
Norðurlöndum. Hjón með smábörn
eiga hvorki kost á niðurgreiddri
dagvistun hins opinbera né á heils-
dagsvistun fyrir barn sitt á dag-
heimili.
Fjórðungur daglegrar neyslu
barna og unglinga kemur frá sölu-
skálum.
Vegna mikils vinnuálags, ekki
síst á mæðram, era tengsl foreldra
og barna mun minni en áður og
verða börn oft útundan vegna
strangrar lífsbaráttu eða óska um
aukna velmegun. Samverastund-
um barna og foreldra hefur fækkað
veralega og má heita að þær séu
eingöngu á síðkvöldum og á nótt-
unni.
íslenskt samfélag virðist þegar
öliu er á botninn hvolft nokkuð
fjandsamlegt bömum.
VINNUÞRÆLKUN
„Vitað er að óöryggi, vanlíðan
og vanræksla á bernskuárum á
sinn þátt í ráðvillu og óhamingju
ungmenna. Þetta getur birst í
sjálfseyðileggjandi hegðun eða
árásarhneigð og orðið samfélaginu
dýrkeypt," segir Sigrún Júlíusdótt-
ir lektor í félagsráðgjöf við Há-
skóla íslands og fyrrverandi yfírfé-
lagsráðgjafí við geðdeild Landspít-
alans í grein sem hún skrifaði um
fjölskylduna í 5. árgangi í „Tíma-
riti Háskóla íslands" 1990.
Sú staðreynd, að 64% íslenskra
bama á aldrinum 7-12 ára era al-
ein heima meira eða minna á dag-
inn er fremur dapurleg. Bæði býð-
ur það hættunni heim, fyrir utan
nú hversu niðurdrepandi og hund-
leiðinlegt það er að vera alltaf einn
einmitt á þeim aldri þegar tjáning-
arþörfín er hvað mest. Einstæðir
foreldrar eiga oft ekki aðra úr-
kosti, en margt bendir til þess að
hugsunarháttur íslenskra foreldra
í þessum efnum hafí sljóvgast, því
vitað er að sumir foreldrar sjá
ekkert athugavert við það þótt
bam þeirra átta ára gamalt sé
gæslulaust hálfan daginn, eða frá
því snemma morguns og til hádeg-
is er það fer í skólann.
Baldur Kristjánsson sálfræðing-
Hugsunarháttur fólks varð-
andi fjölskyldu og heimili
þarf fyrst og fremst að
breytast,“ segir sr. Þor-
valdur Karl Helgason.
„íslendingar virðast
demba sér út í alls konar ævin-
týri. Þeir byija að búa saman
og eignast bam, era í námi, eru
að kaupa sér bíl, kaupa sér íbúð,
vinna á kvöldin og koma síðan
eftir sex ára sambúð og skilja
ekkert í því hvers vegna allt er
komið í vitleysu. Ungt fólk í
öðram Evrópulöndum gerir þetta
oftast með öðram hætti. Það lýk-
ur fyrst námi, safnar fyrir íbúð,
byijar að búa, kaupir sér Sbúð
og eignast síðan böm.“
Svala Thorlacius lögmaður
segir að oft séu það fjárhagsörð-
ugleikar sem eyðileggi hjóna-
bandið og þvl sé það brýnt að
aðstoða fólk við að koma skipu-
lagi á fjármál sín. „Sérfræðingar
á fjármálasviði, sem til dæmis
störfuðu á vegum félagsmála-
stofnunar eða kirkjunnar, þyrftu
að vera til taks til að aðstoða
fólk við að gera greiðsluáætlun.
Það er mikilvægt að fólk sjái
hversu mikið fé það hefur til
ráðstöfunar hveiju sinni því oft
er óreiða í fjármálum orsök ann-
arra vandamála sem upp koma
í fjölskyldunni."
Högni Óskarsson geðlæknir
segir að einsetinn skóli mundi
leysa mörg vandamál foreldra.
„Jafnframt era máltíðir í skólum
nauðsynlegar því rannsóknir
hafa sýnt að fjórðungur daglegr-
ar neyslu bama kemur frá sölu-
skálum. Ég vil einnig benda á,
að við skilnað verður barnið fyr-
ir miklum missi en það vill oft
gleymast þegar foreldrar era að
fínna lausnir á málum sínum.
Barnið þarf á athygli og hjálp
að halda á þessum tíma og gætu
foreldrar, afar og ömmur eða
aðrir unnið þar ákveðið forvarn-
arstarf."
Örlítið skref var-stigið fram á
við þegar grunnskólar í höfuð-
borginni reyndu að koma til
móts við þarfír bama og foreldra
með því að bjóða upp á gæslu
fyrir yngstu börnin. I samtali við
Jón Frey Þórarinsson skólastjóra
Laugamesskóla kemur fram, að
í fjögur ár hefur það tíðkast í
þeim skóla að yngri nemendur
fái gæslu klukkustund fyrir og
eftir kennslu, þannig að nemandi
sem byijar í skólanum rétt fyrir
klukkan níu getur komið klukk-
an átta og síðan verið í skólanum
í hádeginu þótt kennslu ljúki um
'tólfleytið. Bömin eru í sérstakri
stofu þar sem höfð eru leikföng,
spil og áhöld til að mála, teikna
og föndra. Reykjavíkurborg
greiðir hluta kostnaðarins en
foreldrar greiða kr. 1.200 á
mánuði.
Benedikt Jóhannsson sálfræð-
ingur segir það sýna stefnuleysi
stjórnvalda að það skuli vera háð
hveijum skóla fyrir sig hvort
hann notfæri sér þá heimild að
vera með umrædda gæslu eða
ekki. „Um leið og vinnutími hef-
ur lengst og atvinnuþátttaka
aukist hefur skólatími styst. Árið
1960 var hann 10.210 mínútur
á viku í 1.-8. bekk, en var 1984
9.400 mínútur á viku. Þótt
draumurinn um einsetinn skóla
virðist fjarlægur væri það til
mikilla bóta ef hægt væri að
hafa systkini á sama tíma í skóla,
og að boðið væri upp á að hafa
bömin annaðhvort fyrir eða eftir
hádegi, en ekki að hafa árganga
á ákveðnum tímum eins og nú
tíðkaðist oft.“
Sigrún Júlíusdóttir félagsráð-
gjafi segir að nýjar aðgerðir
stjómvalda þurfí að koma til svo
styrkja megi fjölskylduna eins
og hún er nú í hinum ýmsu form-
um. „Hún verður að geta sinnt
grandvallaratriði sínu, sem era
hinu nánu tengsl eínstaklinga
eða foreldra og barna. Það er
ekki á færi stofnana að rækja
það hlutverk. Hins vegar verður
einnig að gæta þess að stuðning-
ur hins opinbera gangi ekki út
í öfgar, eins og til dæmis í Sví-
þjóð, en þar er nú boðið upp á
næturheimili fyrir böm þeirra
foreldra sem vinna á nætumar.
Með því að bjóða upp á slíka
vistun, jafnvel þótt enn skorti
dagheimilin, þá er verið að hvetja
íjölskyldur til að vinna jafnt að
nóttu sem að degi.“
Morgunblaðið/RAX
ur gerði könnun á högum fjögurra
og fimm ára íslenskra barna fædd-
um árið 1984, og segir í niðurstöð-
um hans, að óvenju sterkar vænt-
ingar séu gerðar til bama hér á
landi um að standa á eigin fótum
og bjarga sér sjálf. Telur Baldur
að með þessum hætti sé meðal
annars haldið við þeim viðhorfum
í þjóðfélaginu að vinnuþrælkun sé
dyggð og langur vinnudagur eftir-
sóknarverður.
Sigrún Júlíusdóttir ræðir einnig
í grein sinni um fjölskylduna, um
hið „skelfilega viðhorf" íslendinga,
það að barnavinna sé dyggð og
merki um sjálfstæði, útsjónarsemi
og mannkosti. Slíkt sé neyðarúr-
ræði í nágrannalöndum okkar þar
sem megináhersla sé lögð á að
vernda börn og þroska í stað þess
að vanrækja þau og herða fyrir
aldur fram.
Þetta viðhorf íslendinga um
barnavinnu kemur heim og saman
við niðurstöður lífsgildakönnunar
Félagsvísindastofnunar sem birtar
voru í september sl. Kom þar fram
að íslendingar leggja mun meiri
áherslu á vinnusemi í uppeldi barna
sinna en aðrar þjóðir.
Vinnutími foreldra á íslandi er
sá lengsti í Evrópu og samkvæmt
rannsóknum Hjartaverndar vinna
karlar á aldrinum 34 til 44 að
meðallagi 55 stundir á viku, en
meðalvinnutími kvenna á sama
aldri er 65 stundir.
HAMINGJAN TIL SÖLU
Fullorðnir bera því stundum við,
að þeir hafi einnig verið einir heima
á daginn sem börn og ekki hlotið
skaða af, en íslenskt þjóðfélag er
ekki það sama og það var fyrir
tuttugu til fjörutíu áram. Það er
álit margra að verðmætamat hafi
breyst og virðingin fyrir lífinu og
manneskjunni fari þverrandi.
Þegar rætt er í fjölmiðlum um
vandræðaunglinga eða sjúkdóma
af völdum rangra lífshátta fær
þjóðin nær undantekningarlaust
að heyra hversu mikið þeir kosti
samfélagið. Manneskjan sjálf virð-
ist skipta litlu máli og það er eins
og ekkert sé merkilegt né mark-
tækt nema hægt sé að nefna pen-
ingaupphæðir í því sambandi. Það
viðhorf að meta allt til fjár virðist
hafa grafíð um sig í þjóðfélaginu.
Ofbeldismyndir í sjónvarpi og
kvikmyndahúsum, þar sem manns-
lífið er iítils virði, eru daglegt brauð
og á sama tíma eru sýndar sápu-
óperar um sykursætt fjölskyldulíf
þar sem allir eru ríkir og oftast
mjög hamingjusamir. Mörg íslensk
börn horfa á þessar myndir og ala
með sér ranghugmyndir um lífið,
dauðann og hamingjuna.
Faðir einn komst svo að orði:
„Hamingjuna halda þau að hægt
sé að kaupa, og gera því kröfur
um að vera hamingjusöm daginn
út og inn. Enda hafa þau ekkert
annað fyrir sér. Þegar svo hin
keypta hamingja bregst hrynur
veröldin."
FJÖLSKYLDUTENGSL
íslendingar tala flestir um sterk
fjölskyldutengsl hér á landi og
þeir sem búsettir era erlendis segja
að oftast sé hægt að leysa fjár-
hagsleg og félagsleg vandamál
þegar heim sé komið, með því að
leita á náðir stórfjölskyldunnar,
þ.e. foreldra, afa og ömmu, systk-
ina og frændsystkina.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagn-
fræðingur sem rannsakað hefur
flölskyldugerð á íslandi frá 1801 ■
til 1930 segir, að vissulega séu
fjölskyldutengsl meiri hér en víðast
erlendis, og megi það rekja til fá-
mennisins. „Fjölskyldur búa í meiri
nálægð hver við aðra og yfirieitt
tíðkast það ekki hér eins og erlend-
is að fyrirtæki geri kröfur um
flutninga starfsmanna sinna milli
borga eða héraða, sem gerir það
oft að verkum að fjölskyldutengsl
rofna.
Könnun var gerð laust fyrir árið
1960 í Bretlandi á fjölskyldu-
tengslum og kom í ljós að fjöl-
skyldubönd voru sterkust hjá þeim
sem þjuggu í félagslegum íbúðum.