Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
Eggert B. Péturs-
son - Minning
Fæddur 16. janúar 1901
Dáinn 24. desember 1991
Það var á aðfangadagskvöld að
afi minn Eggert B. Pétursson
kvaddi. Frá aðfangadagskvöldi eru
flestar minningar mínar tengdar
afa og ömmu. Þau eru fá jólin sem
ég hef lifað án þess að þau væru
nálæg. í bernsku minni komu þau
alltaf á aðfangadagskvöldi heim
til foreldra minna. Þau komu hlað-
in pökkum og eftirvæntingin var
mikil hjá okkur Halldóri bróður.
Gjafirnar frá afa og ömmu voru
alltaf mjög sérstakar. Aldrei
gleymi ég jólunum þegar við feng-
um fyrstu úrin okkar. Afi rétti
hvorum okkar stærðar pakka og
þegar við höfðum rifið pappírinn
utan af komu í ljós pappakassar.
Síðan tóku við endalausir vafning-
ar af gömlum jólapappír. Að síð-
ustu, þegar ég var að gráti kom-
inn, valt út lítil askja sem í var
gjöfin, sjálft' úrið. Svona gat afi
oft verið ótrúlega stríðinn.
Afi var fæddur að Hnúki á Fells-
strönd 16. janúar 1901. Hann
fluttist kornungur með foreldrum
sínum út í Rifgirðingar í Breiða-
fjarðareyjum. Foreldrar hans voru
Margrét Guðmundsdóttir og Pétur
Jónsson. Frá Rifgirðingum stund-
aði Pétur sjómennsku og búskap.
Afi var einn þriggja bræðra. Jón
var elstur, afi í miðið og Sigurður
yngstur. Nú eru þeir allir látnir.
Þegar afi var innan við tvítugt lést
faðir hans og afi tók við búinu
ásamt Margréti móður sinni. Þann
12. apríl 1925 gekk hann að eiga
ömmu mína Sigríði H. Eggerts--
dóttur úr Bíldsey. Hún er fædd í
Fremri- Langey 12. apríl 1904. í
Rifgirðingum er faðir minn Pétur
Eggertsson, eina barn þeirra,
fæddur 3. ágúst 1926. Þau bjuggu
í Rifgirðingum til 1930 en urðu
að bregða búi vegna veikinda afa
og fluttu þá til Hellissands. Á
Hellissandi var afi póst- og sím-
stöðvarstjóri og sinnti því starfi til
1945 þegar hann og amma fluttu
til Reykjavíkur. Næstu fimm árin
var afi gjaldkeri hjá Ragnari Þórð-
arsyni í Gildaskálanum en hóf síð-
an störf á Póststofunni í Reykjavík
þar sem hann vann til 1968. í
Reykjavík bjuggu þau afi og amma
á Njálsgötu 80, þar til 1982 að
þau fluttu á Hrafnistu.
í heimsóknum til afa og ömmu
á Njáls eins og við bræðurnir
kölluðum þau voru það geymslan,
hinar ýmsu skúffur og skápar og
ekki síst bókaskáparnir sem höfðu
hvað mest aðdráttarafl. í geymsl-
unni var alltaf til appelsín og kók
og í einum skáp var alltaf Freyju-
súkkulaðistykki. í skrifborðsskúff-
unum var signetið, gömul mynt
og ýmislegt annað smádót sem
varð að gersemum í huga lítilla
stráka. Það var ekki um nein eigin-
leg leikföng að ræða, en gamlar
myndir í myndaalbúmum og heill-
andi bækur vöktu áhuga og
glæddu ímyndunaraflið. Stundum
fórum við út að labba með afa og
ég fann hve virðulegur afi var,
eiginlega tignarlegur með sitt
kónganef. Síðar þegar ég sjálfur
ásamt minni fjölskyldu bjó í íbúð
afa og ömmu, sem þá voru flutt á
elliheimili, voru þessar hugmyndir
mínar um afa minn staðfestar af
nágrönnunum sem höfðu þekkt
hann.
Afi fylgdist vel með því hvert
áhugi okkar strákanna stefndi og
ýtti undir allt okkar grúsk. Eitt
sumarið þegar ég hafði lítið fyrir
stafni fékk áfi mér það verkefni,
til að forða mér frá aðgerðarleysi,
að taka til í skápum og dusta ryk-
ið af bókunum sínum. Þetta starf
mitt varð til þess að daglega kom
ég heim klyíjaður ýmsu dóti, aðal-
lega bókum. Við fórum í fjölda
gönguferða og skoðuðum sýningar
og söfn. Síðan var komið við í
bókabúðum og var afi þá að leita
að ákveðnum listaverkabókum fyr-
ir mig. Þá var áhugi minn farinn
að stefna inná þá braut sem ég
síðar lagði fyrir mig. Ég var hissa
þegar ég hafði lokið starfi mínu
við þrifin að afi rétti mér 700 krón-
ur að launum. Ég hélt að ég hefði
fyrir löngu þegið launin.
Ég get ekki sleppt því að minn-
ast á eina þá bók _sem afi kynnti
fyrir mér og gaf. Ég hef æ síðan
haft miklar mætur á henni. Bókin
var Flóra íslands. Ég hafði þá ver-
ið að tína blóm og þurrka þau og
þekkti þó nokkuð margar tegund-
ir. Ég ar rétt orðinn sex ára og
nýlæs. Bókin varð til þess að áhugi
minn staðfestist og lifir enn. En
bækurnar og gjafirnar voru marg-
falt fleiri. Það voru Ævintýrabæk-
umar, Kviður Hómers, Hundrað
ár í Þjóðminjasafni og Aldirnar.
Síðan voru það skúturnar sem
hann smíðaði fyrir okkur
bræðurna, taflið, segulbandstækið
og ótal margt fleira.
Afi var óþreytandi við að segja
frá ýmsu úr eyjunum, sjómennsku,
fuglum og ekki síst þuldi hann
nöfn eyja, hólma, sunda, strauma
og skeija. Ég hafði aldrei komið
út í eyjar svo mér gekk ekki vel
að festa þann fróðleik í minni.
Hins vegar nýtist öllum þessi vitn-
eskja hans því hann merkti þessi
örnefni inn á kort og loftmyndir
af Breiðaijarðareyjum.
Afi var fæddur inn í allt annan
heim en ég. Þegar ég var um ferm-
ingu tók ég að mér það verkefni
fyrir hann að mála mynd af gamla
bátnum hans. Af daufri ljósmynd-
inni sem ég hafði sem fyrirmynd
átti ég erfitt með að átta mig á
öllum smáatriðunum sem afi kunni
svo góð skil á. Eiginlega vissi ég
ekki hvað það var sem ég var að
mála, en afi leiðbeindi mér og
fræddi mig í leiðinni um heiti segl-
anna og ýmislegt annað sem varð-
aði sjómennsku áður fyrr. Myndina
hafði hann alltaf hjá sér. A Þor-
láksmessu voru foreldrar mínir hjá
honum og var þá mjög af honum
dregið. Hann benti á ljósmynd af
húsinu í Rifgirðingum og á mynd-
ina af bátnum sem ég hafði mál-
að. Hann sagðist vera að fara heim.
Eyjarnar voru hans heimur.
Nú þegar Eggert afi minn verð-
ur jarðsunginn er ég langt í burtu
en samt er hann mér nálægur í
minningunni. Kæra amma, ég
votta þér samúð mína og sendi
kveðjur frá Huldu og strákunum
okkar.
Utsalan hefst
á morgun kl. 10
í Kringlunni
og kl. 12 á
Laugaveginum
30-50%
afsláttur
* ********
10% afsláttur
í snyrtivörudeil
á meðan
á útsölunni
stendur
Sími 17440, Laugavegur
689017, Kringlan
t
Eggert Pétursson