Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992
Umsjón Amór Ragnarsson
Bridsdeild Rangæinga
Miðvikudaginn 8. janúar hefst Bar-
ómeter-tvímenningur hjá félaginu.
Spilað er i Ármúla 40, 2. hæð, og
hefst gamanið kl. 19.30. Skráning hjá
Lofti í símum 36120 (vs.) og hs.
45186. Nýir spilarar velkomnir ásamt
þeim „gömlu“.
Vetrar-Mitcell BSÍ
Vetrar-mitcell BSÍ á föstudögum
hefur ekki starfað nú yfir jólin vegna
viðgerðar í spilasal í Sigtúni 9. En
föstudagskvöldið 10. janúar byrjum
við aftur þar sem frá var horfið fyrir
jólin og verða spilaðir eins kvölds tví-
menningar alla föstudaga og hefst
spilamennska kl. 19. Öllum er fijálst
að mæta, jafnt bytjendum sem lengra
komnum, hvert kvöld er sérstök
keppni og spilarar geta ráðið hvort
þeir mæta á hverju föstudagskvöldi
eða bara einu sinni í mánuði.
Bridsfélag byrjenda
Spilamennska hefst á nýja árinu
7. janúar en ekki 14 janúar eins og
áður var auglýst. Byijað að spila kl.
19.30. Pjölmennum.
bóndi þar til 1917 að hann andað-
ist. Þór bjó með móður sinni í Hafn-
arfirði er hún og Viggó kynntust.
Þóra var mikil mannkostakona.
Þeirra sambúð var byggð á gagn-
kvæmu trausti og kærleika. Þessi
góðu hjón eignuðust ekki börn. En
mannkærleiki þeirra og fórnfýsi
lýsir sér best í umhyggju þeirra
fyrir mæðrum þeirra beggja á gam-
als aldri. Guðbjörg, móðir Þóru,
dvaldi fjöldamörg ár á heimili þeirra
og andaðist hjá þeim. Sigurborgu,
móður Viggós, tóku þau til sín fáum
árum eftir andlát Guðbjargar. Sig-
urborg varð háöldrað kona, lést 93
ára. Sín síðustu ár var Þóra mjög
heilsulítil. Viggó annaðist hana af
miklum kærleika og fórnfúsri um-
hyggju. Hún lést 26. mars 1976.
Fljótlega eftir andlát Þóru flutti
Viggó á Hrafnistu. En meðan Þóra
var sem veikust fékk Viggó já-
kvætt svar við beiðni sinni um
hjónaíbúð fyrir þau þar. Hann starf-
aði í mörg ár í föndrinu á Hrafn-
istu. Allt sem hann vann þar var
með hans fallega handbragði. í
vinahópi var hann alltaf jákvæður
og skemmtilegur og átti mjög auð-
velt með að koma auga á spaugileg-
ar hliðar mála. Síðustu árin var
Viggó ekki heill heilsu en hann var
ekki að kvarta og reyndi að íþyngja
ekki starfsfólkinu. Þannig var hans
líf, að hugsa fyrst um aðra, síðast
sjálfan sig. Hann kunni betur að
veita en þiggja.
Systkinin Elín og Jóhann Jónat-
ansson reyndust Viggó sérstaklega
vel, en þau Viggó vora systkina-
börn. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með því hversu vel Jóhann
hugsaði um Viggó Síðustu árin
vitjaði Jóhann hans nær daglega.
Viggó var honum mjög þakklátur
og sagði oft; guð launar fyrir mig.
Ég geymi góðar minningar um
minn gamla góða vin, minningar
sem seint gleymast. Ég kveð þenn-
an ljúfling með trega.
Sætið hans er autt.
Unnur Benediktsdóttir.
og er því flutt ofar á Laugaveginn!
Viö höfum átt góöa daga við Laugaveginn. Eftir allmörg ár á Laugavegi 3
var nauðsynlegt að komast í stærri húsakynni vegna aukinna umsvifa.
Því erum við nú flutt ofar, á Laugaveg 172 (Hekluhúsið), í húsnæði sem hentar
betur viðskiptavinum okkar og starfsfólki, bjart, rúmgott og aðgengilegt.
Hingað eru allir alltaf velkomnir.
SAS á Islandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 172, sími 622211
Minning:
Viggó B. Bachmann
stefnir hærra
Fæddur 4. september 1904
Dáinn 23. september 1991
Þegar ég nú kveð gamlan vin er
margs að minnast og fyrir svo ótal
margt að þakka. Hann er skýr í
mínum fyrstu minningum. Þá starf-
aði hann hjá föður mínum við versl-
unarstörf og bílaakstur á Hellis-
sandi.
Viggó var fæddur 4. september
1904 á Patreksfirði. Foreldrar hans
voru Sigurborg Jónatansdóttir og
Bendikt Bachmann Árnason. Þau
voru bæði mikið sómafólk. Sigur-
borg var mikil húsmóðir og ákaf-
lega vel vinnandi, sama hvort hún
vann heimilisstörfin eða gegndi
símastörfum eða vann handavinnu
margskonar, allt var framúrskar-
andi vel gert. Benedikt var mikill
sagnaþulur og mikill húmoristi og
mjög hlýr maður og barngóður.
Viggó fluttist ungur með foreldr-
um sínum, fyrst til Ólafsvíkur og
síðan á Hellissand, þar sem faðir
hans var við barnakennslu og síðar
símstjóri í mörg ár. En fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur árið 1934.
Viggó var með þeim allra fyrstu
sem komu með bílpróf á Hellissand.
Sá sem var bílstjóri var sá maður
sem mikill ljómi var af, fannst okk-
ur krökkunum fyrir rúmum 60
árum. Viggó var í okkar augum
mikil og góð fyrirmynd. Hann var
alger bindindismaður á vín og tóbak
og hélt það allt sitt líf. Slíkir menn
eru alltaf sérstaklega skylduræknir.
Æðruleysi og samviskusemi ein-
kenndu öll, hans störf. Viggó var
nokkur sumur í símavinnu eftir
1920. Sú vinna var eftirsótt af ung-
um mönnum. Þessi sumur voru
honum mjög hugleikin, taldi hann
þau hafa verið þroskandi fyrir sig
og einnig hitt að þá fékk hann að
ferðast þó nokkuð um landið, sem
ekki allir ungir menn áttu kost á á
þessum árum. Hann eignaðist þá
ýmislegt umfram aðra, hann átti
t.d. tjald sem hann setti oft upp út
á Bölum eða í hraunjaðrinum. Gam-
an var þá að fá að skríða inn í tjald-
ið hjá honum á sunnudagsmorgnum
og fá smá sælgætismola eða að fá
að skoða myndavélina hans. Við
krakkarnir hlökkuðum alltaf til
sunnudagsmorgnanna með Viggó.
En það var vani hjá honum ef vel
viðraði að setja trébekkina upp á
vörubílspallinn og bjóða krökkunum
í bíltúr, kannski bara í kringum
þorpið okkar eða upp að Ingjalds-
hóli. Þetta var mikið krydd í okkar
tilveru. Við reyndum að borga hon-
um þessa skemmtun með því að
vera ekki að hanga aftan í bílnum
hjá honum er hann var að störfum.
Bílstjórastarf var hans atvinna
Brids
alla tíð í Reykjavík. Fyrst hjá Bif-
reiðastöð Steindórs en lengst starf-
aði hann hjá Shell, eða þangað til
hann náði 70 ára aldri. Ef Hallgrím-
ur forstjóri þurfti einkabílstjóra til
að keyra sig með útlenda gesti um
landið og í veiðiferðir var Viggó
alltaf valinn. Sumir þessara útlendu
veiðimanna sendu Viggó árlega jól-
akort og stundum gáfu þeir honum
góða minjagripi. Viggó var mjög
vel liðinn af öllum sem kynntust
honum, en hann var ekki allra.
Viggó kvæntist Þóru Þórðardótt-
ur 29. nóvember 1941. Hún var
fædd að Ölfusvatni 21. júlí 1912.
Foreldrar hennar vora Guðbjörg
Þorgeirsdóttir og Þórður Gíslason
SAS